Morgunblaðið - 30.10.2003, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 35
✝ Sigríður Krist-björg Þorbjörns-
dóttir fæddist á
Lokastíg 28 í
Reykjavík 31. júlí
1924. Hún lést á líkn-
ardeild Landakots
19. október síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Þorbjörn
Pétursson vélstjóri,
f. á Grjóta í Garða-
hreppi 1. september
1892, d. 21. maí
1965, og kona hans
Arndís Benedikts-
dóttir, f. á Vallá á
Kjalarnesi 14. október 1900, d.
16. febrúar 1949. Systkini Sigríð-
ar voru Jakobína Steinunn hús-
móðir í Englandi, f. 6. júní 1921,
Pétur Þorbjörn skipstjóri f. 25.
október 1922, Ólafur Hilmar
steinsmiður, f. 5. apríl 1926, Jón-
ína Vilborg húsmóðir og starfs-
stúlka, f. 15. september 1927,
Benedikt sjómaður, f. 8. apríl
1931, fórst með bv. Júlí 8. febr-
úar 1959, Eyjólfur Guðni veður-
fræðingur, f. 28. október 1933,
Júlíana Sigurbjörg hjúkrunar-
fræðingur í Englandi, f. 3. sept-
ember 1936, d. 12. desember
1992, og Þorbjörn Steinar sjó-
maður, f. 11. nóvember 1937, d.
5. nóvember 1964.
Sigríður giftist 15. mars 1941
Kristjáni Gunnari Hildiberg
Jónssyni málarameistara, f. í
Stykkishólmi 26. júní 1914. Hann
lést 19. september
1996. Börn þeirra
eru: Jón Sigurður
verktaki, f. 18. jan-
úar 1941, kvæntur
Ólöfu Jónsdóttur, f.
24. júní 1950, Pétur
Þorbjörn verktaki,
f. 20. mars 1942,
kvæntur Lailu
Helgu Schjetne, f.
21. júlí 1944, Arndís
skrifstofumaður, f.
3. maí 1944, gift
Sveini Herði
Blomsterberg sím-
smið, f. 22. nóvem-
ber 1942, óskírð dóttir, f. 22.
september 1947, d. 30. desember
1947, Sesselja bankamaður, f. 29.
október 1948, gift Magnúsi Þór
Óskarssyni bifvélavirkja, f. 9.
desember 1944, Steinar Jakob
verslunarmaður, f. 29. október
1950, kvæntur Svandísi Ósk Ósk-
arsdóttur bankamanni, f. 7. júlí
1954, og Anna Kristín vélfræð-
ingur, f. 30. desember 1951.
Barnabörnin eru þrettán og
barnabarnabörnin sautján.
Eftir að börnin komust á legg
starfaði Sigríður fyrst í nokkur
ár á Hrafnistu, en síðan lengi hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þá var
hún virk í trúnaðarmannaráði
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar í Reykjavík um árabil.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Þú varst mildin, móðir mín, og
mildin þín studdi mig fyrsta fetið
sem ég í dag fylgi þér til hinstu
hvílu.
Dauðinn er sár hverjum þeim
sem missa þá sem maður elskar, en
hann er líka líkn og friður fyrir þá
sem hafa þurft að þjást um lengri
tíma og friðurinn sem færist yfir þá
látnu þegar yfir lýkur gefur manni
svo mikið. Og okkur er gefið það að
þá hvarflar hugurinn að þeim
stundum sem við áttum saman og
það en þær góðu og skemmtilegu
sem efstar eru og ylja manni um
hjartarætur. Í dag ber ég söknuð í
hjarta en það er vegna eigingirni
minnar að þurfa að sjá á eftir þér,
en ég ætti að gleðjast því núna ertu
loksins laus við allt sem hefir hrjáð
þig í gegnum árin.
