Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 295. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mikilvægasta máltíð dagsins Frumsmíð- ar og fjör Endurkoma Rússíbana á tón- leikum í Salnum | Listir 36 Lag Nilfisk frá Stokkseyri á́ mynddiski Foo Fighters | Fólk 61 Sama stemningin Skemmtistaðurinn Sjallinn fagnar fertugsafmæli | Akureyri 20 ÆÐSTI áfrýjunardómstóll Ítalíu sýknaði í gær Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, af ákæru um að hafa fyr- irskipað morð á blaðamanni fyrir 24 árum. Ekki er hægt að rétta aft- ur í málinu og því er nú lokið. Mafíuforinginn Gaetano Badal- amenti, sem afplánar lífstíðarfang- elsisdóm í Bandaríkjunum, var einnig sýknaður af ákæru um að hafa tekið þátt í morðinu á rann- sóknarblaðamanninum Carmine Pecorelli árið 1979. Andreotti, sem er 84 ára og gegndi forsætisráðherraembættinu sjö sinnum, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Héraðsdómstóll hafði dæmt hann í 24 ára fangelsi fyrir að fyrirskipa morðið. Reuters Giulio Andreotti í sjónvarpsþætti í gærkvöldi eftir að hann var sýknaður. Andreotti sýknaður Róm. AFP. LANDSBÓKASAFNI ber að virða tilmæli Auðar Laxness um takmark- anir á aðgangi að bréfum Halldórs Laxness sjálfs en það hefur hins vegar ekki heimild til þess að hlíta fyrirmælum hennar að því er varðar bréf í safninu sem aðrir skrifuðu skáldinu. Afhending gagna skálds- ins til safnsins fól það í sér að safnið öðlaðist heimildir eignarréttar yfir bréfasafninu og með því að gera þann hluta gagnanna, sem frá skáld- inu sjálfu eru komin, aðgengilegan almenningi hafa þau gögn verið birt í skilningi höfundarlaga. Þetta eru meginniðurstöðurnar í lögfræðiáliti Erlu S. Árnadóttur sem unnið var að beiðni Landsbókasafnsins. Sigrún Klara Hannesdóttir lands- bókavörður segir miklu skipta að í álitinu sé staðfestur eignarréttur safnsins að þeim gögnum sem því hafa verið afhent. Hún segir það einnig mikils virði að í álitinu komi fram að séu slík gögn afhent op- inberri stofnun megi túlka það þannig að þar með séu þau birt og því ekki bannað að skoða þau og vísa til þeirra. „Álitið bendir okkur einnig á hvar okkar veika hlið er, þ.e. að við höfum ekki gert formlega samninga við þá sem afhenda okkur gögn. Við þurfum að skerpa á okkar reglum í því efni,“ segir Sigrún Klara. Álit lögmannsins hárrétt Guðný Halldórsdóttir, dóttir skáldsins, segir álit lögmannsins vera hárrétt. „Höfundarréttur vefst fyrir mönnum, – jafnvel prófessor- um. Höfundarréttur liggur hjá þeim sem skrifaði textann, síðan erfingj- um hans. Þetta gildir um HKL og alla aðra. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson hefur aldrei beðið um leyfi til notkunar á neinu. Ég vantreysti honum. Enda talar hann helst um pabba með myndir af fjöldagröfum í bakgrunni. Erum við ekki komin í svolitla sögufölsun?“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir aðalatriðið vera að fyrir liggi að ekki beri að takmarka aðgang að bréfum annarra til Laxness en meg- inhluti safnins sé einmitt slík bréf. „Það er líka athyglisvert að eign- arréttur að bréfunum er talinn vera hjá safninu og eins hitt að þar sem bréfin hafa verið aðgengileg jafn- gildi það birtingu þeirra. Það merk- ir að ég get vitnað í þau eins og um birt verk væri að ræða,“ segir Hannes.  