Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 34

Morgunblaðið - 30.11.2003, Page 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FARANDSÝNINGIN Ferðafuða hefur nú farið um landið á tveimur árum og er komin á Kjarvalsstaði þar sem hún verður til sýnis fram til 25. janúar nk. Á sýningunni má sjá „míníatúra“ eða smáverk í stærðinni 15x15 cm eftir 162 myndlistarmenn víðs vegar að af landinu. Sýningin var upphaflega opnuð í Slunkaríki á Ísafirði, einu minnsta galleríi lands- ins, í september árið 2001. Þaðan lá leiðin til Akureyrar, þar sem sýnt var á Listasumri 2002 í einum stærsta sýningarsal landsbyggðar- innar, Ketilhúsinu. Haustið 2002 var síðan sýnt í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, þaðan lá leið- in til Vestmannaeyja þar sem sýnt var í Áhaldahúsinu og endastöðin er í Reykjavík, þar sem ferðalaginu lýkur. Aðspurðar segja Harpa Björns- dóttir og Ólöf Nordal nafn sýning- arinnar hafa verið valið sökum þess að það fól í sér það ferðalag hring- inn í kringum landið sem sýningunni var ætlað að fara allt frá upphafi. En ferðafuða merkir hringja, sylgja eða það sem lokar hringnum. Að sögn Hörpu og Ólafar var markmið sýningarinnar fyrst og fremst að stuðla að auknum tengslum milli landshluta með áherslu á sameig- inlegan vettvang þátttakenda, myndlistina, en einnig þörfina fyrir samræður og samskipti listamanna á milli. „Á þessu ferðalagi hittum við mikið af frjóu og skemmtilegu lista- fólki. Mér finnst ég vera svo rík að hafa kynnst öllu þessu bráð- skemmtilega og hugsandi fólki,“ segir Harpa. „Það að vera myndlist- armaður getur nefnilega verið mjög einmanalegt starf og þess vegna skiptir mjög miklu máli að hittast reglulega og eiga vitrænar samræð- ur við kollega sína um það sem skiptir okkur öll máli,“ segir Ólöf og bendir á að Ferðafuða eigi sér all- langan aðdraganda. „Tildrög sýn- ingarinnar má rekja til hóps mynd- listarkvenna sem fyrir rúmum áratug fór að hittast mánaðarlega til að ræða dægurmál myndlistarinnar og listapólitík,“ segir Harpa. „Þann- ig er félagslegi þáttur sýningarinnar alveg jafn mikilvægur, ef ekki mik- ilvægari en listræni þátturinn,“ seg- ir Ólöf. Heimafólki boðið til samsætis Á fyrstu sýningunni á Ísafirði tóku þátt um þrjátíu listamenn af höfuðborgarsvæðinu og tíu af Vest- fjörðum. „Á hverjum sýningarstað buðum við listafólki á staðnum eða úr byggðarlaginu að taka þátt í sýn- ingunni og því fjölgaði þátttakend- um um rúmlega 120 á þeim tveimur árum sem sýningin hefur verið á ferðinni,“ segir Harpa. „Auk þess héldum við heimamönnum veislu og buðum listafólkinu til samsætis við opnun á hverjum stað og margir úr hópi sýnenda ferðuðust um landið til þess að hitta félaga sína á þennan hátt,“ segir Ólöf. Spurðar um hvernig gengið hafi að laga sýninguna að hinum ólíku sýningarstöðum segja Harpa og Ólöf það hafa gengið furðuvel. „Við þurftum auðvitað að endurhugsa uppsetninguna fyrir hvern sýning- arstað bæði m.t.t. sýningarrýmisins og líka nýrra verka sem sífellt bætt- ust við. Vissulega má segja að stærð verkanna, það að þau séu öll innan við 15x15 cm, geri það að verkum að það myndast