Morgunblaðið - 02.12.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 02.12.2003, Síða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í slenski fjárhundurinn hef- ur deilt kjörum með þjóð- inni frá upphafi land- náms og þótt meðferðin á honum hafi ekki alltaf verið góð hefur hann reynst okk- ur sannur Tryggur. Við komumst reyndar að því seint og um síðir að hann var einn af slöppustu fjárhundum í heimi. Þetta sáu bændur sem fóru til Skotlands á 19. öldinni og tóku eftir því að skoski fjárhundurinn gat það sem sá íslenski gat ekki: haldið utan um fjárhóp og komið í veg fyrir að þessar styggu skepnur þytu eitthvað út í buskann. En við fyrirgáfum bæði Trygg og Snata. Þeir voru nú einu sinni okkar hundar, bæði vinalegir og fallegir, kátir seppar með uppbrett eyru og hringað skott. Þeir eru ekki þurftaf- rekir og geta lifað á nánast hverju sem er nema grasi. Eða réttara sagt svona var hann, íslenski hundurinn. Sög- urnar sem nú berast úr sveitinni benda eindregið til þess að stökk- breyting hafi orðið á fjárhund- inum okkar en auðvitað getur líka verið að einhver illyrmisleg kyn- blöndun hafi átt sér stað. Aðeins eitt er víst og það er að hann er ekki gamli, góði Tryggur lengur. Ekki er breytingin á dýrinu al- slæm. Bændum til mikillar furðu er hann loksins búinn að læra öll brögðin sem almennilegir fjár- hundar í útlöndum kunna og heldur vel utan um féð. Hann geltir minna en hann gerði og lætur fremur verkin tala. En því miður hefur hann tekið upp á því að ráðast af grimmd á varn- arlausar rollurnar þegar enginn sér til. Þótt heimturnar af fjalli hafi sums staðar batnað er það að- allega vegna betra árferðis. Dugnaður hundanna er alls ekki ókeypis og þeir taka sér laun án þess að spyrja bændur. Illa bitið fé skjögrar nú um heiðarnar og hrúgur af blóðugum, hálfétnum lambskrokkum hafa fundist á af- viknum stöðum til fjalla. Svo slægur er fjárhundurinn okkar orðinn að hann reynir meira að segja að fela glæpinn og setur upp sakleysissvip þegar hann er skammaður. Þá skilur hann ekki neitt og er voðalega hissa. En vísbendingarnar eru orðnar svo margar að fólk kennir ekki lengur rebba eða erninum um og annað hefur líka sannað sekt hundanna: Þeir eru hættir að éta úr dallinum, venjulegt hundafóð- ur er ekkert spennandi lengur. Nú vilja þeir feitt læri og hrygg. Við vitum ekki mikið um sam- skipti dýranna en ekki er það sennilegt að útlendir flækingar, sem læra sumir þennan óskunda í heimalandi sínu, hafi beinlínis kennt okkar hundum þetta. Samt er ekki hægt að útiloka að eitt- hvað slíkt geti gerst, að hundar geti átt flóknari tjáskipti sín í milli en áður hefur verið talið. Eitt er víst að ekki er það hungur sem rekur þá til að haga sér svona, við erum löngu hætt að svelta húsdýrin okkar. Og athygl- isvert er að oft eru rollurnar sem þeir hafa drepið ekki nema hálf- étnar. Það er eins og hinn nýi fjárhundur torgi ekki því sem hann rænir. Hann bítur og drep- ur íþróttarinnar vegna en ekki af þörf. Skýringin gæti verið stökk- breyting. Skyndilega hefur fæðst hundur með eiginleika sem duga svo vel að smám saman hefur ætt hans útrýmt öllum öðrum, segir kenningin. Sögur hafa lengi verið á kreiki um merkan hund á Snæ- fellsnesi sem hafi upp úr 1850 vakið athygli fyrir afburða hæfi- leika til fjárrekstrar og hann eignaðist sæg af afkomendum. En samt fór svo að bóndinn, Koð- rán Fimmsunntrínuson, skaut hann. „Hrappur var alltaf að bíta þær í hækilinn og ég kom tvisvar að honum þar sem hann var að éta lamb. Hvort hann