Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við höfum bara ekki séð neina ástæðu til að uppfylla þessi tilmæli ráðsins, herra. Hér er bara engin spilling. Hugvísindaþing 2003 Boðið upp á fræðaveislu Hugvísindastofnunog Guðfræðistofn-un Háskóla Ís- lands halda Hugvísinda- þing 2003 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands á föstu- dag og laugardag. Þingið hefst klukkan 13 á föstu- deginum í Hátíðarsal Að- albyggingar Háskóla Ís- lands og stendur til klukkan 17 laugardaginn 1. nóvember. Haraldur Bernharðsson, starfsmað- ur Hugvísindastofnunar, svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Hvert er tilefni þessa þings, Haraldur? „Þau eru mörg málefnin sem tekin eru fyrir í mál- stofum á Hugvísindaþingi 2003 og þau eru til marks um að þeir sem starfa við kennslu og rannsóknir á vegum þeirra stofnana sem að þessu standa séu ekki í fílabeinsturni, heldur í nánum tengslum við þjóðfélagsumræðuna hverju sinni. Tilgangurinn er að kynna það sem fólk hér er að fást við í rannsóknum og kennslu. Það koma einnig til okkar gestir utan umræddra stofnana Háskóla Ís- lands sem munu fjalla um eigin rannsóknir og athuganir.“ – Er um árlegt þing að ræða, eða bara tilfallandi uppákomu? „Þetta er fimmta Hugvísinda- þingið sem haldið hefur verið. Það hefur áunnið sér fastan sess, þótt það hafi ekki verið haldið ár- lega. Það var fyrst haldið 1996, síðan 1999, þá 2000 og 2001 og núna 2003. Þingin eru alltaf hald- in á haustmánuðum, október eða nóvember.“ – Er hægt að segja eitthvað frá dagskránni? „Það er allt of langt mál að segja frá henni í smáatriðum, en ég læt þess getið að þeir sem áhuga hafa á geta nálgast hana á vefsíðu Hugvísindastofnunar, www.hugvis.hi.is. Það sem ég get þó sagt er að hér er um algera fræðaveislu að ræða. Á þinginu tala yfir níutíu fræðimenn af öll- um sviðum hugvísinda, bók- menntafræði, guðfræði, heim- speki, málvísinda og sagnfræði.“ – Viltu nefna nokkur dæmi? „Það er af afar mörgu að taka, en nefna má fjögur mál. Er þar fyrst að nefna málstofu um sið- ferði við varðveislu, rannsóknir og útgáfu á persónulegum heim- ildum. Málstofan heitir „Brenndu bréfið“. Nokkur erindi verða flutt, en þau hefjast á erindi Sig- urðar Líndals um persónuvernd látinna manna. Spurningum verð- ur velt upp, m.a. hversu lengi varir persónuvernd eftir lát manna. Þá vildi ég nefna málstofu um frelsi fjölmiðla þar sem glímt verður við spurningar um frelsi fjölmiðla. Málstofa verður og um og samband ríkis og kirkju sem dr. Hjalti Hugason gengst fyrir, en í þeim efnum sýnist sitt hverj- um sem kunnugt er og það eru mál sem hafa nýlega verið í um- ræðunni. Loks vildi ég nefna málstofu um fé- lagsleg réttindi á 20. öld. Þar taka ýmsir til máls og knýjandi spurningar um jöfnuð og hver á hvað skilið og hvers vegna verða teknar til skoðunar. Þetta er ekki síður lif- andi umræðuefni í þjóðfélaginu.“ – Það er þá ekkert eitt þema á þinginu? „Það er ekki hægt, málefnin og verkefnin eru allt of mörg til þess að hægt sé að einangra efnið á þann hátt. Í staðinn er fjöl- breytnin í fyrirrúmi.“ – Geturðu nefnt eitthvað fleira athyglisvert? „Það er til dæmis málstofa um Hringadróttinssögu og þar verð- ur meðal ræðumanna Ármann Jakobsson, en hann hefur nýlokið við bók um Tolkien og Hringa- dróttinssögu sem er að ég held rjúkandi heit úr prentsmiðjunni einmitt um þessar mundir. Þá er málstofa um trúarstef á hvíta- tjaldinu. Þá verða íslensku máli gerð góð skil í málstofum, m.a. er vélræn talgreining á íslensku máli eitt viðfangsefnanna. Tákn- málsfræði er kynnt og einnig er málstofa sem tekur fyrir kennslu á íslensku sem erlendu tungu- máli, en þar verður m.a. greint frá nýjum leiðum til að auðvelda útlendingum að læra íslensku. Miðaldrafræði hafa og sinn sess og er m.a. tekið á æsku og elli á miðöldum, einnig skrift, bókagerð og fleiru. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Af nógu er að taka.“ – En fyrir hverja er svona þing, eru þetta kannski bara fræðimenn að tala yfir öðrum fræðimönnum? „Nei, alls ekki. Þetta er alls ekki aðeins fyrir fræðimenn. Við leggjum ríka áherslu á að þetta er öllum opið og þannig úr garði gert að menn geti komið og fræðst og haft gagn og gaman af þótt þeir komi ekki úr röðum fræðimanna. Málefnin tala sínu máli. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja taka þátt í fræðilegum umræðum um hin ýmsu þjóðfélagsmál.“ – Þarf að skrá sig? Kostar inn? „Þeir sem hafa áhuga á mál- efnunum sem til umræðu verða geta bara komið. Þetta er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Og það kostar ekkert inn.“ Haraldur Bernharðsson  Haraldur Bernharðsson er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1988, lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1991 og MA-prófi í íslenskri mál- fræði frá sama skóla 1995. Einn- ig MA-prófi í málvísindum frá Cornell-háskóla í New York 1998 og doktorsprófi frá sama skóla 2001. Var styrkþegi málvís- indadeildar Harvard 1999–2001 og frá 2001 starfað á Hugvís- indastofnun HÍ á rannsókn- arstyrk frá Rannís og hefur ver- ið stundarkennari við HÍ og Menntaskólans í Reykjavík. Eig- inkona er Hanna Óladóttir ís- lenskufræðingur og eiga þau fjögur börn, Freystein, Þórodd, Örnólf og Hildigunni. Málstofan heitir „Brenndu bréfið“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.