Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 7

Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 7 Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.900 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Dublin ARTIC TRUCKS er endursöluaðili PIAA PIAA LJÓSKASTARAR FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA LAUSNIN ER LJÓSGEIR H. Haarde fjármálaráðherrasegist tilbúinn til að halda áfram við- ræðum við forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni um réttindamál fé- lagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríkinu. Niðurstaða sé hins vegar ekki fengin og hann ítrekar fyrri yfirlýsingar um að hann hafi aldrei heitið því að mun- ur sem sé á réttindum félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríkinu og opin- berra starfsmanna yrði jafnaður. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, sagði í Morgunblaðinu í gær að verkalýðshreyfingin mundi ekki ljúka kjarasamningum við ríkið fyrr en bú- ið væri að jafna mun á réttindum fé- lagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríkinu og opinberra starfsmanna. Sigurður vísar til yfirlýsingar sem fjármálaráð- herra gaf í tengslum við samkomulag ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um framlengingu kjarasamninga. Yfirlýsing fjármálaráðherra, sem hann gaf 13. desember 2001, er eft- irfarandi: ,,Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli fulltrúa ASÍ og fjármálaráðuneytisins vegna tiltek- inna vandamála sem tengjast mis- munandi kjörum starfsmanna í stétt- arfélögum ríkisstarfsmanna og aðildarfélaga ASÍ. Af hálfu ráðuneyt- isins er fullur vilji til þess að halda þessum viðræðum áfram og freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu. Í ljósi fyrirhugaðrar endurskoðunar á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna er mikilvægt að ná fram- búðarlausn í þessum málum í samráði við Alþýðusamband Íslands.“ Geir sagði í samtali við Morgun- blaðið að forystumenn ASÍ hefðu kynnt sér þessa afstöðu á fundum sem hann hefði átt með þeim um þessi mál. Hann sagðist ekki vilja munn- höggvast við Sigurð Bessason í fjöl- miðlum, en ítrekaði það sem hann hefði áður sagt að í umræddri yfirlýs- ingu hefði hann lýst fullum vilja ráðu- neytisins til að halda viðræðunum við ASÍ áfram og freista þess að ná við- unandi niðurstöðu í málinu. Í svona yfirlýsingu væri ekki hægt að fullyrða að niðurstaða næðist, enda hefði það ekki verið gert. Það hefðu átt sér stað viðræður um þetta mál, en málsaðilar hefðu ekki komist að niðurstöðu. Það þýddi ekki að viðræðunum væri lokið eða málið væri óleysanlegt. Menn myndu halda áfram að tala saman. Lífeyrismálin væru erfið en það kynni að vera auðveldara að finna lausn á sumum öðrum þáttum sem ASÍ hefði beint að ríkinu. Ráðherra segir niðurstöðu ekki fundna um réttindamál Tilbúinn til að ræða áfram við ASÍ SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hefur að kröfu Kirkjuhvols sf. eig- anda veitingastaðarins Naustsins í Vesturgötu, lagt lögbann við því að eignarhaldsfélagið Öðlingur, sem áð- ur leigði veitingareksturinn af Kirkjuhvoli, starfræki lénsheitið naustid.is á Netinu. Að sögn talsmanna Kirkjuhvols var húsaleigusamningi félagsins við Öðling rift í september vegna van- efnda á greiðslum. Í kjölfarið hafi komið fram sú krafa að Öðlingur léti af hendi lénið naustid.is sem hefði verið í eigu Kirkjuhvols samkvæmt vörumerkjalögum. Engu að síður hafi Öðlingur haldið áfram að bóka pantanir á veitingastaðinn Kaffi Reykjavík á umræddri heimasíðu. Því hafi ekki annað komið til greina en að krefjast lögbannsins. Nýr rekstraraðili, Gissur Guð- mundsson hjá veitingastaðnum Tveim fiskum, hefur nú tekið Naust- ið á leigu og hafa verulegar endur- bætur verið gerðar á húsnæðinu. Stefnt er að því að opna Naustið í byrjun í nóvember. Eignarréttur á naustid.is varinn með lögbanni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.