sjálfkrafa ákveðinn heildarsvipur. Þessu til viðbótar notuðum við bleika litinn, sem sjá má á sýning- arskránni, til þess að mynda ákveðna umgjörð um verkin, en í mismiklum mæli þó. Þegar við sýnd- um í Slunkaríki máluðum við t.a.m. allt rýmið bleikt,“ segir Ólöf. „Þó má segja að hver sýning hafi verið ófyr- irsjáanleg og hálfgert happdrætti hvernig verk við fengum og hvernig hver sýning yrði. Það krafði okkur, sem settum sýningarnar upp, um talsverða umhugsun og yfirlegu, en við erum frekar ánægðar með hvernig til tókst hverju sinni því að- stæður voru afar mismunandi. Þeg- ar við sýndum á Akureyri þurftum við að glíma við tíu metra lofthæð og þar ákváðum við því að ganga alla leið, ef svo má segja, og hafa bleik og hvít blóm úr verki Rúnu Þorkels- dóttur á veggjunum, sem myndaði bakgrunn að sýningunni,“ segir Harpa. „Blómin áttu líka mjög vel við staðinn og tímann enda stóð Listasumar á Akureyri sem hæst um þær mundir,“ segir Ólöf. „Þegar við svo sýndum í Áhaldahúsinu í Vestmannaeyjum vildi svo skemmti- lega til að gólfteppið í sýningarsaln- um var bleikt, svo þar þurftum við ekki að hafa fyrir því að koma bleika litnum inn í rýmið,“ segir Harpa og hlær. Góð yfirsýn yfir íslenskt myndlistarlíf Spurðar um framhaldið útiloka þær Harpa og Ólöf ekki að Ferða- fuða haldi áfram ferðalagi sínu. „Það hafa komið upp hugmyndir um að útvíkka sýninguna og fara með hana til hinna Norðurlandanna. Enda er þetta alveg dæmigerð sýning sem hægt er að tengja í allar áttir ef vilji er fyrir hendi,“ segir Harpa. „Gildi þessarar sýningar fyrir mig persónulega felst í því að mér finnst ég hafa fengið ofboðslega góða yf- irsýn yfir íslenskt myndlistarlíf og starfandi myndlistarmenn í land- inu,“ segir Harpa spurð um gildi hringferðarinnar. „Eins finnst mér ég hafa fengið innsýn í hvernig það er að starfa sem myndlistarmaður við svo ólíkar aðstæður sem finnast bara hér á þessu litla landi, en í kjöl- farið fór ég að velta fyrir mér þeim aðstæðum sem finnast um heiminn allan. Í framhaldinu af sýningunni finnst mér niðurstaðan vera sú að allir hefðu gott af meiri samskipt- um. Á sama hátt og ég held að lista- menn á landsbyggðinni hér hefðu gott af meiri samskiptum við lista- menn á höfuðborgarsvæðinu og öf- ugt, held ég að við hér á Íslandi hefðum gott af meiri samskiptum við listamenn og listheiminn í öðrum löndum. En til þess að það sé hægt þarf að skapa bæði aðstæður og tengsl. Við erum þakklátar öllum þeim sem gerðu okkur kleift að fara í þetta ferðalag og mynda þessi ákveðnu tengsl,“ segir Harpa. silja@mbl.is Mynd nr. 4 Morgunblaðið/SverrirMynd nr. 5 Mynd nr. 3 1) Ferðafuða í Slunkaríki á Ísafirði þar sem ferðin hófst haustið 2001. 2) Sýningin komin til Akureyrar sumarið 2002. 3) Framlag Önnu Richardsdóttur til Ferðafuðu var gjörningurinn Pöddur. 4) Frá sýn- ingunni í Ketilhúsinu á Akureyri. 5) Samtals taka 162 myndlistarmenn þátt í Ferðafuðu á Kjarvalsstöðum. Fremst á myndinni má sjá verkið Thumbs up – thumbs down eftir Heklu Dögg Jónsdóttur. 