Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 1

Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 295. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mikilvægasta máltíð dagsins Frumsmíð- ar og fjör Endurkoma Rússíbana á tón- leikum í Salnum | Listir 36 Lag Nilfisk frá Stokkseyri á́ mynddiski Foo Fighters | Fólk 61 Sama stemningin Skemmtistaðurinn Sjallinn fagnar fertugsafmæli | Akureyri 20 ÆÐSTI áfrýjunardómstóll Ítalíu sýknaði í gær Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, af ákæru um að hafa fyr- irskipað morð á blaðamanni fyrir 24 árum. Ekki er hægt að rétta aft- ur í málinu og því er nú lokið. Mafíuforinginn Gaetano Badal- amenti, sem afplánar lífstíðarfang- elsisdóm í Bandaríkjunum, var einnig sýknaður af ákæru um að hafa tekið þátt í morðinu á rann- sóknarblaðamanninum Carmine Pecorelli árið 1979. Andreotti, sem er 84 ára og gegndi forsætisráðherraembættinu sjö sinnum, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Héraðsdómstóll hafði dæmt hann í 24 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa morðið. Reuters Giulio Andreotti í sjónvarpsþætti í gærkvöldi eftir að hann var sýknaður. Andreotti sýknaður Róm. AFP. LANDSBÓKASAFNI ber að virða tilmæli Auðar Laxness um takmark- anir á aðgangi að bréfum Halldórs Laxness sjálfs en það hefur hins vegar ekki heimild til þess að hlíta fyrirmælum hennar að því er varðar bréf í safninu sem aðrir skrifuðu skáldinu. Afhending gagna skálds- ins til safnsins fól það í sér að safnið öðlaðist heimildir eignarréttar yfir bréfasafninu og með því að gera þann hluta gagnanna, sem frá skáld- inu sjálfu eru komin, aðgengilegan almenningi hafa þau gögn verið birt í skilningi höfundarlaga. Þetta eru meginniðurstöðurnar í lögfræðiáliti Erlu S. Árnadóttur sem unnið var að beiðni Landsbókasafnsins. Sigrún Klara Hannesdóttir lands- bókavörður segir miklu skipta að í álitinu sé staðfestur eignarréttur safnsins að þeim gögnum sem því hafa verið afhent. Hún segir það einnig mikils virði að í álitinu komi fram að séu slík gögn afhent op- inberri stofnun megi túlka það þannig að þar með séu þau birt og því ekki bannað að skoða þau og vísa til þeirra. „Álitið bendir okkur einnig á hvar okkar veika hlið er, þ.e. að við höfum ekki gert formlega samninga við þá sem afhenda okkur gögn. Við þurfum að skerpa á okkar reglum í því efni,“ segir Sigrún Klara. Álit lögmannsins hárrétt Guðný Halldórsdóttir, dóttir skáldsins, segir álit lögmannsins vera hárrétt. „Höfundarréttur vefst fyrir mönnum, – jafnvel prófessor- um. Höfundarréttur liggur hjá þeim sem skrifaði textann, síðan erfingj- um hans. Þetta gildir um HKL og alla aðra. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson hefur aldrei beðið um leyfi til notkunar á neinu. Ég vantreysti honum. Enda talar hann helst um pabba með myndir af fjöldagröfum í bakgrunni. Erum við ekki komin í svolitla sögufölsun?“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir aðalatriðið vera að fyrir liggi að ekki beri að takmarka aðgang að bréfum annarra til Laxness en meg- inhluti safnins sé einmitt slík bréf. „Það er líka athyglisvert að eign- arréttur að bréfunum er talinn vera hjá safninu og eins hitt að þar sem bréfin hafa verið aðgengileg jafn- gildi það birtingu þeirra. Það merk- ir að ég get vitnað í þau eins og um birt verk væri að ræða,“ segir Hannes.  