Morgunblaðið - 02.12.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.12.2003, Qupperneq 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 25 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 1 0 8 5 5 e›a hringdu í síma 800 7000 og kauptu áskrift núna! • Ni›urfelld stofngjöld • Enn meiri hra›a á enn lægra ver›i – 20% lækkun á ADSL 2000* • Frímánu› á TÓNLIST.IS • 3 netföng, hvert inniheldur 50 MB geymslupláss • Öflugar varnir gegn vírusum og ruslpósti • Beinan a›gang a› tugum leikjafljóna** Me› flví a› gerast áskrifandi a› flrá›lausu Interneti fær›u: fiRÁ‹LAUST INTERNET VI‹ FELLUM NI‹UR STOFNGJÖLD ** Einnig gefst flér kostur á vi›bótarfljónustu, t.d. Leikjaáskrift og Fjölskylduvænu Interneti. fiú getur gert fla› hvar sem er Komdu vi› í verslunum SímansInnifali›: • Beinir (router) me› flrá›lausum sendi • firá›laust netkort í fartölvu • Smásía * Tilbo›i› mi›ast vi› 12mána›a áskrift a› ADSL 1500 e›a ADSL 2000 tengingu hjá Símanum Internet. Mána›aráskrift er frá 4.820 kr. og mi›ast vi› 100 MB af inniföldu gagnamagni. A›eins 2.490 kr.* Stofnkostna›ur á›ur8.490 kr. TILBO‹: * Mi›ast vi› ADSL 2000mána›aráskrift me› 100MB inniföldu gagnamagni. Alla mína skólagöngu beiðég eftir því að farið væriað kenna okkur um til-finningarnar sem maður glímdi við og líðan manns, en sú fræðsla kom aldrei,“ segir Guð- björg Thoroddsen. „Þegar ég þurfti að velja hvaða nám ég ætlaði að ein- beita mér að kom aðeins til greina að velja eitthvað sem fjallaði um til- finningar, sálfræði, leiklist eða bók- menntir. Leiklistin varð fyrir val- inu.“ Að anda niður í maga Guðbjörg hefur þróað námskeið sem hún kennir í ýmsum grunn- skólum í Grafarvogi og í Mos- fellsbæ. Megin áherslan er á slök- unaröndun og vinnu með tilfinningar. Hún starfaði sem leik- ari í 25 ár og einnig sem ráðgjafi og meðferðarfulltrúi. Tilfinninga- námskeiðið segir hún byggjast á þeirri kunnáttu og reynslu sem hún aflaði sér í þessum störfum. „Leikarar eru endalaust að greina persónur og skoða sjálfa sig og vinna með sig. Þeir þurfa að geta túlkað aðra persónu og sam- samast henni og þurfa því að geyma sína eigin persónu á meðan,“ segir hún. „Til þess að geta gert það þurfa þeir að kunna slökun, anda niður í maga og komast á núllpunkt, eins og kall- að er. Þetta er hlutlaust andlegt og líkamlegt ástand. Tilfinningarnar eru víðs- fjarri en við slökum á og hvílumst. Í þessu ástandi er hægt að fjarlægj- ast eigin tilfinningar og samsamast tilfinningum annarra og skoða til- finningarnar fram og til baka eins og ekkert sé. Ég þróaði þessa tækni til sjálfshjálpar og notaði hana á sjálfa mig þegar ég þurfti á að halda og hún reyndist mér vel. Ég hef síðan komist að því að hún virð- ist nýtast flestum sem reyna hana.“ Erum ekki stjórnlaus reköld Guðbjörg segir að þegar þessari tækni sé náð, að geta athugað til- finningar á hlutlausan hátt, geti maður lært að stjórna eigin líðan og athöfnum. „Við þurfum að þekkja okkur sjálf til að geta notið þess sem lífið hefur upp á að bjóða,“ seg- ir hún. „Alla langar til að líða vel og það er stórkostlegur hæfileiki að geta haft áhrif og stjórn á líðan okkar. Við erum ekki bara reköld sem sveiflumst til og frá með til- finningum okkar. Við getum breytt hugsun okkar með þessari aðferð og þar með haft stjórn á því hvern- ig við viljum vera og hvernig okkur líður.“ Guðbjörg vonast til að leiklist verði skyldufag innan skólakerf- isins og þar með gefist gott svigrúm til að taka upp tilfinningakennslu. Einnig væri hægt að nota lífsleikn- itíma í slíka vinnu. Henni finnst að það ætti að vera lagt til grundvallar öllu námi að fræða börn um sig sjálf sem manneskjur. Sá sem ekki andar rétt lifir ekki til fulls „Ég get ekki annað en verið ánægð með þær viðtökur sem þessi námskeið mín hafa haft bæði hjá fræðsluyfirvöldum, skólastjórum, kennurum og foreldrum. Ánægðust er ég þó með að börnin sem hafa komið á námskeiðin eru ánægð. Nú eru nýhafin námskeið fyrir náms- ráðgjafa, forvarnarfulltrúa, kenn- ara og aðra þá sem áhuga hafa þar sem ég mun kenna þessa hugsun – þessa aðferð. Þannig vonast ég líka til að þessi tækni nýtist sem flest- um. Í rauninni er tæknin einföld. Hún byggist á að við séum meðvituð um öndun okkar. Hún er samofin spennu og slökun líkamans og með því að ná tökum á henni getum við haft áhrif á líðan okkar og hegðun. Í skyndihjálp er sagt að sá sem ekki andar, hann deyr. Hægt er að bæta við að sá sem ekki andar rétt, nær ekki að lifa til fulls.“  NÁM|Stjórn á eigin líðan og athöfnum Alla langar að líða vel Morgunblaðið/Árni Sæberg asdish@mbl.is Guðbjörg Thoroddsen hefur haft áhuga á líðan fólks frá því hún man eftir sér. Hún hjálpar fólki að vinna með tilfinningar sínar og styrkja sjálft sig. Við þurfum að þekkja okkur sjálf til að geta notið þess sem lífið hefur upp á að bjóða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.