6) Án titils eftir Sólveigu Baldursdóttur er eitt þeirra verka sem sjá má á Kjarvals- stöðum. Morgunblaðið/Sverrir Mynd nr. 6 Mynd nr. 2 Óvenjuleg hringferð Sýningin Ferðafuða hefur farið hringinn í kringum landið á tveimur árum og er nú til sýnis í Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum. Myndlistarmennirnir Harpa Björnsdóttir og Ólöf Nordal sögðu Silju Björk Huldudóttur frá hugmyndinni að baki hringferðinni. Mynd nr. 1 Einræður Stein- ólfs í Fagradal eru skráðar af Finn- boga Her- mannssyni. Stein- ólfur Lárusson, bóndi í Ytri- Fagradal á Skarðsströnd í Dölum, er stór í sniðu og sérstæður maður á flesta lund. Jafnframt önnum búskaparins hefur hann sinnt eigin rannsóknum á ýmsum fyrirbærum mannlífsins. Tungutak hans er einkar meitlað og fjölskrúðugt og endurspeglar frum- lega hugsun og kímnigáfu. Oft hefur Steinólfur sagt yfirvöldum til synd- anna og ekki legið á skoðunum sínum um ýmis framfaramál, svo sem mörg- um er kunnugt. Hér segir hann af sjálfum sér, hugðarefnum sínum og hugsjónum, og af mannlífi á Skarðs- strönd fyrr og síðar. Útgefandi er Þjóðsaga. Bókin er 187 síður og prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Jón Óskar Hafsteinsson en ljósmynd á kápu tók Finnbogi Her- mannsson. Verð: 4.690 kr. Frásögn Grímsey og Grímseyingar – íbúar og saga er ritstýrt af Helga Daníelssyni. Samantekt efn- is bókarinnar önnuðust Har- aldur Jóhanns- son, Valgarður Egilsson, Björn Friðfinnsson, Bjarni Magnússon og Helgi Daníelsson og eru þeir einnig höfundar ýmiss efnis í bókinni ásamt fleirum. Í bókinni er annars vegar ábúenda- og íbúatal Grímseyjar frá 1890 en annað efni er fjölbreytt og lýsir mann- lífi og atvinnulífi í Grímsey frá önd- verðri 19. öld til vorra daga. Í inngangi bókarinnar segir Björn Friðfinnsson: „Saga Grímseyjar er saga harðrar lífsbaráttu við óblíðar aðstæður, hetjusaga horfinna kyn- slóða fólks sem með þrotlausu striti og þolinmæði tókst að nýta fjöbreytt lífríki heimskautaeyjar sér til lífs- afkomu. En saga Grímseyjar er einnig saga nútímafólks sem með tilkomu nýrrar tækni og þekkingar hefur byggt upp í eyjunni blómlegt samfélag á síð- ustu áratugum.“ Útlit bókarinnar var í höndum Helga Daníelssonar, Friðþjófs Helgasonar og Guðmundar Steinssonar. Prentun annaðist Prentmet og útgefandi er Akrafjallsútgáfan ehf. Fróðleikur Hrói bjargar jól- unum er eftir Roddy Doyle. Þýð- andi er Hjörleifur Hjartarson. Hér fjallar höf- undur um það þegar Rúdolf, for- ystuhreinn jóla- sveinsins, er kominn með flensu og Sveinki er með allt á hælunum. Hvað er til ráða? Írski rithöfundurinn Roddy Doyle, sem hlotið hefur m.a. Bookerverð- launin, sló í gegn meðal íslenskra barna árið 2001 með bók sinni Fliss- ararnir. „Hér er hann enn við sama heygarðshornið og segir spreng- hlægilega og æsispennandi sögu þar sem allt getur gerst og ekkert er heil- agt,“ segir í frétt frá útgefanda. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 159 bls. Verð: 2.290 kr. Börn Val-myndir, Ármúla 8 kl. 15 Pétur Pétursson opnar sýningu á 11 mál- verkum. Þetta er þriðja einkasýning Péturs og eru allar myndirnar mál- aðar með akríllitum á striga. Sýn- ingin stendur yfir út desem- bermánuð. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.