Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.11.2003, Qupperneq 44
FRÉTTIR 44 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Tæplega eitt hundrað manns voru á sviðinu þegar allir kórarnir sungu saman. ÞAÐ hljómaði sannarlega fagur söngur í aðalsal Félagsheimilisins á Flúðum síðdegis á laugardaginn í seinustu viku. Þrír kórar komu fram: Árnesingakórinn í Reykjavík undir stjórn Gunnars Ben., Samkór Selfoss sem Edit Molnár stjórnaði en undirleikari var Miklos Dalmay og Vörðukórinn sem starfar í upp- sveitum Árnessýslu. Stefán Guð- mundsson stjórnar honum en undir- leikari kórsins er Katrín Sigurðar- dóttir. Lagaval var fjölbreytt að vanda hjá þessum kórum. Mátti þar sjá nöfn eldri sem yngri höfunda svo sem Magnúsar Kjartanssonar, Magnúsar Eiríkssonar, Pálmars Þ. Eyjólfssonar, Ingibjargar Bergþórs- dóttur, Jósefs Haydn og Verdis svo einhverjir séu nefndir. Af sjónarhóli þess er fylgst hefur með þessum kórum sem starfað hafa um árabil eru þeir í sífelldri framför og krafturinn leyndi sér ekki. Tveir kóranna fóru létt með að syngja á þýsku og ítölsku. Að endingu sungu kórarnir þrjú lög saman og luku þessari vel heppnuðu söngveislu með hinu tilkomumikla lagi; Árnes- þing eftir Sigurð Ágústsson frá Birt- ingaholti, en textinn er eftir Eirík Einarsson frá Hæli. Þróttmikill söngur á Flúðum Hrunamannahreppur. Morgunblaðið. Eftir vel unnin störf var mér sagtað kæmi að kaffidrykkju. Nokkru síðar kom ég í önnum mínum nálægt kaffistofu starfsfólks. Stendur þar þá ungur maður á hvítum slopp og segir þegar hann sér mig; „Ertu þú nýbyrjuð? Ertu bú- in að fá þér kaffi?“ Nei, ég kvaðst ekki hafa fengið neitt kaffi. „Fáðu þér kaffisopa með mér,“ segir ungi maðurinn, og við fórum inn í kaffistofuna til að suppla saman úr kaffibollum og spjalla um stofnunina og starfið þar. Í ljós kom að maðurinn var læknanemi á síðasta ári og hlust- aði hann vandlega eftir skoðunum mínum, sem voru margvíslegar, sem og svaraði hann spurningum mínum ljúfmannlega. Þetta tók góða stund. En allt tekur endi um síðir og við stóðum upp og gengum fram. Þar blasti við sjón sem ég aldrei gleymi. Framan við kaffistofuna stóðu samverkakonur mínar í þéttri röð og sumar með krosslagða hand- leggi framan á hvítu svuntubrjóstinu. Gagnrýninn svipur þeirra er ógleym- anlegur. Læknaneminn ungi tók til fótanna en ég var tekin í gegn. „Við erum ekki vanar að drekka kaffi með læknanemunum, þeir drekka saman kaffi og stundum hjúkrunarfræðingarnir. Síðan sjúkra- liðar og starfsstúlkur,“ sagði ein kvennanna og var á henni að skilja að ég væri mikill stéttsvikari. Mér varð ljóst að mér hafði orðið á í messunni, ég hafði fært mig óverð- skuldað upp í mannvirðingastiganum og orðið það á að halda mig standa jafnfætis öðru fólki, hvert sem starf þess væri. Líka varð mér ljóst að ef ég ætlaði að halda vináttu samverkakvennanna þá yrði ég að láta af kaffidrykkjum með læknanemum og halda mig í þeim hóp sem mér bar. Og af því að fólk verður að vita hvar hagsmunir þess liggja þá ákvað ég að vinna þetta til, kaffidrykkjan með læknanemunum stæði aldrei nema stutta stund dag hvern en samstarf mitt við starfsstúlkurnar og sjúkralið- ana væri viðvarandi. Svona hugsaði ég þá. Þessi atburður hefur hins vegar oft orðið mér umhugsunarefni