Þú varst aðeins 27 ára gömul
þegar þú varst búin að eignast sjö
börn og missa þar af eina stúlku, en
dugnað hafðir þú og þó að heimilið
væri stórt vannst þú úti við hin
ýmsu störf til að létta á heimilinu
og allstaðar varstu eftirsóttur
vinnukraftur vegna dugnaðar. Að
eðlisfari varstu glaðlynd en hafðir
ákveðnar skoðanir á lífinu og lást
ekki á þeim þegar því var að skipta,
Lífíð fór ómjúkum höndum um þig
svo þú brynjaðir þínar tilfinningar
fyrir öðrum og var stundum erfitt
að vita hvernig þér leið, sérstaklega
þegar veikindi þín voru orðin eins
alvarleg og þau voru og barst þær í
hljóði en ég veit að stundum grét
hjarta undir glaðri kinn.
Einn af þínum góðu kostum voru
gjafmildi þin og greiðvikni, þú áttir
það til að láta þitt síðasta hvort
heldur voru aurar eða eitthvað ann-
að ef það gat komið öðrum til hjálp-
ar eða gleði og ætlaðist ekki til að
fá neitt til baka og síst af öllu að
það væri talað um það en þú sagðir
oft: „Sælla er að gefa en þiggja“ en
sæll er sá sem annars böl bætir, og
sjaldnast fóru barnabörnin eða
barnabarnabörnin tómhent frá þér,
Eftir lát föður míns fluttist þú að
Lönguhlíð 3 og það var þér mikið
lán því þar eignaðist þú marga góða
vini hvort heldur var heimilisfólk
eða starfsmenn sem reyndust þér
eins vel og kostur var á og á allt
það fólk mínar bestu þakkir fyrir
umhyggjusemina sem það sýndi
þér í hvívetna.
Síðastliðna mánuði lást þú á líkn-
ardeild Landspítala Landakoti og
þú sagðir við mig að þú skildir ekki
hvað þú varst heppin að lenda þar
úr því sem komið var og það voru
orð að sönnu því aldrei hef ég séð
aðra eins ástúð og hlýju í garðs
annars fólks eins og þér var sýnd
þar og orð eru svo fátækleg fyrir
það þakklæti sem ég ber í hjarta til
starfsfólksins þar
Þegar lífsins leiðir skilja,
læðist sorg að hugum manna.
En þá sálir alltaf finna
yl frá geislum minninganna.
(Helga Halldórsdóttir
frá Dagverðará.)
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina,
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku mamma mín, guð veri með
þér.
Þín dóttir
Arndís.
Það er farið að hausta, laufblöðin
falla af trjánum og það kólnar óð-
um.
Ég get ekki látið líða hjá að
minnast tengdamóður minnar,
Böggu, sem ég kynntist fyrir 32 ár-
um og sem tók mér strax mjög vel.
Elsku Bagga, nú hefur þú lokið
þjáningarfullri baráttu við sjúkdóm
sem hafði betur. Þú kvaddir þennan
heim að morgni 19. október eftir
rúmlega 3 mánaða lokabaráttu á
líknardeild Landakots.
Síðustu árin bjóstu í Lönguhlíð-
inni þar sem svo góður andi ríkti og
þér leið svo vel. Þar áttir þú marga
góða vini, bæði meðal íbúa og
starfsfólks, sem var þér einstaklega
kært og þú áttir mörg góð orð um.
Þú hafðir sérstaklega gaman af
að rifja upp gamlar minningar og
þú yljaðir þér oft við minningarnar
frá Lokastígnum og fólkinu þínu
þar, hafðir frá mörgu að segja,
ýmsum gömlum prakkarastrikum
og sagðir óteljandi sögur frá þeim
tíma.
Lífið var þér enginn dans á rós-
um en þú lést það ekki aftra þér,
enda hörkudugleg í hverju því sem
þú tókst þér fyrir hendur. Þú hafðir
einnig sterkar skoðanir á þjóðmál-
unum og varst mjög hreinskilin,
bæði hvað varðaði þjóðmálin og það
sem í kringum þig gerðist.
