Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 51

Morgunblaðið - 30.11.2003, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 51 DAGBÓK Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. Ársskeið, jólaskeið og jólasveinaskeið Fallega íslenska silfrið • Landsins mesta úrval Gull- og silfursmiðjan Erna Skipholti 3 Sími 552 0775 – síðan 1924 - www.erna.is Ólafur Gunnlaugsson sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum flytur hinn 1. desember nk. stofu sína í Læknasetrið, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga í síma 535 7700 Fundarefni er fjárlög og velferðarmál Framsögu hafa Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, varaformaður félagsmálanefndar. Fundarstjóri verður Salome Þorkelsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis. Aðventuhugvekju flytur sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Allir velkomnir! Fjárlög og velferðarmál Félagsfundur verður í Samtökum eldri sjálfstæðismanna, SES, í Valhöll fimmtudaginn 4. desember kl. 17.00 Einar Oddur Guðlaugur Þór Salome Sr. Hjálmar STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert varkár og vel gefin/n. Þú ferð oft hægt af stað en setur síðan kraft í hlutina þegar þú ert komin/n í gang. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Heilsa þín og aðstæður á vinnustað munu batna á næst- unni. Þú verður að trúa því að þetta geti gerst. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að gera ferðaáætlnir fyrir komandi ár. Þú hefur einstakt tækifæri til að leyfa sköpunargáfu þinni að njóta sín. Samkvæmislífið og ást- arlífið ættu einnig að ganga vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þú ert að huga að fast- eignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Samningar ættu að verða þér í hag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur einstakt tækifæri til að bæta samskipti þín við systkini þín á næstu mán- uðum. Minntu þig á að meta þá sem þú ert í daglegum samskiptum við. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hafðu augun opin fyrir tæki- færum til að auka tekjur þín- ar. Hinn heppni júpiter hefur áhrif á þennan hluta stjörnu- korts þíns næstu tíu mán- uðina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Komandi ár verður besta árið þitt á næsta áratug. Það þýðir ekki að það verði fullkomið heldur að þú róir með straumnum og með vindinn í bakið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú sérð greinilega hvað geng- ur upp í lífi þínu og hvað ekki. Gefðu það sem ekki gengur upp á bátinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Undanfarna mánuði hefur verið einhver spenna í sam- skiptum þínum við maka þinn og börn. Þú getur huggað þig við það að þessu tímabili muni ljúka eftir u.þ.b. mánuð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Júpiter er á hádegi í stjörnu- kortinu þínu og því ætti þér að ganga vel í vinnunni. Þú gætir líka hitt áhrifamikið fólk. Nýttu þau tækifæri sem þú færð. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er mikið að gera hjá þér. Þú kemur miklu í verk og nærð auk þess að hitta systk- ini þín og ættingja. Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima og lesa. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að huga að skuldum þínum og reikningum. Reyndu að gera þér grein fyr- ir því hvað þú skuldar mikið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tunglið er í merkinu þínu og það veitir þér svolítið forskot á önnur merki. Notaðu tæki- færið á meðan það varir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STÚLKULÝSING Líneik leit ég sjónar glæðum, logn var mjöllu stráð, gullreik gekk af hjarnar hæðum glitri sólar fáð, eins veik yfir græna láð sem fagurfley í vindi flytja seglin gljáð. Bjarni Thorarensen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 1. desember, er átt- ræður Leifur Eiríksson, matreiðslumeistari frá Felli, Akurgerði 1, Reykja- vík. Hann verður að heim- an. NORÐMAÐURINN Glenn Grötheim fær mörg prik fyrir hugdirfsku, en slík prik eru oft létt í vasa við spilaborðið. Þar er barist um önnur prik – impa-prikin. Og þau lentu öll hjá Ítölum: Norður ♠ G9742 ♥ 109763 ♦ 7 ♣Á3 Grötheim var með spilin að ofan í undanúrslita- leiknum við Ítali í Monte Carlo. Austur var gjafari og AV á hættu: Vestur Norður Austur Suður Fantoni Grötheim