þegar stéttaskiptingu ber á góma. Ég hef hugsað um eðli hennar, orsakir og líf- tíma. Henni sýnist viðhaldið af þeim sem halda sig hafna yfir aðra af einhverj- um orsökum og ekki síður af hinum sem taka þessa hugmynd fólksins í mál. Stéttaskipting virðist vera hlut- verkaleikur, og vilja sumir gera sitt hlutverk mikilverðara en annarra. Sannleikurinn er hins vegar sá að eitt samfélag getur ekki staðist nema að öllum störfum sé sinnt sem nauðsyn- leg eru og eitt hlutverk er þar ekki öðru merkilegra. Þaðan af síður er ein manneskja annarri merkilegri. Hvað skyldi valda því að fólk telur sig hafið yfir aðra í umhverfi sínu? Peningar? Jú vafalaust, en hafa ber í huga að þeir eru hræðilega forgengi- legir. Í kreppunni miklu um 1930 urðu þeir bláfátækir sem áður voru stórríkir, sama var uppi á teningnum þegar allt snerist við í heimsstyrjöld- inni síðari, stórríkir gyðingar urðu ekki aðeins allslausir heldur ofsóttir. Og núna í íslensku samfélagi höfum við séð fátæka verða ríka, bæði með kvótaeign og verðbréfabraski og líka missa eigur sínar með sama hraða. Að öllu samanlögðu virðist trygg- ara fyrir handhafa peninga að fara sér hægt í sjálfsupphafningu, enginn veit hver annan grefur í þeim efnum. Þjóðfélagsstaða? Menn hefjast stundum til hárra embætta og fara að haga sér eins og „útvaldir“ af því til- efni. En fátt er eins fallvalt í heim- inum og embættaveitingar. Sagan sýnir að fyrr en varir er hinn embætt- ishái settur af og út í horn. Sagan sýn- ir líka að þetta getur gerst hvenær sem er, lítilfjörlegt hliðarspor getur haft afdrifaríkar afleiðingar og þarf jafnvel ekki hliðarspor til. Þess vegna eru líklega hyggindi sem í hag koma að hreykja sér ekki af háu embætti heldur einbeita sér að því að gegna því vel – á meðan því er gegnt. Mikil menntun í hálærðum skólum veldur stundum því sem kallað er „menntahroki“. Þegar lesnar eru bækur frá síðustu aldamótum, t.d. ævisögur lærðra manna, verður allt að því broslegt hvað þessum mönnum fannst sumum til um lærdóm sinn og forfrömun af því tilefni. Þegar svo lærdómurinn er skoðaður kemur í ljós að hann er í mörgum tilvikum æði úreltur og stundum jafnvel eintóm vitleysa í ljós samtímans. Það læðist því að manni sá illi grunur að hinn mikli lærdómur samtíðarinnar geti hlotið sömu örlög með tíð og tíma. Að vera lærður er ekki það sama og vera vitur. Merki- legra þarf fólk ekki að vera þótt það hafi lesið fleiri bækur en næsti maður, bækur eru skrifaðar af mönnum og þær eru misjafnar. Það er ekkert sem segir að það sem í bókum stendur auki nokkru við manngildi þess sem les og innihald þeirra kann meira að segja að verða úrelt þegar á næstu ár- um. Það er því vissast að hreykja sér heldur ekki af menntun sinni, hún kann að verða haldlítil í sögulegu ljósi og stundum hlægileg þegar tímar líða fram. Ætterni hefur orðið ýmsum tilefni til að halda sig hærra settan en aðra. Ekki þarf að hafa þar mörg orð um. Sagan af ættstórum einstaklingi og Óskar Wilde rithöfundi segir þar það sem segja þarf. Hinn ættstóri sat við hlið Wilde í veislu og eyddi miklum tíma í að ræða um ættgöfgi sína og forferðra sinna. Loks gat Wilde ekki orða bundist og sagði: „Það er með yður eins og gulrótina, það besta af yður er niðri í jörðinni.