Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Tíminn líður, og við
verðum öldruð áður en
varir.
Elín Guðmundsdótt-
ir fæddist í Heiðarseli,
nú Dalsá, í Göngu-
skörðum í Skagafirði
31. október 1903. Voru
foreldrar hennar hjón-
in Lilja Kristjánsdóttir
(1873-1951) og Guð-
mundur Þorleifsson
(1854-1940). Elín var
ein af tíu systkinum.
Átta þeirra náðu full-
orðinsaldri, en tveir
synir létust á æsku-
skeiði. Elín ólst upp í Skollatungu í
sömu sveit til fullorðisnára. Hún
naut barnafræðslu í Skarðshreppi og
var fermd í Sauðárkrókskirkju af
séra Hálfdani Guðjónssyni, þeim
sama og skírði mig síðar. Hún giftist
föður mínum, Sveini Hannessyni frá
Elivogum 11. september 1922. Fyrst
bjuggu þau í Elivogum en fluttust
vestur í Húnavatnssýslu 1923 og
bjuggu fyrst í Selhaga á Skörðum.
Þaðan fluttust þau eftir árs dvöl að
Refsstöðum á Laxárdal og bjuggu að
því sinni árið á þeirri jörð, í tvíbýli
við Kristján Sigurðsson og Unni
Björnsdóttur. Vorið 1925 fluttust
þau að Sneis, utar í dalnum, og
bjuggu þar til sumarsins 1934, að
þeim var það ófært, vegna árása og
eineltis ofbeldismanna. Frá Sneis
var flust til Skagastrandarkauptúns
og húsnæði tekið á leigu. Þar stund-
ELÍN
GUÐMUNDSDÓTTIR
aði Sveinn vinnu við
hafnargerð á staðnum
um sumarið. Um haust-
ið brann húsnæði það,
sem búið var í, og var
þá heimilið leyst upp.
Sveinn hélt til Reykja-
víkur og var þar fram á
vor árið eftir, en Elín
fór norður í Fljót til
ættfólks síns, og var
Auðunn Bragi, sonur
hennar, með henni þar
næsta vetur. Dóttirin,
Þóra Kristín, dvaldi á
Björnólfsstöðum í
Langadal um veturinn
hjá góðu fólki. Um vorið 1935 var bú-
skapur hafinn að nýju;bújörðin
Vindhæli á Skagaströnd tekin á leigu
og síðar keypt. Þar var búið til vors
1938, að flutt var fram á Laxárdal og
jörðin Refsstaðir, sem verið hafði í
eyði um skeið, tekin á leigu af Lands-
bankanum, sem átti jörðina, en síðar
keypt. Þarna var búið til vors 1945,
en þá var heilsa Sveins þorrin og allt
lausafé og bústofn selt á uppboði.
Sveinn andaðist 2. júlí 1945.
Elín bjó í Reykjavík til æviloka,
sem urðu 19. apríl 1958. Hún giftist
Ármanni Hanssyni, verkamanni, og
áttu þau saman nokkur ár, en hann
lést 1973. Elín var dugleg og verk-
lagin, vinföst og vinavönd. Dýravin-
ur var hún.
Ljóðelsk og minnug vel. Blessuð
sé minning hennar.
Auðunn Bragi Sveinsson.
ALDARMINNING
Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuðu
okkur samúð og sýndu okkur hlýhug við and-
lát og útför móður okkar og tengdamóður,
SVANFRÍÐAR SIGRÚNAR GÍSLADÓTTUR,
Hlíf I,
áður Hlíðarvegi 8,
Ísafirði.
Gísli Hjartarson,
Hjördís Hjartardóttir, Björgvin Guðjónsson,
Sigurður Hjartarson, Kristín Karvelsdóttir,
Viðar Hjartarson, Guðrún Bóel Guðjónsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURODDUR MAGNÚSSON
rafverktaki,
Miðleiti 5,
áður Brekkugerði 10,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 29. október.
Magnús G. Siguroddsson, Guðrún R. Þorvaldsdóttir,
Einar Long Siguroddsson, Sólveig Helga Jónasdóttir,
Pétur R. Siguroddsson, Guðný M. Magnúsdóttir,
Sólrún Ó. Siguroddsdóttir, Halldór Jónasson,
Bogi Þór Siguroddsson, Linda Björk Ólafsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
föður míns, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
HJALTA JÓNSSONAR,
Borgarhrauni,
Grindavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrun-
arheimilisins Víðihlíðar, Grindavík.
