Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ er meira en ár í næstu forsetakosn- ingar í Bandaríkjun- um, en nú þegar er farin að færast spenna í kapphlaupið um útnefningu demó- krata um forseta- nefni. Frambjóðendurnir eru nú orðnir tíu. Í þeirra hópi eru ýmis þekkt nöfn. Þar má nefna Dick Gep- hardt, sem um árabil hefur verið í for- ystu demókrata á þingi, John Kerry, sem einnig hefur setið lengi á þingi og getið sér gott orð, og Wesley Clarke, sem var yfirhershöfðingi Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu þegar ráðist var gegn Serbum vegna aðgerða þeirra gegn Albönum í Kosovo 1999 og gaf kost á sér í liðinni viku. Þar er einnig að finna Howard Dean, sem á undanförnum mánuðum hefur öllum að óvörum komið sér þannig fyrir að hann er sennilega í bestu stöðunni af þeim frambjóðendum, sem fram eru komnir. Fréttaskýrendur og stjórnmála- menn kepptust framan af við að gera lítið úr Dean. Þegar honum fór að vaxa ásmegin var framboði hans líkt við bólu, sem myndi springa. Bólan hefur hins vegar ekki sprungið enn. Hún hefur aðeins stækkað. Virkjar reiðina í grasrótinni Dean hefur tekst að virkja reiði, sem virðist búa í grasrót Demókrata- flokksins. Hann hefur gagnrýnt George W. Bush forseta harkalega og sömuleiðis skammað demókrata fyrir að lyppast niður fyrir repúblikönum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Fundir með Dean hafa verið vel sótt- ir. Sjálfboðaliðar í kosningaherbúðum hans tala um pólitíska endurfæðingu. „Fyrir ári var ég full vonleysis og fannst ég vera bjargarlaus,“ segir kynnir á kosningafundi í Milwaukee. „Nú er ég full vonar vegna framboðs Deans.“ Svo virðist sem ákveðinn hópur demókrata vilji að Bush fái orð í eyra og Dean er tilbúinn að svara kallinu. „Við ætlum að leggja harðar að okkur en George Bush og að þessu sinni mun sá sem fær fleiri atkvæði fara í Hvíta húsið,“ segir hann og áhorfend- ur hrópa „Ekki aftur Flórída“. Andstaða Deans við stríðið í Írak hefur fært honum þá stöðu, sem hann er í nú. Enginn frambjóðendanna tíu hefur safnað jafnmiklu í kosninga- sjóði sína. Hann hefur forystu á keppinautana í lykilríkjum sam- kvæmt skoðanakönnunum og fjöl- miðlar hafa sýnt honum mikla athygli. Meðal annars komst hann á forsíður fréttatímaritanna Time og News- week. Andstæðingar Deans hafa lítið brugðist við velgengni hans, en í sept- ember hefur dæmið snúist við og hafa þeir ráðist á hann af hörku. Málflutn- ingur hans hefur verið gagnrýndur og dregið í efa að hann hefði hæfileikana til að gegna embætti á landsvísu. Sem dæmi má nefna að Gephardt gróf upp ýmis ummæli Deans um miðjan síð- asta áratug um heilbrigðis- og trygg- ingamál og sagði að mitt í repúblik- anabyltingunni, sem Newt Geingrich leiddi gegn Bill Clinton, hefði hann verið sammála repúblikönunum. Ýmsir halda því reyndar fram að Dean hafi villt um fyrir vinstrivængn- um í Demókrataflokknum með því að setja andstöðuna við stríðið í Írak á oddinn og það muni fjara undan hon- um þegar menn átti sig á því að hann er í flestum málum fremur hægrisinn- aður. Dean var ríkisstjóri í Vermont í 11 ár og þar var hann þekktur fyrir að sýna aðhald í fjármálum og vera hlið- hollur fyrirtækjum. Andstæðingarnir brýna hnífana Eitt af því, sem virðist falla kjós- endum í geð, er að hann virðist óhræddur við að segja skoðanir sínar. Hann viðurkennir sjálfur að oft sé munnurinn á honum kominn í stríð áður en heilinn hafi náð að greiða at- kvæði um málið. Mismælin eru því fjölmörg og oft er hann ekki beinlínis nákvæmur í meðferð talna. Það skipti ef til vill ekki höfuðmáli meðan hann var lítt þekktur frambjóðandi, en vel- gengnin hefur gert að verkum að bet- ur er fylgst með því, sem hann segir, og andstæðingarnir eru fljótir að færa sér ógætileg ummæli í nyt. Á undanförnum dögum hefur Joseph Lieberman öldungadeildarþingmað- ur ráðist á Dean fyrir að varpa fyrir róða stefnu Bandaríkjanna gagnvart Ísrael til undanfarinna 50 ára, Kerry tók undir þessa gagnrýni, John Edw- ards öldungadeildarþingmaður