Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 18

Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.700 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Frankfurt Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Fangelsi vegna þjófnaðar | Rúmlega tví- tugur karlmaður hefur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en hann var ákærður fyrir þjófnað. Hann braust inn í sundlaugina á Dalvík og stal þaðan 92 þúsund krónum úr afgreiðslu- kassa og peningakassa sem þar var. Játaði hann sakargiftir og var peningun- um skilað. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin, m.a. hlotið refsidóma vegna hegn- ingarlagabrota og var hann á skilorði er um- rætt brot var framið. Refsing hans þótti með hliðsjón af sakarferli hans hæfilega ákveðin 6 mánaða fangelsi, en með hliðsjón af ungum aldri og skýlausri játningu þótti dómara fært að fresta fullnustu 4 mánaða af refsingunni og hún látin niður falla haldi maðurinn al- mennt skilorð í þrjú ár. STJÓRN Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur ákveðið að ráðast í viðamiklar skipulagsbreyt- ingar á félaginu en til stendur að kanna til hlítar kosti þess að stofna hlutafélag um rekstur Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna og ef til vill fleiri þátta í starfseminni. Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi leiða til þess eru að nú um mánaðamót- in verður öllum fastráðnum starfsmönnum fé- lagsins, sjö manns, sagt upp störfum, en þeim verður öllum boðin endurráðning að breyting- um loknum, að sögn Vignis Sveinssonar for- manns Skógræktarfélags Eyfirðinga. Vignir sagði að nokkur undanfarin misseri hefði umræða átt sér stað innan félagsins um breytingar á félagsforminu. Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið KPMG gerði úttekt á rekstri og starfsemi félagsins nýlega og ákvað stjórn SE í ljósi niðurstöðu hennar að ráðast í breytingarnar. Félagið hefur á síðustu árum fjárfest mikið í gróðurhúsum og búnaði og hefur framleiðsla þess vaxið hröðum skrefum. Framleiðsluáætl- anir hafa þó ekki að fullu gengið eftir nú í ár, m.a. vegna áfalla sem urðu af völdum hrets sem yfir landið gekk síðasta vor. Reksturinn hefur því gengið verr en vonir stóðu til. „Það fór tölu- verður hluti framleiðslunnar forgörðum vegna þessa og það hefur vissulega áhrif á afkomuna,“ sagði Vignir. Af þessum sökum m.a. sagði hann nauðsynlegt að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn í formi hlutafjár og verður áhugi meðal fjárfesta kannaður á næstunni. Eins sagði hann að starf- seminni fylgdi mikil fjárbinding, m.a. í húsum og birgðum. „Þess vegna munum við reyna að fá inn nýja hluthafa og líka til að opna félagið fyrir þeim sem áhuga hafa,“ sagði Vignir. „Við erum albúin til nýrra átaka hjá félaginu.“ Skógræktarfélag Eyfirðinga er áhugamanna- félag, stofnað árið 1947. Höfuðstöðvar þess eru í Kjarnaskógi, en allt frá upphafi hefur félagið framleitt og selt garð- og skógarplöntur til al- mennings, stofnana og félagasamtaka, auk þess að hafa umsjón með allmörgum skógarreitum á Eyjafjarðarsvæðinu. „Starfsemi félagins hefur breyst mjög ört á liðnum misserum, það hefur verið að færast meira út í að vera atvinnurekst- ur frekar en hefðbundið félagsstarf áhuga- mannafélags. Með tilliti til þeirra krafna sem uppi eru í viðskiptalífinu var ákveðið að skoða þessar fyrirhuguðu breytingar fyrir alvöru. Við erum að undirbúa þær núna og munum þá í framtíðinni haga okkar starfsemi með tilliti til stærðar félagsins og umfangs starfsemi þess,“ sagði Vignir. Skógræktarfélagið verður þó áfram starfrækt sem áhugamannafélag með þeirri starfsemi sem þar á heima. Viðamiklar skipulagsbreytingar fyrirhugaðar á