Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 30. nóvember 1993: „Þrjú að- ildarfélög Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hafa undirritað kjarasamninga við hið opinbera, sem eru hlið- stæðir þeim samningum, sem gerðir voru milli Alþýðu- sambands Íslands og Vinnu- veitendasambands Íslands í vor. Eru tvö stærstu félög BSRB, Starfsmannafélag ríkisstofnana og Starfs- mannafélag Reykjavík- urborgar, meðal þeirra félaga sem hafa samið, og er búist við að önnur félög BSRB gangi frá samningum á næstu dögum. Ein af forsendum kjara- samningsins í vor var sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka verulega virð- isaukaskatt á matvæli, eða úr 24,5% í 14%. Morgunblaðið gagnrýndi þá ákvörðun harð- lega með þeim rökum að ekki væru forsendur fyrir því að hið opinbera legði fram þetta mikla fjármuni í tengslum við kjarasamninga.“ . . . . . . . . . . 30. nóvember 1983: „Mik- ilvægasta viðfangsefni stjórnmálamanna þessa daga er að ná víðtækri samstöðu um skynsamlega fisk- veiðistefnu á næsta ári. Þessi stefna þarf að taka mið af þeirri staðreynd að fiskifræð- ingar leggja til 200 þúsund tonna hámarksafla af þorski 1984, fjölmörg útgerðarfyr- irtæki berjast í bökkum, at- vinna er óviss í mörgum byggðarlögum og staða okk- ar hefur versnað á mikilvæg- ustu fiskmörkuðum und- anfarin ár. Ekki liðu nema fáeinir dagar frá því Þjóðhagsstofnun lagði fram áætlun um afkomu þjóðarbúsins fyrir 1984 þar sem byggt var á um 300 þús- und tonna þorskafla þar til fiskifræðingar sögðu að hann mætti ekki vera meiri en 200 þúsund tonn. Enn er ekki ljóst hver lokaniðurstaðan verður um þetta lykilatriði í afkomu íslensku þjóð- arinnar.“ . . . . . . . . . . 30. nóvember 1973: „Lýsing Kristjáns Ragnarssonar, for- manns L.Í.Ú. við setningu Landssambandsþings í fyrra- dag á horfum í útgerð- armálum þjóðarinnar var ekki uppörvandi. Í stuttu máli taldi hann óvissuna svo mikla, að óvíst væri, hvort út- gerð gæti hafizt með eðlileg- um hætti um áramót. Um þetta sagði Kristján Ragn- arsson: „Fiskifræðingar spá minnkandi þorskafla um 10% á næsta ári og vegna minnk- andi hrygningarstofns megi búast við því, að minnkun þorskaflans verði hlutfalls- lega meiri á vetrarvertíðinni. Sjómenn hafa sagt upp öllum kjarasamningum og þótt mánuður sé liðinn frá upp- sögn hafa engar óskir komið fram um breytingar á samn- ingum. Verkafólk og aðrir launþegar hafa lagt fram þær hæstu kaupkröfur, sem nokkru sinni hafa verið lagð- ar fram. Verðbólgan æðir áfram stjórnlaust og kaup- greiðsluvísitalan hefur hækk- að um 33 stig á einu ári.““ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÍÐASTI MANNAPINN Mannapinn er í útrýmingar-hættu. Ef ekkert verður aðgert verður hann aðeins að finna í dýragörðum og uppstoppaðan á söfnum. Þetta er niðurstaða, sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNEP, kynnti í upphafi nóvem- ber og á miðvikudag hófst þriggja daga ráðstefna fulltrúa 23 Afríku- landa og landa í Suðaustur-Asíu til að fjalla um það til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að snúa hinni voveiflegu þróun við. „Klukkuna vantar aðeins eina mín- útu í miðnætti hvað varðar framtíð fjögurra stærstu mannapategund- anna, górillunnar, sjimpansans, dvergsjimpansans og órangútan-ap- ans,“ sagði í yfirlýsingu frá UNEP. Fjallað var um það á ráðstefnunni hvernig hægt væri að stöðva veiði- þjófa og ólögleg viðskipti með apa. Um leið er stefnt að því að auka upp- lýsingu og efla vistvæna ferða- mennsku. En það eru ekki aðeins þjófar og rummungar, sem stefna mannapan- um í hættu. Mestur skaði hefur hlotist af námavinnslu, vegalagningu, öðrum framkvæmdum og síðast en ekki síst stríðsrekstri. Í niðurstöðum skýrslu frá UNEP eru vegirnir sérstaklega teknir fyrir: „Þótt vegir séu oft lagðir vegna iðnaðarþarfa, geta þeir beint eða óbeint átt þátt í ofnýtingu og breytingu á heimkynnum