Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 21
grjót niðri í fjöru, ef fjöru skyldi kalla, þar sem brimið beljar ár og síð, og verst af öllu hefur það reynzt, að margir dagar hafa fallið út, af því að ekki gat orðið úr verki uppi við vitaturninn fyrir stormi og óveðri. Það viðrar öðruvísi upp á Vala- hnúknum en niðri á Austurvelli. Þótt Rothe yrði ýmislegt mót- drægt við byggingarframkvæmdirn- ar tókst að ljúka þeim um haustið og var þá risinn á Valahnúknum stein- hlaðinn viti, límdur með steinlími sem í var Esjukalk, en á þessum tíma var kalknám í Esjunni og brennsluofn í Reykjavík sem Kalk- ofnsvegur dregur nafn sitt af. Einnig hafði verið byggður á Reykjanesinu bær fyrir vitavörðinn og fjölskyldu hans. Reykjanesvitinn frá 1878 var átt- strendur, um 4,5 m í þvermál og 6,2 m á hæð. Turninn skiptist í tvær hæðir, jarðhæð og efri hæð þar sem vaktherbergi vitavarðarins var. Ljóshúsið var úr steypujárni og um- hverfis það svalagólf sem girt var með járnhandriði. Ljóstæki vitans var upphaflega samansett úr 15 olíu- lömpum og að baki hverjum þeirra var holspegill úr messing sem magn- aði ljósið. Þremur lömpum með speglum var bætt í ljóstækið árið eft- ir að vitinn var tekinn í notkun til að bæta lýsingu hans. Þetta ljóstæki var í vitanum fram til ársins 1897, en þá var sett í hann 500 mm snúnings- linsa, sem enn er til, og steinolíu- lampi með tveimur hringlaga kveikj- um. Vitinn stóð fram til ársins 1908. Eins og kunnugt er þá er Reykjanes- ið jarðskjálftasvæði og urðu jarð- skjálftar og ágangur sjávar á Vala- hnúkinn til þess að laska svo vitann og undirstöðu hans að talin var hætta á að hann félli í hafið og vita- vörður neitaði að standa þar vaktir. Nýr viti, sá sem enn stendur, var reistur veturinn 1907–1908 og þann 16. apríl 1908 var gamli vitinn felldur með sprengingu. Vitavörðurinn Bygging og starfræksla fyrsta vit- ans í óbyggðum Reykjanessins hafði það í för með sér að til varð ný starfs- grein á Íslandi – vitaverðirnir. Starf þeirra var bindandi því ekki varð hjá því komist að halda stöðugan vörð um vitaljósið á logtíma vitans meðan notaðir voru olíulampar. Þess utan þurfti vitavörður að fægja og þrífa, fylla olíu á lampa og gæta vitans í hvívetna. Stundum var gestkvæmt og þá var ekki annað en sjálfsagt að leyfa „mönnum er skýra frá nöfnum sínum og heimilum, og sem ekki er ástæða til að gruna um neina ósið- semi, að skoða vitabygginguna“. Það sagði erindisbréf vitavarðarins, en ölvaðir menn, óuppdregnir dónar sem hræktu á gólfin og hundspott þeirra máttu ekki stíga fæti í vitann. Fyrsti íslenski vitavörðurinn hét Arnbjörn Ólafsson, trésmiður að iðn og hafði unnið við byggingu vitans sumarið 1878. Hann var fæddur 24. maí 1849 og var því rétt að verða þrí- tugur þegar hann flutti búferlum á Reykjanesið ásamt Sesselju systur sinni, en hún hafði einnig starfað við vitabygginguna þar sem hún var ráðskona. Áður en Rothe verkfræð- ingur hvarf af landi brott hafði hann veitt Arnbirni einhverja tilsögn í um- hirðu vitans og meðferð vitatækj- anna, en það er af varðveittum bréf- um vitavarðarins að sjá að þessi kennsla hafi verið hálfgert í skötulíki og hann taldi sig vanbúinn til starf- ans af þeim sökum. Alþingi brást við beiðnum Arnbjörns um frekari vita- menntun og lét honum í té fjárupp- hæð til Danmerkurfarar. Þangað hélt hann vorið 1879 og nam vita- vörslu fram eftir sumri. Reykjanesið var sannarlega af- skekkt á þessum tímum og orðið nokkuð langt síðan þar var búið þeg- ar vitavörðurinn settist þar að. Varla að það væri reiðvegur þangað út eft- ir og hægur vandinn að villast í hraunbreiðunni ef skyggni brást eitthvað. Jón Jónsson landritari og vitaeftirlitsmaður lét þetta þó ekki aftra sér frá því að takast á hendur heimsókn til vitavarðarins á jólunum árið 1880. Þessi ötuli embættismað- ur lagði upp frá Reykjavík á Þorláks- messu, gisti í Höfnunum og var kom- inn að vitanum síðdegis á jóladag. Þangað hafði hann fikrað sig í stjörnubjörtu