Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 25 in, sem kjósa í ráðið, og iðnríkin gera að meðaltali – og helzt að gera betur. Jafnframt þarf Ísland að afla sér aukinnar þekkingar á málefnum þróun- arríkja, sem taka mikið af tíma Öryggisráðsins. Í þriðja lagi eru menn á Vesturlöndum nú farn- ir að átta sig á því að til lengri tíma litið eru það efnahagslegir hagsmunir þeirra að hagkerfi þró- unarríkjanna eflist og viðskipti við þau vaxi. Þá er mikilvægt að veita ríkjunum aðstoð í formi fjár- muna, þekkingar og tækni, en ekki síður að fjar- lægja hindranir í vegi viðskipta milli þeirra og iðnríkjanna. Viðskipti og þróun Það er raunar mikil- vægt að stefna ís- lenzkra stjórnvalda varðandi aðstoð við þróunarríkin stangist ekki á við stefnuna í við- ræðum um alþjóðaviðskipti. Á fundi Heimsvið- skiptastofnunarinnar í Cancún í Mexíkó, sem fór út um þúfur vegna ósamkomulags um fjölda mála, var Ísland í hópi þeirra ríkja, sem voru and- snúnust niðurfellingu tolla og lækkun ríkis- styrkja til landbúnaðarins. Margir hafa orðið til að benda á hversu fjandsamleg þróunarlöndun- um slík stefna er. Jeffrey Sachs, hinn þekkti bandaríski hagfræðingur sem var aðalræðumað- ur á áðurnefndri ráðstefnu um þróunarmál, sagði í viðtali hér í blaðinu sl. mánudag: „Að opna markaði fyrir landbúnaðarafurðir þýðir að lækka verður niðurgreiðslur og leyfa innflutning, en þetta hefur verið pólitískt erfitt í ríku löndunum. Munurinn er sá að í ríku löndunum er þetta spurning um pólitíska erfiðleika en í þeim fátæku er þetta í raun spurning upp á líf og dauða í ákveðnum skilningi.“ James Wolfensohn, forstjóri Alþjóðabankans, skrifaði grein um Cancún-fundinn hér í blaðið í síðustu viku. Hann benti þar m.a. á að samanlagt væru niðurgreiðslur ríkra þjóða á innlendri land- búnaðarframleiðslu hærri en samanlögð þjóðar- framleiðsla Afríku og að samanlagður stuðningur við bændur í aðildarríkjum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, OECD, væri sexfalt hærri en öll þróunaraðstoð þeirra. Ef við Íslendingar lítum í eigin barm í þessu efni sjáum við að framleiðslu- tengdur stuðningur við landbúnað nemur 11–12 milljörðum króna, samkvæmt minnisblaði utan- ríkisráðuneytisins vegna Cancún-fundarins, en samanlögð þróunaraðstoð Íslands að útgjöldum til friðargæzlu meðtöldum nemur 1,3 milljörðum. Hér er munurinn u.þ.b. nífaldur. Fyrir hvern milljarð, sem sparast við aukna hagkvæmni og minni sóun í landbúnaði á Íslandi, er hægt að gera stóra hluti í fátæku þróunarríki og bjarga mörgum mannslífum, í beinum og óbeinum skilningi. Hvert á að beina kröftunum? En hvert eigum við að beina þeim nýju fjár- munum, sem ætla má að verði lagðir til þró- unaraðstoðar á næstu árum? Í skýrslu Jónasar Haralz og Hermanns Arnar Ingólfssonar er lagt til að áfram verði meirihluta fjárins varið til þátt- töku í alþjóðlegum stofnunum, sem vinna að þró- unarmálum. Stuðningur við sérstofnanir SÞ, sem vinni að þróunarmálum, verði aukinn og hugað sérstaklega að því að styrkja tengslin við Þróun- armálastofnunina og Matvæla- og landbúnaðar- stofnunina. Þá verði lögð áherzla á áframhald- andi virka þátttöku í Alþjóðaframfara- stofnuninni, sem starfar á vegum Alþjóðabankans, og Norræna þróunarsjóðnum, auk þess sem Ísland taki þátt í Alþjóðaumhverf- issjóðnum, sem raunar hefur lengi verið á dag- skrá. Jafnframt verði stuðningur við Háskóla Sameinuðu þjóðanna, sem stendur nú að jarð- hitaskóla og sjávarútvegsskóla hér á landi, auk- inn. Þá leggja skýrsluhöfundarnir til að tvíhliða að- stoð Íslands, þ.e. aðstoð sem fer beint til ein- stakra ríkja á vegum Þróunarsamvinnustofnun- ar, verði tvöfölduð á næstu þremur árum. Ísland hlýtur áfram að leggja áherzlu á þau svið, þar sem sérþekking er fyrir hendi, sem get- ur nýtzt þróunarríkjunum. Til umræðu er að bæta við þriðja skólanum á vegum Háskóla SÞ hér á landi, sem yrði landgræðsluskóli. Eyðing jarðvegs og skóga er mikið vandamál í mörgum þróunarríkjum og ekki útilokað