Morgunblaðið - 25.11.2003, Side 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATLANTSOLÍA áformar að opna
bensínstöð í Kópavogi í næsta mán-
uði. Að sögn Huga Hreiðarssonar
markaðsstjóra hafa öll leyfi fengist
fyrir starfseminni við Kársnesbraut
115, skammt fyrir ofan höfnina, þar
sem Skeljungur var áður með stöð.
Hugi segir að eftir áramót standi til
að setja upp sjálfsafgreiðslustöð við
Óseyrarbraut í Hafnarfirði, þar sem
þjónustustöð félagsins er með sölu á
flotaolíu og díselolíu. Að sögn Huga
hafa viðbrögðin við þeirri stöð verið
mjög góð og ætlun Atlantsolíu sé að
fara í samkeppni við hin olíufélögin af
fullum krafti.
Á föstudag var söluhæsti dagur
Atlantsolíu frá því fyrirtækið hóf
dreifingu á eldsneyti. Atlantsolía taldi
ekki þörf á hækkun á olíuverði hjá
fyrirtækinu. Segja talsmenn Atlants-
olíu starfsmenn hafa orðið vara við
marga nýja viðskiptavini og þá sér-
staklega almennum notendum.
Atlantsolía
hyggst
stækka
við sig
ERLA Sigríður Grétarsdóttir
varði doktorsritgerð sína í klínískri
sálfræði hinn 28. júlí sl. frá ríkis-
háskólanum í
Louisville (Uni-
versity of Louis-
ville) í Banda-
ríkjunum. Titill
ritgerðarinnar er
„The overlap
between anxiety
and physical ill-
ness in older
adults: Empir-
ical approach to practical differ-
entiation“. Sérsvið Erlu innan klín-
ískrar sálfræði er öldrun og fjallar
doktorsritgerð hennar um kvíða
hjá öldruðum. Í ritgerðinni skoðar
höfundur þau vandamál sem felast
í því að greina kvíða hjá öldruðum
og kemur fram með hugmyndir að
lausnum. Meðferðaraðilar hafa átt
í miklum erfiðleikum með að
greina kvíða hjá eldra fólki vegna
skörunar við líkamlega kvilla og
vegna tilhneigingar til að telja
kvíðaeinkenni eðlilegan hluta af
öldrunarferlinu. Margt eldra fólk
fær þar af leiðandi ekki tilhlýðilega
meðferð við kvíða sem hefur alvar-
legar afleiðingar í för með sér.
Niðurstöður rannsóknarinnar fyrir
aldraða bentu til þess að ýmis hug-
ræn einkenni kvíða greini mark-
tækt betur en líkamleg einkenni á
milli þeirra sem að haldnir eru
kvíðakvillum og þeirra sem eru til-
tölulega lausir við slíka kvilla.
Þessi munur á aðgreiningarhæfni
líkamlegra og hugrænna kvíðaein-
kenna kom ekki fram í hópi yngra
fólks sem einnig var skoðaður í
rannsókninni. Raunvísindalegar
niðurstöður um þetta efni hafa
ekki verið til og er því dokt-
orsritgerðin fyrsta skrefið í að
finna hagkvæmar og auðveldar
leiðir til að greina kvíða hjá öldr-
uðum.
Doktorsritgerðin var unnin und-
ir leiðsögn dr. Suzanne Meeks og
ásamt henni voru nefndarmenn
doktorarnir Stanley Murrell, Jos-
eph Aponte, Janet Woodruff-
Borden og Wayne Usui, öll pró-
fessorar við The University of
Louisville. Gögnin sem dokt-
orsverkefnið er unnið úr eru viða-
mikil og eru Erla og dr. Meeks að
vinna að ýmsum greinum sem
styðjast við þetta gagnasafn. Ein
þessara greina fjallar um fé-
lagskvíða hjá öldruðum og hefur
verið samþykkt til birtingar hjá
tímaritinu Behavioural Research
and Therapy.
Erla hefur hlotið marga styrki á
meðan á námi hennar stóð í
Bandaríkjunum. Meðal annars
fékk hún Fulbrightstyrk, Thor
Thors styrk, rannsóknarstyrk úr
minningarsjóði Helgu Jónsdóttur
og Sigurliða Kristjánssonar, styrk
frá félagi háskólakvenna, styrk úr
rannsóknarsjóði öldrunarráðs,
styrk frá ýmsum íslenskum dval-
arheimilum aldraðra og styrk frá
félagi aðstandenda alzheim-
ersjúklinga.
Erla Sigríður Grétarsdóttir er
fædd 18. júní 1972 og foreldrar
hennar eru Sigfríður Þórisdóttir
þjónustufulltrúi og Grétar Ómar
Guðmundsson, búsettur í Banda-
ríkjunum. Stjúpfaðir Erlu er Árni
Magnússon, fyrrverandi skóla-
stjóri. Erla lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1992 og BA prófi í sálarfræði frá
Háskóla Íslands árið 1996. Erla
hóf doktorsnám í klínískri sálfræði
haustið 1998 og fékk MA gráðu í
þeirri grein árið 2002. Erla starfar
nú á geðdeild Landspítalans og
mun hefja kennslu í öldr-
unarsálfræði við Háskóla Íslands í
janúar 2004. Eiginmaður Erlu er
Gísli Þór Arnarson verkfræðingur.
