Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgarfulltrúa sjálfstæðismanna þótti það lummó af formanni samgöngunefndar að ferðast í limmó á bíllausa deginum. Efnisframleiðsla og örtækni ESB óskar eftir hugmyndum Hér á landi er nústaddur NicholasHartley sem hingað er kominn til að halda kynningarfund um efnisframleiðslu og ör- tækni sem heyrir undir 6. rannsóknaráætlun ESB. Fundinn heldur hann fimmtudaginn 4. desem- ber nk. á Grand hóteli klukkan 8.30 til 10.00. Eft- ir fundinn verður boðið upp á viðtöl við hann, þar sem aðilar sem hyggjast sækja um styrki til Evr- ópusambandsins á sviði efnis – framleiðslu og ör- tækni geta rætt áform sín við hann og fengið ráðgjöf. Síðdegis fer hann væntan- lega í fyrirtækjaheim- sóknir. Morgunblaðið spurði Nicholas nánar út í veru hans hér. Það er RANNÍS sem heldur þennan fund og sér um allan und- irbúning með aðstoð frá Ingólfi Þorbjörnssyni, forstöðumanni efnis- og umhverfisdeildar Iðn- tæknistofnunar, og Eddu Lilju Sveinsdóttur, deildarstjóra jarð- fræði- og jarðtæknideildar Rann- sóknarstofnunar byggingariðnað- arins. En þá að viðtalinu við Nicholas Hartley. – Segðu okkur fyrst aðeins frá sjálfum þér, hver er Nicholas Hartley? „Ég hef menntað mig á þessu sviði, í efnisframleiðslu og ör- tækni og komið víða við í náminu. Ég hef helgað mig rannsóknum og m.a. unnið á einu af stærstu verktakarannsóknarstofum Bret- lands. Ég flutti til Brussel árið 1986 í því skyni að taka þar þátt í rannsóknar- og þróunarstofnum ESB í efnisframleiðslu og ör- tækni. Verkefnin í Brussel hafa að mestu snúist um að stofna til nýrrar stefnu í rannsóknum og þróun vegna fjölda kostaðra verkefna sem efnt hefur verið til og ESB tekur þátt í fjárhagslega samkvæmt reglugerðum um skiptan kostnað í þátttöku. Nú um stundir veiti ég forstöðu litlum starfshópi sem hefur um- sjón með stefnumörkun ESB á þessu sviði.“ – Í hverju er það starf fólgið? „Það má skipta því í þrennt. Í fyrsta lagi stefnumótun til fram- tíðar, í öðru lagi upplýsingamiðl- un og samskiptamál og í þriðja lagi metum við þau verkefni sem koma inn á borð til okkar og met- um hvaða þýðingu þau kunna að hafa í fyllingu tímans.“ – Hvert er eindi þitt hingað til lands? „Ég ætla að greina frá því að stofnun mín er nú að setja af stað „óskir eftir hugmyndum“, sem er undanfari þess að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geti lagt fyrir okkur hugmyndir sínar að rannsóknum og í kjölfarið sótt um styrki.“ – Fyrir hverja er þessi kynn- ingarfundur þinn? „Þetta verður mikil- vægur fundur fyrir alla rannsóknaraðila á Íslandi á sviði efnis- framleiðslu á breiðum grundvelli. Í sjöttu rannsóknaráætluninni er eftir miklum fjármunum að slægjast, en samkeppnin um þá er mikil, því er það gott tækifæri fyrir íslenska rannsóknaraðila að fá þennan fund og þetta tækifæri til að kynna verkefni sín fyrir mér.