Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 4

Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 4
NORÐURÁL, Orkuveita Reykjavíkur (OR) og Hitaveita Suðurnesja munu síðar í dag undirrita viljayfirlýsingu um orkusölu vegna stækkunar Norðuráls. Í viljayfirlýsingunni verða væntanlega fyrirvarar þar sem enn á eftir að klára umhverfismat og skipulags- vinnu vegna fyrirhugaðrar virkjunar OR á Hellisheiði og því ekki hægt að ganga frá orkusamningi fyrr en þau mál eru í höfn. Orkusala vegna Norðuráls Skrifað undir vilja- yfirlýsingu í dag FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ edda.is Miskunnarlaust Tyrkja- ránið, ferðin suður í Barbaríið og nýtt líf í framandi heimi er megin- viðfangsefni þessarar áhrifamiklu skáldsögu. Mikil heimildavinna liggur að baki verkinu, enda hefur höfundurinn, Úlfar Þormóðs- son, margsinnis dvalist í Norður-Afríku við rannsóknir. Söguleg skáldsaga eins og þær gerast bestar ANNARRI umferð Mjólkurskák- mótsins á Hótel Selfossi lauk í gær. Í meistaraflokki gerðu Laur- ent Fressinet og Vladimir Malakh- ov jafntefli, rétt eins og Hannes Hlífar Stefánsson og Jonathan Rowson, Ivan Sokolov og Þröstur Þórhallsson og Francisco Vallejo Pons og Predrag Nikolic en við- ureign Nicks de Firmians og Vict- ors Bologans lauk með sigri Bolog- ans. Í áskorendaflokki sigraði Jan Votava Róbert Harðarson og Tom- as Oral lagði Tómas Björnsson en Henrik Danielsen og Ingvar Þór Jóhannesson skildu jafnir en það gerðu einnig Stefán Kristjánsson og Jón Árni Halldórsson, Louis Galego og Regina Pokorna. Óvæntustu úrslitin í þessari um- ferð verða að teljast þau að Þröst- ur Þórhallsson knúði fram jafntefli við Ivan Sokolov, sem var ósáttur við taflmennsku sína og lét sig hverfa úr salnum að tafli loknu. Victor Bologan lét sverfa til stáls eftir ósigur í fyrstu umferð og sigraði Nick de Firmian með svart, en viðureign þeirra var sú eina sem ekki endaði með jafntefli í meistaraflokki. Ingvar Þór Jóhannesson og Henrik Danielsen skildu jafnir að skiptum en Ingvar hefur byrjað vel, rétt eins og Stefán Kristjáns- son sem í gær gerði jafntefli við Jón Árna Halldórsson. Skák- drottning Hróksins, Regina Pok- orna, gerði góða hluti gegn Portú- galanum Louis Galegó og endaði skák þeirra með jafntefli. Þröstur náði jafn- tefli gegn Sokolov HÉRAÐSDÓMUR Vest- fjarða dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur á árunum 1995 til 2001 á heimili sínu. Ákærðir var sakfelldur fyr- ir að hafa brotið ítrekað gegn stjúpdóttur sinni, fæddri 1987, á árunum 1995–1999, eða þegar hún var 8–12 ára. Einnig fyrir brot gegn dóttur sinni á hálfs árs tímabili fram í maí 2001 er hún var á 13. ári. Brot ákærða þóttu alvarleg en með þeim rauf hann fjöl- skyldutengsl og braut gegn trúnaðartrausti stúlknanna sem hann hafði uppeldis- og umsjárskyldur við. Átti hann sér engar málsbætur og þótti ekki koma til greina að skil- orðsbinda refsinguna. Ákærði var ennfremur dæmdur til að greiða stjúp- dóttur sinni 600.000 kr. í miskabætur og dóttur sinni 400.000 kr., auk alls sakar- kostnaðar. Málið dæmdu Erlingur Sig- tryggsson, dómstjóri og dómsformaður, Halldór Hall- dórsson dómstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Verjandi ákærða var Kristinn Bjarnason hrl. Málið sótti Sigríður Jósefsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. 15 mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot EIGENDUR landnámshænsna hér á landi hafa ákveðið að stofna með sér félag. Verður stofnfundur haldinn í Bændahöll- inni, Hótel Sögu í Reykjavík, næstkomandi laugardag kl. 14. Jóhanna Harðardóttir er meðal þeirra sem undirbúa stofnun félagsins en hún á sjálf sjö hænur af þessum stofni, sem talið er að hafi komið til landsins með Ingólfi Arnarsyni og fleiri landnámsmönnum. Hún segir mikinn áhuga á félaginu og þeg- ar hafi nærri 80 manns skráð sig, fólk af öllu landinu og jafnvel erlendis. Konur eru í meirihluta í hópnum og er aldursdreif- ingin mikil, eða frá tíu ára aldri og upp í nírætt. Jóhanna segir að ætlunin sé að halda ut- an um þennan hænsnastofn og vera eig- endum og ræktendum hvatning til að við- halda erfðaeiginleikum. Um afar sérstakan stofn sé að ræða sem hafi náð