Eitt af þínum helstu ánægjuefn-
um var að fara í Kolaportið um
helgar, bæði til að skoða og kaupa
smáhluti til gjafa. Þær voru margar
ferðirnar sem við fórum þangað
saman og í lok hverrar ferðar sett-
umst við niður á Kaffi Port og þú
talaðir þar við gamla félaga og vini
á meðan við sötruðum kaffi.
Gjafmildi þín var einstök. Fyrir
hver jól pökkuðum við saman jóla-
gjöfum fyrir alla þína afkomendur
og það urðu allir að fá eitthvað, því
enginn mátti verða útundan á sjálf-
um jólunum. Smáfólkið var þér sér-
staklega kært og þú áttir alltaf eitt-
hvert spennandi dót og nammi til
að setja í pakkana fyrir þau.
Elsku Bagga, þakka þér fyrir allt
það sem þú hefur gert fyrir mig og
mitt fólk. Guð gefi þér fallega heim-
komu til ástvina er áður hafa hvatt
þennan heim.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Svandís (Dísa).
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.)
Það var erfið stund þegar ég
frétti að þú hefðir kvatt þennan
heim. Það er alveg sama þótt ég
hafi vitað að tími þinn með okkur
tæki senn enda, kveðjustundin var
samt sár. Svo margar minningar
flugu í gegnum huga minn.
Þegar ég horfi til baka til þess
þegar ég var ung þá man ég hvað
mér þóttu jólagjafirnar frá þér allt-
af spennandi þar sem alltaf fylgdi
með smánammi sem gerði gjöfina
enn meira spennandi. Þú vissir allt-
af hvernig átti að gleðja lítil hjörtu.
Þú hafðir líka svo gaman af litlu
langömmubörnunum og þegar þau
komu í heimsókn og kölluðu þig
ömmu. Og þegar ókunnug börn
kölluðu þig ömmu þá varðstu upp
með þér.
Þér fannst svo gaman að fara út
á meðal fólks og var Kolaportið þá
einn af þínum uppáhaldsstöðum þar
sem þú skoðaðir og keyptir smá-
hluti. Ég man líka hvað þú varst
upp með þér þegar við fórum í
Perluna og fengum okkur kaffi, þér
leið eins og sannri hefðarfrú að
drekka kaffið á svo fínum stað.
Þú hafðir alltaf óbilandi trú á
mér eins og þegar við hittum
finnska manninn og þú sagðir öllum
að ég hefði talað við hann á finnsku
þegar ég hafði í raun talað á ensku.
Ég held að trú þinni á mér hafi
engin takmörk verið sett.
Það sem ég á þó eftir að sakna
mest hjá þér er hvað þú varst alltaf
hreinskilin, sagðir beint út ef þú
kunnir ekki við eitthvað, nýja klipp-
ingu, fatnað eða bara hvað sem er.
Það var líka alltaf stutt í húmorinn
hjá þér og þegar ég fíflaðist hristir
þú bara hausinn og hlóst. Þrátt fyr-
ir veikindin var húmorinn ennþá til
staðar, líka þegar þú varst sem
veikust uppi á Landakoti.
Elsku amma mín, ég á eftir að
sakna þín og þeirra stunda sem við
áttum saman og bið ég því góðan
Guð að gæta þín þar sem þú ert nú.
Þín sonardóttir,
Auður.
Lífið er eins og völundarhús þar
sem val er um ótal leiðir og mögu-
leika. Sumir gangar eru þröngir og
dimmir og aðrir bjartir og breiðir.
