Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.09.2003, Qupperneq 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2003 33 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. en ég starfsmaður á Leiðbeininga- stöð heimilanna. María var þá jafn- framt skólastjóri Nýja hjúkrunar- skólans svo hún hafði í mörg horn að líta. Mér virtist í fyrstu eins og hún mætti varla vera að því að stansa neitt eða sinna þeim vandamálum sem biðu úrlausnar og ákvörðunar formannsins þegar hún leit inn á skrifstofuna til okkar þar, hvað þá að ræða eða svara þeim spurningum sem mér lágu á hjarta varðandi störf- in fyrir KÍ. Smám saman náðum við María að tala okkur saman um málin, ég skildi vel að hún ætti annríkt og hún sýndi mér og mínu starfi góðan skilning. Samstarf okkar varð þannig náið og gott. María var mikil hugsjónakona, hún hafði víða farið og margt lært í sambandi við hjúkrunarstörf og skól- ann. Hún átti í fórum sínum ýmsar hugmyndir varðandi margvísleg störf íslenskra kvenna og vissi að Kvenfélagasambandið var góður vettvangur til að koma þeim á fram- færi. Hún var víðlesin og fjörug í hug- arheimi sínum og full af áhuga um að velja úr því margvíslega lesefni sem okkur berst nú á dögum, eitthvað sem kæmi íslenskum konum að gagni. Hún vildi miðla því til fé- lagskvenna KÍ, meðal annars í Hús- freyjunni, málgagni samtakanna, og að því unnum við oft saman á þessum árum. María hafði lengi aflað heimilda um sögu hjúkrunarmála og gefið út Hjúkrunarsögu árið 1969. Hún lét ekki þar við sitja, en hélt áfram að afla sér nýrra heimilda um þau mál á síðari árum í þeim tilgangi að efla og bæta bók sína í nýrri útgáfu. Hún var mjög trúrækin og vildi helst sækja kirkju á hverjum sunnudegi, þó að heilsubrestur hamlaði því síðari árin. Hún var mjög velviljuð í öllu sínu starfi og vildi umfram allt vera sam- ferðafólki sínu til góðs og var gjaf- mild við vini sína. Meðan heilsan leyfði sóttist hún eftir að taka að sér hjúkrunarvaktir á spítölum um jólin, löngu eftir að hún var hætt þeim störfum að öðru leyti. Hún lagði sig eftir hollu mataræði og náttúrlegu og las bækur um holl- ustu í hegðun og háttum öllum. Hún lærði sérstakt heilsunudd og bauð vinum sínum til sín til að veita þeim slíka hvíldarstund. Því miður brast heilsa hennar hin síðari ár en ég veit að hún naut góðrar hjúkrunar og um- hyggju vandamanna sinna. Ég er þakklát Maríu fyrir góð kynni og allar samverustundir og samvinnuna hjá KÍ og bið henni allr- ar blessunar Guðs á ókunnum leiðum. Sigríður Kristjánsdóttir. María Pétursdóttir, frumkvöðull í hjúkrunarstétt á Íslandi er fallin frá. María kom að flestum framfaraspor- um hjúkrunar á Íslandi á síðustu öld. Hún stóð að undirbúningi að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, hún stóð að stofnun Nýja hjúkrunarskólans og var þar skólastjóri á meðan sá skóli starfaði, hún var formaður Hjúkrunarfélags Íslands um 10 ára skeið og ötull tals- maður hjúkrunar allt til dauðadags. Ég var svo lánsöm að kynnast Maríu á meðan hún var á fullu í starfi við að stjórna Nýja hjúkrunarskólan- um. Saman unnum við, ásamt fleir- um, að flutningi framhaldsnáms hjúkrunarfræðinga frá þeim skóla yf- ir í Háskóla Íslands. Það var gott samstarf. Í starfi mínu fyrir Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga kynntist ég svo enn betur umhyggju hennar fyrir velferð hjúkrunar, hjúkrunar- fræðinga og skjólstæðinga þeirra. Það er söknuður að því að sjá ekki lengur hvíta kollinn á Maríu á ráð- stefnum og fundum hjúkrunarfræð- inga og heyra glöggar athugasemdir hennar. Með þessum örfáu orðum vil ég votta Maríu og ævistarfi hennar virð- ingu mína. Herdís Sveinsdóttir. Eftir yndislegt sumar haustar að. Nú hefur einnig haustað að í huga okkar. María, fyrrverandi skólastjór- inn okkar og velgjörðarkona, hefur kvatt þetta líf. Minningarnar