Skógræktarfélagi Eyfirðinga Verður breytt í hlutafélag ALHVÍT jörð var á Akureyri á fimmta degi vetrar, í gær, og bæjarbúum að verða nokkuð ljóst að vet- ur er genginn í garð. Mörgum þykir raunar ekki sem verst að fá snjóinn, nú þegar dagarnir styttast og skammdegismyrkrið tekur völdin. Hann Elvar Örn Rafnsson var þó ekki að velta þessum hlutum fyrir sér í morgunsárið þegar hann hreinsaði snjó- inn af hjólinu sínu áður en haldið var í skólann. Morgunblaðið/Kristján Enn skal hjólað INFLÚENSA af A-stofni greindist á Akureyri nokkr- um dögum áður en byrjað var að bólusetja og er hún óvenju snemma á ferðinni. Að öllu jöfnu kemur hún ekki til landsins fyrr en í desember. Bólusetning hófst á heilsu- gæslustöðinni fyrir rúmlega viku og gekk mikið á fyrstu dagana. Fyrstu þrjá dagana var helmingur allra sem í venjulegu árferði fá bólu- setningu sprautaður en alls hafa um 2.500 manns verið bólusettir á svæðinu. Virðist sem flensan fari sér hægt af stað á Akureyri enn sem komið er. Ekki er ólíklegt að annar faraldur komi seinna í vetur. Ýmsar kvefpestir aðrar en inflúensa ganga þessa dagana eins og venjan er á haustin. Helsti munurinn á kvefpest og inflúensu er sá að inflú- ensueinkennin koma hratt fram, hitinn er hár og stend- ur yfir í nokkra daga, bein- verkir og höfuðverkir eru meiri en með kvefi en ein- kenni frá nefi eru oft lítil. Fólk verður almennt mun veikara af inflúensu en kvef- pestum og veikindin taka lengri tíma. Heilu fjöl- skyldurnar eða bekkjar- deildirnar leggjast í einu, segir á heimasíðu Akureyr- arbæjar. Bóluefni að ganga til þurrðar og því betra að hafa hraðan á Helstu ráð við inflúensu eru að fara vel með sig, drekka vel af vatni og taka parasetamol við beinverkjum og höfuðverk ef með þarf. Ástæða er til að benda þeim, sem eiga eftir að láta bólusetja sig við inflúensu, að gera það strax, því bóluefni er að ganga til þurrðar. Bólu- sett verður til mánaðamóta á HAK á 5. hæð í hádeginu, segir ennfremur á heimasíð- unni. Flensan fer hægt af stað Heilbrigð sjálfsmynd | Samtök floga- veikra á Akureyri boða til fræðslufundar annað kvöld, fimmtudag, 30. október kl. 20 á Hótel KEA. Fyrirlesari er Valgerður H. Bjarnadóttir félagsráðgjafi og erindið sitt kallar hún: Að byggja upp heilbrigða sjálfs- mynd við brothættar aðstæður. „Sjálfsmynd okkar og þar með sjálfsstyrkur ræðst af innri og ytri aðstæðum. Við áföll og langvar- andi erfiðleika reynir á þennan innri styrk og sjálfsmyndin getur brotnað. Þá er mikilvægt að kunna leiðir til að ná í stuðning og styrk innan frá og utan, til að byggja upp og við- halda heilbrigðri sjálfsmynd,“ segir í frétt um fundinn. Létt fyrir norðan | Útvarpsstöðin Létt 96,7 hefur stækkað hlustendasvæði sitt og er nú komin í loftið á Akureyri á tíðninni 93,3. Úrvarpsstöðin er fimm ára um þessar mund- ir og „hefur létt fólki vinnuna og einnig kryddað rómantískar stundir hjá hlustend- um,“ segir í frétt um stækkun hlustenda- svæðisins. Leikin er jafnt innlend sem er- lend tónlist á útvarpsstöðinni, gamlir góðir smellir í bland við ný lög sem bruna upp vin- sældalista víða um heim.          Aflaverðmætið um 52 milljónir | Um 258 tonnum af frystum afurðum, mest þorski og grálúðu var landað úr Sléttbaki EA. Upp úr sjó er aflinn 376 tonn og aflaverðmæti um 52 milljónir króna. Þá var landað um 90 tonnum úr Ár- bak. Kaldbakur er nýlega kominn úr flotkví Slippstöðv- arinnar þar sem hann var í reglubundinni slipptöku að því er fram kemur hjá Þorleifi Ananíassyni hjá út- gerðardeild ÚA. Kaldbakur og Harðbakur munu á næstu vikum afla hráefnis fyrir land- vinnslu ÚA, en Árbakur er á leið til Póllands í töluverða klössun. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.