gagn- rýndi hann harkalega fyrir að segjast vera eini hvíti frambjóðandinn, sem talaði um kynþáttamál við hvíta kjós- endur, og presturinn Al Sharpton, sem skoraði á hann að leggjast gegn netkosningu í Michigan vegna þess að hlutfallslega fleiri blökkumenn en hvítir væru ekki netvæddir. Aðstoðarmenn hans reyna því að hemja frambjóðandann, en hann á ekki alltaf auðvelt með að muna fyr- irmæli um niðursoðið orðalag. Hann heldur því hins vegar fram að árás- irnar geri ekki annað en að herða sig: „Þetta er ekki slæmt ferli,“ sagði hann í samtali við The New York Times. „Ef ég ætla að fara gegn George Bush á Karl Rove [helsti póli- tíski ráðgjafi forsetans] eftir að ganga miklu harðar fram en þessir náung- ar.“ Stuðningur þingmanna er mjög mikilvægur fyrir frambjóðendur, sem sækjast eftir því að verða forsetaefni. Gephardt hefur hlotið stuðning flestra þingmanna hingað til, þótt reyndar séu þeir aðeins 31, en Dean hefur vakið forvitni margra. Þeir horfa til þess að hann hefur safnað miklu fé, notar Netið til þess að ná til fólks og mikill fjöldi fólks – allt að tíu þúsund manns – sækir fundi hans. Margir eru þeirrar hyggju að Dean hljóti að vera að gera eitthvað rétt. Sagan sýnir einnig að það er ekki hægt að afskrifa ríkisstjóra í forkosn- ingum, þótt þeim gangi misvel þegar á hólminn er komið og nægir þar að nefna Jimmy Carter, sem var ríkis- stjóri í Georgíu og forsetaframbjóð- andi flokksins 1976 og 1980, Michael Dukakis, sem var ríkisstjóri í Massachusetts og forsetaframbjóð- andi 1988, og Bill Clinton, sem var ríkisstjóri í Arkansas og forsetafram- bjóðandi 1992 og 1996. Allir þrír voru í fyrstu tiltölulega lítt þekktir utan síns heima. Þingmenn spyrja sig hins vegar hvort viðkomandi frambjóð- andi sé líklegur til að skemma fyrir eða auka líkur þeirra á endurkjöri í næstu kosingum. Leitar stuðnings á Netinu Dean hefur virkjað íbúa í netheim- um með einstökum árangri og þeir hafa ruðst fram honum til stuðnings. Frá 1. apríl til 30. júní námu framlög í kosningasjóði Deans 7,6 milljónum dollara, 1,7 milljónum meira en John Kerry safnaði, 2,5 milljónum meira en Lieberman og 3,8 milljónum meira en Gephardt með alla sína reynslu. Ekki er meira en ár síðan Dean spáði því að enginn myndi fá jafnlítið af framlög- um og hann. Nú blasir við önnur mynd og í þokkabót hefur hann slegið keppinautunum við með því að fara erfiðu leiðina. Megnið af framlögun- um er litlar upphæðir, undir 250 doll- urum, sem reyndar er mikilvægt vegna þess að gagnframlög frá ríkinu miðast við 250 dollara af hverju fram- lagi eða minna. Hann fær því meira í sinn hlut af gagnframlögum en keppi- nautar, sem fá háar upphæðir frá hverjum og einum. Þótt Dean hafi tekist að safna meira fé en andstæðingunum úr eigin flokki verður Bush ekki árennilegur. Búast má við því að hann muni hafa úr um 250 milljónum dollara að moða og það fé mun hann ekki þurfa að snerta fyrr en eftir að forkosningum demókrata er lokið. Karl Rove hefur ekki farið í launkofa með að hann muni njóta þess að kynna fyrir óráðn- um kjósendum æstan demókrata frá norðausturhluta Bandaríkjanna, sem bæði er andvígur stríðinu og fylgjandi sambúð samkynhneigðra. Lands- Utangarðsmaður tekur Howard Dean var lítt þekktur ríkisstjóri smá- ríkis í Bandaríkjunum og hefði talist utan- garðsmaður í banda- rískri pólitík en er nú fremstur í flokki þeirra frambjóðenda, sem sækjast eftir því að verða forsetaefni demó- krata í kosningunum 2004. Karl Blöndal fjallar um frambjóðand- ann, sem dregur að sér fylgi með því að ráðast gegn stefnu George Bush í Írak. Reuter Howard Dean þykir hafa litríka framkomu og hefur tekist að kveikja í demókrötum, sem hefur þótt andstaða flokksforystunnar við George Bush veikburða. ’ Demókratar eruekki að leita að ein- hverjum, sem lofar meiru af þeim að- ferðum og óþoli sem við höfum mátt búa við undanfarin ár, heldur einhverjum sem skammast sín hvorki né blygðast fyrir að segja fyrir hvað við stöndum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.