Morgunblaðið - 02.12.2003, Page 15

Morgunblaðið - 02.12.2003, Page 15
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 15 SÍLDVEIÐAR hafa gengið vel það sem af er vertíðinni en alls hafa íslensku skipin nú veitt rúmt 81 þúsund tonn. Eru þá tæp 50 þúsund tonn eftir af heildarkvótanum en mörg síldarskipanna eru þegar búin eða langt komin með kvóta sína. Síldin hefur hins vegar þótt fremur smá og ítrekað hefur verið gripið til svæðalokana vegna of hás hlutfalls smásíldar í afla. Samkvæmt samantekt Samtaka fisk- vinnslustöðva er búið að vinna um 30 þús- und tonn af afla vertíðarinnar til manneldis en um rúm 45 þúsund tonn hafa farið til bræðslu. Þá hafa rúm 7 þúsund tonn verið fryst úti á sjó. Það er nótaskipið Víkingur AK sem borið hefur að landi mestan síldarafla á vertíðinni eða um 9.500 tonn. Skipið landaði um 350 tonnum af síld á Fáskrúðsfirði í gær og fékkst aflinn í einu kasti við Hvalbakinn svokallaða. Þar voru fleiri nótaskip á veiðum og fengu þau öll góðan afla. Trollskipin hafa verið að veiðum í Kolluál, vestur af Snæ- fellsnesi, síðustu daga en voru í gær á leið austur fyrir land vegna leiðindaveðurs á miðunum vestur af landinu. Þá fékk Ásgrím- ur Halldórsson SF um 350 tonn í trollið í Héraðsflóa í fyrradag, þannig að hún veiðist víða síldin þessa dagana. Júlíus Ingólfsson, skipverji á Víkingi AK, varð fyrir svörum þegar Morgunblaðið sló á þráðinn um borð í gær. Hann sagði síldina frekar blandaða en henni væru þó allri land- að til vinnslu. „Þetta er blönduð síld en þó má sjá miklar breddur inn á milli. Síldin hefur verið frekar smá alla vertíðina en þó höfum við fengið farma sem eru að uppi- stöðu til demantssíld. Við erum löngu búnir með kvótann okkar en erum nú að veiða af kvóta Loðnuvinnslunnar. Ég á hins vegar von á að við förum að snúa okkur að loðnunni fljótlega,“ sagði Júlíus. Ekki beinlínis uppgripavertíð Skinney-Þinganes á Hornafirði hefur tek- ið á móti tæpum 17 þúsund tonnum af síld á vertíðinni og segir Hermann Stefánsson framleiðslustjóri að nú sé farið að hilla undir vertíðarlok, enda útlit fyrir að skip félagsins klári kvóta sína í desember. „Við tókum að- eins á móti 600 tonnum í september en það hefur verið glimrandi veiði allt frá því 10. október og okkur bárust 7 þúsund tonn í október og 9 þúsund tonn í nóvember. Gall- inn er hins vegar sá að síldin hefur verið frekar smá og því hefur talsvert af aflanum farið til bræðslu. Eins fer meira af þeirri síld sem unnin er til manneldis í ódýrari af- urðaflokka, auk þess sem gengi dollarans hefur verið okkur frekar óhagstætt. Þetta verður því seint talin uppgripavertíð en við erum auðvitað ánægðir þegar veiðist síld, það er fyrir öllu,“ segir Hermann. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE er þessa dagana í síldarleiðangri en Páll Reynisson leiðangursstjóri segist ekki hafa fundið stóru síldina frekar en síldveiðiskip- in. „Það er víða að sjá veiðanlega síld en við höfum því miður ekki fundið þessa stóru. Undanfarin ár hefur lítið veiðst af þessari svokölluðu demantssíld en yngri árgangar verið þeim mun meira áberandi. Eins urðum við varir við talsvert af smásíld á innfjörðum norðanlands og vonandi skilar hún sér sem stórsíld í veiðina eftir einhver ár,“ segir Páll. Morgunblaðið/Sigurður Mar Þrátt fyrir fremur smáa síld hefur stór hluti síldaraflans farið til manneldisvinnslu. Hillir undir lok síldarvertíðar HIÐ landsþekkta aflaskip Börkur NK hefur aflað yfir eina milljón tonna frá því skipið kom til landsins árið 1973. Börkur hefur reyndar gert talsvert betur því nákvæmlega er aflinn orðinn 1.012.736 tonn á þessum ríflega 30 árum. Börkur kom með 1.150 tonn af kolmunna til löndunar í Neskaup- stað um helgina og þar með hefur fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnsl- unar í Neskaupstað tekið á móti 200 þúsund tonnum af hráefni á árinu sem er íslenskt met. Börkur NK á yfir 60 þúsund tonn af þessu hrá- efni. Afli Barkar NK hefur verið afar mismunandi milli ára á þessum þremur áratugum, allt frá 1.370 tonnum árið 1982 upp í 82.317 tonn á síðasta ári. Það stefnir síðan í met- afla á þessu ári en skipið hefur aflað yfir 80 þúsund tonna og er afla- hæsta íslenskra kolmunnaskipa það sem af er árinu. Börkur NK hefur stundað veiðar á öllum tegundum svonefndra upp- sjávarfiska svo sem síld, loðnu, kol- munna, makríl og hrossamakríl. Það hefur stundað veiðar við Ísland, út um allt Norður-Atlantshaf, í Bar- entshafi, Norðursjó og suður með Afríkuströndum allt til Máritaníu. Þá var skipið notað til að flytja ís- aðan fisk á Englandsmarkað allt frá loðnuleysisárunum 1982–83 fram til 1990. Skipið var endurbyggt í Pól- landi 1998 og skipt um vélbúnað í því í Englandi ári síðar. Mikil breyt- ing var á aflabrögðum skipsins eftir vélaskiptin 1999 og hefur Börkur frá þeim tíma veitt yfir 70.000 tonn á ári. Skipstjóri á Berki NK er Sturla Þórðarson, fyrsti stýrimaður er Hálfdán Hálfdánarson og Óskar Sverrisson er yfirvélstjóri. Morgunblaðið/Ágúst Börkur NK kemur til heimahafnar eftir andlitslyftinguna árið 1998. Afli Barkar NK yfir milljón tonn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Börkur NK á miðunum um miðjan 8. áratuginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.