“ Þátttaka í miklum atburðum og átakamikilli lífsreynslu veldur því stundum að fólki finnst það á sér- samningi í tilverunni. Því miður er slíkt ekkert einsdæmi - ef fólk lifir eitthvað á annað borð þá upplifir það alls kyns atburði og missi og er enginn öðrum fremri í þeim efn- um. Það er heldur ekki gefið að „stór“ missir sé merkilegri en „lítill“, afleið- ingar missis t.d. eru háðar því hvernig viðkomandi einstaklingur er í sveit settur andlega, félagslega og efna- hagslega. Allt er þetta því afstætt og hæpið að draga fólk í flokka eftir því, - hvað þá að það sé sjálft að draga sig í sérflokk. Þannig mætti telja lengur en lík- lega er það ástæðulítið. Stéttaskipt- ing er ekkert annað en tilraun ein- hvers til að gera sig merkilegan, sögulega séð oftast á hæpnum for- sendum, og á hinn bóginn viðurkenn- ing ýmissa í umhverfinu á sjálfsupp- hafningu hins, ýmist vegna lélegs sjálfsmats eða þá þvingana. Þetta verður allt saman heldur kátbroslegt skoðað í þessu samhengi. Hina raunverulegu traustu sjálfs- ímynd öðlast fólk fyrst og fremst í þeirri vissu að það hafi gert eins vel og það gat hverju sinni og að það hafi sýnt fólkinu í kringum sig virðingu og samkennd sem lifandi manneskjum. Hver manneskja á sinn rétt en sá réttur er þó aldrei forsenda þess að gengið sé á sjálfsáakvörðunarrétt samtíðarfólksins eða minningu þeirra sem látnir eru. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR / Varstu að drekka kaffi með læknanemunum? Stéttaskipting Einu sinni vann ég á sjúkrahúsi hér í bæ og gegndi störfum sjúkraliða þótt ekki hefði ég formlega menntun til þess, aðeins starfsreynslu í umönnun frá öðru sjúkrahúsi. Fyrsta daginn minn í hinu nýja starfi skundaði ég af stað í bláum slopp með hvíta svuntu til þess að láta nú til mín taka. Ég var ung að árum og áhugasöm og tók rösklega í lökin á móti hinum menntuðu sjúkralið- um við umbúnaðinn og hristi koddana hraustlega. Síðan var farið að gefa sjúklingunum að borða, þeim sem ekki gátu hjálpað sér sjálfir. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Svo virðist sem verðbólga á veiði- leyfamarkaðinum sé allmiklu meiri heldur en í efnahagslífinu. Nú er sala veiðileyfa í lax- og silungsveiði hafin fyrir vertíðina 2004 og að vanda ríður Stangaveiðifélag Reykjavíkur á vaðið með verðskrá sinni. Verðskrár annarra leigutaka veiðiáa eru enn í prentvélunum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með fjöldann allan af veiðisvæðum á sínum snærum, annað hvort í beinni leigu, eða þá í umboðssölu. Þegar verðskráin nýútkomna fyrir 2004 er borin saman við verð- skrána fyrir 2003 kemur í ljós að verðhækkanir hafa ekki verið jafn miklar eða almennar um nokkurt árabil. Svo tekin séu nokkur afgerandi dæmi, þá er hæsta uppgefna verð á Hítará á Snæfellsnesi 54.900 á stöng á dag, auk þess sem þrjú tímabil eru gefin upp á 50.900, 47.900 og 44.900 krónur, en hæsta verð á nýliðnu sumri var 41.000 krónur fyrir dagstöngina. Á efra svæði Hítarár hækkar hæsta verð úr 9.200 í 14.900. Annað dæmi eru hin eftirsóttu svæði 1 og 2 í Stóru Laxá í Hrepp- um. Hæsta verð á nýliðnu sumri var 17.900 á dag, en fer nú í 25.900 og þúsund kall að auki ef keypt er um helgi. Svæði 3 í sömu á hækkar og úr 11.100 í 15.100. Skógá rýkur líka upp úr öllu valdi, dýrasti tíminn 2003 var 