Kristín Jóna Hjaltadóttir, Þorkell Árnason,
Sigrún Kjartansdóttir,
Birna Sverrisdóttir,
Björk Sverrisdóttir, Magnús Arthúrsson,
Hjalti Allan Sverrisson, Lísa Ásgeirsdóttir,
Ólöf Guðrún Viðarsdóttir, Andrés Ari Ottósson,
Laufey Viðarsdóttir,
Kjartan Viðarsson, Björg Guðmundsdóttir,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Kæra móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Hrafnhólum 8,
lést fimmtudaginn 16. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug.
Hilmar Grétar Sverrisson, Fanney Þorsteinsdóttir,
Guðjón Rúnar Sverrisson, Rungnapa Channakorn,
Sverrir Rúnar Hilmarsson, Dóra Margrét Kristjánsdóttir,
Sigríður Rut Hilmarsdóttir,
Kristófer Rúnar Guðjónsson.
Kærar þakkir og kveðjur til allra, sem hafa sýnt
okkur samhug við andlát og útför sambýlis-
konu minnar, móður, tengdamóður, dóttur,
systur og mágkonu,
ÞORGERÐAR SIGURÐARDÓTTUR
myndlistarmanns,
sem lést á Landspítala Hringbraut þriðjudag-
inn 14. október.
Ólafur H. Torfason,
Jón Gunnar Gylfason, Solveig Edda Vilhjálmsdóttir,
Sigurður Guðmundsson, Aðalbjörg Halldórsdóttir,
Steinunn S. Sigurðardóttir, Ingólfur S. Ingólfsson,
Halldór Sigurðsson, Ester Hjartardóttir,
Guðmundur Sigurðsson, Sigrún Kristjánsdóttir,
Ragnheiður Sigurðardóttir, Bragi Guðmundsson.
Ástkær móðir okkar, dóttir og systir,
VERA VAN THI NGUYEN,
lést fimmtudaginn 23. október.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag,
föstudaginn 31. október, kl. 10.30.
Máni Cong Van Jósepsson,
Dísa Mai Thi Jósepsdóttir,
Rósa Ðao Thi Bui,
Hoang Thi Tam,
Khai Van Nguyen,
Huong Thi Nguyen,
Hoa Thi Nguyen.
M thân yêu, con thân yêu và ngi ch thân
yêu ca các chúng em,
Gia ình chúng tôi xin cáo tang ngi thân ca chúng tôi là Vera Van Thi
Nguyn, mt ngày 23 tháng 10. L a tang s c c hành t
nhà th
Búðstaðarkirkja vào th sáu lúc 10 gi 30 ngày 31 tháng 10 (tc ngày
mng 7 tháng 10 n
m quý mùi âm lch)
Hjartkær móðir okkar,
GUÐRÚN S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Melgerði 21,
Reykjavík,
andaðist á Skjóli þriðjudaginn 28. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurbjörg Axelsdóttir,
Guðmundur Axelsson, Ólafía Lárusdóttir,
Axel Axelsson, Steinunn Gunnarsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
áttu við andlát elskulegs föður okkar, tengda-
föður, afa, langafa og langalangafa,
BJARNA JÓNSSONAR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir góða
og hlýlega umönnun.
Ingibergur Vestmann,
Jón Vestmann,
Bjarni Vestmann,
tengdabörn, afabörn, langafabörn
og langalangafabarn.
Bridgedeild
Barðstrendinga og
Bridgefélag kvenna
Síðasta mánudagskvöld, 27. októ-
ber, lauk þriggja kvölda barómeter-
keppni félagsins með næsta öruggum
sigri þeirra félaga, Sveins Ragnars-
sonar og Vilhjálms Sigurðssonar jr.
