Morgunblaðið - 25.11.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 25.11.2003, Síða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 21 Reykjanesbær | „Ég vil hvetja bæj- arbúa til að leggja til hugmyndir að skipulagi lífæðarinnar. Okkur vant- ar góðar hugmyndir,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanes- bæjar, við upphaf sýningarinnar Betri bær í Kjarna sl. laugardag. Á sýningunni eru meðal annars kynnt- ar þær breytingar sem orðið hafa á lífæð bæjarins, það er að segja á leið- inni frá Njarðvíkurfitjum að Duus- húsum í Keflavík, en miklar end- urbætur hafa verið gerðar á þessari leið að undanförnu. Framkvæmdum er þó hvergi nærri lokið og eins og Árni benti á verða góðar hugmyndir að óskipu- lögðu svæði vel þegnar. Til hvatn- ingar fyrir sýningargesti hefur ver- ið settur upp hugmyndabás þar sem ýmsum hugmyndum er varpað fram, meðal annars erlendis frá. Auk kynningar á fegrun Reykja- nesbæjar er einnig vakin athygli gönguleiðum í Reykjanesbæ og á Reykjanesskaganum öllum, einnig þeim framkvæmdum sem unnar hafa verið við tvöföldun Reykjanes- brautar og þær sem stendur til að gera, samkvæmt skipulagi. „Reykja- nesbrautin fæðir lífæðina og því skiptir máli hvernig framkvæmdum er háttað,“ sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri í setningarræðu sinni en í bás Vegagerðinnar eru myndir frá framkvæmdunum sem ekki hafa verið sýndar opinberlega áður. Ekki var annað að heyra á gestum sýningarinnar en almenn ánægja væri með hugmyndirnar og þær framkvæmdir sem unnar hafa verið og sýndar eru bæði í formi mynda og texta. Bjarni Marteinsson, arki- tekt á Arkitektastofu Suðurnesja, sem á veg og vanda að sýningunni sagði við opnunina að það væri ótrú- legt hvað bærinn hefði breyst mikið á stuttum tíma. „Og hann á enn eftir að breytast mikið,“ lagði Bjarni áherslu á. Sýningin verður opin út nóv- ember. Hönnunarsýningin Betri bær hefur verið opnuð í göngugötunni í Kjarna Óskað eftir góðum hugmyndum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hugmyndir óskast: Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að koma með hugmyndir að nýtingu svæða. Stútur við stýrið | Grunur er um að ölvun við akstur hafi valdið tveimur umferðaróhöppum í um- dæmi lögreglunnar í Keflavík að- faranótt laugardags. Þrír gistu fangageymslur vegna þessara at- vika. Fram kemur í dagbók lögregl- unnar að um klukkan eitt um nótt- ina var tilkynnt um fólksbifreið á hvolfi við gatnmót Flugvallarvegar og Frekjunnar í Reykjanesbæ. Þegar lögreglan kom á staðinn var ökumaður á bak og burt, en að sögn vitna hafði hann verið undir áhrifum áfengis. Eftir skamma leit hafði lögreglan uppi á ökumanninum sem var handtekinn og færður til lög- reglustöðvar. Þar fékk hann að sofa úr sér áfengisvímuna auk þess sem taka þurfti skýrslu af honum næsta morgun. Mildi þykir að hann slapp án meiðsla en bifreiðin skemmdist nokkuð. Upp úr klukkan hálf fjögur um nóttina var tilkynnt um grun- samlegan akstursmáta ökumanns bifreiðar við hesthúsahverfi Kefl- víkinga á Mánagrund. Lögreglumenn komu skömmu síðar að bifreið sem var utan vegar og voru þrjú ungmenni í næsta ná- grenni hennar. Tvö þeirra, ölvaðir 18 og 20 ára gamlir menn, voru teknir höndum og færðir í fanga- klefa þar sem þeir fengu að sofa úr sér áfengivímuna auk þess sem ræða þurfti við þá næsta dag. Með þeim í för var 14 ára stúlka. Mennirnir voru grunaðir um að hafa stolið bifreiðinni fyrr um nótt- ina. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni.    Jólaskrauti stolið | Lögreglan fékk tilkynningu um það á sunnu- dagsmorgun að jólaskrauti hafi verið stolið úr húsagarði í Grinda- vík. Um var að ræða 40 kílóa þungan sleða sem var þakinn jólaljósum og á honum voru jólasveinar úr plasti. Síðar sama dag tilkynnti eigandi jólaskrautsins að því hafi verið skil- að.    Hafnir | Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Kirkjuvogshverfi í Höfnum í gær- morgun. Skemmdir urðu á geymslu og anddyri við húsið en íbúarnir urðu varir við eldinn og komu sér út. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu klukkan rúmlega sex í gærmorgun um eld í parhúsi í Höfn- um. Slökkviliðið fór þegar á staðinn og kallaði út aukamannskap. Sig- mundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri segir að þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang hafi eldur staðið upp úr anddyri og geymslu sem byggð er við húsið. Rúður í glugg- um milli geymslunnar og íbúðar- innar hafi verið farnar að hitna og litlu mátt muna að eldur bærist inn í þvottahús og þaðan áfram um íbúð- ina. Slökkviliðinu tókst að ráða nið- urlögum eldsins á skömmum tíma. Hjón sem voru í húsinu urðu elds- ins vör og létu vita. Þau komu sér sjálf út. Slökkviliðið lét í örygg- isskyni einnig rýma hina íbúð par- hússins. Anddyrið og geymslan eyðilögð- ust og það sem var í geymslunni. Litlar skemmdir urðu á húsinu sjálfu. Eldsupptök eru í rannsókn hjá lögreglu en Sigmundur segir að raf- magn sé ekki í geymslunni þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og því hafi vaknað grunur um íkveikju, annaðhvort af mannavöldum eða vegna sjálfsíkveikju. Logaði upp úr þaki anddyris Bátar rákust saman | Tveir bátar rákust saman í Grindavík- urhöfn að morgni síðastliðins föstu- dags. Gat kom á annan þeirra og var lekinn svo mikill að nauðsyn- legt reyndist að hífa hann upp á bryggju. Engin meiðsli urðu á mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.