Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  HAFSTEINN Rúnar Helgason, 18 ára knattspyrnumaður úr Reyni í Sandgerði, er genginn til liðs við úr- valsdeildarlið Grindavíkur. Haf- steinn lék alla leiki Reynis í 3. deild- inni í sumar og skoraði 4 mörk.  GRINDAVÍK hefur fengið til sín annan ungan leikmann, Snorra Birg- isson, 19 ára markvörð úr Víkingi sem á að baki leiki með drengjalands- liðinu.  ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR í knattspyrnunni um árabil, tók fram skóna og lék með Leiftra, liði lögreglunnar í Reykjavík, á Íslands- mótinu í innanhússknattspyrnu um helgina. Leiftri, sem vann sig upp úr 4. deild mótsins í fyrra, missti naum- lega af sæti í 2. deild, á markatölu.  BRYAN Robson fyrrum fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Bradford City. Rob- son hefur verið orðaður við mörg fé- lög síðan hann var rekinn frá Middl- esbrough fyrir tveimur árum. Til stóð á dögunum að hann tæki við þjálfun nígeríska landsliðsins en á síðustu stundu hætti knattspyrnu- samband Nígeríu við að ráða Eng- lendinginn.  DAVID Gold, forseti Birmingham, hefur sett allar áætlanir um stækkun St Andrews, leikvangs félagsins, í salt. Gold segir að félagið verði að festa sig í sessi sem úrvalsdeildarlið áður en farið erður í rándýrar breyt- ingar á vellinum, ekki megi ana að neinu og brenna sig á sama soðinu og mörg önnur félög hafa gert á síðustu árum. Gold og félagi hans, David Sullivan, björguðu Birmingham frá gjaldþroti fyrir áratug og hafa síðan byggt það upp af yfirvegun.  EKKI vænkast hagur Leeds Unit- ed, hvorki utan vallar né innan. Nú bendir flest til þess að brasilíski varn- armaðurinn Roque Junior verði frá keppni um nokkurn tíma vegna meiðsla í hásinum. Hann lék ekki með Leeds gegn Bolton um helgina eftir að hafa meiðst í landsleik við Paragvæ í undankeppni HM í síð- ustu viku.  MARIS Verpakovskis, hetja Letta í umspilsleikjunum við Tyrki í und- ankeppni EM í knattspyrnu, hefur þegið boð frá Arsenal um að koma til æfinga hjá félaginu. Verpakovskis skoraði tvö mörk í leikjunum við Tyrkja auk marksins sem tryggði sigurinn á Svíum í riðlakeppninni sem kom Lettum í umspilið. Hann var til reynslu hjá Wolves í sumar en féll ekki í kramið hjá David Jones knattspyrnustjóra. Hann nagar sig í handarbökin þessa dagana yfir að hafa ekki gert samning við Lettann. Þá er vitað að Brann hafði fylgst með framherjanum um tíma en vonlaust er talið að norska félagið eigi ein- hvern möguleika í Verpakovskis eftir velgengni síðustu vikna. FÓLK EGGERT Stefánsson, knatt- spyrnumaður úr Fram, fór í gær til reynslu hjá enska 2. deildarliðinu Barnsley og æfir þar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar næstu þrjár vikurnar. Eggert er samningsbund- inn Fram út næsta tímabil þannig að ef honum tekst að heilla Guðjón með frammistöðu sinni verður enska fé- lagið að greiða fyrir hann en það hefur þurft að halda að sér hönd- unum í þeim efnum undanfarna mánuði vegna bágrar fjárhagsstöðu. Eggert er 24 ára varnarmaður og hefur leikið 58 leiki með Fram í úr- valsdeildinni, þar af 15 á síðasta tímabili. Eggert hjá Barnsley í þrjár vikur Kátir krakkar að lokinni æfingu hjá karatedeild Fylkis. Elías Guðnason býr sig undir nákvæmt högg, þó ekki fast, í magann á Hervari Hlíðdal Þorvaldssyni, svona til að herða hann aðeins. Helga Kristín brosti sínu blíðasta þegar hún skreið fyrst í mark í æf- ingu þar sem skríða átti eftir gólfinu. Anton Pét- ursson kom fast á hæla hennar og var fyrir vikið ekki eins blíður á mann- inn. Og þá var komið að Hervari… Það skiptust á skin og skúrir hjá félög- unum Elíasi Guðnasyni og Hervari Hlíð- dal Þorvaldssyni, sem er 7 ára. Í æfingu þegar kýla á laust í eða í átt að mag- anum náði Elías ekki alveg að reikna út fjarlægðina. Hervari sárnaði sem von var en öll él birtir upp um síðir, eftir að Jón Hákon Bjarnason þjálfari ræddi við kappann. Í HEIMSÓKN HJÁ KARATEDEILD FYLKIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.