mannapans og um leið aukið aðgengi veiðiþjófa og veiðimanna að svæðum, sem áður voru óaðgengileg. Þessir vegir eru oft lagðir fyrir framlag frá fjölþjóðafyrir- tækjum og samsteypum í hinum iðn- vædda heimi. Talið er að nú séu um 400 þúsund mannapar eftir í Afríku og Asíu, en á nítjándu öld skiptu þeir milljónum. Ef fram heldur sem horfir með framkvæmdir í Afríku verða að- eins 10% skóganna, sem teljast heim- kynni mannapans í Afríku, eftir árið 2030. Sjimpansar eru sagðir alveg horfnir úr sumum löndum álfunnar, til dæmis Benín, Gambíu og Tógó og annars staðar eru fáir eftir – 200 til 400 villtir sjimpansar í Senegal og 300 til 500 í Ghana, svo dæmi séu nefnd. Að óbreyttu er talið að ekkert ósnert land verði eftir fyrir órangútan-apann í Suðaustur-Asíu eftir 28 ár. Á ráðstefnunni var rætt um að nú þegar væri þörf á 24 milljónum doll- ara til að hefja björgun mannapans, en ljóst væri að mun hærri upphæðar væri þörf ætti að tryggja viðgang hans. Var haft á orði að 15 til 20 ár væru til stefnu ætti að bjarga mann- apanum. Mannapinn er sú dýrategund, sem er skyldust manninum. 96% af kjarn- sýrum mannsins og mannapategund- anna fjögurra eru sameiginleg og eru þær skyldari manninum en nokkur önnur dýr í lífríkinu. Staða mann- apans er táknræn fyrir framgöngu mannsins gagnvart umhverfi sínu. Ekki er hægt að kenna neinum öðrum en manninum um það hvernig komið er fyrir mannapanum. Með mann- apanum hyrfu einnig ýmsar aðrar dýrategundir og væri tilteknum vist- kerfum sömuleiðis stefnt í hættu. Björgun mannapans snýst því um annað og meira en þessa einu dýra- tegund. En það yrði einnig táknrænt fyrir umgengni mannsins við plánet- una sem tryggir að hann geti dregið fram lífið ef apanum yrði leyft að deyja út og fengi að hverfa án þess að nokkur fengi rönd við reist. Við verð- um að gera okkur grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt að endur- heimta lífríki, sem hverfur. Regn- skógar snúa ekki aftur þegar þeim hefur á annað borð verið rutt brott. Tegundir koma ekki til baka þegar þeim hefur verið útrýmt. Það er löngu ljóst að lífið á jörðunni felst ekki að- eins í því að taka. Það þarf að koma mannapanum til bjargar áður en sá síðasti hverfur á braut. Þ að er smátt og smátt að koma í ljós um hvað stjórnmálaum- ræður næstu mánaða og missera munu snúast. Kjarni þeirra verður umfjöllun um stóru viðskiptasamsteypurn- ar og hvernig þeim verður með skynsamlegum hætti settur skýrari lagarammi til að starfa eftir. Annar þáttur þeirra umræðna mun snúa að bönkum og fjármálastofnunum sérstaklega og hlutverki þeirra í samfélagi okkar. Eftir umræður á Alþingi sl. fimmtudag fer tæp- ast á milli mála, að víðtæk samstaða getur tekizt í þinginu um lagasetningu, sem tekur á ýmsum vandamálum, sem upp hafa komið að undanförnu í viðskiptalífinu. Morgunblaðið hefur nokkrum sinnum á undanförnum vikum haft orð á því, að þingið hefði síðasta orðið og það var ánægjulegt að sjá í umræðunum í fyrradag, fimmtudag, að þingmenn eru tilbúnir til þess að beita því valdi, sem þeir hafa fengið frá þjóðinni og þar með gera skyldu sína. Í stuttu máli sagt leiddu umræðurnar í ljós, að þingið er tilbúið til að setja viðskiptajöfr- unum á Íslandi eðlilegan og sjálfsagðan starfs- ramma. Í þessum umræðum voru það ekki sízt orð Jó- hönnu Sigurðardóttur, alþingismanns Samfylk- ingarinnar, sem vöktu athygli en hún efndi til þeirra með fyrirspurn til viðskiptaráðherra. Sam- fylkingin hefur farið sér hægt undanfarnar vikur í þeim umræðum, sem sprottið hafa af gefnu tilefni í viðskiptalífinu. Það hefur komið mörgum á óvart í ljósi þeirrar pólitísku arfleifðar, sem Samfylk- ingin hefur tekið að sér að ávaxta. Nú hefur gam- alreyndur forystumaður jafnaðarmanna, Jóhanna Sigurðardóttir, hins vegar látið til sín heyra með afdráttarlausum hætti. Og ganga verður út frá því sem vísu, að með því hafi hún slegið