Morgunblaðið - 30.10.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.10.2003, Qupperneq 16
Í tilefni af 20 ára afmæli lungnaendurhæfingar á Reykjalundi og 65 ára afmælis SÍBS verður opið hús á Reykjalundi föstudaginn 31. október kl. 16:00 til 18:00. Starfsfólk okkar tekur á móti gestum og kynnir starfsemi þessarar stærstu og fullkomnustu endurhæfingarstofnunar landsins. Reykjalundur - endurhæfingarmiðstöð SÍBS Opið hús á Reykjalundi föstudaginn 31. október kl. 16:00 - 18:00 Rekstur verði tryggður | Bæjarráð Akra- ness fjallaði nýlega um málefni og rekstur Fjölbrautaskóla Vesturlands og var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Bæjarráð mótmælir harð- lega þeim áformum sem uppi eru varðandi fjárveitingar til Fjölbrautaskóla Vesturlands og minnir á orð menntamála- ráðherra um að rekstrar- grundvöllur skólans verði tryggður. Bæjarráð beinir þeirri áskorun til menntamálaráðherra, fjárlaganefndar Al- þingis og þingmanna Norðvesturkjördæmis að sjá til þess að úr málinu verði leyst á þann hátt að úthluta skólanum þeim fjármunum sem þarf til að standa undir eðlilegri kennslu miðað við stærð skólans.“ Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Útivist á Akureyri | Starfshópur um úti vist hefur verið stofnaður á vegum Ak- ureyrarbæjar og er það í samræmi við framkvæmdaáætlun Stað- ardagskrár 21. Hlutverk starfshópsins er að vera Ak- ureyrarbæ til ráðgjafar um allt sem lýtur að útivist í bæj- arlandinu og setja fram ábendingar um aðstöðu, við- burði og fleira sem þetta mál varðar. Fyrstu verkefni starfshópsins verða að kynna sér útivistarsvæði bæjarins, gefa umsögn um stígaskipulag bæjarins sem nú er í endurskoðun og hafa umsjón með út- gáfu bæklinga um gönguleiðir í bæjarland- inu. Almenningur getur sent hópnum bréf á netfangið utivist@akureyri.is eða haft beint samband við þá sem þar eiga sæti. Formaður hópsins er Ársæll Magnússon frá Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarð- arsvæðinu. Auk hans eiga sæti þar Guð- mundur Sigvaldason, Hallgrímur Indriða- son, Ingvar Teitsson, Sigfús Helgason og Sigrún Fanney Sigmarsdóttir. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gatnagerð í Selbrekku | Hafin er vinna við gatnagerð í Selbrekku á Egilsstöðum. Íslenskir aðalverktakar sjá um verkið, en fyrirtækið átti lægsta tilboð í gatnagerð og lagnavinnu í Sel- brekkunni. Verkinu á að vera lokið í aprílbyrjun á næsta ári, en lóðir verða afhentar form- lega um svipað leyti. Er þó gert ráð fyrir að lóðarhafar geti byrjað að vinna í lóðum sínum eitthvað fyrr á árinu. Tilboð ÍAV í verkið nam 74,5 milljónum króna, en þar af er kostnaður veitufyrirtækja 9,3 milljónir. FramkvæmdastjóriÞróunarstofuAusturlands, Elísabet Benediktsdóttir, hefur látið af störfum og tekið við stöðu útibússtjóra í nýstofnuðu útibúi Ís- landsbanka á Reyðarfirði. Elísabet hefur starfað hjá Þróunarstofunni frá árinu 2001, en var áður af- greiðslustjóri hjá Spari- sjóði Norðfjarðar á Reyð- arfirði. Þá hefur Ingunn Indriðadóttir afgreiðslu- stjóri Sparisjóðsins verið ráðin í sömu stöðu í nýja útibúinu. Opna á útibúið 7. nóvember og er fyrirhugað að bankaráð Íslandsbanka haldi fund eystra í tengslum við opnunina. Ekki hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri að Þróunarstofunni. Útibússtjóri Fyrsta vetrardag hélt Bubbi Morthens tónleika áHótel Framtíð á Djúpavogi. Um hundraðmanns mættu á tónleikana, en það sem vakti at- hygli var hversu mörg börn mættu til að hlýða á kapp- ann. Til dæmis mættu sjö af níu börnum úr þriðja bekk Grunnskóla Djúpavogs eða tæplega 80% nemenda. All- ir sögðust þeir eiga sitt uppáhaldslag og voru lög eins og Við Gróttu og Þúsund kossa nótt nefnd oftast. Yngsti gesturinn á tónleikunum var sex vikna. