Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 30.10.2003, Síða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 19 Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í síma 552 1400 eða í síma sölumanna: Ævar 897 6060, Þorri 897 9757, Böðvar 892 8934 eða Helgi 897 2451 Samkaupum fimmtudaginn 23. október færðu verslunin Tinna og prjónablaðið Ýr Menningar-, íþrótta- og tómstundasviði Reykjanesbæjar tvo bala af garni til þess að prjóna kynslóðabrú, en það er þema sviðsins fyrir árið 2003. Þar með var fitjað upp á verkefninu „Kynslóðabrúin“, en vonast er til að þegar kynslóðabrúin er tilbúin verði hún gefin til barna sem Rauði kross Íslands telur að þurfi mest á hlýrri værðarvoð að halda. Bjartsýnn ungur maður Jóhanna Arngrímsdóttir, forstöðumaður tómstundastarfsins, sagði í samtali við blaða- mann að hver einstaklingur sem tæki þátt í Reykjanesbæ | „Mér finnst dásamlegt að vera innan um þetta unga fólk. Reyndar finnst mér aldrei vera neitt kynslóðabil, sennilega af því að ég á svo mikið af afkom- endum á öllum aldri,“ sagði Magnþóra Þór- arinsdóttir, nefndarmaður í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum, þegar Tómstunda- starf eldri borgara og félagsmiðstöðin Fjör- heimar hófu prjónun á kynslóðabrú sl. þriðjudag. Alls 9 konur og 11 unglingar voru saman komin í Selinu, félagsheimili eldri borgara, þar af einn ungur maður. Morg- unblaðið brá sér á staðinn og ræddi við pjónamenn og -konur. Í tilefni af opnun prjónahorns í versluninni verkefninu prjónaði stykki í ákveðinni stærð, hver með sínu lagi, og síðan yrðu stykkin saumuð saman. „Við vonumst til að úr þessu verði teppi og það verður að ráðast af magni garnsins hversu mörg þau verða. Við munum hittast hér á hverjum þriðjudegi klukkan fjögur þar til búið verður að prjóna úr öllu garninu. Mér finnst ofsalega gaman að sjá hversu margir eru komnir og hvað all- ir taka vel í þetta verkefni,“ sagði Jóhanna. Magnþóra Þórarinsdóttir, nefndarmaður í Félagi eldri borgara, tekur í sama streng og Jóhanna og bætir við að sér finnist yndislegt að vera hér með unga fólkinu. „Ég held líka að þetta verkefni sé alveg nauðsynlegt fyrir þau, til að minnka hraðann.“ Aðeins einn karlmaður var á staðnum, Jó- hann Bragason, nemandi í 8. bekk í Njarð- víkurskóla. Hann átti fullt í fangi með prjón- ana en var þó harður á því að gefast ekki upp, þrátt fyrir að besti vinur hans hafi snú- ið við í dyrunum og horfið á braut. „Ég er nú reyndar ekkert mjög bjartsýnn með þetta, en kannski kemur þetta. Ég er búinn að fá góða leiðsögn.“ Jóhann sagðist að- allega taka þátt í verkefninu vegna stigsins sem hann fær fyrir það í fjöreggjaleik fé- lagsmiðstöðvarinnar. „Ég hef lítinn áhuga á prjónum,“ sagði Jóhann að lokum en fær þó fullt hús stiga fyrir viðleitnina. Jóhann Bragason, eini karlmaðurinn í hópnum, mundar prjónana af miklum myndarskap. Alexandra Ósk Sigurð- ardóttir og Guðrún Halldórsdóttir amma hennar sitja hlið við hlið vinstra megin við Jóhann. Kynslóðabrúin verður til og ekkert er gefið eftir í prjónaskapnum, enda áhuginn á verkefninu mikill hjá báðum kynslóðum, enginn tími fyrir dund. Prjóna saman upp í kynslóðabilið Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Tápmiklir táningar og ernir öldungar slá saman prjónunum í Reykjanesbæ Reykjanesbæ | Hætt hefur verið við smíði 2000 fermetra fjölbýlis- húss fyrir Varnarliðið, en það var verktakafyrirtækið Eykt ehf. sem bauð lægst í verkið. Þetta kemur fram á fréttavef Víkurfrétta. Að sögn Gunnars Arnar Steingrímssonar, verkefn- isstjóra Eyktar á Keflavík- urflugvelli, var átta Suðurnesja- mönnum sagt upp störfum fyrsta október í kjölfar þessa. Tilboð í smíði fjölbýlishússins voru opnuð í júlí og í september var hætt við verkefnið. Gunnar Arnar segir að skýr- ingar Varnarliðsins hafi verið þær að hætt hafi verið við smíði húss- ins vegna samdráttar.    Hætt við smíði fjölbýlishúss Reykjanesbæ | Brýnt er að mennta- málaráðuneytið hugi að framtíðar- skipan náms á Suðurnesjum og und- irbúi stofnun og starfsemi háskóladeilda á svæðinu. Þetta var meðal þess sem aðalfundur Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum ályktaði um á laugardag. Fundurinn fagnaði þeirri miklu fjölgun nem- enda á háskólastigi sem stunda fjar- nám við Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum, en þeir eru nú 88, flestir við Háskólann á Akureyri. Framlög ríkisins til Miðstöðvarinnar eru um 9 milljónir á þessu ári, en reiknaður kostnaður við starfsemina tæpar 12 milljónir á árinu. Tryggja þarf fjár- magn til að reka Miðstöðina, en hún stendur nú frammi fyrir fjárhags- vanda og neyðist til að draga úr starfseminni ef ekki fást úrbætur, segir í ályktun fundarins. Vilja háskóladeildir á Suðurnesjum Listasýning | Kristinn Pálmason opnaði á dögunum einkasýningu í Listasafni Reykjanesbæjar. Meðal annars má þar finna „Kraftaverkaverkamálverkaser- íuna“ frá 1998. Kristinn hefur einnig unnið höggmynda- og hljóðinnsetn- ingarnar „Hellinn“ og „Kraftaverka- hljóðverkið“ sérstaklega fyrir þessa sýningu. Kristinn útskrifaðist frá MHÍ 1994 og frá The Slade School of Fine Art í London 1998. Hann á að baki 9 einkasýningar og fjölda samsýninga auk þátttöku í ýmsum samvinnuverkefnum, nú síð- ast í Hafnarborg ásamt Baldri J. Baldurssyni og Gulleik Lövskar. Sýningarsalur Listasafns Reykja- nesbæjar er staðsettur í Duus- húsum, Duusgötu 2 í Reykjanesbæ og er opinn alla daga frá 13–17. Sýn- ingin stendur til 7. desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.