veðri og skemmt sér við að telja vörðurnar á leiðinni. Þær voru alls 61 og á heimleiðinni kom sér vel að vita þetta því þá var snjó- bylur og ágætt að geta talið vörður til að vita hvar maður var staddur. En það myndi ekki veita af einum 50 vörðum til viðbótar, taldi hann, ef menn ættu að geta verið vissir um að rata í hvaða veðri sem væri. Jón landritari sá vitaljósið við ní- undu vörðu frá Höfnum talið og var harla ánægður með hvað það var skært. Það var öryggi og staðfesta í þessu ljósi sem róaði landritara- hugann, en aðkoman, þegar í vita- varðarbústaðinn kom um kvöldmat- arleytið, kom heldur betur róti á embættismanninn. Það kom nefni- lega í ljós að þar sat hvert manns- barn á bænum og át sinn jólamat, hver sem betur gat, líka vitavörður- inn og aðstoðarmaður hans. Arn- björn vitavörður reyndi að afsaka sig með jólahátíðinni en landritari lagði ekki eyru við slíku hjali heldur benti honum á að „úr því eptirlitið ljeti ekki jólahátíðina aptra sjer að gæta skyldu sinnar væri vitaverðinum engin vorkunn að gera slíkt hið sama“. Hann fékk skriflega nótu og varð svo að skunda á vitavaktina. Það var alla tíð gerð rík krafa um árvekni og samviskusemi vitavarða og flestir stóðu þeir vel undir því, einnig Arnbjörn Ólafsson þrátt fyrir jólamálsverðinn. Hins vegar hentaði ekki öllum sú mikla einangrun sem fylgdi búsetunni á vitavarðarstöðun- um og það átti við um hann og fjöl- skyldu hans. „Það er annað vorhugi en vetrar,“ skrifaði Arnbjörn Jóni landritara haustið 1879 og vetrar- kvíðinn er greinilegur í þessu bréfi hins unga vitavarðar sem hafði kvænst jafnöldru sinni, Þórunni Bjarnadóttur úr Skagafirðinum, um sumarið. Hvernig myndi ástinni reiða af í vetrarríki Reykjanessins? Líklega bara vel því þau Arnbjörn og Þórunn héldu saman meðan bæði lifðu. En árið 1884 höfðu þau fengið nóg eftir sex ára dvöl á Reykjanes- inu og Arnbjörn sagði upp vitavörsl- unni. Hann fluttist þá til Reykjavík- ur en nokkrum árum síðar til Keflavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf og rak bakarí. Um aldamótin 1900 átti Arnbjörn mikil viðskipti við enska togara og varð frumkvöðull í íslenskri togara- útgerð þegar hann fór fyrir hópi Ís- lendinga sem keypti fyrsta togar- ann, Coot að nafni, til Íslands árið 1905. Vegna viðskipta Arnbjörns áttu þau Þórunn heimili sitt erlendis um skeið, bæði í Danmörku og Eng- landi. Þórunn féll frá árið 1912, Arn- björn tveimur árum síðar. Höfundur er sagnfræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 21 Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið 80 Í tilefni af 80 ára afmæli Ólafs Gíslasonar & Co. hf.bjó›um vi› 15% afslátt af eftirfarandi búna›i í næstuviku, einstaklega gott tækifæri til fless a› eignasteldvarnabúna› á lægra ver›i. Eldheitt afmælistilbo› vi› erum or›nir eldgamlir ára Dufttæki (6 kg) Léttvatnstæki (6 ltr.) Reykskynjari (optískur) SLÖKKVITÆKI E L D V A R N A M I ‹ S T Ö ‹ I N & C O Ó L A F U R G Í S L A S O N & C O . H F.Í Sundaborg 3 • S ími 568 4800 • www.olafurgis lason.is 8 0 Á R A STOFNAD 1923 Hafi› samband vi› sölua›ila: Húsasmi›jan // Verslanir um allt land Ellingsen // Grandagar›i, Reykjavík Raflagnaverslunin Rafsól // Skipholti, Reykjavík Rafmætti // Fir›i, Hafnarfir›i Eldvörn // fijó›braut, Akranesi Tómas Sigur›sson ehf. // Stekkjarholti, Ólafsvík Slökkvistö›in // Ísafir›i Bland í poka // Eyrarlandi, Hvammstanga Slökkvistö›in // Sau›árkróki Eldvarnami›stö› Nor›urlands // Austursí›u, Akureyri Slökkvistö›in // Húsavík Slökkvitækjafljónusta Austurlands // Strandgötu, Eskifir›i Slökkvistö›in // Fáskrú›sfir›i Slökkvitækjafljónusta Hornafjar›ar // Höfn Jósep Benediktsson // Varmadal, Hellu Slökkvistö›in // Flú›um Brunavarnir Árness‡slu // Slökkvistö›in, Selfossi Slökkvistö›in // Hverager›i Slökkvitækjafljónustan // Vestmannaeyjum Reykskynjari (jónískur) REYKSKYNJARAR Stær›: 100x100 sm ELDVARNATEPPI 15%afsláttur hjá sölua›ilum alla næstu viku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.