þann tón, sem Samfylkingin muni fylgja næstu mánuði og miss- eri. Í ræðu sinni á Alþingi sl. fimmtudag vísaði Jó- hanna Sigurðardóttir til atburða síðustu vikna og sagði að þeir kölluðu á að settar yrðu reglur um stjórnarhætti í fyrirtækjum til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og að stjórnir fjármálafyrir- tækja verði skipaðar óvilhöllum aðilum, sem engra hagsmuna hafi að gæta. Hún spurði við- skiptaráðherra, hvort það gengi ekki gegn hluta- félagalögum að gera kaupréttarsamning til fimm ára við stjórnarformann sem kosinn væri á hlut- hafafundi til eins árs í senn. Hún skoraði á við- skiptaráðherra að bregðast við af fullri festu og reisa þær girðingar, sem dugi. Þegar horft er til yfirlýsinga Davíðs Oddsson- ar, forsætisráðherra, fyrir rúmri viku, sem öllum er ljóst, að endurspegluðu nákvæmlega tilfinn- ingar þjóðarinnar á þeim degi, vegna kauprétt- arsamninga í Kaupþingi-Búnaðarbanka, ummæla Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra sama dag um að henni væri gersamlega ofboðið og um- mæla Jóhönnu Sigurðardóttur á þingi sl. fimmtu- dag fer ekki á milli mála, að á Alþingi er jarðvegur fyrir þverpólitíska samstöðu allra flokka um að setja löggjöf og þess vegna reglugerðir á grund- velli þeirrar löggjafar, sem setja viðskiptalífinu skýrari starfsreglur. Ummæli talsmanna Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins í umræðunum sýna, að þeir munu ekki láta sitt eftir liggja. Þessi viðbrögð alþingismanna þurfa ekki að koma neinum á óvart. Umsvif manna í viðskipta- lífinu hafa verið með þeim hætti, að þeir hinir sömu hafa kallað á þessi viðbrögð. Það þarf heldur ekki að koma forsvarsmönnum bankanna á óvart, þótt sterkari starfsreglur verði settar um starf- semi þeirra. Breyttir starfshættir bankanna hafa líka kallað á þau viðbrögð. Ljóst er, að framvinda mála á Íslandi um skeið hefur orðið fleirum umhugsunarefni en alþingis- mönnum. Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins, skrifaði athyglisverð ávarpsorð í skýrslu sjóðsins í maí sl., þar sem hann segir m.a.: „Mikil gjörningaveður hafa að undanförnu geisað á hinum íslenzka fjármála- markaði með óþægilegum afleiðingum fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Sumar fjármálastofn- anir eiga í völ að verjast í opinberri umræðu og hafa mátt þola umtalsvert gengisfall í almenn- ingsáliti og kemur þar margt til. Í hnotskurn má rekja rætur þessa til örrar markaðs- og upplýs- ingavæðingar í samfélaginu með ýmsum kvillum, sem henni virðast fylgja og er í augum almenn- ings talin græðgi. Okkur berast fréttir af hneyksl- ismálum í fyrirtækjarekstri. Morgunblaðið birtir greinaflokk, þar sem atburðarásin er svo drama- tísk að frjóustu rithöfundum þjóðarinnar hefði tæpast dottið í hug að setja hana á blað þannig að trúverðugt gæti talizt í skáldsögum ... Dæmin sanna að fyrirtæki geta ekki lengur verið viss um að trúnaður ríki í samskiptum við eigin lánastofn- anir. Þess sjást einnig merki að samskipti lána- stofnana við fyrirtæki stjórnist í æ ríkara mæli af skammtímasjónarmiðum. Tvö atriði settu á síð- asta ári sterkan svip á allt fjármálalíf í landinu, þ.e. einkavæðing ríkisfyrirtækja og stóraukið samrunaferli fyrirtækja. Báðir þessir þættir stuðluðu að aukinni samþjöppun fjármálalegs valds í þjóðfélaginu en smæð hins íslenzka mark- aðar kann að gera þessa þróun óæskilega. Samt virðist hún vera áframhaldandi eins og nýleg dæmi sanna.“ Þessi sjónarmið Margeirs Daníelssonar sýna að það er ekki bara á hinum pólitíska væng þjóð- félagsins sem áhyggjur eru komnar upp um sam- félagsþróunina. Mannamunur og fyrri afstaða Í umræðum um mál- efni viðskiptalífsins undanfarnar vikur hefur tvennt komið upp, sem valdið getur ágreiningi á milli þing- manna og snýr í sjálfu sér ekki að efni málsins. Í fyrsta lagi er því haldið fram, að ekki sé sama hver í hlut á. Sumir megi það, sem öðrum eigi að vera óheimilt. Þar sem Morgunblaðið hefur tekið tölu- verðan þátt í þessum umræðum ekki bara und- anfarnar vikur og mánuði heldur í u.