Doktor
í klínískri
öldrunar-
sálfræði
AUSTURLENSKAR kræsingar
nánast sliga veisluborðin á veit-
ingastaðnum Sjanghæ við Laugaveg
þessa dagana. Nú er þar í fyrsta
skipti kínverskt jólahlaðborð í há-
deginu og á kvöldin. Matseðillinn er
fjölbreyttur og á honum er að finna
um 30 sjávar-, kjöt- og grænmet-
isrétti í margvíslegum útfærslum að
hætti Kínverja. Magnús Ingi Magn-
ússon veitingamaður sem nýlega tók
við rekstri Sjanghæ segir kínverska
ferðamenn oft sækja staðinn og bera
honum vel söguna. Matreiðslumað-
urinn Qing Xin Wei sér um elda-
mennskuna.
Léttur í maga
Í kvöld verður auk þess sérstök
dagskrá í boði fyrir matargesti
Sjanghæ. Þá heldur Unnur Guðjóns-
dóttir hjá Kínaklúbbi Unnar sérstakt
Kínakvöld með tilheyrandi dagskrá.
Unnur, sem hefur boðið upp á ferðir
til Kína og fleiri Austurlanda í meira
en áratug ár, mun kynna Kína í máli
og myndum. Unnur segir kínverskt
jólahlaðborð góðan valkost í hlað-
borðaflóruna hér á landi. Kínverskur
matur sé léttur í maga og magur,
ólíkt íslenska jólamatnum.
Kínverskt
hlaðborð
í mið-
bænum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Ingi Magnússon veitingamaður, Unnur Guðjónsdóttir hjá Kína-
klúbbi Unnar, klædd kínverskum búningi, og Qing Xin Wei matreiðslumað-
ur við kínverska jólahlaðborðið á Sjanghæ.
FIMMFALDA þarf fjárframlög til
svonefndra samkeppnissjóða Rann-
sóknarráðs ríkisins, RANNÍS, til að
efla enn frekar grunnrannsóknir vís-
indamanna hér á landi. Þetta er meðal
niðurstaðna starfshóps um eflingu
grunnrannsókna í heilbrigðis- og lífvís-
indum en greinargerð starfshópsins
var kynnt í fyrirlestri í Læknagarði
Háskóla Íslands í gær. Framlög þess-
ara sjóða námu tæpum 100 milljónum
króna á síðasta ári til heilbrigðis- og líf-
vísinda þannig að ef tillögurnar ná
fram að ganga yrðu framlögin um 500
milljónir króna á ári. Heildarupphæð
styrkja frá RANNÍS er um 400 millj-
ónir króna en þyrfti að mati vísinda-
manna að vera um tveir milljarðar
króna. Eru þessir sjóðir sagðir kjöl-
festa grunnrannsókna á Íslandi og því
mikilvægt að efla þá til muna.
Magnús Karl Magnússon, læknir
og sérfræðingur í blóðmeinafræði, fór
fyrir starfshópnum og flutti fyrirlest-
urinn í gær. Með honum í hópnum
voru tíu aðrir vísindamenn. Hann
segir að núverandi staða þessara
sjóða RANNÍS valdi vísindamönnum
verulegum áhyggjum og hún sé í raun
óviðunandi.
Snúa þarf þróuninni við
Magnús Karl segir að framlögin til
grunnrannsókna í dag komi að mestu
leyti frá rekstrarfé viðkomandi stofn-
ana, ekki úr samkeppnissjóðunum.
Mikilvægt sé að snúa þessari þróun
við, líkt og nágrannaþjóðir hafi áttað
sig á. Góðir vísindamenn sem ná ár-
angri, og eru duglegir að afla sér
styrkja, eigi ekki að gjalda þess með
því að krefjast mótframlaga frá stofn-
unum sem þeir starfa hjá.
„Víða erlendis fer þetta þannig fram
að til viðbótar þeim styrkjum sem fara
til vísindamannsins sjálfs rennur hlut-
fall fastakostnaðar til stofnunarinnar
sem hann starfar við. Sá peningur nýt-
ist til innri uppbyggingar í viðkomandi
vísindadeild. Í dag er þessu öfugt farið
hér þegar stór styrkur frá RANNÍS til
vísindamanns þýðir aukið mótframlag
frá rannsóknastofnun hans. Með þessu
er verið drepa í dróma aðrar rannsókn-
ir hjá stofnuninni,“ segir Magnús Karl.
Í greinargerð starfshópsins er bent
á að framlög hins opinbera til rann-
sókna og þróunar eru hæst hér á landi
meðal OECD-landa, eða um 1,2% af
vergri þjóðarframleiðslu. Magnús
Karl segir það mótsagnarkennt að á
sama tíma séu samkeppnissjóðir
RANNÍS minni en gerist og gengur
og ráðstöfunarfé þeirra hafi staðið í
stað undanfarin 15 ár. Tekur hann
dæmi um Finna, sem hafi lagt mikla
áherslu á grunnrannsóknir til að efla
vöxt efnahagslífsins. Þar í landi séu
framlög hins opinbera til heilbrigðis-
og lífvísinda fimmfalt meiri en hér á
landi. Miðað við hverja 280 þúsund
íbúa séu framlögin 500 milljónir
króna á móti 96 milljónum hér á landi.
