Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ V iðtalið hefst eins og leynilögreglu- saga. Ég ek heim að húsinu, það er fyrir enda göt- unnar, dimmrautt og horfir til mín tómlátum, myrk- um gluggum – enginn svarar þegar ég ber að dyrum og mér sýnist dyra- hamar í ljónslíki glotta háðslega með- an höggin enduróma í kvöldkyrrðinni. Ég leita Árna Helgasonar og hafði áður komið við þeirra erinda á dval- arheimili aldraðra í Stykkishólmi. Ég sný frá húsinu og meðan ég ek aftur að dvalarheimilinu fara í gegnum huga mér allar þær sögur sem ég hef heyrt af þessum annálaða bindindis- manni og „fréttahauk“ Morgunblaðs- ins þar vestra. Sagan segir að þegar hið glæsilega hótel í Stykkishólmi var opnað hafi menn komið sér saman um að bar þess skyldi draga nafn af þeim gesti sem fyrstur kæmi þar inn fyrir dyr eftir opnunina. Það var auðvitað Árni Helgason sem kom til að leita frétta fyrir blað sitt – barinn hlaut umsvifa- laust nafnið Árnabar. Aðra sögu heyrði ég þess efnis að Árni hefði eitt sinn gengið fram á illa drukkinn mann og tekið hann tali. „Ef þú færir ekki svona að ráði þínu gætir þú komið þér vel fyrir í líf- inu, þú gætir meira að segja eignast hús eins og þetta,“ sagði Árni meðal annars og hnykkti til höfðinu í átt að glæsilegu húsi þar rétt hjá. „Ég á þetta hús, það er nú einmitt meinið,“ svaraði maðurinn grát- klökkur yfir örlögum sínum. Loks kemur upp í huga minn hve brot- gjarnar aðsendar brennivínsflöskur voru sagðar í póstmeistaratíð Árna Helgasonar. Þegar ég hitti Árna loks í matsal dvalarheimilisins spyr ég hann að bragði um sannleiksgildi þessara sagna. Hann kannast ekki við að til- drögin að nafngift Árnabars séu rétt, né heldur rekur hann minni til að hafa rætt við fyrrnefndan húseiganda en neitar því ekki að stundum hafi viljað til að vínflöskur hafi komið brotnar í hendur eigenda sinna. „En það var auðvitað ekki af því að ég bryti þær, öðru nær, það var bara svona illa um flöskurnar búið,“ segir hann og býður mér að setjast við mat- borðið hjá sér og þiggja hressingu. Mér verður ljóst hve heppin ég er að hitta á Árna heima við þegar ein konan á dvalarheimilinu segir: „Fáum við nú að halda þér hér dá- litla stund, Árni minn.“ Árni brosir góðlátlega og segist því miður senn þurfa að skreppa frá. „Já, þú ert alltaf jafn mikið á far- aldsfæti,“ segir konan og kveður Árna með nokkurri eftirsjá. Hann er augljóslega vel metinn af sínu sam- fylgdarfólki, um það sannfærist ég enn betur þegar ég kem heim í dimm- rauða húsið og sé þar á veggjum og í hillum allar þær viðurkenningar og heiðursskjöl sem Árna hefur hlotnast fyrir störf sín á ýmsum vettvangi á þeim nær 90 árum sem hann hefur lífgað upp á Íslandssöguna. Eitt skjalanna sýnir að Árni er heiðurs- borgari Stykkishólms og fálkaorðuna fékk Árni fyrir störf sín að bindindis- og félagsmálum. „Það var svo einkennilegt að þótt vínflöskurnar væru brotnar og ég byðist til að senda þær til baka og fá nýjar, þá vildu menn bara taka send- inguna strax, fá hinar flöskurnar, þá gekk alveg yfir mig,“ segir Árni þegar við erum sest saman við borðstofu- borðið hans til að spjalla saman. „Ég lét þá fá flöskurnar – en ræddi við þá áður. Spurði þá að því hvort þeir hefðu