Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN Jóhannsdóttir, Sólheim- um í Dalabyggð, skrifar mér bréf þann 25.10. sem ég ætla nú að reyna að svara þótt það hafi bæði verið ill- skiljanlegt, ruglingslegt og samheng- islaust. 1. Atvinnuleysisbætur fá aðeins þeir sem missa atvinnuna og hafa greitt í eitthvert stéttarfélag. Hafi bóndi atvinnu af að vera bóndi þá fær hann að sjálfsögðu ekki atvinnuleys- isbætur. Hætti hann sem bóndi og stendur uppi atvinnulaus og hefur borgað sín gjöld í sitt stéttarfélag, þá fær hann sínar bætur, eða hvað? 2. Kennarar eru í vinnu hjá ríki eða bæ og þess vegna fá þeir laun sín það- an. Sumarfrí þeirra er 6 vikur eins og flestra annarra þegna landsins en ½ mánuð verða þeir að nota til að afla sér viðbótarmenntunar, sem ég veit að flestir gera. Bændur eru aftur á móti ekki í vinnu hjá ríkinu en fá þó stóran hluta launa sinna greiddan frá því í formi styrkja. Ef þeir væru aftur á móti í vinnu hjá ríki eða bæ (t.d. við landgræðslustörf) væri eðlilegt að þeir fengju laun fyrir hana. 3. Ég held því ekki fram að bændur borgi enga skatta, heldur þeir sjálfir, þegar þeir ýmist segjast fá 50–60.000 kr. í kaup á mánuði eða vera undir hungurmörkum. Er hægt að ætlast til þess að fólk borgi skatta undir svo- leiðis kringumstæðum? 4. Hvað bóndinn fær fyrir kjötið sitt og hvað ekki. Ég hélt nú fyrir það fyrsta að „fagmenn“, þ.e.a.s. bændur í sveitum landsins, reiknuðu ekki leng- ur verð í skrokkum heldur ærgildum. Eitt ærgildi er 18,6 kg og ég veit bara það að fyrir ærgildið fær hann um 4.000 kr. í styrk frá ríkinu. Síðan selur hann kjötið og dregur kostnaðinn frá, eðlilega. Sé útkoman svona dapurleg er það deginum ljósara að þetta er hin mesta fásinna að halda þessari von- lausu útgerð áfram. 5. Eins og ég drap á í inngangi þá er margt sem ég ekki skil í þessu bréfi enda margt skrifað samhengislaust. Hvað meinar t.d. bréfritari þegar hann í beinu framhaldi af pælingum um jeppaferðir á hálendi Íslands spyr hvort við þéttbýlisbúar kærðum okk- ur eitthvað um að bændur kæmu og rótuðu í okkar görðum í staðinn? Meinar hann að hálendi Íslands sé „húsagarður“ bænda og eitthvað sambærilegur við garða í þéttbýli? 6. Ég nota orðið „ölmusa“ yfir pen- ingastyrki, það er rétt. En bréfritari gerir úr því samsett orð sem ég hirði ekki um að endurtaka. ÞAU ORÐ ERU ALFARIÐ Á HANS ÁBYRGÐ. Í minni orðabók stendur m.a. að ölmusa sé fátækrastyrkur. Og eru menn ekki alltaf að tala um fá- tækt og styrki? Og þetta styrkjakerfi er þvílíkur frumskógur að menn eru alls ekki á eitt sáttir um heildarupp- hæðina. En eitt er víst að lækka mætti skatta um 10 til 15 milljarða á ári, ef það yrði afnumið. 7. Eftir ýmsar hugleiðingar bréfrit- ara um hina nýju jarðaeigendur, þá efnuðu úr þéttbýlinu, lása þeirra og hlið á viðkomandi jörðum, til að meina óviðkomandi aðgang, spyr bréfritari í beinu framhaldi, hvort fólk þurfi í há- skóla nú til dags til að láta frá sér slíka rökleysu! Góð spurning. 8. Eftir tveggja dálka skrif í víð- lesnasta dagblaði landsins gefst bréf- ritari hreinlega upp í miðjum klíðum og segir að ég sé ekki svaraverð. Bíð- um nú við, hvað er það svo sem er ekki svaravert? Jú, það á nefnilega eftir að ræða um beingreiðslur, offramleiðslu á kjöti, af- og ofbeit, gróðureyðingu, jarðvegseyðingu og friðun lands, svo eitthvað sé nefnt. Eru þessi atriði ein- faldlega ekki svaraverð? 9. Því miður hefur bréfritari rangt fyrir sér er hann heldur því fram að ég sé ein um þessar skoðanir mínar á landbúnaðarmálum. Það sanna sím- töl, tölvubréf og viðtöl við fólk. Það þakkar mér fyrir og sumir segja að „þetta sé eins og talað úr þeirra hjarta“. Hefur bréfritari aldrei heyrt talað um hinn þögla meirihluta? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Svar til Guðrúnar, Sólheimum, Dalabyggð Frá Margréti Jónsdóttur á Akranesi melteigur@simnet.is NÚ hefir umhverfisráðherra upplýst, að rjúpnastofninn sé að hruni kominn og ekkert dugi annað en þriggja ára veiðibann. Ráðherrann hefir einnig greint frá því, að sveiflur í stofninum séu að jafnast út, en þó megi greina fimm ára sveiflu í stað tíu ára áður. Sveiflur benda til þess að ekki sé jafn- vægi. Íslendingar hafa veitt ref frá landnámi, en vegna breyttra búskap- arhátta og vaxandi skriffinnsku hafa veiðarnar lagst að mestu af. Nú leikur rebbi lausum hala (skotti) og hefir ekki hugmynd um þetta veiðibann ráðherrans. Fjöldinn er orðinn svo mikill, að fólk er farið að rekast á refi rétt utan borgarmark- anna. Refur og rjúpa í jafnvægi, það er hið besta mál fyrir okkur náttúru- skoðendur. Með bættum skipakosti, á seinni hluta nítjándu aldar, fóru Norðmenn að veiða hval við Ísland. Fyrst gerðu þeir út frá Vestfjörðum. Þegar þeir höfðu drepið nánast allan hval þar færðu þeir bækistöðvar sínar austur á land og voru að þar þangað til þetta var ekki arðbært lengur. Með þessum miklu hvalveiðum uxu fiski- stofnar og landsmenn nutu arðs af mikilli veiði, sem þó var sveiflukennd. Með því að hvalveiðar lögðust af fyrir um tuttugu árum hafa fiskstofnar minnkað og sveiflur jafnast út, á sama hátt og í rjúpnastofninum. GESTUR GUNNARSSON tæknifræðingur, Flókagötu 8. Rjúpan Frá Gesti Gunnarssyni   ! # $$ % & '" (  ) *                                 !   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.