Þeir voru í forystu lungann af mótinu
og því vel að sigrinum komnir. Þegar
tvær umferðir voru eftir, munaði að-
eins 5 stigum í tveimur efstu sæt-
unum. Þau áttust við í næst síðustu
umferð, Unnar Atli – Jóhannes voru
þá í öðru sæti. Sveinn og Vilhjálmur
höfðu betur, fengu 15 í plús og nánast
tryggðu sér sigurinn í mótinu. Loka-
staða efstu para varð þannig:
Sveinn Ragnarsson – Vilhjálmur Sig. jr. 115
Unnar Atli Guðm. – Jóhannes Guðm. 64
Jón Guðmar Jónss. – Friðjón Margeirss. 57
Örlygur Örlygsson – Hlynur Antonsson 46
Gunnlaugur Karlss. – Ásmundur Örnól. 39
Eftirtalin pör náðu hæsta skorinu
á síðasta spilakvöldinu:
Örlygur Örlygsson – Hlynur Antonsson 41
Karl Ómar Jónsson – Rúnar Gunnarsson 36
Jón Guðmar Jónss. – Friðjón Margeirss. 31
Jens Jensson – Jón Steinar Ingólfsson 31
Næst hjá félaginu er þriggja
kvölda hraðsveitakeppni sem hefst 3.
nóvember. Ef pör mæta stök, mun
keppnisstjóri gera sitt besta til að
mynda sveitir á staðnum. Allir vel-
komnir.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Önnur lota í minningarmóti um
Borgþór Ómar Pétursson fór fram
mánudaginn 27. október. 20 pör
mættu og spiluðu með Monrad-
barometer sniði.
Úrslit í annarri lotu urðu þannig:
Ómar Óskarsson – Helgi G. Jónsson 61
Ólafur H. Ólafsson – Trausti Valsson 48
Hlöðver Tómasson – Sigurður Tómass. 41
Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 31
Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 25
Staða efstu para eftir tvær lotur er
þá þannig þegar báðar lotur hafa ver-
ið reiknaðar miðað við meðalskor
252:
Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 577
Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 574
Ólafur H. Ólafsson – Trausti Valsson/
Jón Páll Sigurjónsson 564
Hlöðver Tómass. – Sigurður Tómass. 554
Einar Sigurðsson – Halldór Einarsson 540
Síðasta lota mótsins fer svo fram
nk. mánudag, 3. nóvember.
Bridsfélag Dalvíkur
og Ólafsfjarðar
Bridgefélag Dalvíkur og Ólafs-
fjarðar hóf starfsemi sína hinn 15.
sept. og er spilað í Mímisbrunni á
mánudagskvöldum.
Byrjað var á nokkrum eins kvölds
keppnum meðan spilarar voru að
koma sér í rétta gírinn. Þátttaka hef-
ur verið með minna móti eða átta pör
en von er á fleiri spilurum á næstunni
sem ekki eru vaknaðir úr sumar-
dvala.
Mánudaginn 27. okt. lauk þriggja
kvölda tvímenningi þar sem Tomman
á Dalvík gaf pítsur í verðlaun fyrir
þrjú efstu sætin.
Lokastaðan varð þessi:
Hákon V. Sigmundss. – Trausti Þóriss.
(varam.: Kristján Þorsteinsson) 287
Eiríkur Helgason – Jón A. Jónsson 286
Guðm. Sigurbjörnss. – Þorsteinn Ásgeirss.
(varam.: Sigurður Sveinbjörnsson og
Tryggvi Guðmundsson) 260
Hinn 3. nóv. hefst svo hinn árlegi
Samherjatvímenningur.
„Ferskir vindar“ blása
í Borgarfirðinum
Mánudaginn 27. október mætti 21
par til spilamennsku hjá Bridsfélagi
Borgarfjarðar og var spilaður Mitch-
ell-tvímenningur, alls 24 spil. Bifrest-
ingar, nú þeir Hlynur og Hörður,
gefa ekkert eftir og ljóst að þeir
munu hrista verulega upp í því
munstri sem ríkt hefur hjá félaginu
undanfarin ár. Úrslit urðu annars
sem hér segir.
N-S
Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 61.0
Halldóra Þorvaldsd. – Unnur Jónsd. 57.7
Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 55.4
A-V
Hlynur Angantýss. – Hörður Gunnars. 62.2
Þorsteinn Péturs. – Guðmundur Péturs. 57.8
Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddss. 54.4
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson