Morgunblaðið - 30.11.2003, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 2003 55
Þeim 3-4 ungmennum sem verða hlutskörpust verður boðið
að starfa með KaSa hópnum 3.– 4. apríl 2004 og koma fram
á opinberum kammertónleikum með hópnum í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Þátttakendur greiða engin námsgjöld og ferða-
og dvalarkostnaður þeirra sem koma til Reykjavíkur verður
greiddur.
Umsóknir: Skilyrði fyrir umsókn er að þátttakendur séu fær-
eyskir, grænlenskir eða íslenskir að þjóðerni og að hljóðfæra-
leikar séu fæddir eftir 1983 og söngvarar eftir 1978.
Umsóknum, ásamt stuttri lýsingu á tónlistarnámi/ferli og
hljóðritun með klassískri tónlist í flutningi umsækjanda, bæði
af hægri og hraðri gerð, skal póstleggja eigi síðar en mánu-
daginn 19. janúar 2004 á heimilisfang KaSa hópsins:
Sveighús 5, 112 Reykjavík.
KaSa hópurinn
Kammertónlist til framtíðar
Ungt tónlistarfólk á Norðvesturslóðum
Fyrir unga efnilega flytjendur klassískrar tónlistar
á Grænlandi, Íslandi og Færeyjum.
kynnir tónlistarsamkeppnina:
Frekari upplýsingar veita listrænir stjórnendur KaSa hópsins:
Nína Margrét Grímsdóttir: ninamargret@simnet.is, sími 899 6413
Áshildur Haraldsdóttir: ashildur@isholf.is, sími 551 8225
Samkeppnin er styrkt af Samstarfssjóði Nuuk – Reykjavíkur – Þórshafnar.
var. Þar byrjaði sem sagt ferillinn,“ segir hann
og hlær.
Býr til jólagjafirnar sjálfur
Friðrik var búsettur á Akureyri þegar platan
var tekin upp. „Ég fékk send demó og flaug síð-
an tveimur dögum síðar suður til að syngja,
svona gerist allt hratt á Íslandi.“ Hann er
ánægður með plötuna en á sér ekkert eitt uppá-
haldsljóð af henni. „Þetta er afslöppuð plata,
undirleikurinn einfaldur og raddirnar fá að
njóta sín sem mér finnst eiga mjög vel við
þarna.“
En er ástarljóðasöngvarinn rómantískur?
„Já, ég er alveg svakalega rómantískur,“ seg-
ir hann og hlær. „Nei, annars finnst mér róm-
antík svo víðfeðmt hugtak, hún þarf ekkert endi-
lega að tengjast ást, getur verið til dæmis bara
að koma einhverjum á óvart.“ Hann segist til
dæmis alltaf búa til jólagjafirnar sjálfur og þær
séu yfirleitt í formi tónlistar. „Er það ekki alveg
svakalega rómantískt?“ spyr hann og hlær.
Sá aldrei Regínu
Friðrik Ómar Hjörleifsson
FRIÐRIK Ómar Hjörleifsson syngur tvö lög á
plötunni Íslensk ástarljóð. Annars vegar Nótt
sem er ljóð Þorsteins Erlingssonar við lag Gunn-
ars Þórðarsonar og Við fyrstu sýn sem er ljóð og
lag eftir Magnús Þór Sigmundsson en þar syngur
hann dúett með Regínu Ósk Óskarsdóttur.
„Við Regína sáumst reyndar aldrei þótt við
syngjum þarna saman, sem mér fannst dálítið
fúlt, en svona er vinnslan bara orðin í dag,“ segir
Friðrik. Hann er að norðan, öxndælskur, akur-
eyrskur Dalvíkingur eins og hann segir sjálfur,
en flutti suður í ágúst þar sem hann stundar
söngnám við djassdeild FÍH. Friðrik syngur í
söngleiknum Motown um þessar undir en er
einnig í sex manna norðanbandinu Sautján vél-
um. Hann hefur sungið frá því hann man eftir
sér, byrjaði á að standa uppi á stól og syngja fyr-
ir fjölskylduna. „Ég man nákvæmlega hvar ég
söng fyrst uppi á sviði, það var með Stjórninni
þegar ég var níu ára gamall í Víkurröst á Dalvík.
Það var alveg rosalegt að fá að syngja með Siggu
Beinteins og ég man meira segja hvaða lag þaðÞVÍ sérkennilega nafni Græni bíllinn hans
Garðars heitir hljómsveit frá Bíldudal sem fór
víða um Vestfirði undir lok níunda áratug-
arins og í upphafi þess tí-
unda, en diskurinn sem hér
er gerður að umtalsefni er
það eina sem eftir hana
liggur að því ég best veit, en
hann er gefinn út í tilefni
sumarhátíðarinnar á Bíldu-
dal í sumar.
