Morgunblaðið - 25.11.2003, Síða 18
Nýr revíufarsi verð-ur frumsýndur áMelum í Hörg-
árdal á föstudag kl. 20.30.
Verkið heitir Fiðringur og
er farsi með söngvum eftir
Aðalstein Bergdal leikara,
sem jafnframt leikstýrir
verkinu. „Þetta er leik-
verk af léttasta taginu þar
sem leikarar leyfa sér að
sprella á nótum farsans,“
segir um verkið. Leikritið
gerist í hádegisverðarhléi
hjá sorphreinsunarmönn-
um og líkt og gengur og
gerist í slíkum verkum
kemur upp misskilningur
sem stefnir í að verða
meiriháttar vandamál, en
ekki er allt sem sýnist.
Verkið er að sögn einungis
hugsað til að fá fólk til að
hlæja ofurlítið eina kvöld-
stund í skammdeginu.
Fiðringur
Félagar Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðarhéldu nýlega upp á 50 ára afmæli félags síns.Félagið hefur safnað fé til gjafa vegna tækja-
búnaðar og ýmissa annarra muna til sjúkrahússins og
einnig Skálarhlíðar. Upphæðirnar sem félagið hefur
safnað skipta tugum milljóna. Á myndinni er núverandi
stjórn, talið frá vinstri: Björg Friðriksdóttir, Svava
Bjarnadóttir, Magðalena Hallsdóttir, sem hefur verið
formaður í alls 22 ár, Guðbjörg Friðriksdóttir, Björk
Hallgrímsson og Halldóra Jónsdóttir.
Ljósmynd/Steingrímur Kristinsson
Hálfrar aldar afmæli
Fagridalur | Þegar sólin lækkar
á lofti og dimmasti tími skamm-
degisins nálgast eru morg-
unsólin og sólarlagið oft í ein-
staklega fallegum lit. Litirnir
verða meiri og dýpri, loftið
breytir gersamlega um lit og
skartar öllum tónum rauðu og
gulu litanna og landslag verður
eins og skuggamyndir. Þessar
breytingar gerast mjög hratt og
þess vegna eru aldrei tvær
myndir eins, þó að þær séu
teknar með mínútu millibili.
En það styttist óðum í vetr-
arsólstöður sem eru 22. desem-
ber. Við þau tímamót fer daginn
aftur að lengja.
Í Almanaki Háskólans segir
að þegar daginn fer að lengja á
ný, virðast áhrifin meiri síðdegis
en að morgninum. Fyrsta mán-
uðinn breytist tími sólarupp-
rásar um þrjá stundarfjórðunga
samkvæmt klukkunni en sól-
setri seinkar á sama tíma um
fimm stundarfjórðunga eða þar
um bil. Þetta stafar af því að há-
degið - sá tími þegar sól er hæst
á lofti - hefur færst til um stund-
arfjórðung á þessum mánuði,
þ.e. hádeginu hefur seinkað eft-
ir klukkunni að dæma.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kvöldsólin litar loftið
Reynisdrangar
LANDSVIRKJUN hefur samið við þýska
fyrirtækið DSD Stahlbau GmbH um að sjá
um stálfóðrun fallganga Kárahnjúkavirkj-
unar en samningar voru undirritaðir í síð-
ustu viku. Samningsupphæðin samsvarar
nálægt 2,3 milljörðum króna án virðisauka-
skatts.
Tilboð sem bárust frá fjórum aðilum
voru opnuð í verkið 5. júní og öll voru nokk-
uð undir kostnaðaráætlun Landsvirkjunar.
Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu og
uppsetningu á stálfóðringum í tvenn lóð-
rétt fallgöng við stöðvarhús Kárahnjúka-
virkjunar í Fljótsdal. Fallgöngin eru rúm-
lega 400 metra há frá inntaksmannvirki við
enda aðrennslisganga efst inni í Valþjófs-
staðafjalli niður að stöðinni. Stöðvarhúsið
er um kílómetra inni í fjallinu skammt inn-
an við Valþjófsstað.
Heildarstálmagn er um 3.500 tonn.
Framleiðsla búnaðarins hefst nú í vetur en
uppsetning bíður til ársins 2005. Verklok
eru áætluð í árslok 2006.
Þjóðverjar
annast fóðr-
un fallganga
Morgunblaðið/RAX
FRÆÐSLURÁÐ Hafnarfjarðarbæjar
hefur samþykkt sumarlokanir á leikskól-
um bæjarins næstu þrjú árin og með því
móti er reynt að koma á móts við óskir og
þarfir foreldra og forráðamanna leikskóla-
barna. Fimmtán leikskólar eru í bænum
með um 1.300 börn og eru flest þeirra á
aldrinum tveggja til sex ára.
Leikskólar bæjarins hafa fram að þessu
verið lokaðir í júlí og fram yfir verslunar-
mannahelgi en nú verður breyting þar á.
