Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 23 ákvörðun um hvort ég yrði lögð inn. Útundan mér sá ég ónotaðar sprautunálar á bakka og þegar eng- inn sá til laumaði ég nokkrum inn á mig. Síðan bað ég um að fá að fara á salerni. Kallað var á hjúkrunarkonu sem samþykkti að ég færi. Fjölnir spurði hvort hún ætlaði að leyfa mér að fara einni og hún játti því. Ég fór því ein inn á salernið og læsti að mér. Þar tók ég upp nálina og reyndi að ljúka ætlunarverki mínu með því að rispa í sundur púlsinn. Enn var gripið í taumana og ég stöðv- uð. Lækninum sem var á vakt var nú ljóst að ég var í bráðri lífshættu og lét leggja mig inn á deild 33A, geðdeild Landspítalans sem ætluð er áfengis- sjúklingum. Þar var ég strax sett á sömu lyfin og á Vogi og sofnaði fljótt. Ég var úrvinda á sál og líkama og al- gjörlega dofin. Þegar ég vaknaði ruddust atburðir gærdagsins fram í huga mér. Ég leit á sárabindin á úlnliðunum og minnstu munaði að ég brotnaði saman þegar rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði fleygt stól í áttina að pabba. Ég var að hugsa um þetta þegar pabbi og mamma komu inn, alvarleg í bragði. Hvers vegna í ósköpunum lagði ég þetta á þau? Hvers vegna gat ég ekki losnað úr þessu víti? Þau föðmuðu mig að sér og ég fór að hágráta. Vistin á geðdeild Linda heitir sjálfri sér að reyna að snúa af þeirri braut sem hún er á, en er ekki viss um að hún geti staðið við það loforð. Hvert rúm var skipað á þeim hluta deildarinnar sem var ætlaður alkóhól- istum og ég var undrandi á hve marg- ir glímdu við sama vandamál og ég. Strax fyrsta daginn streymdu til mín blóm og gjafir. Margir vina minna komu í heimsókn og hlýhugurinn blés mér bjartsýni í brjóst. Meðal þeirra sem gáfu mér hvað mestan styrk á meðan á dvöl minni á sjúkrahúsinu stóð var Þrúður Páls- dóttir, móðir Fjölnis. Hún er afar hlý kona og gefur mikið af sér. Ég er henni mjög þakklát og finnst hún eiga sinn þátt í bata mínum. Hún heimsótti mig daglega og sat langtímum saman hjá mér. Hún var sannfærð um að samband mitt og sonar hennar gengi ekki upp og sagði það við mig. „Linda mín, Fjölnir er bara strákur en þú ert kona. Þú þarft þroskaðan mann,“ sagði hún alvarleg í bragði. Hún hafði rétt fyrir sér í því efni. Fjölnir heimsótti mig líka reglu- lega og reyndi að létta mér lífið. Á geðdeildinni var bannað að vera með farsíma en ég lét lauma símanum mínum til mín og Fjölnir hringdi á ólíklegustu tímum, jafnvel um miðja nótt, til að heyra í mér hljóðið. Tómleikinn innra með mér var al- gjör og löngunin eftir líkn dauðans sótti ítrekað á mig án þess að ég fengi rönd við reist. Eitt sinn sagðist ég þurfa að bregða mér í sturtu. Hjúkrunarkonan spurði mig hvort ég treysti mér til að fara ein og ég jánkaði því. Hún ætlaði að horfa á fréttirnar í sjónvarpinu á meðan. Ég var búin að þaulhugsa áform mín og skaust inn í eldhús, náði mér í bolla og tók hann með mér inn á bað- herbergið. Ég fór úr hverri spjör og skrúfaði frá sturtunni og gætti þess að vatnskrafturinn væri svo mikill að ekkert heyrðist til mín. Síðan braut ég bollann í sturtubotninum, tók upp brot og skar mig á púls. Sársaukinn var hræðilegur en ég hélt ótrauð áfram á meðan blóðið lak niður lík- ama minn og skolaðist jafnharðan niður með vatninu. En svo var eins og ég losnaði úr álögum og skelfingin gagntók mig. Ég staulaðist út úr sturtuklefanum og kallaði á hjálp. Hjúkrunarkonan kom hlaupandi og tók utan um mig rennvota og blóðuga. Henni var mjög brugðið. „Elsku Linda mín,“ sagði hún og ég fór að hágráta. Eftir þetta fylgdi vaktmaður mér hvert fótmál í þrjá sólarhringa. Linda – Ljós og skuggar eftir Reyni Traustason er gefin út af JPV útgáf- unni. Bókin er 277 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. Hagstæð skíðafargjöld ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 75 8 1 1/ 20 03 með Icelandair og SAS Bestu skíðasvæði Evrópu Verð frá 45.550 kr.* Madonna di Campiglio • Val di Fassa • Selva Val Gardena Ítalía Flugfargjald til Mílanó Verð frá 45.930 kr.* Kitzbühel / Kirchberg • Zell am See • Lech / St. Anton Austurríki Flugfargjald til München Verð frá 47.970 kr.** m.v. 2 í bíl í C flokki í eina viku Frankfurt Flug & Bíll - í C flokki Verð frá 46.750 kr.* St. Moritz • Cranz Montana • Davos Sviss Flugfargjald til Zürich Verð frá 45.770 kr.* Val d´Isére / Tignes • Chamonix Dalirnir þrír (Méribel, Courcheval og Val Thorenes) Frakkland Flugfargjald til Genf Verð frá 46.790 kr.** m.v. 2 í bíl í B flokki í eina viku. París Flug & Bíll - í B flokki * Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Flogið er í gegnum Kaupmannahöfn og áfram með SAS. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 1. desember - 31. mars. Síðasta heimkoma er 31. mars 2004. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 21 dagur. Bókunarfyrirvari er 7 dagar. ** Verð með flugvallarsköttum og þjónustugjaldi. Ferðir skulu farnar á tímabilinu 1. október - 31. mars (síðasta heimkoma er 7. apríl). Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. Hámarksdvöl 1 mán. Enginn bókunarfyrirvari. */** Börn 2ja-11 ára greiða 67% af fargjaldi. Ungabörn undir 2ja ára greiða 10% af fargjaldi. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða í fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mán.-fös. kl. 8-18, lau. kl. 9-17 og sun. kl. 10-16). Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs - ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Stór kostur fyrir þig! Farþegar með Icelandair njóta þess umfram aðra að farangur þeirra ásamt skíðum er innritaður alla leið á lokaáfangastað. www.icelandair.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.