um Maríu streyma fram og margs er að minnast. Hún var einstök kona. Við undirritaðar vorum svo lánsamar að fá tækifæri til að starfa undir stjórn hennar um ára- bil í Nýja hjúkrunarskólanum. Við komum til starfa við skólann með mismikla þekkingu og reynslu í far- teskinu, en María hafði óbilandi trú á okkur öllum og hún var stjórnandi sem treysti starfsmönnum sínum, veitti þeim frjálsræði, hvatti til góðra verka, þannig að hver og einn fékk að njóta sín og þroskast í starfi. Hlýja hennar og kærleiki náði einnig til fjöl- skyldna okkar sem hún sýndi alltaf áhuga og fylgdist grannt með börn- um okkar stíga sín fyrstu skref í líf- inu. María var eldhugi og hugsjóna- manneskja, sem hafði sterka framtíð- arsýn fyrir hjúkrun, vildi veg hennar sem mestan og var tilbúin að fórna því sem þurfti til. Hún lagði á sig ómælda vinnu til að berjast fyrir menntunarmálum stéttarinnar, sem hjúkrunarfræðingar í dag njóta góðs af. Einnig hafði hún óþrjótandi áhuga á hjúkrunarsögu og gaf út bókina „Hjúkrunarsaga“. Henni var mikið í mun að saga stéttarinnar væri skráð og hlyti þann sess í hugum hjúkrun- arfræðinga sem henni bar. Segja má með sanni að þar hafi María verið langt á undan sinni samtíð. Í samstarfi við Maríu kynntumst við vel mörgum mannkostum hennar. Hún var mjög hrifnæm og henni tókst að varðveita barnið í huga sér. Hnyttin var hún í tilsvörum, fyndin og skemmtileg, en jafnframt ljúf og elskuleg og vildi allra götu greiða. Ein- læga trú átti hún líka sem eflaust hef- ur mótast af því uppeldi sem hún fékk og verið henni styrkur á lífsleiðinni. Um áramótin 1989–1990 var Nýi hjúkrunarskólinn lagður niður og starfsemi hans flutt annað. Þótt leiðir skildi héldum við starfsfólkið undir forystu Maríu áfram að halda hinn árlega jólafund skólans. Alltaf var jafngaman að hittast, rifja upp liðnar ánægjustundir og skapa nýjar og þar var María hrókur alls fagnaðar. Komið er að kveðjustundu. Minn- ingar okkar um Maríu eru stórbrotn- ar og hlýjar og munu halda áfram að lifa í huga okkar þótt hún hafi horfið af sjónarsviðinu. Við minnumst henn- ar með djúpri virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir hjúkrun og fyrir það sem hún var okkur. Hafi hún þökk fyrir allt. Guð blessi minningu Maríu Péturs- dóttur. Samstarfskonur í Nýja hjúkrunar- skólanum á árunum 1980–1990. Kveðja frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Á haustdögum fyrir þrjátíu árum var grunnmenntun hjúkrunarfræð- inga færð á háskólastig með stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Mikil undirbúnings- vinna lá þar að baki í samvinnu við Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunina og sóttar voru fyrirmyndir til erlendra háskóla. Ýmsir aðilar samfélagsins stóðu að þessari þróun en þar var María Pétursdóttir í forystu. Hún var formaður Hjúkrunarfélags Íslands, skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans og hafði víðtæka reynslu af hjúkrun, kennslu- og félagsstörfum. María kenndi við ýmsa erlenda og íslenska hjúkrunarskóla. Hún sat í námsbrautarráði námsbrautar í hjúkrunarfræði frá upphafi og var kennslustjóri námsbrautarinnar á fyrstu árum hennar. Á þeim tíma var unnið að margvíslegum verkefnum við þróun námskrár og kennslu. Þarna lagði María, ásamt stjórn námsbrautarinnar, grunninn að fjög- urra ára námi hjúkrunarfræðinga á háskólastigi. Það var heilbrigðisstéttum ljóst á þessum árum, og ekki síst Maríu, að bæta þyrfti menntun hjúkrunarfræð- inga í landinu til að skapa þekkingu í hjúkrun sem byggðist á vísindalegum grunni. Slíkur grunnur væri mikil- vægur til að takast á við flóknari við- fangsefni heilbrigðisþjónustunnar. Með því að færa hjúkrunarmenntun á háskólastig var stigið stórt skref til eflingar hjúkrunarmenntun. Ísland var þar með á undan flestum öðrum löndum að taka þá ákvörðun og varð