Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Hjálmarsson, faðir Hjálmars Björnssonar sem lést af ókunnum ástæðum í Rotter- dam í fyrrasumar, telur svör ríkislögreglustjóra ófullnægj- andi varðandi aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda til að finna út hvert banamein Hjálmars heitins var. „Þetta eru sömu svörin og fyrir ári síðan og valda fjölskyld- unni stórkostlegum vonbrigð- um“ segir Björn. „Málið situr fast og það er engin lausn í sjón- máli. Í 17 mánuði höfum við beð- ið eftir niðurstöðu réttarkrufn- ingar og vekjum athygli á því að röng og óumbeðin lífsýni úr Hjálmari heitnum voru send frá Hollandi til rannsóknar hjá Þóru Steffensen réttarmeina- fræðingi. Hún varð fyrir von- brigðum með þessi sýni og fjöl- skylda Hjálmars skilur ekki hvers vegna íslensk stjórnvöld biðja ekki um þau sýni sem Þóra bað upphaflega um. Ennfremur er það óskiljanlegt hvers vegna íslensk stjórnvöld beita sér ekki með formlegum hætti í þessu al- varlegasta mannréttindamáli sem komið hefur upp í áratugi.“ Miklar líkur á refsiverðum verknaði Björn hefur eftir Þóru og Gísla Pálssyni aðstoðaryfirlög- regluþjóni hjá ríkislögreglu- stjóra, að miklar líkur séu á refsiverðum verknaði í tengslum við andlát Hjálmars. „Sakamál á að rannsaka fljótt og örugglega. Tíminn vinnur gegn okkur. Það ætti að vera hægt um vik fyrir lögregluna í Schen- gen-ríkjunum Hollandi og Ís- landi að leysa málið sómasam- lega. Ég ítreka að réttarkrufningin í Hollandi stenst ekki alþjóðlega staðla að mati Þóru Steffensen. Ronald Feiffer ræðismaður í Rotter- dam og réttargæslumaður okk- ar foreldranna, Robert A. Fibbe, hafa lýst því yfir að vinnubrögð saksóknara og lög- reglu þar í landi voru fyrir neð- an allar hellur. Þetta vita íslensk lögregluyfirvöld og sömuleiðis þrír ráðherrar íslensku ríkis- stjórnarinnar, þeir Davíð Odds- son, Björn Bjarnason og Hall- dór Ásgrímsson. Það er því óskiljanlegt hvers vegna þeir fylgja ekki málinu eftir af meiri mætti en raun ber vitni.“ Faðir Hjálmars Björnssonar Beðið í 17 mánuði eftir niður stöðu réttar- krufningar TVENN göng frá Akureyri og austur um yfir í Fnjóskadal og að Stórutjarnarskóla myndu stytta vegalengd um 22 kílómetra, en þetta virðist vera raunhæfur kostur að því er fram kom í máli Jóns Þor- valds Heiðarssonar hagfræðings á ráðstefnu sem Byggðarannsókna- stofnun efndi til sl. föstudag um samgöngubætur, samfélag og byggð og haldin var í gær. Jón Þorvaldur skrifaði M.S. rit- gerð, Vaðlaheiðargöng, virkjun auk vegganga og kynnti hann efni hennar í erindi sínu. Markmiðið var að skoða hvað það kostaði ríkissjóð mikið að gera Vaðlaheiðargöng ef þau yrðu gerð í einkaframkvæmd, að skoða hvort raunhæft sé að gera tvenn göng og stytta leiðina þannig um 22 kílómetra í stað tæplega 16 kílómetra og að skoða hvort mögu- legt og arðsamt væri að gera einnig meðalstóra virkjun samhliða Vaðla- heiðargöngum. Helstu forsendur sem Jón Þorvaldur byggði á voru umferðarspá, orkuverðsspá og tímasetning framkvæmda. Komst Jón Þorvaldur að þeirri niðurstöðu að Vaðlaheiðargöng stæðu ekki undir sér sjálf og ef fé- lag ræki göngin og innheimti veggjald gæti það staðið undir rúmlega helmingi stofnkostnaðar. Ríkið þyrfti að leggja fram um 1,7 milljarða króna miðað við að þessi leið yrði fyrir valinu. Jón Þorvaldur sagði raunhæft að gera tvenn göng, fara svonefnda Veturliðaleið, frá Akureyri og koma út í Fnjóskadal við Veturliðastaði og þaðan undir Vaglafjall/Birnings- staðafjall og að Stórutjarnaskóla. Þetta sagði Jón Þorvaldur raun- hæfan kost, en hann myndi þó kosta ríkið um einum milljarði meira en ef farin yrði sú leið sem fram til þessa hefur verið til skoð- unar, þar sem komið er út við Skóga í Fnjóskadal. Jón sagði að umferð um Vík- urskarð hefði vaxið mikið á liðnum árum, væri um 5-600 bílar að jafn- aði á dag að vetrinum en mun meiri á sumrin, en þá færi um helmingur allrar umferðar um Víkurskarð. Umferð um Víkurskarð hefur að meðaltali aukist um 5% og sagði Jón það mikinn vöxt, mun meiri en landsmeðaltal sem væri 1,4%. Kvaðst hann ekki þora að spá svo miklum vexti áfram, en ef miðað væri við landsmeðaltalið mætti gera ráð