11.500 en fer í 21.900, auk þess sem níu tímabil eru á verðbilinu 11.900 til 19.900. Þetta byggist að sögn á auknum seiðasleppingum. Andakílsá hækkar líka mikið, eða úr 29.900 í 34.900 og Leirvogsá fer úr 53.400 í 59.900 krónur fyrir dagstöngina. Gljúfurá hækkar líka, fer úr 24.400 í 27.100 auk þess sem annað tímabil í henni er á 25.100. Áin er þriggja stanga og gaf aðeins 88 laxa sl sumar. Þá hækka Elliðaárn- ar um þúsund krónur, eða úr 9.900 fyrir hálfan dag í 10.900. SVFR teflir nú fram Svartá í fyrsta skipti í allmörg ár og er hermt að þar sé boðið upp á óbreytt verð frá síðasta sumri. Þetta er 3 stanga á sem gaf 280 laxa sl sumar, en er dýrust 62.400 og á tímabilinu 13.júlí til 7. sept- ember fer verðið aldrei niður fyrir 39.400 krónur. Vert er þó að geta Þverár í Fljótshlíð sem hefur sýnt sig vera frambærileg laxveiðiá, þar er boð- ið upp á gamla verðið áfram, 14.900 krónur á dag. Líka í silungsveiðinni Verðbólgan nær líka til silungs- veiðisvæða. Vinsælt sjóbirtings- svæði í Tungufljóti fer úr 21.900 í 24.900 dýrast og er einnig með tímabil á 22.900. Vorveiði í bleikju í Alviðru í Soginu fer úr 2.900 krónum í 3.800 og vorveiði á bleikju í Hítará hækkar úr 3.900 í 4.900. Gufudalsá fer úr 8.900 í 9.300. Þar er bráðin sjóbleikja. Svona mætti áfram telja, en í stöku tilvikum helst verð óbreytt. Það er þó á talsverðum minnihluta veiði- svæða. Hvað gera veiðimenn? Eins og fram kom hér að fram- an, þá hafa ekki verið jafn miklar hækkanir á veiðileyfum í allnokkur ár. Hækkanir þessar stafa af ýmsu, sums staðar er um vísitölubindingu í samningum og í öðrum tilvikum lenti SVFR í prútti við samkeppn- isaðila og hækkaði leiguna glanna- lega til að halda svæðum. Var það til að mynda tilfellið í Hítará. Nú er spurning hvernig stanga- veiðimenn taka þessum verðlags- breytingum, en síðustu árin hefur veiðileyfasala verið nokkuð stöðug og jafnvel að aukast nokkuð. Gríðarleg verðbólga! Morgunblaðið/Golli Sigurður Héðinn, leiðsögumaður stangaveiðimanna og fluguhnýtari hefur sent frá sér þennan bækling með nokkrum fluguuppskriftum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Hátíðarguðsþjónusta á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut sem fram fer í dag hefst kl. 14 en ekki kl. 14:30 eins og misritaðist í til- kynningu í blaðinu í gær. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT SEIFUR sem er af dobermanhunda- kyni afhenti Guðna Ágústssyni land- búnaðarráðherra fyrsta eintakið af Hundabókinni sem Almenna bóka- félagið hefur gefið út í þýðingu Brynju Tomer. Afhendingin fór fram í Húsdýragarðinum og mun þetta vera í fyrsta sinn í sögu bókaútgáfu á Íslandi, og þótt víðar væri leitað, sem hundur tekur að sér slíkt hlut- verk. Þakkaði Guðni Seifi fyrir bók- ina með handabandi og þeim orðum að gaman væri að kynnast svona vel þjálfuðum og fallegum hundi af teg- und sem ekki hefði sést á Íslandi fyrr en á síðustu árum. Afhenti Hundabókina Morgunblaðið/Ásdís Guðni Ágústsson þakkar Doberm- anhundinum Seifi bókina. EIÐUR Guðnason sendiherra hefur afhent Michael Jeffery, landstjóra Ástralíu, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra Íslands í Ástralíu með aðsetur í Peking. Afhenti trúnaðarbréf í Ástralíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.