Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 19 SAMÞYKKT var einróma ályktun á fundi háskólaráðs 27. nóvember sl., þar sem fjárframlag til Háskólans í fjárlagafrumvarpi 2004 var til um- ræðu og fjármál og starfsemi Há- skólans almennt. „Háskólaráð beinir þeim ein- dregnu tilmælum til stjórnvalda að fjárframlag til Háskóla Íslands verði hækkað í samræmi við þá fjölgun nemenda sem ljóst er að verða mun á árinu 2004. Jafnframt beinir háskólaráð þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að ekki verði dregið úr framlögum til rannsókna við Háskólann eins og gert er í fjárlagafrumvarpinu með niðurfellingu viðbótarframlags skv. rannsókna-samningi. Ennfremur fer háskólaráð fram á að nemenda- framlög verði leiðrétt vegna launa- hækkana undanfarinna ára sem ekki hafa verið bættar,“ segir í ályktuninni. Háskólaráð Háskóla Íslands Fjárframlag til HÍ verði hækkað SLÖKKVILIÐ Vopnafjarðar var kvatt að veiðihúsi við Selá á fimmtu- dagsmorgun. Enginn eldur var laus, heldur var um að ræða bilun í bruna- varnakerfi hússins. Kerfið er tengt við Securitas og létu þeir neyðarlínu vita. Hvammsgerði, en svo heitir veiðihúsið, er u.þ.b. 10 km norðan við kauptúnið og ekki er þorandi annað en að senda allt slökkviliðið á vett- vang þegar boð koma um eld frá kerfinu. Þetta er í annað sinn á árinu sem kerfið sendir boð um eld og í bæði skiptin var um bilun að ræða. Tilkynnt um eld í veiðihúsi Vopnafjörður. Morgunblaðið  ARNAR Pálsson hefur varið doktorsritgerð við erfðafræðideild fylkisháskólans í Norður-Karólínu (North Carolina State Univers- ity). Titill ritgerð- ar er ,,Molecular quantitative genetics of wing shape in Drosop- hila melanog- aster.“ Kortlagning erfðaþátta með lítil eða veik áhrif á svipgerð er sér- stök áskorun fyrir nútíma erfða- fræði. Nákvæm einangrun á slíkum kirnabreytingum sýnir hvaða erfða- breytileiki er til staðar fyrir nátt- úrulegt val, sem mótar þróun teg- undanna. Frá sjónarmiði hagnýtingar mun kortlagning þess- ara erfðaþátta varpa ljósi á m.a. eðli flókinna sjúkdóma með því að skil- greina breytileika í lífsameindum sem auka líkur á ákveðnum kvillum. Í verkefninu var lögun vængja ávaxtaflugunnar Drosophila notuð sem líkan fyrir kortlagningu gena með lítil áhrif. Tvær mismunandi til- raunir bentu til áhrifa ákveðinna hluta erfðamengisins á lögun vængj- anna. Í kjölfarið var gerð fín- kortlagning á einum litningahluta, sem leiddi í ljós breytingu í stýrilröð Egfr gensins (epidermal growth fac- tor receptor), sem stýrir myndun viðtaka fyrir vaxtarþætti. Áhrif breytingarinnar var sú sama í tveimur stofnum flugunnar frá Norður Ameríku og einum stofni frá Afríku. Helsta niðurstaða verkefnisins er að kortlagning erfðaþátta með lítil áhrif er gerleg, en niðurstöðurnar eru einnig áminning um að hluti erfðabreytileikans í náttúrulegum stofnum (manna jafnt sem dýra) verður alltaf utan seilingar, vegna smæðar áhrifa, breytileika- umhverfis og óvissulögmálsins. Arnar Pálsson lauk B.S. prófi frá líffræðiskor raunvísindadeildar Há- skóla Íslands. Hann innritaðist í meistaranám við skorina og lauk MS prófi árið 1998. Titill MS ritgerðar hans er ,,Markvissarstökkbreyt- ingar í lígasageni hjá Thermus scotoductus“. Arnar starfar nú við University of Chicago í rannsóknahópi prófessors Martin Kreitman við rannsóknir á áhrifum breytileika í stýrilröðum gena á svipfar. Arnar er kvæntur Sólveigu Hall- dórsdóttur líffræðingi og eiga þau einn son. Varði dokt- orsritgerð í erfðafræði VIÐSKIPTASTOFA SPRON spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% á milli mánaðanna nóvember og desember. Gangi spáin eftir er 12 mánaða verðbólga því 2,5% og hækk- ar frá fyrri mánuði, en þá mældist 12 mánaða verðbólga 2,4% og verð- bólga án húsnæðis 1,1%. Verðbólgan er því í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans gangi spáin eftir. Í verðbólguspá SPRON er gert ráð fyrir að breytingar á gjaldskrá Landssímans, sem voru tilkynntar þann 20. nóvember sl., komi til með að hafa mest áhrif á hækkun vísitöl- unnar. Samkvæmt útreikningum Landssímans kemur meðalsím- areikningur heimila til með að hækka um 1,6%. Áhrif verðbreyting- anna á vísitölu neysluverðs hafa ver- ið metin og nema þau 0,05% sé miðað við meðalsímareikning. Jafnframt er gert ráð fyrir að verð á matvöru komi til með að hækka lítillega á milli mánaða. Spáir 0,1% hækkun á vísitölu neysluverðs ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.