að halda einkennum sínum þrátt fyrir inn- flutning á öðrum tegundum. Hún segir að landnámshænurnar verpi alveg jafnmikið og þær „hvítu“. „Ég fékk mér hænur meira af gamni mínu því mér fannst þær svo fyndnar. Svo eru þetta hinar ágætustu varphænur. Bæði hænurnar og hanarnir hafa líka náð að halda sínum karakter. Mínar hænur halda að þær séu spörfuglar og sitja í trjánum. Þær eru þvílíkar hlussur að greinarnar svigna undan þeim,“ segir Jó- hanna hlæjandi og bætir við að einn verð- andi félagsmaður, tíu ára stúlka, fari reglulega út að ganga með sínar hænur. Að sögn Jóhönnu er ætlunin að félagið standi m.a. fyrir árlegri sýningu á hænsn- um, líkt og hundaeigendur geri reglulega. Vonandi takist að halda slíka sýningu næsta vor. Hafa haldið einkennum sínum Félag um land- námshænsn HAGNAÐUR af samstæðu Eimskipafélags Ís- lands var 2.171 milljón króna á fyrstu níu mán- uðum ársins. Þar af var hagnaður af þriðja árs- fjórðungi rúmir 2 milljarðar en hagnaður af fyrri helmingi ársins var 134 milljónir króna. Hagn- aður samstæðunnar af fyrstu níu mánuðunum í fyrra nam ríflega 3,8 milljörðum króna. Aukinn hagnaður samstæðunnar á þriðja árs- fjórðungi skýrist aðallega af hagnaði dóttur- félagsins Burðaráss vegna hækkandi hlutabréfa- verðs og bættri afkomu af flutningastarfsemi Eimskips. Afkoma sjávarútvegsstarfsemi Brims er hins áfram slök. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 2,7 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðunum en á sama tíma- bili í fyrra nam sá hagnaður rúmum 2 milljörð- um. Þá nam veltufé frá rekstri tæpum 1,9 millj- örðum króna en var 1,3 milljarðar í fyrra. Arðsemi eigin fjár reyndist 11% í lok september en var á sama tíma í fyrra 41%. Eiginfjárhlut- fallið var 43% og veltufjárhlutfall 1,25. Hagnaður Burðaráss 2,5 milljarðar Fjárfestingastarfsemi Eimskipafélagsins, Burðarás ehf., skilaði 2.529 milljóna króna hagn- aði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af var tæp- lega 2,1 milljarður óinnleystar tekjum sem skýr- ist af hækkun á markaðsvirði eignarhluta í öðrum félögum á árinu, sem varð nær alfarið á þriðja ársfjórðungi. Fjármagnstekjur félagsins námu 519 milljónum króna en tap varð af rekstri félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, um 32 milljónir. Veltufé félagsins var neikvætt um 55 milljónir króna. Í tilkynningu frá samstæðunni kemur fram að hagnaður af sölu hlutabréfa í Skeljungi til Stein- hóla hafi numið 1.044 milljónum króna en þar sem Burðarás á 25% í Steinhólum er aðeins 75% söluhagnaðarins innleystur nú. Afkoma Brims enn slök Tap varð af rekstri sjávarútvegsstafsemi Eim- skipafélagsins, Brimi ehf., sem nam 415 millj- ónum króna. Hagnaður varð af rekstrinum fyrir afskriftir og fjármagnsliði um rúma 1,6 milljarða en afskriftir félagsins, sem eru að stórum hluta frá kaupum félagsins á sjávarútvegsfélögunum fyrr á árinu, námu tæplega 1,5 milljarði og fjár- magnsgjöld námu tæpum hálfum milljarði. Veltufé frá rekstri var jákvætt um rúman 1,1 milljarð. Í tilkynningu segir að afkoman sé lakari en ráð var fyrir gert, einkum vegna lægra afurðaverðs í erlendri mynt og minni aflabragða í grálúðu og loðnu. Ekki er gert ráð fyrir verulegum bata í rekstri Brims á síðasta fjórðungi ársins. Eimskipafélagið hagnast um 2,2 milljarða króna VELUNNURUM klúbbsins Geysis var boðið að skoða ný húsakynni félagsins um leið og því var fagnað í gær að fjögur ár eru nú liðin frá því að starf klúbbsins hófst. Fjöldi fólks mætti til að sam- gleðjast aðstandendum eins og myndin ber með sér. Jóhanna María Eyjólfsdóttir, stjórnarformaður klúbbsins, segir starfsemina hafa vaxið gífurlega á síðustu fjórum árum. Í upphafi hafi félagar í klúbbnum verið tíu en nú séu þeir 165. Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Fyrirmyndin kemur frá New York og heitir Fountain House. Jóhanna segir svona klúbbhús starfandi um allan heim og starf þeirra byggist á hugmyndafræði um að virkja ein- staklinginn á ný til starfa í samfélaginu eftir mikil veikindi. Þar er meðal annars starfrækt atvinnu- miðlun, útgáfustarfsemi og námskeið haldin. Tímamót hjá klúbbnum Geysi í nýju húsnæði Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.