fyrir að 2-2500 bílar myndu fara yfir Víkurskarð dag- lega á næstu 30 árum. Reynslan sýndi að umferð ykist með tilkomu ganga. Í útreikningum Jóns kemur fram að vegfarendur þyrftu að greiða á bilinu tæplega 400 krónur og upp í 550 krónur eftir því hvor kosturinn yrði valinn. Jón kemst að þeirri niðurstöðu að mögulegt sé að gera 10-18 MW virkjun í Vaðlaheiði ef hún yrði samtvinnuð veggangagerðinni. Hluta af Fnjóská yrði þá veitt í gegnum Vaðlaheiðargöngin en lega ganganna yrði að taka mið af virkj- uninni. Þannig væri einungis unnt að virkja ef farin yrði svonefnd Veturliðaleið, en ekki ef Skógaleið- in yrði fyrir valinu. Sagði hann allt benda til að slík virkjun yrði hag- kvæm og gæti jafnvel borgað hluta af kostnaði við göngin. Umhverfis- áhrif af slíkri virkjun sagði hann lítt þekkt og yrði að rannsaka hvaða áhrif virkjun af þessari stærð hefði í för með sér. Eitthvað af landi færi undir vatn, en gert er ráð fyrir að það yrði 1,7 ferkíló- metrar að stærð. Þá þykir líklegt að virkjunin hefði neikvæð áhrif á lífríkið í neðri hluta Fnjóskár og hefði því áhrif á veiði. Hægt að virkja rennsli úr Fnjóská í gegnum Vaðlaheiðargöng Um 100 metra hæðarmunur er á Fnjóskadal og Eyjafirði. Sagði Jón tæknilega hægt að virkja rennsli úr Fnjóská í gegnum Vaðlaheiðargöng og væri hægt að útfæra slíka virkj- un á ýmsa vegu. Stofnkostnaður við Vaðlaheiðar- virkjun virðist vera tiltölulega lág- ur á orkugetu í samanburði við aðr- ar vatnsaflsvirkjanir að því er fram kom hjá Jóni. Hann benti á að jafn- vel þó stofnkostnaður væri vanmet- inn að einhverju leyti væri slík virkjun samt hagkvæm. Það ylti þó á orkuverði í framtíðinni. Áætlaði Jón að kostnaður við virkjun með raflínu til Akureyrar gæti numið um 2 milljörðum króna. Þessi hugsanlega virkjun gæti í fullum afköstum framleitt 17,2 MW Þá gerði hann ráð fyrir að tekjur af orkusölu gætu numið 300-350 millj- ónum króna á ári og þannig myndi virkjunin borga sig upp á 10 árum. Áhrif af þessari virkjun sagði Jón að gætu verið um 250-300 milljónir króna á ári á svæði Eyþings, Eyja- firði og Þingeyjarsýslum. Þá væri slík virkjun mikilvægt skref í að búa til öflugt orkufyrirtæki á svæð- inu. Hugmyndir um tvenn jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði og virkjun í Fnjóskadal Talinn hagkvæmur og raunhæfur kostur Morgunblaðið/Kristján Jón Þorvaldur Heiðarsson hagfræðingur afhendir Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra á Akureyri eintak af ritgerð sinni; Vaðlaheiðargöng, virkjun auk vegganga, á ráðstefnunni í Háskólanum á Akureyri.        !  "                                             !"               #$                                     !   FELLDAR voru út ályktanir um drög að stjórnarskrá Evrópusam- bandsins (EES) á samráðsfundi EFTA-ríkjanna með ESB að til- lögu Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar alþingis- manns, en í drög- um að ályktun fundarins var ekki dregin upp raunsæ lýsing á stjórnarskrár- drögunum, né var þetta vett- vangur til að ræða hana, að mati Guðlaugs. Fyrir Íslands hönd sátu fundinn auk Guðlaugs þingmennirn- ir Gunnar Birgisson – sem er for- maður íslensku nefndarinnar – Öss- ur Skarphéðinsson og Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni. „Í þessum ályktunum voru ansi hástemmdar lýsingar á því hvað þessi drög [að stjórnarskrá ESB] fælu í sér og hversu vel heppnuð þau væru. Ég er nú ekki sammála því, og held að fæstir séu þeirrar skoðunar,“ segir Guðlaugur. Tillaga Guðlaugs var samþykkt af meirihluta fundar- manna og því álit fundarmanna á stjórnarskrá ESB ekki sett með í lokaályktunina. „Það sem kom mér mest á óvart var að fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu tillögunni ekki sitt atkvæði, þeir greiddu atkvæði gegn breyting- artillögu minni. Það kom mér vægast sagt á óvart, því eitt er að vera Evr- ópusinnar og annað að fylgja banda- lagshyggju innan Evrópusambands- ins,“ segir Guðlaugur. Hann bætir við að lesa megi ákveðna þróun í átt til Bandaríkja Evrópu út úr stjórn- arskrárdrögunum. Ályktanir um stjórnar- skrárdrög EES felldar út Guðlaugur Þór Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.