Morgunblaðið - 02.12.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 02.12.2003, Síða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 27 Munið að slökkva á kertunum          Er reykskynjari á þínu heimili? Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins     ÞAÐ má segja að það hafi verið tals- vert happdrætti fyrir duglausu bóndakonuna að giska rétt á nafn Gilitruttar og fá í staðinn fullofinn ullarstrangann sem hún hafði ekki nennt að vefa sjálf. Jú, – svolítil áhætta var auðvitað með í spilinu, en vinningurinn hennar virði. Í dag eru þau Gilitrutt, Ása, Signý og Helga, Búkolla, Jón smali, Mó- húsa-skotta, Marbendill, móðir mín í kví, kví og átján barna faðir í Álf- heimum, allt þeirra heimafólk og hyski, enn komin í spor Gilitruttar forðum, því við hin, sem ekki búum í þjóðsögunum getum nú hreppt þau í vinning, öll með húð og hári og hal- ann með. Happdrætti SÍBS og Edda útgáfa, hafa nefninlega gert með sér samkomulag um að Íslenskar þjóð- sögur og ævintýri Jóns Árnasonar verði á vinningaskrá happdrættisins árið 2004. Verðmæti samningsins nemur liðlega 90 milljónum króna. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Happdrættis SÍBS, segir að samkomulagið nú sé áframhald af því samstarfi sem stofnað var til fyr- ir ári, þegar Happdrætti SÍBS og Edda undirrituðu samning um að Ís- lensk orðabók og heildarverk Snorra Sturlusonar yrðu meðal vinninga í happdrættinu á þessu ári. „Þetta var þannig í framkvæmd, að endatölur í mánaðarlegum útdrætti réðu því hverjir fengu bækurnar, og eins verður á næsta ári. Þetta er búið að skila býsna mörgum viðskiptavinum okkar óvæntum og mjög skemmti- legum glaðningi. Nú er komið að þjóðsögunum, og þetta er viðleitni okkar til að efla íslenska menningu. Jafnframt er þetta viðleitni happ- drættisins, sem er vöruhappdrætti, til þess að nýta þá annmarka sem lögin setja, á jákvæðan hátt fyrir viðskiptavini okkar. Okkur finnst gott að geta nýtt vöruhappdrættið til þess að útbreiða íslenska menn- ingu, og það hefur verið gert með ýmsu móti um margra ára skeið, bæði með verkum íslenskra lista- manna, og nú síðasta ár með þessum merka samningi við Eddu, sem Happdrætti SÍBS er afskaplega ánægt með.“ Fyrirmynd annarra þjóðsagnasafna Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu, segir að með samningnum við Happdrætti SÍBS vaki fyrir útgáf- unni að halda áfram útgáfu á því stórmerkilega verki íslenskrar þjóð- menningar sem Þjóðsögur Jóns Árnasonar eru. „Flestir þekkja þetta verk, og Þjóðsögur Jóns Árna- sonar eru fyrirmynd allra annarra þjóðsagnasafna sem gefin hafa verið út á Íslandi. Það hefur verið mjög mikið spurt um Þjóðsögurnar, en þær hafa ekki verið fáanlegar í nokkur ár. Sjálfur hef ég rekið út- gáfuna Þjóðsögu í rúmlega tíu ár, og á tveggja ára fresti hefur alltaf kom- ið upp þörf fyrir að prenta nokkur hundruð sett af Þjóðsögunum. Við viljum halda þessu merki á lofti. Happdrætti SÍBS sýnir með samn- ingnum afar gott fordæmi í því að líkamleg og andleg velsæld við- skiptavina þeirra fari saman. Við er- um afar ánægð með samninginn og þakklát happdrættinu fyrir að gefa okkur kost á því að koma Þjóðsögum Jóns Árnasonar á framfæri. Þetta er dýr framleiðsla, en við notum þetta tækifæri til að framleiða aðeins meira en venjulega í þeirri von að landsmenn geti orðið þess aðnjót- andi á næstu árum að lesa Íslenskar þjóðsögur; – að þær geti aftur orðið heimilisprýði og heimilisgagn á ís- lenskum heimilum. Það veitir ekki af, – ekki síst ungu kynslóðarinnar vegna að koma Þjóðsögunum á framfæri á nýjan leik.