Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.11.2003, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 17 #38 GAMLA HÖFNIN Í REYKJAVÍK ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Nýverið var þingmaður úr röðum Kristilega demókrataflokksins, Martin Hohmann að nafni, gerður brottrækur úr flokknum fyrir meinta gyðingaandúð. Hann neitar sök. Er hér pólitísk rétt- hugsun að kæfa réttmæta um- ræðu eða er það rétt að gyðinga- andúð (andsemítismi) sé að vaxa fiskur um hrygg í vissum kreðsum í „landi gerenda“ Hel- fararinnar? Hohmann er gyðingahatari. Ef hann er það ekki er enga gyðinga- hatara og engan andsemítisma að finna í Þýzkalandi. Það er hins veg- ar svo, að margir Þjóðverjar – þar á meðal Hohmann og þeir sem mæla honum bót – setja viðmiðið mjög hátt. Þannig sé andsemítismi bara þegar sex milljónir gyðinga eru myrtar, allt undir því séu smámun- ir. En Helförin var ekki hreinrækt- aður andsemítismi, hún var þjóðar- morð. Setji maður „hina endana- legu lausn“ sem viðmið eru öll viðmið ómerk. Það var til andsemít- ismi fyrir Helförina og hann er til eftir hana. Þeir sem bera gyðinga- andúð í brjósti eru ekki endilega hugsanlegir morð- ingjar. Og í Þýzkalandi kemur á hálfs árs fresti upp umræða um það hvað andsemítismi sé. Nú hefur orðið til ný skilgreining, sem mörgum Þjóðverjum hugnast: Ef Ísraelar fara illa með Palestínumenn, þá er það andsemítismi. Þegar stefna Ísraelsstjórnar er gagnrýnd er oft brugðizt við henni með ásökun um að gagnrýnin sé andsemítismi. Ísraelski forsætisráðherrann Sharon brást t.d. þannig við fréttum af niðurstöðum nýlegr- ar viðhorfskönnunar, þar sem fram kom að 59% íbúa ESB-landa telja Ísrael ógn við heimsfriðinn. Mega Þjóðverjar – eða Evrópumenn yfirleitt – ekki gagnrýna Ísrael án þess að fá á sig gyðingahatara- stimpil? Allir mega gagnrýna alla. En þegar nærri 60% Evr- ópubúa og jafnvel 65% Þjóðverja telja að Ísrael sé mesta ógnin við heimsfriðinn, þá er það ekki lögmæt gagnrýni á stefnu Ísraels, heldur ný útgáfa af hinni gömlu tuggu um gyðinga sem undirrót misklíðar í heiminum. Tétsnía, Afganistan, Írland, átökin milli Indverja og Pakistana, ekkert af þessu raskar ró Evr- ópubúa. Þeir hafa helzt áhyggjur af Palestínu, því að þar eiga gyðingar í hlut, hinn sameiginlegi óvinur. Því miður er andsemítismi engin sérgrein Þjóðverja, held- ur hluti evrópskrar menningar og arfleifðar. Í Þýzkalandi, Frakklandi og víðar í Evrópu búa margir múslimar. Sérð þú samhengi milli fjölgunar múslima í Evrópu og meints vaxt- ar gyðingaandúðar í álfunni? Hér hangir ýmislegt saman. Múslimar hafa lært andsemítism- ann af Evrópumönnum og Evrópu- mennirnir vona að múslimarnir í Palestínu ljúki því verki sem nazist- arnir náðu ekki að klára í Evrópu. Andsemítisminn er minnsti sam- nefnarinn sem Evrópumenn og múslimar geta sameinazt um; þeir eiga annars fátt sameiginlegt. Stórt minnismerki um Helförina er að rísa í miðri Berlín. Það er umdeilt og er hlé varð á smíðinni í haust komu upp áskoranir um að hætta alveg við hana – m.a. frá Rafael Seligmann, þekktum þýzkum gyðingi; minnismerkið sé ekki til annars fallið en að spilla fyrir því að um heilt grói í samskiptum gyðinga og Þjóð- verja. Hvað segir þú um þetta? Seligmann hefur reyndar aldrei þessu vant rétt fyrir sér hér, en honum segist vera umhugað um „samræðu gyðinga og Þjóðverja“. Staðreyndin er sú að hún hefur aldrei átt sér stað því gyðingar hafa allan tímann bara talað til sjálfra sín. Helfarar-minnismerkið er uppfinning Þjóð- verja, sem vilja sættast við eigin sögu. Helförinni var miðstýrt og það á líka að miðstýra því hvernig hennar er minnzt. Í grein eftir þig í Der Spiegel (titill: „Frekar ger- endur en fórnarlömb“) segir: „Meðal gyðinga lifir sú ósk að vilja ekki lengur vera fórnarlömb. Að vera blóraböggull í 2000 ár er meira en nóg.“ Hvaða ályktun ber að draga af þessu að þínu mati? Er þetta ekki grundvöllur zíonismans? Jú, mikið rétt. Gyðingar voru hin sígildu fórnar- lömb, núna eru Ísraelar gerendurnir – gagnvart Pal- estínumönnum. En þeir eiga alltaf á hættu að verða fórnarlömb: arabar hafa efni á því að tapa hverju stríð- inu á fætur öðru og byrja upp á nýtt að því loknu. Ísr- ael getur ekki leyft sér að tapa neinu stríði, það þýddi endalok gyðingaríkisins. Zíonisminn var stórfengleg tilraun sem hafði það að markmiði að leysa „vanda gyðinga“. Því miður höfðu zíonistarnir rangt fyrir sér hér. „Gyðingavandann“ er ekki hægt að leysa, hvorki með aðlögun [gyðinga að þeim meirihlutasamfélögum sem þeir búa í] né með stofnun eigin ríkis. Spurt og svarað | Henryk M. Broder Frekar gerendur en fórnarlömb Henryk M. Broder er þekktur blaðamaður þýzka vikuritsins Der Spieg- el. Hann er pólskur gyðingur að uppruna en ólst upp í Austurríki og Þýzkalandi og býr í Berlín. Hann hefur verið atkvæðamikill í opinberri umræðu í Þýzkalandi um ýmis mál líðandi stundar, þ.á m. um samskipti gyðinga og Þjóðverja. Hann svarar hér spurningum þar að lútandi. Henryk M. Broder ’ „Gyðingavand-ann“ er ekki hægt að leysa, hvorki með aðlögun né með stofnun eigin ríkis. ‘ Auðunn Arnórsson | auar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.