efni á þessu, fjárhagslega og gagnvart heimili sínu, konu og börnum,“ bætir hann við. „Þá kom stundum fyrir að þeir vildu hvorki sendinguna né nýjar flöskur þegar ég hafði talað yfir hausamótunum á þeim. En svo fór því fólki fækkandi sem fékk sendar vínflöskur í pósti – hvernig sem á því stóð,“ segir Árni. En hver skyldi vera bakgrunnur þessa manns, sem svo mjög hefur lát- ið til sín taka – heima og heiman? „Ég fæddist á Skólavörðustíg í litlu húsi sem pabbi og mamma áttu. Þau kynntust í Reykjavík, voru bæði fædd sama árið, 1888. Faðir minn kom frá sundruðu heimili, foreldrar hans höfðu gefist upp fyrir fátæktar sakir og börn þeirra fjögur voru sett niður á sitt hvern bæinn. Pabbi hafði það slæmt í sinni vist, en þegar hreppstjórinn kom til að athuga með líðan hans og sá hvers kyns var sendi hann drenginn, þá 10 ára gamlan, til Reykjavíkur þar sem Guðmundur landlæknir kom honum fyrir á góðu heimili og hvatti hann til að æfa íþróttir til þess að hann næði þreki og þroska. Hann gekk í glímufélag hjá Sigurjóni á Álafossi. Um þetta leyti kom Þórður Sveinsson læknir heim til Íslands frá Kaupmannahöfn til starfa á Kleppi. Prófessorinn hans ytra hafði ráðlagt honum að hafa alltaf með sér íþróttamann á stofugang til þess að bregðast við ef sjúklingar yrðu árásargjarnir og hamramir vegna veikinda sinna. Sigurjón á Álafossi benti á föður minn til þessara starfa og hann fékk og það embætti hjá Þórði að vera keyrslumaður. Hann hafði þá þrjá eða fjóra hesta og annaðist aðdrætti að sjúkrahúsinu. Mamma hafði ætlað að læra að sauma og hafði samið við útgerðar- og kaupmann að fá kaupið sitt greitt í peningum. Þá setti hún í kistil en á leiðinni var honum stolið og hún kom allslaus til Reykjavíkur. Hún fór þá til kunnugs fólks, Jóns Ólafssonar alþingismanns og konu hans, og fékk að vera þar. Jón sagði henni nokkru síðar að Þórð á Kleppi vantaði konu í eldhúsið vegna veikindaforfalla og gæti hún fengið þar eina krónu á dag og allt frítt ef hún færi í þetta starf. Mamma sló til enda var þetta gott boð. Þannig kynntust foreldrar mínir. Hélt á lausum fingrinum Faðir minn var líka keyrslumaður fyrir holdsveikraspítalann. Þar þótti honum ömurlegt um að litast. Sjúk- lingarnir beinlínis grotnuðu niður af sjúkdómi sínum. Hinn þekkti Sigurð- ur Kristófer Pétursson, sem bæði orti og skrifaði bókina Hrynjandi ís- lenskrar tungu, bauð honum t.d. einu sinni sem oftar í krók. Pabbi datt aft- ur á bak á gólfið og sér þá að hann heldur á einum fingri Sigurðar – hann hafði losnað af en ekkert blæddi samt úr, svona fór holdsveikin með fólk. Árið 1914, þegar ég var nýfæddur, hófst fyrri heimsstyrjöldin. Afa mín- um var ekki rótt að vita uppáhalds- dóttur sína í Reykjavík, þar sem var hald manna að kafbátar gætu gert árás. Hann hvatti hana því til að koma til Eskifjarðar. Það varð úr að for- eldrar mínir fluttu með mig austur og þaðan fór ég ekki fyrr en 27 ára gam- all. Faðir minn stundaði þar alls konar daglaunavinnu. Tvær vertíðir var hann líka í Seley. Þar var hann sam- tíða kennara mínum, Jóni Valdimars- syni. Hann gaf mér í fermingargjöf myndina „Síðasta kvöldmáltíðin“, sem hefur fylgt mér fram á þennan dag,“ segir Árni og bendir mér á um- rædda mynd