Ber að virða/33 Bréf Laxness talin birt í skilningi höfundarlaga Saksóknararnir lögðu áherslu á að þeir hygðust ekki „gera hluta- bréfin upptæk eða þjóðnýta þau“. Þeir sögðu að eigendur hlutabréf- anna fengju áfram arðgreiðslur og héldu atkvæðisréttinum en gætu ekki selt þau. Þessi ákvörðun olli þó miklu uppnámi meðal fjárfesta á rúss- neska hlutabréfamarkaðnum í gær. Aðalhlutabréfavísitala kaup- hallarinnar í Moskvu lækkaði þá um rúm 8% og gengi hlutabréfa í Yukos um 14%. Hlutabréfavísitalan hefur nú lækkað um tæp 17% frá handtöku Khodorkovskís á laugardag og gengi hlutabréfa í Yukos um 35% frá 17. október. Að sögn saksóknaranna og rúss- neskra fjármálasérfræðinga á Khodorkovskí 59,5% hlutabréf- anna sem saksóknararnir frystu í gær. Skrifstofustjórinn leystur frá störfum Ennfremur var tilkynnt í gær- kvöldi að Vladímír Pútín Rúss- landsforseti hefði vikið skrifstofu- stjóra sínum, Alexander Voloshín, úr embætti. Áður höfðu rússneskir fjölmiðlar skýrt frá því að Vol- oshín hefði sagt af sér til að mót- mæla handtöku Khodorkovskís sem var forstjóri Yukos. Við embættinu tekur Dmítrí Medvedev, 37 ára efnahagssér- fræðingur og fyrrverandi aðstoð- arskrifstofustjóri Kremlar. Hann er nú formaður stjórnar gasfyr- irtækisins Gazprom, eins af öfl- ugustu fyrirtækjum Rússlands. Ákæran á hendur Khodorkovskí Óheimilt að selja hluta- bréf í Yukos Hlutabréfavísitalan lækkar um 8% Reuters VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, er hér á fundi með yfirmönn- um rússneskra og erlendra fjárfest- ingarbanka í Moskvu, en fundurinn var haldinn vegna umrótsins á rúss- neska hlutabréfamarkaðnum eftir handtöku Míkhaíls Khodorkovskís, auðugasta manns Rússlands. Pútín sagði á fundinum að rúss- neska ríkisvaldinu bæri skylda til að saksækja kaupsýslumenn sem brytu lögin. „Pútín tók skýrt fram að hvað sem vestrænu fjölmiðlarnir segðu, hversu mikill sem þrýsting- urinn yrði, þá yrði hvergi hvikað frá áformunum um að framfylgja lögunum,“ sagði einn fundarmann- anna. Pútín hefur verið sakaður um að standa á bak við ákæruna á hendur Khodorkovskí vegna stuðnings auðkýfingsins við rússneska stjórn- arandstöðuflokka. Moskvu. AFP, AP. RÚSSNESKIR saksóknarar tilkynntu í gær að þeir hefðu fryst 44% eignarhlut í Yukos, stærsta olíuvinnslufyrirtæki Rússlands. Þeir neituðu því þó að þeir hygðust gera hlutabréfin upptæk. Meirihluti bréfanna er í eigu auðkýfingsins Míkhaíls Khodorkovskís, sem var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir stórfelld skatt- og fjársvik. Hvikar hvergi HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 7,2%, sá mesti í 19 ár. Bendir það til, að efna- hagslífið sé komið á verulegan skrið. Á öðrum ársfjórðungi var hag- vöxturinn 3,3% en því hafði verið spáð, að hann yrði um 6% á þeim þriðja. Hann var þó mun meiri og vekur það vonir um, að Bandaríkin muni hafa forystu um að drepa efna- hagslífið í heiminum úr þeim dróma, sem það hefur verið í undanfarin ár. Í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu sagði, að meginskýringin á hagvextinum væri mikil einkaneysla, auknar fjárfestingar, líf á fasteigna- markaði og aukinn útflutningur. Bendir margt til, að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar séu farnar að skila sér í aukinni einkaneyslu. Því er spáð, að hagvöxtur á síðasta fjórðungi þessa árs verði um 4% og vonast er til, að þessi auknu umsvif fari að skila sér í minna atvinnuleysi. Bandaríkin Hagvöxtur sá mesti í 19 ár Washington. AP, AFP. ♦ ♦ ♦ NÓI albínói hef- ur fengið tólf verðlaun á kvik- myndahátíðum í Evrópu, m.a. Norrænu kvik- myndaverðlaun- in og verðlaun sem besta mynd- in á kvikmyndahátíðinni í Rúðu- borg. Þá er hún tilnefnd til Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna og er framlag Íslendinga til Óskarsins. Tólf evrópsk verðlaun  Kalla myndina/48 Hafa fengið fína innspýtingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.