eða tófu- skrattinn drap lömbin veit ég ekki en maður getur ekki tekið áhættuna,“ sagði Koðrán. En við viljum ekki lóga hund- unum, tilfinningaástæður koma í veg fyrir það. Forfeður þeirra þoldu með okkur súrt og sætt. Í sjálfu sér höfum við heldur ekki efni á að gagnrýna nýju rakkana allt of hart. Siðferði kemur þessu framferði þeirra ekkert við vegna þess að dýrin eru siðblind í okkar mannlega skilningi. Þau ganga fyrir eðlishvötum, éta, drekka, slást, æxlast þegar hvötin kallar. En við höfum slegið eign okkar á kindurnar og við þurfum að lifa, ekki síður en hundarnir. Ef hund- arnir færa sig upp á skaftið er ekki gott að segja hvar þetta end- ar. Þeir gætu fært sig upp á skaftið, lagst út og myndað tryllta ræningjaflokka sem engu eira. Sauðfjárrækt gæti lagst af og hvað gera hundarnir þá? Þegar þeir væru búnir að útrýma fugl- um og þeim villtu dýrum sem hér er að finna kæmi röðin að svína- og hænsnabúum og loks – okkur. Hér er kannski verið að mála skrattann á vegginn og til eru ýmsar lausnir. Eins gæti verið að selja allt fjárhundakynið úr landi í einu lagi og nýta okkur að Ís- land er svo óskaplega „inni“ eins og það heitir. Mörgum útlend- ingum finnst gaman að eiga eitt- hvað skrítið frá þessu litla, und- arlega landi. Við gætum vafalaust fengið betri fjárhunda annars staðar og á viðráðanlegu verði en yrðum að gæta þess vel að láta ekki pranga inn á okkur lélegu rusli. Ekki er samt víst að fjár- bændur í Ástralíu eða öðrum miklum sauðfjárræktarlöndum vildu seppana okkar ef þeir færu að grafast fyrir um ástæðuna fyr- ir því að þeir væru til sölu. Ástr- alir gætu sagt að nóg sé að þurfa að kljást við bannsetta kan- ínupláguna og ástæðulaust að kalla yfir sig íslenska hunda- plágu. En einhvers staðar verða vond- ir að vera og ef ekki tekst að breyta háttalagi hundanna gæti örþrifaráðið verið að gefa þá Kór- eumönnum. Þar í landi munu hundar vera vinsæll réttur, sér- staklega ef þeir eru í góðum hold- um. Ótryggð fjárhunda Svo slægur er fjárhundurinn okkar orð- inn að hann reynir meira að segja að fela glæpinn og setur upp sakleysissvip þegar hann er skammaður. VIÐHORF eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÝAFSTAÐINN landsfundur Samfylkingarinnar setti heilbrigðismál í nýtt sviðsljós. Heilbrigðisþjón- usta er fyrirferðarmikil í opinberum rekstri og þarfnast þess vegna sérstakrar skoð- unar, ekki síst vegna þess að ýmislegt bendir til þess að heilbrigðisútgjöld eigi eftir að aukast, m.a. með hækk- andi meðalaldri landsmanna. Pólitískir keppinautar Samfylking- arinnar virðast túlka niðurstöður landsfundarins hver með sínum hætti. Í heilbrigðismálum var niðurstaðan þó mjög skýr, svo sem sjá má á þeim ályktunum sem samþykktar voru. Samfylkingin lýsir þar vilja sínum til „að mikilvægt sé að tryggja opinbera ábyrgð í heilbrigðisþjónustu“. Jafnframt vill Samfylkingin að þjónustan nái til allra, „óháð efnahag“. Eina leiðin til að ná þessu marki er að hið opinbera sjái til þess að þjónustan sé til staðar í þeim mæli sem unnt er handa þeim sem á henni þurfa að halda. Frjáls sam- keppnismarkaður tryggir fólki ekki jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Á markaði geta ýmsir keypt sér forgang og meiri aðhlynningu í krafti auðs eða tekna. Þess vegna hafnar Samfylkingin einkavæð- ingu í þessum málaflokki eins og segir í stjórn- málaályktun landsfundarins. Hið opinbera á að standa straum af kostnaði við heilbrigðisþjónustuna að mestu leyti með sköttum. Jafnframt setur hið op- inbera