Upphafslag disksins, Bíldudalur bærinn
minn, er mikill óður til Bíldudals, þess ágæta
pláss, væntanlega saminn fyrir sumarhátíðina
sem áður er getið. Lagið er frekar skemmt-
aralegt en ágætlega spilað og textinn mærð-
arlegur lofsöngur um Bíldudal og umhverfi.
Að því loknu er sett í annan gír í titillagi skíf-
unnar, létt blúsrokksveifla að hætti KK og
Mannakorna. Gítarspil í því lagi er mjög vel
útfært og hljómborð ekki síður, greinilegt að
þeir félagar kunna sitthvað fyrir sér í hljóð-
færaleik. Lagið er líka ágætt stuðlag og sung-
ið af innlifun.
Hana dreymir einkennir líka góður gítar-
leikur og hljómborð gott, lagið rómantískt og
textinn passlega sorglegur. Gott hefði verið að
fá eins og eitt gott gítarsóló á lágu nótunum.
Tregatextinn í Svo lengi er fulldramatískur,
en lagið vel spilað, sérstaklega er gítarleikur
skemmtilegur. Áður er getið hvernig þeir
Grænabílsfélagar minna á KK og Magnús Ei-
ríksson, en viðlagið í Svo lengi minnir mjög á
Síðan skein sól.
Senjorinn er með þjóðlagastemmningu,
raddaður söngur og lífleg spilamennska. Inn í
Otradal er hálfgert varðeldslag þar sem hver
kemur með sitt textabrot, lag sem vekur
væntanlega mikla kátínu og skemmtan í góðra
vina hópi, en á varla erindi til annarra.
Þessi diskur þeirra félaga í Græna bílnum
hans Garðars hefur væntanlega vakið gleði
Bílddælinga og gesta þeirra á sumarhátíðinni
og það að verðleikum því hann er skemmti-
legur þótt hreppahúmorinn fari fyrir ofan
garð og neðan hjá þeim sem ekki þekkja til.
Tónlist
Sumarhátíð á
Bíldudal
Endalaust
Græni bíllinn hans Garðars
Menningarhópurinn Græni bíllinn hans
Garðars
Endalaust, geisladiskur með hljómsveitinni Græna
bílnum hans Garðars. Hljómsveitina skipa Bjarni Þór
Sigurðsson gítarleikari, G. Hjalti Jónsson trommu-
leikari, Matthías Ágústsson bassaleikari, Viðar Ást-
valdsson söngvari og hljómborðsleikari og Þórarinn
Hannesson söngvari og kassagítarleikari. Diskurinn
er sex laga, fjögur eru eftir þá Viðar og Þórarin, eitt
lag er eftir Ottó Valdimarsson og eitt eftir Jörund
Garðarsson við texta Hafliða Magnússonar, en á
einnig texta við eitt laga Viðars. Menningarhópurinn
Græni bíllinn hans Garðars gefur út.
Árni Matthíasson
HUGMYNDIN að baki plötunnar Íslensk ástarljóð er
sótt í samnefnda ljóðabók sem Snorri Hjartarson ljóð-
skáld tók saman árið 1949. Bókin hefur að geyma ást-
arljóð frá landnámsöld og fram að þeim tíma sem hún
kom út en nokkur
ljóðanna voru valin á
plötuna.
„Það vakti athygli
mína að mörg þessara
fallegu ljóða áttu sér
ekkert lag svo við
ákváðum að vinna úr
þeim lögum sem þegar
voru til en láta semja
ný lög við hin ljóðin,
segir Steinar Berg Ís-
leifsson útgefandi.
Hann kveður ljóðið
Ást eftir Sigurð Nordal
fyrst hafa gripið sig er hann las bókina og þá hafi hug-
myndin að plötunni fæðst.
Á plötunni er að finna ljóð eins og Ást eftir Sigurð
Nordal, Vísur Vatnsenda-Rósu, Fyrir átta árum eftir
Tómas Guðmundsson og Ég bið að heilsa eftir Jónas
Hallgrímsson.
Einnig eru þar nýrri ljóð meðal annars eftir Megas,
Bubba Morthens og Davíð Oddsson.
„Ég vildi bæði fá reynda söngvara, á borð við Andreu
Gylfadóttur, Pál Rósinkrans og Stefán Hilmarsson sem
syngja hvert sitt lag á plötunni, og yngra fólk sem er að
koma inn um þessar mundir eins og Ragnheiði Gröndal
og Friðrik Ómar Hjörleifsson,“ útskýrir Steinar. Hann
fékk Jón Ólafsson til að útsetja lögin og stjórna upp-
tökum. „Við lögðum mikið upp úr því að hafa heildræna
hljóðmynd á plötunni sem getur verið erfitt þegar svo
margir ólíkir söngvarar taka þátt en það tókst.“
Ástin í ljóðum