sem hangir yfir borði í eldhúsi hans. „Ég tók ferminguna mjög alvar- lega, enda alinn upp í mikilli trúrækni heima. Systkini mín þrjú yngri, Georg, Ingigerður og Kristrún Líney, fædd- ust öll á Eskifirði. Auk þeirra ólu for- eldrar mínir upp tvö fósturbörn, þau Trausta Guðveig og Ingigerði Frið- rikku. Faðir minn dó úr berklum 37 ára, þegar ég var ellefu ára. Hann lést á Franska spítalanum í Reykjavík og eftir stóð móðir mín með fjögur börn sín og tvö fósturbörn. Mamma var mjög stolt kona, hún vildi alls ekki þiggja af sveit. Hún barðist áfram og trúði á Drottin og alltaf komu einhver ráð – margar andvökunæturnar hefur hún þó sjálf- sagt átt. Heilræði mömmu til okkar barnanna voru ekki margbrotin. Hún sagði: „Engu máli skiptir hvað aðrir gera þér, heldur hvað þú gerir öðr- um.“ Til Stykkishólms Það var ekki fyrr en í kringum 1940 sem við systkinin fórum að geta gert henni lífið léttara en hún naut þess skamma hríð – fékk illkynjaðan sjúk- dóm sem dró hana til dauða 3. febrúar 1942. Hún var þá aðeins 53 ára gömul. Hún var komin í dauðann þegar ég lagði af stað til Stykkishólms til þess að starfa þar á skrifstofu sýslumanns. Ég var búinn að koma farangri mínum um borð í Súðina þegar til mín komu boð um að móðir mín væri að skilja við. Hún hafði verið flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur á Landakot meðan ég var á leið með Esjunni suður, áleiðis í Stykkishólm. Ég fór til hennar strax og ég fékk boðin, sjaldan hef ég séð fegurra bros en á látnu andliti hennar. Mildi hennar var einstök. Ég missti vegna þessa af Súðinni sem sigldi burt með farangur minn. Ég hringdi til sýslumannsins í Stykk- ishólmi og bað hann að taka dótið – sem hann gleymdi að gera. Ég fékk far með línuveiðaranum Fróða vestur þremur dögum eftir lát móður minnar. Ég var settur af skip- inu hér í Stykkishólmi en Fróði fór út í Grundarfjörð, þar sem þá var hvorki komið kauptún né höfn. Í Grundar- firði rakst skipið á eina klettinn sem þar stendur upp úr sjónum og fyrir neðan hann liggur Fróði enn í dag – skipverjar björguðust allir. Ég var kominn til starfa í Stykk- ishólmi þegar útför móður minnar fór fram. Kvöldið áður en hún var jörðuð settist ég niður og orti til hennar kveðjuljóð sem ég sendi í símskeyti til prestsins sem jarðsöng hana. Í því er m.a. þetta erindi: Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn hve allt er beiskt og brotið, elsku, besta mamma mín. Allt, sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Ég gat sem fyrr sagði ekki fylgt móður minni til grafar en lokaði Drekkum aldrei dropa Ungur mótaðist Árni Helgason, fyrrv. sýsluskrifari, póstmeistari, gamanvísnasöngvari og þekktur fréttaritari í Stykkishólmi, af stúkustarfi. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur brotabrot af því sem hann hefur fengist við á langri vegferð sinni. Árni Helgason í dyrum húss síns í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Guðrún Árni og Ingibjörg nýtrúlofuð 17. júní 1947. Morgunblaðið/Guðrún Árni Helgason póstmeistari á skrifstofu sinni ásamt viðskiptavini og Lárusi Kristni Jónssyni. Morgunblaðið/Guðrún Nýi sýsluskrifarinn í Stykkishólmi – Árni Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.