þ.b. einn og hálfan áratug er kannski ekki úr vegi að rifja upp ummæli blaðsins frá fyrri tíð um sama málefni. Í aprílmánuði 1993 birtist hér í blaðinu viða- mikil úttekt á eignarhaldstengslum í íslenzku við- skiptalífi, sem unnin var af Ásdísi Höllu Braga- dóttur, sem þá starfaði á ritstjórn Morgunblaðsins en er nú bæjarstjóri í Garðabæ. Í úttekt hennar sagði m.a.: „Ekki er óalgengt að al- menningshlutafélög fjárfesti hvert í öðru enda getur það verið mjög æskileg leið fyrir félögin til að dreifa áhættu sinni. Þó vekur athygli á tiltölu- lega ungum hlutabréfamarkaði hér á landi, hversu samofið eignarhaldið og einnig seta sömu einstaklinga í stjórnum nokkurra stærstu al- menningshlutafélaganna er orðið. Nefna má félög eins og Eimskip (eða Burðarás, dótturfélag þess) Flugleiðir, Íslandsbanka, Skeljung, Sjóvá-Al- mennar, Granda og Sameinaða verktaka. Auk gagnkvæmra tengsla sín á milli eiga þessi fyr- irtæki hlut í ýmsum öðrum hlutafélögum.“ Í framhaldi af þessari úttekt Ásdísar Höllu Bragadóttur birtist forystugrein hér í blaðinu hinn 15. apríl 1993, þar sem sagði m.a.: „Sú spurn- ing hlýtur að vakna hvaða tilgangi öll þessi gagn- kvæmu eignarhalds- og hagsmunatengsl eiga að þjóna. Þjóna þau hagsmunum allra hluthafa í al- menningshlutafélögum, sem um ræðir? Þjóna þau hagsmunum íslenzks atvinnulífs sem slíks? Er ýtt undir nýsköpun og vaxtarbrodd með því, að þessi öflugu fyrirtæki fjárfesti hvert í öðru? Morgun- blaðið hefur margoft bent á ákveðnar hættur, sem felast í samþjöppun eignarhalds og hagsmuna- tengslum milli fyrirtækja og stjórnenda þeirra. Meðal annars hefur blaðið bent á, að ein forsenda þess, að öflugur og virkur hlutafjármarkaður verði til hér á landi sé að almenningur hafi traust á honum. Slíkt gerist seint ef litlir hluthafar í al- menningshlutafélögum fá þá mynd af viðskiptum á markaðnum að þeir séu leiksoppar í valdatafli fáeinna aðila.“ Þessi upprifjun á afstöðu og sjónarmiðum Morgunblaðsins fyrir rúmum áratug ætti að duga til þess að sýna fram á, að í umfjöllun sinni á seinni árum er Morgunblaðið ekki að gera neinn manna- mun. Frá sjónarhóli blaðsins skiptir ekki máli hverjir eigi hlut að máli heldur hitt hver þróunin er og hvort hún er æskileg eða óæskileg frá sjón- armiði almannahagsmuna. Eins og dæmin sanna er forsætisráðherra full- fær um að svara fyrir sig, þegar þingmenn stjórn- arandstöðuflokkanna minna á, að hann ekki sízt hafi beitt sér fyrir því frelsi á markaðnum, sem margir telja að nú sé misfarið með. En einmitt vegna þess, að Davíð Oddsson er óumdeilanlega sá stjórnmálamaður, sem haft hefur mesta for- ystu um að koma á því frjálsræði markaðarins, sem hér hefur orðið til í ráðherratíð hans, svo og í að einkavæða ríkisfyrirtæki, er ljóst að aðvörun- arorð hans nú vega margfalt þyngra en ella. Þeg- ar sá maður, sem haft hefur þessa forystu talar með þeim hætti, sem forsætisráðherra talaði til þjóðarinnar og fyrir hönd þjóðarinnar á föstudag fyrir rúmri viku hlustar fólk meira en ella og eng- inn getur sakað hann um að vera pólitískur and- stæðingur þess markaðsfrelsis, sem hann nú vill augljóslega setja ákveðnari starfsramma um. Í þessu sambandi má heldur ekki gleyma því, að fleiri tóku þátt í að koma markaðsfrelsinu á en Davíð Oddsson einn og flokkur hans, Sjálfstæð- isflokkurinn. Alþýðuflokkurinn, sem nú er hluti af Samfylkingunni (og er enn til undir forystu Guð- mundar Árna Stefánssonar) tók fullan þátt í því í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á ár- unum 1991-1995 undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar og í þeirri ríkisstjórn átti Jó- hanna Sigurðardóttir sæti og reyndar einnig nú-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.