“ – Segðu okkur aðeins frá 6. rannsóknaráætlun Evrópusam- bandsins, út á hvað gengur hún? „Sjötta rannsóknaráætlunin gildir til fjögurra ára og felur í sér samvinnu um rannsóknir og tækniþróun og litið er á áætl- unina sem lið í að byggja upp Evrópu sem eitt vísindasvæði. Samvinnan tekur til aðildarlanda Evrópusambandsins, EES/ EFTA landanna og landa sem gert hafa tvíhliða samning við Evrópusambandið um aðild, s.s. Ísrael og Sviss. Áætlunin veitir styrki til einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna og meginmarkmið hennar er að gera Evrópu að einu vísindasvæði. Heildarfjármagn til 6. rannsóknaráætlunarinnar eru rúmir 17 milljarðar Evra og þar af fara 1,3 milljarðar Evra til styrkja í efnisframleiðslu og ör- tækni. Árlega koma út vinnuáætl- anir þar sem framkvæmdastjórn ESB auglýsir eftir ákveðnum verkefnum sem síðan aðildarlönd að 6. rannsóknaráætluninni geta sótt um í sameiningu.“ – Áttu von á að fyrirfinna hér á landi athyglisverð verkefni og rannsóknarhugmyndir … og hafa Íslendingar eitthvað fram að færa á þessu sviði að þínu mati? „Íslenskir aðilar eru nú þegar þátttakendur, s.s. styrkþegar í 5. rannsóknaráætluninni. 6. rann- sóknaráætlunin er með verulegar áherslur, en þó ekki einvörðungu, á örtækni og örvísindi og Íslend- ingar eru mjög gildandi á því sviði og hafa margt fram að færa. Verður einstaklega gagnlegt að fá að hitta íslensku for- vígismennina á þessu sviði í Reykjavík og skiptast á skoðunum. Framleiðsla Íslendinga er orðlögð fyrir end- ingargildi, hreinleika, heilbrigðis- og öryggismál, enn fremur eru Íslendingar vel þekktir fyrir árangur sinn í lækn- isfræðilegum lífvísindum. Allir þessir þættir koma við sögu í nýju rannsóknaráætluninni. Þannig að svarið við spurning- unni er já, ég geri fastlega ráð fyrir því að ferð mín hingað verði vel þess virði.“ Nicholas Hartley  Nicholas Hartley útskrifaðist með doktorspróf í efnisfram- leiðslu og örtækni frá Háskól- anum í Sussex í Englandi. Hann hefur víða komið við sögu á löngum ferli, en hingað til lands kemur hann sem framkvæmda- stjóri stofnunar sem metur verk- efni og umsóknir um styrki til sérstakrar rannsóknaráætlunar sem Efnahagsbandalagið stend- ur fyrir og miðar að því að sam- eina Evrópu sem eitt vísinda- svæði. Hann er hér á landi í boði RANNÍS og heldur kynningar- fund á Grand hóteli næstkom- andi fimmtudagsmorgun. …að gera Evrópu að einu vís- indasvæði FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti fyrstu kær- leikskúlunni frá Steinunni Ásu Þor- valdsdóttur við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu í gær. Setti Ólafur kúluna svo á jólatréð í Hafnarhúsinu. Áður hafði biskup Íslands, Karl Sig- urbjörnsson, blessað kúluna en markmiðið með sölu á henni er að auðga líf fatlaðra barna og ung- menna. Rennur allur ágóði til eflingar starfsemi Reykjadals, sumarbúða fyrir fötluð ungmenni sem stofn- aðar voru fyrir sléttum 40 árum. Við athöfnina í gær lék Bjöllu- kórinn nokkur jólalög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur og Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, sagði stuttlega frá Erró, en eitt verka listamanns- ins prýðir kærleikskúluna sem er blásin glerkúla. Þetta er í fyrsta sinn sem kær- leikskúlan kemur út en ætlunin er að þetta verði gert árlega á aðvent- unni og kúlurnar verði skreyttar verkum íslenskra listamanna. Kær- leikskúlan verður til sölu í Lista- safninu fram að jólum, hjá Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra og í verslununum Home Art í Smára- lind, Villery og Boch í Kringlunni og Kokku á Laugavegi 47. Tók við fyrstu kærleiks- kúlunni Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.