Ber að virða/33 Bréf Laxness talin birt í skilningi höfundarlaga Saksóknararnir lögðu áherslu á að þeir hygðust ekki „gera hluta- bréfin upptæk eða þjóðnýta þau“. Þeir sögðu að eigendur hlutabréf- anna fengju áfram arðgreiðslur og héldu atkvæðisréttinum en gætu ekki selt þau. Þessi ákvörðun olli þó miklu uppnámi meðal fjárfesta á rúss- neska hlutabréfamarkaðnum í gær. Aðalhlutabréfavísitala kaup- hallarinnar í Moskvu lækkaði þá um rúm 8% og gengi hlutabréfa í Yukos um 14%. Hlutabréfavísitalan hefur nú lækkað um tæp 17% frá handtöku Khodorkovskís á laugardag og gengi hlutabréfa í Yukos um 35% frá 17. október. Að sögn saksóknaranna og rúss- neskra fjármálasérfræðinga á Khodorkovskí 59,5% hlutabréf- anna sem saksóknararnir frystu í gær. Skrifstofustjórinn leystur frá störfum Ennfremur var tilkynnt í gær- kvöldi að Vladímír Pútín Rúss- landsforseti hefði vikið skrifstofu- stjóra sínum, Alexander Voloshín, úr embætti. Áður höfðu rússneskir fjölmiðlar skýrt frá því að Vol- oshín hefði sagt af sér til að mót- mæla handtöku Khodorkovskís sem var forstjóri Yukos. Við embættinu tekur Dmítrí Medvedev, 37 ára efnahagssér- fræðingur og fyrrverandi aðstoð- arskrifstofustjóri Kremlar. Hann er nú formaður stjórnar gasfyr- irtækisins Gazprom, eins af öfl- ugustu fyrirtækjum Rússlands. Ákæran á hendur Khodorkovskí Óheimilt að selja hluta- bréf í Yukos Hlutabréfavísitalan lækkar um 8% Reuters VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, er hér á fundi með yfirmönn- um rússneskra og erlendra fjárfest- ingarbanka í Moskvu, en fundurinn var haldinn vegna umrótsins á rúss- neska hlutabréfamarkaðnum eftir handtöku Míkhaíls Khodorkovskís, auðugasta manns Rússlands. Pútín sagði á fundinum að rúss- neska ríkisvaldinu bæri skylda til að saksækja kaupsýslumenn sem brytu lögin. „Pútín tók skýrt fram að hvað sem vestrænu fjölmiðlarnir segðu, hversu mikill sem þrýsting- urinn yrði, þá yrði hvergi hvikað frá áformunum um að framfylgja lögunum,“ sagði einn fundarmann- anna. Pútín hefur verið sakaður um að standa á bak við ákæruna á hendur Khodorkovskí vegna stuðnings auðkýfingsins við rússneska stjórn- arandstöðuflokka. Moskvu. AFP, AP. RÚSSNESKIR saksóknarar tilkynntu í gær að þeir hefðu fryst 44% eignarhlut í Yukos, stærsta olíuvinnslufyrirtæki Rússlands. Þeir neituðu því þó að þeir hygðust gera hlutabréfin upptæk. Meirihluti bréfanna er í eigu auðkýfingsins Míkhaíls Khodorkovskís, sem var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir stórfelld skatt- og fjársvik. Hvikar hvergi HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 7,2%, sá mesti í 19 ár. Bendir það til, að efna- hagslífið sé komið á verulegan skrið. Á öðrum ársfjórðungi var hag- vöxturinn 3,3% en því hafði verið spáð, að hann yrði um 6% á þeim þriðja. Hann var þó mun meiri og vekur það vonir um, að Bandaríkin muni hafa forystu um að drepa efna- hagslífið í heiminum úr þeim dróma, sem það hefur verið í undanfarin ár. Í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu sagði, að meginskýringin á hagvextinum væri mikil einkaneysla, auknar fjárfestingar, líf á fasteigna- markaði og aukinn útflutningur. Bendir margt til, að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar séu farnar að skila sér í aukinni einkaneyslu. Því er spáð, að hagvöxtur á síðasta fjórðungi þessa árs verði um 4% og vonast er til, að þessi auknu umsvif fari að skila sér í minna atvinnuleysi. Bandaríkin Hagvöxtur sá mesti í 19 ár Washington. AP, AFP. ♦ ♦ ♦ NÓI albínói hef- ur fengið tólf verðlaun á kvik- myndahátíðum í Evrópu, m.a. Norrænu kvik- myndaverðlaun- in og verðlaun sem besta mynd- in á kvikmyndahátíðinni í Rúðu- borg. Þá er hún tilnefnd til Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna og er framlag Íslendinga til Óskarsins. Tólf evrópsk verðlaun  Kalla myndina/48 Hafa fengið fína innspýtingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.