Morgunblaðið - 25.11.2003, Page 23

Morgunblaðið - 25.11.2003, Page 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 23 Hveragerði | Fimleikadeild Ham- ars hélt fyrir skömmu mót í hóp- fimleikum. Kallaðist mótið „Míní“ trompmót þar sem það var ætlað þeim hópum sem eru að byrja að æfa hópfimleika. Mót sem þetta er ætlað sem undirbúningur fyrir hópana áður en haldið er á stærri mót. Á mótinu var eingöngu keppt á dýnu og trampolíni – en vanalega er líka keppt í dansi. Tveir elstu fimleikahóparnir í Hamri aðstoð- uðu stjórn og þjálfara deildarinnar við framkvæmd mótsins og stóðu þeir sig með stakri prýði. Þátttak- endur stóðu sig allir mjög vel og var áberandi hvað allir voru prúðir meðan á keppni stóð. Keppendur voru á aldrinum 8 til 18 ára, en áttu það allir sammerkt að vera byrjendur í hópfimleikum. Ellefu hópar kepptu í yngri flokki en fjórir hópar í þeim eldri. Liðin samanstóðu af 6 - 12 keppendum og voru keppendur um eitthundrað og þrjátíu talsins. Þátttakendur komu frá Flúðum, Selfossi, Bisk- upstungum, Hafnarfirði, Laug- arvatni, Akranesi og Hveragerði. Úrslit mótsins urðu í eldri flokki Bjarkirnar – hópur I.2a í 1. sæti Bjarkirnar – hópur I.2b í 2. sæti Laugdælir – hópur T1 í 3. sæti Laugdælir – hópur T2 í 4. sæti Í yngri flokk FIMA – hópur M í 1. sæti a Björk – hópur J.1 í 1 sæti b Hrunamenn – hópur T1 í 2. sæti Selfoss – hópur D-11 í 3. sæti Nokkrir aðilar styrktu mótið. Þeir voru Kjörís sem gaf öllum keppendum íspinna, Mjólk- ursamsalan sem gaf öllum kepp- endum safa, Plastmótun sem gaf verðlaunapeningana, Ás – Dval- arheimili sem gaf gjafir til dóm- ara. Hverabakarí og Krónan sáu um bakkelsi fyrir dómara og þjálf- ara. Fjölmennt fimleikamót Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Sumir tóku lukkudýrin með á mótið. Góð frammistaða og þátttakendur einstaklega prúðir Mi›vikudaginn 26. nóvember Kl. 17 -18 Kennslustofunni á Landakoti (6. hæ›, lyfta) Beinvernd býður þeim sem þjást af beinþynningu og aðstandendum þeirra til opins umræðufundar miðvikudaginn 26. nóvember kl. 17 - 18 í kennslustofunni á Landakoti. Dr. Björn Guðbjörnsson mun flytja erindi um lífsgæði og bein- þynningu og að því loknu verða opnar umræður með þátttöku sérfræðinga frá Beinvernd. Beinvernd eru landssamtök áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra. Þú getur gerst félagi með því að hringja í síma 897 3119 eða skráð þig á www.beinvernd.is www.beinvernd.is Opi› hús hjá Beinvernd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.