Það var sama í hvaða göngum þú
varst amma mín, hvað sem á gekk í
þínu lífi, kátínan var alltaf í fyr-
irrúmi. Það má segja að því meiri
erfiðleikar sem á dundu því hærra
barstu höfuðið og réttir betur úr
bakinu og ég held að þín leið í
gegnum erfiðleika hafi verið að sjá
skoplegu hliðarnar á lífinu og slá
öllu upp í grín og glens. Jafnvel
daginn áður en þú fórst reyndirðu
að grínast af veikum mætti, þú viss-
ir hvert stefndi og það var hægt að
sjá það á svip þínum að þér leið
ekki vel, en aldrei kom það fyrir að
þú kvartaðir. Svefninn langi var þér
því sjálfsagt kærkominn.
Að lokum langar mig að þakka
þér elsku amma mín allt sem þú
kenndir mér, hjá þér steig ég mín
fyrstu spor á vinnumarkaðnum,
lærði að vinna af heiðarleika og
samviskusemi. Þú kenndir mér
þrautseigju, náungakærleik og að
sjá jákvæðar hliðar lífsins.
Guð veri með þér.
Þín dótturdóttir
Brynja Sigríður Blomsterberg.
Nú er Sigríður mín látin. Fyrr-
verandi tengdamóðir mín og al-
nafna dóttur minnar. Við héldum
góðu sambandi í gegnum árin, vor-
um góðar vinkonur. Það var alltaf
gott að koma til Böggu, eins og hún
var alltaf kölluð, fá sér kaffisopa.
Það var alltaf stutt í glens og grín
hjá okkur. Þetta var heiðurskona,
kærleiksrík og heiðarleg í alla staði
og vinur vina sinna. Það var gott að
leita ráða hjá henni, þessari mætu
konu. Ég er búin að þekkja hana í
36 ár, eða síðan dóttir mín, Sigríður
Kristbjörg sem býr í Svíþjóð, fædd-
ist. Bagga mín sagði mér í trúnaði
frá svo mörgu, s.s. erfiðleikum,
sorgum og gleði í sínu lífi á sinni
lífsleið. Engin mál virtust óleysan-
leg hjá henni, enda búin að ala upp
sex börn sem öll eru vel af guði
gerð. Þetta var lífsreynd og mikil
heiðurskona. Við vorum alltaf að
rekast hvor á aðra í eða við strætó,
líka flestar helgar í Kolaportinu. Þá
var spjallað um margt og mikið
hlegið. Það hefðu ekki allir skilið
vitleysuna sem okkur datt í hug, en
það gerir ekkert til, við höfðum það
bara fyrir okkur.
Bagga montaði sig oft af nöfn-
unni enda náðu þær góðu sam-
bandi. Börn Sigríðar Þ. og Gunnars
H. eru allt sómafólk og hafa þau
verið afar elskuleg við mig í gegn-
um árin. Sigríður dóttir mín getur
ekki verið viðstödd útför nöfnu
sinnar vegna veru sinnar og at-
vinnu erlendis en hún saknar henn-
ar sárt og vottar ættingjum samúð
sína.
Nú kveðjum við þig, elsku Sigríð-
ur mín, að sinni.
Eyvör Baldursdóttir,
Sigríður Kristbjörg Jónsdóttir.
Sunnudaginn 19. október vaknaði
ég um morguninn og hafði ógnvekj-
andi hugboð. Ég nefndi það við
dóttur mína, sem var að fara heim
til sín á Jótlandi og þurfti að fara
með lest yfir. En sagði við hana að
það væri ekki hennar vegna. Fyrir
miðnætti þennan dag hafði ég feng-
ið tilkynningu um tvö dauðsföll inn-
an fjölskyldunnar. Uppáhalds-
frænka mín, Guðlaug Helga
Sveinsdóttir, hafði látist á föstu-
degi, langt fyrir aldur fram og þú
Bagga „mamma“ hafðir látist í há-
deginu sama dag, 19. okt. Mér féll-
ust gjörsamlega hendur og hef
varla náð mér síðan.