Ef horft sé til Bandaríkjanna séu
framlögin þar fimmtán sinnum meiri
til samkeppnissjóða en hér, eða um
1,5 milljarðar króna á hverja 280 þús-
und íbúa.
Framlögin endurspegla
ekki raunveruleikann
Hér á landi geta vísindamenn
vænst þess að einstök verkefni fái að
meðaltali 1,3 milljónir króna í rann-
sóknastyrk. Að sögn Magnúsar er tal-
ið að launa- og efniskostnaður við
hvert rannsóknaverkefni sé um 6
milljónir á hvern starfsmann eða
nema. Ótalinn sé fastakostnaður eins
og tækjabúnaður og ferðalög vegna
þinga. Framlögin í dag endurspegli
ekki þann raunveruleika sem við vís-
indamönnum blasi. Þetta muni leiða
til ómarkvissrar vísindastefnu, þverr-
andi gæða þeirra rannsókna sem
stundaðar séu og vinni gegn nýliðun í
vísindastarfseminni.
„Við gerum þær kröfur að styðja
einungis þau vísindi sem hafa farið í
gegnum svokallað jafningjamat í sam-
keppnissjóðum eins og hjá RANNÍS,
þar sem aðrir vísindamenn meta um-
sóknir starfsbræðra sinna. Þarna
skapast drifkraftur hugmyndanna og í
sjóðunum fer fram valið á bestu verk-
efnunum. Þess vegna viljum við efla
sjóðina,“ segir Magnús Karl.
Í greinargerð starfshópsins segir
m.a. að öflugir samkeppnissjóðir séu
drifkraftur vísinda og forsenda rann-
sókna- og þróunarstarfs háskóla,
stofnana og fyrirtækja. Þeir séu besta
aðferðin til að tryggja gæði rann-
sókna, efla nýliðun í vísindasamfélag-
inu og auka möguleika samfélagsins
til að svara breyttum aðstæðum á
hverjum tíma.
Rannsóknatengt
nám gjaldþrota
Segir ennfremur í greinargerðinni
að þrátt fyrir góðan árangur margra
vísindamanna hér á landi séu því mið-
ur blikur á lofti. Á sama tíma og vel
menntuðu fólki á þessu fræðasviði;
heilbrigðis- og lífvísindum, fari fjölg-
andi fari fjármagnið til samkeppnis-
sjóðanna þverrandi.
„Við óbreytt ástand er ekki annað
framundan en að efnilegir ungir vís-
indamenn muni ekki geta fundið
starfsvettvang hérlendis og rann-
sóknatengt nám í þessum fræðigrein-
um við Háskóla Íslands verði gjald-
þrota í þann mund sem það er að ná
góðum þroska. Slíkt mundi að sjálf-
sögðu hafa alvarlegar afleiðingar fyr-
ir atvinnulífið í heild og þá sérstak-
lega lyfja- og líftækniiðnað á Íslandi,“
segir í greinargerðinni.
Staða samkeppnissjóða RANNÍS og grunnrannsókna á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Magnús Karl Magnússon læknir flytur fyrirlestur sinn í Læknagarði HÍ í gær.
SAMSTARFSHÓPURINN um efl-
ingu grunnrannsókna í heilbrigðis- og
lífvísindum leggur til eftirfarandi til-
lögur í greinargerð sinni:
Auka verulega framlög til sam-
keppnissjóða RANNÍS.
Hægt verði að sækja árlega um 5-10
milljóna styrki sem á sviði heil-
brigðis- og lífvísinda yrðu a.m.k. 40.
Veita veglega rannsóknastyrki sem
gera íslenskum vísindamönnum
kleift að keppa við jafnoka sína er-
lendis.
Efla „öndvegisstyrki“ þannig að
þeir verði sambærilegir við styrki
NIH í Bandaríkjunum, National
Institute of Health.
Styrkjum til afburða vísindamanna
verði fjölgað í 8 og upphæð hvers
styrks verði 15-20 milljónir kr. á ári
í fimm ár.
Efla rannsóknanámssjóð.
Lagt er til að ráðstöfunarfé sjóðsins
verði hækkað í a.m.k. 200 milljónir.
Fjölga rannsóknastöðustyrkjum
og efla þá.
Styrkirnir þyrftu að vera 3-4 á ári til
þriggja ára í senn, þannig að þeir
dygðu fyrir launum og rann-
sóknatengdum útgjöldum.
Stofna „heimanmundarstyrki“.
Við flesta erlenda háskóla og stofn-
anir fá nýir starfsmenn heim-
anmund sem þeir nýta til að koma
sér fyrir á nýjum stað með tilheyr-
andi búnaði og tækjum.
Tillögur til eflingar
grunnrannsókna
Fimmfalda þarf fjárfram-
lög að mati starfshóps