“ Páll Bragi segir augljóst að þjóð- sögur okkar séu arfur sem Íslend- ingar í dag vilji mjög gjarnan halda í, og bendir á að birtingarmyndir þeirra í nútímanum séu marg- víslegar, og því sé brýnt að þær séu aðgengilegar nýjum lesendum. Pét- ur tekur undir þetta og nefnir hlið- stæðu í rímnakveðskapnum, sem gangi í mikla endurnýjun lífdaga nú, með nýjum kynslóðum. Páll Valsson, útgáfustjóri Þjóð- sögu, segir að Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar sé ekki einungis fyr- irmynd annarra íslenskra þjóð- sagnasafna, heldur hafi það einnig skipað mikilvægan sess í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. „Jón Sigurðs- son tók Þjóðsögur Jóns Árnasonar upp á sína arma um leið og þær komu út, og sá til þess að þær færu inn á heimili landsmanna. Þjóðern- isvakningin á 19. öld á þjóðsögunum því mikið að þakka. Að því leyti skipa þær mjög veglegan sess í ís- lenskri menningarsögu. Það gætu þær örugglega haldið áfram að gera, því þjóðlegi arfurinn á sér bjarta framtíð.“ Þjóðsögur í vinning Morgunblaðið/Sverrir Samningur Eddu og Happdrættis SÍBS um Þjóðsögur Jóns Árnasonar und- irritaður í gær. Kristín Þóra Sverrisdóttir, skrifstofustjóri SÍBS, Hrannar Björn Arnarson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Eddu, Páll Valsson, útgáfustjóri Þjóðsögu, og í fremri röð: Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Happdrættis SÍBS, og Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu útgáfu. Hús Silla og Valda, Aðalstræti 10, kl. 20 Lesið úr nýjum bókum: Úlfar Þormóðsson, Hallgrímur Helgason, Reynir Traustason (Linda), Þóra Sigríður Ingólfsdóttir (Svo fögur bein, Alice Sebold), Guðrún Sigfús- dóttir (Dætur Kína eftir Xinran) auk óvæntra lesara. Smiðjan, leikhús LHÍ við Sölv- hólsgötu kl. 20 Nemendur á 2. ári í leiklistardeild hafa í vetur leiklesið nokkur af verkum William Shake- speares, ásamt atvinnuleikurum. Í kvöld verður lesið verkið Draumur á Jónsmessunótt í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Edda Arnljóts- dóttir les Titaníu, Þór Tuliníus les Bokka og Baldur Trausti Hreinsson les Óberon. Nemendur skipta með sér öðrum hlutverkum. Lestrarnir eru óæfðir og leikritin eu lesin óstytt. Kaffi krús, Selfossi Elínborg Jóns- dóttir opnar sína fyrstu einkasýn- ingu. Til sýnis eru vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 16. des. Í DAG MENDE Nazer, höfundur bók- arinnar Ambáttin, kemur til Ís- lands í boði JPV-útgáfu í dag og dvelur hér á landi til 7. desember. Nazer mun halda fyrirlestur í Iðnó á laugardag kl. 14. Mende Nazer hlaut Spænsku mannréttindaverðlaunin fyrir að vekja athygli á nútíma þrælahaldi í bók sinni. Nazer er ung Núbast- úlka frá Súdan sem lenti í höndum arabískra mannræningja aðeins 12 ára gömul og var hneppt í ára- langan þrældóm. Nazer var fyrst haldið sem þræl hjá fjölskyldu í höfuðborg Norður-Súdan, Khart- oum, en var síðar send til fjöl- skyldu í London sem hún þjónaði sem ambátt í 2 ár áður en henni tókst að komast undan á flótta. Nazer lenti þá í baráttu við breska ríkið um að fá landvistarleyfi en það mál vakti gífurlega athygli og mikla úlfúð í breskum fjölmiðlum og mannréttindasamtök víða um heim koma að máli hennar. Saga Nazer hefur vakið spurningar um þrælahald í nútímanum og munu Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2004 baráttunni gegn þrælahaldi í heiminum. Mende Nazer kemur til Íslands Ljósmynd/Peter von Felbert Mende Nazer áritar bók sína. Hornið, Hafnarstræti 15, kl. 21 Listaveislan Skáldið sem dó & skáldið sem lifir. Ljóða- og tónlist- arkvöld. Nú stendur yfir sýning Rúnu K. Tetzschner í minningu Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar á myndskreytingum við skrautskrifuð ljóð hans og hennar. Rúna flytur ljóð þeirra úr nýútkomnum bókum við undirleik Leós G. Torfasonar og Óskar Óskardóttur sem einnig mun syngja ljóð eftir Þorgeir og fleiri texta. Auk þeirra koma fram trúba- dorarnir Jón Hallur Stefánsson og Leo Gillespie og skáldin Einar Ólafsson, Hallgerður Gísladóttir og Margrét Lóa Jónsdóttir. Á MORGUN  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.