Sumarlokanir á leikskólunum skiptast í tvö
tímabil, um er að ræða tvö fimm vikna
tímabil hvert ár og að u.þ.b. helmingur
leikskóla bæjarins verði lokaður hvort
tímabil. Árið 2004 nær fyrra tímabilið frá
21. júní–22.júlí en seinna tímabilið frá
12.júlí–13. ágúst.
Þetta kemur fram á heimasíðu Hafnar-
fjarðar og þar má sjá lista um sumarloka-
nir leikskóla bæjarins 2004–2006.
Sumarlokanir
skipulagðar
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Formleg opnun | Fræðslumiðstöð at-
vinnulífsins var formlega opnuð á föstudag
en Alþýðusamband Íslands og Samtök at-
vinnulífsins stofnuðu
hana í desember í fyrra
og hófst starfsemin í
haust.
Hlutverk Fræðslu-
miðstöðvarinnar er að
vera samstarfsvett-
vangur stofnaðilanna um
fullorðinsfræðslu og
starfsmenntun í sam-
starfi við aðrar fræðslu-
stofnanir á vegum aðild-
arsamtaka ASÍ og SA. Markmiðið er að
veita starfsmönnum, sem ekki hafa lokið
prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla
sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnu-
markaði. Starfsemin byggir á samþykktum
félagsins sem stendur að Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins og þjónustusamningi sem
gerður hefur verið við menntamálaráðu-
neytið, en Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra flutti ávarp við athöfnina.
Úr
bæjarlífinu
Tómas Ingi
Olrich
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Stýrir minningarsafni | Forsætisráðu-
neytið hefur ráðið Guðnýju Dóru Gests-
dóttur í starf framkvæmdastjóra Minning-
arsafns um Halldór
Laxness að Gljúfrasteini
frá og með 1. janúar
2004.
Guðný Dóra er ferða-
málafræðingur að mennt
og hefur á undanförnum
árum starfað að ýmsum
ferða- og kynning-
armálum. Sem atvinnu-
og ferðamálafulltrúi
Mosfellsbæjar stýrði
hún undirbúningi og framkvæmd Lax-
nesshátíðar árið 2002. Þá annaðist hún
skipulagningu norrænnar ráðstefnu for-
stöðumanna rithöfunda- og tónskáldasafna
sem haldin var hér á landi í október 2003.
Guðný Dóra
Gestsdóttir
Tekur sæti ráðherra | Á fulltrúaráðs-
fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga
sem haldinn var á föstudag var Þorvaldur
Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar í
Sveitarfélaginu Árborg, kosinn aðalmaður í
stjórn sambandsins í stað Árna Magn-
ússonar félagsmálaráðherra.
Þá var Jóhannes Bárðarson varaborg-
arfulltrúi kosinn varamaður í fulltrúaráð í
stað Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur og
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Árborg, vara-
maður Torfa Áskelssonar, Árborg.
Séra Hjálmar Jónssonorti um atburða-rásina í viðskiptalíf-
inu síðustu daga:
Undarlegur er sá fjári
ekki veit ég hverju þjónar
að hafa í laun á einu ári
eins og 100 meðaljónar.
Kristján Eiríksson setti
málin í víðara samhengi:
Betra er að slá í banka lán
og bankann síðan kaupa
en að stunda rupl og rán
með reiddan hníf - og hlaupa.
Svo eru skiptar skoðanir
um Kárahnjúka. Ólína
Þorvarðardóttir orti:
Kalt er við Kárahnjúka
kostur þar naumur bíður
klórar sér kalinn um búka
krókloppinn verkalýður.
Já, kalt er við Kárahnjúka.
Kulið beitir menn hörðu.
Um tindana fannir fjúka
og frost þiðnar aldrei úr jörðu.
Ófriðar eru þar læti
enga finna menn hlýju
og fái þeir eitthvert æti
það efalaust veldur þeim klígju.
100 meðaljónar
pebl@mbl.is
♦ ♦ ♦
Borgarnes | Lionsklúbburinn Agla færði Dvalarheimili aldraðra í Borg-
arnesi lyftubaðstól að gjöf nýlega. Helga Helgadóttir, talsmaður Öglu, lét
þess getið við afhendinguna að stóllinn væri fyrst og fremst gjöf frá íbúum
sveitarfélagsins sem hefðu stutt ötullega við fjáröflun klúbbsins. Margrét
Guðmundsdóttir veitti stólnum viðtöku og þakkaði fyrir höfðinglega gjöf
auk þess sem hún ítrekaði að Dvalarheimilið ætti íbúum sveitarfélagsins
mikið að þakka fyrir stuðning og hlýhug gegnum árin.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Frá vinstri: Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Helga Helgadóttir, Þóra
Björgvinsdóttir frá Lionsklúbbnum Öglu, Elín Björg Magnúsdóttir og Mar-
grét Guðmundsdóttir frá Dvalarheimilinu – með lyftubaðstólinn á milli sín.
Nýr lyftubaðstóll gefinn
á Dvalarheimilið