Nunes Aa -- -- 1 grand Pass 3 spaðar * Pass 3 grönd Pass Pass 4 lauf !? Dobl Pass Pass Redobl Pass 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Stökk Fantonis í þrjá spaða sýnir lágliti og lengri spaða en hjarta. Nunes valdi þrjú grönd og þegar sú sögn kom til Grötheims ákvað hann í ljósi stöðunnar að reyna fórn í annan hálitinn. Hann byrjaði á fjórum laufum og redoblaði svo á eftir til að knýja makker til að velja á milli hálit- anna. Þessi djarfa áætlun hefði getað gengið upp, en heppnin var ekki með Grötheim í þetta sinn: Norður ♠ G9742 ♥ 109763 ♦ 7 ♣Á3 Vestur Austur ♠ D65 ♠ ÁK103 ♥ G ♥ ÁD42 ♦ ÁDG5 ♦ 104 ♣KDG76 ♣952 Suður ♠ 8 ♥ K85 ♦ K98632 ♣1084 Það varð hlutskipti Terje Aa að spila fjögur hjörtu dobluð úr suð- ursætinu. Fantoni kom út með hjartagosann og Aa fékk fyrsta slaginn á kónginn. Hann spilaði spaða, en austur tók þann slag á tíuna og lagði niður ÁD í hjarta. Góð vörn og þegar slát- urtíðinni lauk gátu AV skráð 1400 í sinn dálk fyr- ir að taka spilið sex niður. Á hinu borðinu spiluðu AV þrjú grönd og unnu sex: 690. Sem þýddi að Ítalir fengu 12 „prik“ fyrir spilið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Bd7 6. a3 c4 7. g3 Ra5 8. Rbd2 Bc6 9. Bh3 Dd7 10. 0-0 Ba4 11. De2 0- 0-0 12. Re1 Kb8 13. f4 g6 14. Rdf3 Rb3 15. Hb1 h5 16. Be3 Rh6 17. Rg5 Ra5 18. Ref3 Rc6 19. Bf2 Re7 20. Bg2 Rc8 21. h3 De8 22. Hfc1 Rb6 23. Rd2 Rf5 24. Df3 Hc8 25. Rf1 Be7 26. Rh2 Bb3 27. De2 Bd8 28. Hf1 Hc7 29. Rhf3 Da4 30. Hbc1 Db5 31. g4 Rg7 32. Bg3 De8 33. Hf2 Ka8 34. Rd2 Da4 35. Rgf3 a5 36. Rxb3 Dxb3 37. Rd2 Da4 38. Hff1 Be7 39. Hb1 Dc6 40. Hf2 a4 41. Rf1 Hcc8 42. Re3 hxg4 43. hxg4 Hcg8 44. Bf3 Hh3 45. Rf1 Hgh8 46. Hh2 Hxh2 47. Bxh2 De8 48. Re3 Dg8 49. Bg2 Ka7 50. Df3 Dh7 51. Bg3 Dg8 52. Kf2 Ka6 53. Hg1 De8 54. He1 Db5 55. He2 De8 56. Bf1 Ka7 57. Kg1 Dg8 58. Hg2 De8 59. Be2 Hh3 60. Rf1 Dh8 61. Hh2 Ra8 62. Hxh3 Dxh3 63. Re3 Rc7 64. Bf1 Dh7 65. Bg2 b5 66. Bf2 f5 67. exf6 Bxf6 68. Bg3 Kb6 Staðan kom upp í áskor- endaflokki Mjólk- urskákmótsins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Sel- fossi. Regína Pokorna (2.429) hafði hvítt gegn Jóni Árna Halldórssyni (2.200). 69. f5! með þessu gegn- umbroti opnast skálínur fyr- ir biskupa hvíts og riðar staða svarts til falls skömmu eftir það. 69. …gxf5 70. Df4 Rge8 71. gxf5 exf5 72. Bxd5 Dd7 73. Bg2 Rg7? 74. Dxc7+ Dxc7 75. Rd5+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Í PISTLI 2. nóv. var rætt um so. að deyja og önnur sagnorð, sem höfð eru um viðskilnað af þessum heimi. Þó er ekki unnt að nota öll þeirra sem sam- heiti, þar sem viðskilnaður verður á ýmsa vegu. Í lok pistilsins spurði ég lesend- ur, hvort þeir deildu með mér þeirri skoðun, að so. að deyja væri e.t.v. ofnot- að og ætti raunar alls ekki við í ákveðnum sambönd- um. Gaf ég því upp bæði símanúmer mitt og tölvu- fang, og það bar árangur. Þakka ég þær undirtektir. Eins og lesendur hafa tek- ið eftir, er pistill þessi í mjög þröngum skorðum í blaðinu. Verður því að stikla á stærstu atriðum, sem berast. Svarendur höfðu sömu tilfinningu og ég, eins og ég gat búizt við. Nöfnum þeirra verð ég að sleppa, en rek efn- islega það, sem fram kom. Afleysingamaður á frétta- stofu RÚV fyrir nokkrum áratugum segist vera mér sammála um ofnotkun so. að deyja og segir svo: „Á tímabili heyrðist ekki önn- ur sögn en að látast, hvort sem menn gáfu upp önd- ina voveiflega eða af eðli- legum ástæðum og það átti bæði við um Frétta- stofu útvarps og sjón- varps. Þáverandi frétta- stjóri hafði ríka tilfinningu fyrir blæbrigðum málsins. Þá var m.a. talað um að látast eða bíða bana í slys- um á landi, en farast í sjó- slysum eða drukkna.“ Annar bréfritari tekur fram, að hann sé ekki „sáttur við fréttamenn út- varps“, þegar talað er um, að menn hafi látizt í bar- daga eða sprengingu. „Í mínum huga,“ segir hann, „hafa menn alltaf fallið í orrustum eða beðið bana.“ Ýmislegt fleira kom fram í svörum lesenda, sem bíð- ur næsta pistils. Síma- númer mitt 557 4977 og tölvufang er jaj@simnet.- is – J.A.J. ORÐABÓKIN Falla – bíða bana BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst sl. þau Julie Kerr og Haki Þór Ant- onsson. Þau voru gefin sam- an af séra Bowden frá Bel- fast í St. Salvator’s Chapel, Univeristy of St. Andrews. Heimili þeirra er í Cam- bridge, Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.