fyrirmynd annarra þjóða á því sviði. María vildi veg hjúkrunar sem mestan og að sérhver nyti bestu hjúkrunarþjónustu, sem byggðist á góðri menntun hjúkrunarfræðinga. Hluta af því að vera hjúkrunarfræð- ingur taldi María vera fólginn í því að þekkja vel uppruna sinn og hvernig hjúkrun hefði þróast í gegnum sög- una. Ber rit hennar um sögu hjúkr- unar þess vitni. Með hógværð, glað- lyndi en jafnframt af metnaði og festu vann hún markvisst að þróun hjúkrunarmenntunar í landinu sem reynst hefur hjúkrunarstéttinni og jafnframt þjóðinni til heilla. Framlag hennar til menntunarmála hjúkrun- arfræðinga var ómetanlegt braut- ryðjandastarf. Við þökkum Maríu áræði, framsýni og þor og vottum ættingjum hennar samúð. Systir mín, MARÍA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, áður Hlaðbrekku 7, Kópavogi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Blönduóss 12. september verður jarðsungin frá Aðventu- kirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. septem- ber kl. 14.00. Auður Sigurðardóttir. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá mér allt of fljótt, ég sakna þín svo mikið. Við höfum átt margar góðar stundir sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Allar veiði- og sumarbústaðaferðinar gegnum árin. Mér er efst í huga sum- arfríið okkar í fyrra austur og norður á Egilsstöðum. Ég fékk að hafa vin- konu mína með, við tjölduðum, veiddum okkur fisk sem við grilluð- um og borðuðum með bestu list, þetta var besta ferðin okkar. Í sumar ætluðum við saman til Spánar eða Kaupmannahafnar, en þú varst orð- inn svo veikur, svo við fórum bara með mömmu og vinkonu minni í sumarbústað 9. ágúst. Þú varst svo skemmtilegur og við hlógum öll svo mikið. Þrátt fyrir hvað þú varst orð- inn veikur þá barstu þig alltaf svo vel. Ég mun ávallt geyma minning- arnar um þig í hjarta mínu, þú varst besti pabbi í heimi og reyndir að gera allt fyrir mig. Ég sakna þín svo mik- ið, elsku pabbi, guð geymi þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Þín dóttir, Anna Jóna Reynisdóttir. REYNIR HALLDÓR HILMARSSON ✝ Reynir HalldórHilmarsson fædd- ist í Reykjavík hinn 21. júlí 1961. Hann andaðist á krabba- meinsdeild Landspít- alans v. Hringbraut fimmtudaginn 11. september og var út- för hans gerð frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 18. september. Ekki átti ég von á að þurfa kveðja hann Reyni svona ungan, mann sem væri í blóma lífsins ef krabbameinið hefði ekki kvatt dyra. Hann var sambýlis- maður hennar mömmu minnar og tók því með sínu jafnaðargeði að þurfa að takast á við uppeldið á mér, einka- barninu hennar Sirrýj- ar. Hann reyndist mér ævinlega vel og ég mun varðveita allar þær góðu minningar sem ég á um hann, hvort heldur það voru ró- leg kvöld fyrir framan bíómynd í sjónvarpinu eða í áköfum rökræðum um heimsins gagn og nauðsynjar. Ég hitti hann síðast fyrr í sumar þegar ég var að fagna áfanga í mínu lífi. Þrátt fyrir að það væri augljóst að sjúkdómurinn væri farinn að taka verulegan toll af honum kom hann til að samgleðjast mér og ég met það mikils. Hann mun alltaf eiga hluta í mér fyrir þau mörgu góðu ár sem við deildum heimili og áttum ánægju- lega samveru. Árið 1991 eignuðust mamma og Reynir systur mína, hana Önnu Jónu. Hann hefur ávallt dásamað stelpuna sína og allt viljað fyrir hana gera. Það eru miklar byrð- ar sem eru lagðar á hana litlu systur mína að þurfa að axla föðurmissi á þessum unga aldri. Elsku Anna, ég veit að mamma og við öll munum standa með þér gegnum þessa lífsins þraut, hugur minn og samúð eru hjá þér. Ég votta ennfremur fjölskyldu Reynis mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum sem þau hafa þurft að ganga gegnum á undanförnum vik- um. Guð blessi minningu Reynis Halldórs Hilmarssonar. Hreinn Pálsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.