Elsku Bagga „mamma“. Það er
með stórri sorg í hjarta mér sem ég
kveð þig núna. Að vísu ert þú ekki
sú fyrsta sem ég hef orðið að sjá
eftir úr sk. fjölskyldu minni nr. 2.
Fyrst varð það Bessi „frændi“ sem
fórst með Júlíu, síðan var það litli
bróðir Bói og strax á eftir var það
Bjössi „afi“ sem sigldi með gömlu
Esjunni í kringum landið. Þessir
tímar voru ekki léttir fyrir neitt
okkar í „fjölskyldunni“. Sérstaklega
ekki fyrir þig, þar sem Bessi, Bói
og Bjössi „afi“ voru alltaf hjá þér
og þinni fjölskyldu.
Ég komst að því fyrir stuttu að
þú og mamma hefðuð búið saman á
Lokastígnum og orðið góðar vin-
konur þar. Trúlega fæddist Sess-
elja dóttir þín þar, en ég er einu ári
eldri en hún. Ég hef trúlega bæði
klipið hana og slegið fyrstu árin.
Síðan fluttum við í Höfðaborgina,
við á 64 og þið á 65. Við Sesselja
dóttir þín urðum strax eins og tví-
burar. Við gátum ekki hvor án
hinnar verið, þar af leiðandi varðst
þú mamma mín nr. 2. Þú og móðir
mín voruð ákaflega ólíkar. Ég elsk-
aði ykkur báðar, en það var alltaf
glatt á hjalla yfir hjá þér. Þú varst
móðir með respekt, móðir sem
kenndir okkur og gafst þér tíma
alla daga með okkur Sesselju við
spil og gamansemi og varst vinkona
okkar um leið. Þú kenndir mér t.d.
að gera slátur. Ég ákvað, lítil
stúlka, að þú myndir verða mín fyr-
irmynd. Og því hef ég haldið, þó ég
hafi einnig haldið reglur foreldra
minna. Ég tel samt, að það sé ekki
síst þér að þakka allt það hrós sem
ég hef fengið um börnin mín,
hversu vel þau væru uppalin. Þar
voruð þið „mæður“ mínar fyrir-
myndirnar.
Ég fór að gráta hér um daginn,
þegar dóttir þín, Addý, sagði mér
að þú hefðir spurt um mömmu mína
og pabba. En það eru 25 ár síðan
þau létust. Þarna sá maður hversu
böndin voru sterk á milli okkar.
Það var ekkert glæsilíf sem við
lifðum í Höfðaborginni. Kolaofn í
eldhúsinu, sem þurfti að kynda í
skyndi til að fá morgunkaffið. Á
veturna settum við börnin hend-
urnar á héluna innan á gluggunum,
til að þíða aðeins, svo að við sæjum
hvernig veðrið var áður en við fær-
um í skólann. Oftast voru þetta
barnmargar fjölskyldur sem bjuggu
í litlum tveggja herbergja íbúðum.
Æskuár okkar voru hörð. En sam-
heldnin í Höfðaborginni var alveg
einstök, á sér engan líka. Frá þessu
litla hverfi hefur alist upp fólk sem
Ísland má vera stolt af og það er
ykkur foreldrunum að þakka.
Elsku Bagga mín. Þú varst eins
og ekta íslensk valkyrja, og nú ertu
fallin í valinn. Þú hefur fengið á þig
brotsjóina hvern eftir annan en
ávallt staðið þá af þér eins og sönn
valkyrja. Í mínum huga ert þú eins
og drottning. Stolt og hnarreist.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, elsku mamma nr. 2.
Við börnin mín sendum börnun-
um þínum, fjölskyldum þeirra,
systkinum og ástvinum öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Með sorg í hjarta,
Vilhelmína Ragnarsdóttir
í Svíþjóð.
SIGRÍÐUR
KRISTBJÖRG
ÞORBJÖRNSDÓTTIR
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is