að þar geti reynsla Íslendinga nýtzt, þrátt fyrir mikinn mun á veðurfari. Þá setti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fram þá hugmynd á áðurnefndri ráðstefnu í Háskóla Íslands, að Ísland miðlaði þróunarríkjum af reynslu sinni í stjórnsýslu og uppbyggingu stofnana. Þar gætu tvær nýjar stofnanir við Háskóla Íslands haft hlutverki að gegna, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknasetur um smáríki. Jeffrey Sachs sagði á ráðstefnunni og í áður- nefndu viðtali hér í blaðinu að Ísland gæti kennt fátækum ríkjum ýmislegt um það hvernig lítið land gæti lifað af auðlindum sínum, t.d. fiskimið- um og jarðhita. „Ísland hefur verið í forystu í sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun í heiminum og reynt að nýta vísindalegar aðferðir við athuganir á fiskistofnum. Allar rannsóknir sýna að fiski- stofnar í heiminum eru í slæmu ástandi. Ísland hefur leiðtogahlutverki að gegna á því sviði. Ég sé hlutverk Íslands í því að hjálpa til við að deila með öðrum þeim árangri sem náðst hefur hér og í því að vinna vísindalega að stýringu fiskveiði- stofna í höfum heimsins. Íslendingum hefur gengið vel að fylgjast með sinni helstu auðlind, fiskinum í kringum landið, og ættu að nýta þekk- ingu sína á því sviði svo fiskistofnar heimsins klárist ekki,“ sagði Sachs. Í þessu efni geta Íslendingar vafalaust lagt mikið af mörkum, bæði á vettvangi alþjóðlegra stofnana og í tvíhliða þróunarsamstarfi. Ísland hefur raunar nú þegar beint kröftum sínum að því að aðstoða nokkur Afríkuríki (Grænhöfðaeyj- ar, Malaví, Mósambík og Namibíu) við hafrann- sóknir og fiskveiðistjórnun. Í skýrslu Jónasar og Hermanns kemur fram að þótt staðið hafi verið vel að þessum verkefnum af hálfu ÞSSÍ sé árang- ur þeirra lítill, nema í Namibíu. Ætla má að Þró- unarsamvinnustofnun sé reynslunni ríkari í þess- um efnum, en í skýrslunni kemur fram að lykillinn að árangri sé að þróunarlandið sjálft hafi frá upphafi „eignarhald“ og stjórn á verkefnum af þessu tagi. Ekki dugi að Íslendingar haldi um stjórnartaumana og afhendi samstarfsríkjum sínum síðan verkefnin, ef takmörkuð geta sé til að halda þeim áfram. „Þegar íslensk þróunaraðstoð hófst var gert ráð fyrir að hún fæli í sér yfirfærslu á íslenskri þekkingu og reynslu og greiðslum fyrir íslenska tækniaðstoð og íslenska framleiðslu, svo sem fiskiskip og útbúnað þeirra. Íslenskt framlag skyldi vera sýnilegt í byggingum, búnaði og þjálf- uðu starfsfólki stofnana sem væru afhentar þró- unarlandinu til rekstrar og afnota. Þróunarað- stoð af þessu tagi er nú á undanhaldi og við er að taka annars vegar eignarhald þróunarlanda á verkefnum frá upphafi, en hins vegar almenn fjárhagsleg aðstoð tengd tilteknum greinum eða einstökum verkefnum. Aðlögun að þessum nýju aðstæðum verður eitt helsta viðfangsefni ís- lenskrar þróunaraðstoðar á næstu árum,“ segja skýrsluhöfundar. Það liggur í augum uppi að Ísland verður að axla ábyrgð á því að hjálpa þróunarríkjunum til sjálfshjálpar. Okkur ber til þess siðferðileg skylda að sitja ekki hjá þegar hundruð milljóna manna líða skort. Við höfum af mikilvægri reynslu að miðla og sérþekkingu á ýmsum svið- um, sem getur nýtzt þróunarríkjunum vel. Þró- unaraðstoð á að vera mikilvægur hluti af utanrík- isstefnu Íslands, sem miðar að því að tryggja hagsmuni landsins á breiðum grundvelli. Síðast en ekki sízt erum við ein ríkasta þjóð heims og ættum að geta gert betur en að vera hálfdrætt- ingar á við nágrannalönd okkar. Morgunblaðið/ÞorkellMósambísk börn við brunn, sem Hjálparstofnun kirkjunnar gaf til að bæta úr skorti á hreinu vatni. „Á það hefur t.d. verið bent að ætli Ísland að keppa að sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, eins og nú er á stefnuskrá stjórn- valda, verði það að leggja a.m.k. jafn- mikið af mörkum til aðstoðar við þróun- arríkin, sem kjósa í ráðið, og iðnríkin gera að meðaltali – og helzt að gera betur.“ Laugardagur 20. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.