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Bubbi heillar börnin Aðalsteinn L. Valdi-marsson virðisthafa fundið fyrir vaxandi músagangi fyrir vestan. Hér er á ferli vandi og vá voðaleg músahjörðin, eignirnar gera þær götin á og grafa sér holur í svörðinn. Þær skulu fá makleg málagjöld því meinleg er þeirra gjörðin en þó að ég murki og myrði fjöld margfaldast bara í skörðin. Krataveður Ingibjörg Sólrún settist á Alþingi á dögunum. Móri orti: Krataveður magnast mörg margur þar fékk skell og hrekk. Össur gleður Ingibjörg innst á varamannabekk. Góðu vanir Ósk Þorkelsdóttur á Húsavík datt í hug er kvartað var yfir því á Ak- ureyri að búið væri að loka klámbúllum. Kreppir að hjá klámbúllum, karlar góðu vanir sameinaðir sækið um súluívilnanir. Músagangur Sauðárkróki | Fjöldi við- skiptavina Skagfirðingabúðar á Sauðárkróki dokaði við hjá sölu- borðum bænda sem buðu gest- um að smakka lostæti, framleitt úr landbúnaðarafurðum úr firð- inum. Það var vöruhúsið Skag- firðingabúð í samvinnu við Kjöt- afurðastöð og Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga sem stóðu að kynningardögunum og önnuðust Árni Kristinsson vöru- hússstjóri og Guðmundur Gísla- son, sölumaður KS kjötvara, all- an undirbúning. Það voru svo bændur víðs vegar úr héraði sem sáu um kynninguna og þótti við- skiptavinum þetta skemmtileg nýbreytni í helgarinnkaup- unum. Að sögn Árna Kristinssonar vöruhússstjóra mæltist átakið mjög vel fyrir og tókst vel í alla staði og salan margfaldaðist á kjötinu, súrmjólk og ostum sem þarna skipuðu öndvegi. Morgunblaðið/Björn Björnsson Skemmtileg nýbreytni: Þuríður Þorbergsdóttir, Glaumbæ, og Þórarinn Leifsson, Keldudal, buðu gest- um að smakka fyllt lambalæri með döðlum og gráðosti, grafinn nautavöðva og fleira hnossgæti. Bændadagar í Skagfirðingabúð Íslenskt ÍBÚAR við Þingholtsstræti eru ósáttir við áform um nýjan skemmtistað við Þing- holtsstræti 5 þar sem ætlunin er að hafa opið til sex á morgnana um helgar. Nú þeg- ar eru tveir skemmtistaðir í Þingholts- stræti, Nelly’s Café, á horni Þingholts- strætis og Bankastrætis og klúbburinn Felix sem er í kjallara gömlu Ísafoldar- prentsmiðjunnar, en nýja skemmtistaðinn á einmitt að opna á fyrstu hæð sama húss. „Þetta er bara svona þegar maður býr í miðbænum, það er ekkert flóknara,“ segir Áslaug Traustadóttir, íbúi í Þingholts- stræti átta. „Það er náttúrulega bar þarna í kjallaranum og heilmikil traffík og fjör í fólki sem er fyrir utan í röð og á útleið, sér- staklega þegar líður á nóttina. Þessir næt- urklúbbar taka við gestum staða sem loka fyrr og þá hefst stuðið í götunni.“ Eins og vígvöllur að morgni „Annað vandamál sem kemur upp þegar fólk kemur út í kuldann seint á nóttunni er að það þarf að pissa og garðarnir okkar eru oft vinsælir áfangastaðir fyrir slíka iðju. Við höfum sett upp hlið sem við læsum á nóttunni, en það þýðir að það er oft erfitt að bera út blöðin til okkar á morgnana. Það er líka heilmikil bílaumferð með svona stöðum og í svona þröngri götu heyrist afar hátt í einum bíl sem er í gangi. Það er ekki hægt að fara framhjá bíl sem stoppar og fólk á einkabílum á það til að flauta hátt seint að nóttu.“ Áslaug segist ekki yfir sig hrifin af áformum um nýjan skemmtistað. „Ef það á að bæta við hundrað og fimmtíu manna skemmtistað þarna er það ekki til bóta. Gatan er eins og vígvöllur á morgnana, full af glerbrotum, hlandi og ælu. Þetta hljóm- ar kannski agalega en þetta er hluti af því að búa í miðbænum. Gatan ber nokkurn veginn það álag sem er núna, en ég held að það þurfi að gera könnun á því hvað litlar götur beri mikla notkun. Húsin í miðbæn- um eru líka oft mjög gömul og hljóðbær og ekki hönnuð fyrir svona læti.“ Íbúar í göt- unni uggandi Nýr skemmtistaður í Þingholtsstræti       Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.