starfseminni ýmsar reglur, m.a. í krafti fjár- veitinga. Þessarar þjónustu eiga svo allir að njóta, óháð tekjum, búsetu eða öðrum slíkum þáttum. Þetta er sú jafnaðarmennska sem Samfylkingin stendur fyrir. Mismunun að þessu leyti á ekki að líðast. Það er þó mikilvægt að undirstrika að þótt hið op- inbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu eru það í mörgum tilfellum einkaaðilar, félög og sjálfseign- arstofnanir, sem láta hana í té á kostnað hins op- inbera. Þessir aðilar geta framleitt þjónustuna sem ríkið kaupir, hvort sem um er að ræða skurð- aðgerðir, hjúkrun eða heilsugæslu. Hið opinbera get- ur keypt þjónustuna af þessum aðilum og veitt þeim sem þurfa á að halda. Þannig má segja að heilbrigð- isþjónustan eigi að vera samábyrgð okkar allra. Samábyrgðin tryggir jöfnuð og réttlæti.Við nýtum okkur pólitískar leiðir í gegnum samþykktir á Al- þingi til að ná fram markmiðum okkar um þjón- ustumagn og gæði, um réttlæti og jöfnuð. Við getum þó ákveðið að kaupa þjónustuna af einkafyr- irtækjum, eins og áður sagði. Þannig geta einka- rekstur og opinber forsjá í þessum efnum vel farið saman. Þetta tengist hefðbundinni umræðu um eðlileg skil á milli markaðar og stjórnmála. Landsfundur Sam- fylkingarinnar sló því föstu að það sé stjórnmála- manna að bera ábyrgð á að öllum þegnum landsins standi jafnt til boða opinber heilbrigðisþjónusta og að hafna beri því að markaðsvæða þjónustuna að hluta eða í heild, þ.e. að færa hana úr opinberri umsjá með þeim sköttum, gæðaeftirliti og því lýð- ræðislega aðhaldi sem því fylgir, yfir til hins frjálsa samkeppnismarkaðar þar sem fyrst og fremst mark- aðurinn sjálfur veitir aðhald og þar sem hver getur keypt sér þá þjónustu sem hann vill í krafti þess fjármagns sem hann eða hún hefur yfir að ráða. Samfylkingin vill tryggja jöfnuð að þessu leyti. Þess vegna hafnar hún leiðum sem gera fólki kleift að kaupa sér forgang að þjónustu í krafti auðs eða aðstöðu. Slíkt er óréttlæti sem grefur undan velferð- arkerfinu, eins og dæmin sanna. Við teljum hins veg- ar nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til að bæta þjónustuna og gera hana hagkvæmari og er þá sjálfsagt að skoða ýmsar nýjar stjórnunar- og rekstraraðferðir ef þær lofa góðu. Við höfum ekkert á móti því að hið opinbera heilbrigðiskerfi kaupi þjónustuna af einkareknum fyrirtækjum ef þau geta veitt hana á ásættanlegu verði, í þeim gæðum sem við sættum okkur við og að uppfylltum sjálfsögðum kröfum um aðbúnað og kjör starfsmanna. Þvert á móti ber að nýta einkaframtakið á jákvæðan hátt innan þess ramma sem hér hefur verið lýst. Aðal- atriðið er að tryggja öllum jafnan aðgang að þjón- ustunni óháð efnahag og það verður aðeins gert með opinberri ábyrgð, ekki óheftum markaðslausnum. Samábyrgð í heilbrigðismálum Eftir Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er formaður vinnuhóps um velferðarmál á landsfundi Samfylkingarinnar. Aðstoðarfjármálaráðherra Skota, Tavish Scott, lenti í slæm- um málum í byrjun nóvember er hann fór gegn stefnu fram- kvæmdastjórnar Skota og kallaði eftir því að Skotar myndu segja skilið við sjávarútvegs- stefnu Evrópusam- bandsins (ESB). Scott þessi er ráðherra í framkvæmdastjórn Skota og er þekktur fyrir að vera harður andstæðingur sjáv- arútvegsstefnu ESB. Hann þurfti m.a. að segja sig úr stjórninni árið 2001 vegna andstöðu sinnar. Þrátt fyrir að Íhaldsflokkurinn og Þjóð- ernisflokkurinn séu að mestu sam- mála Scott, kröfðust þeir að hann segði sig úr framkvæmdastjórn- inni að nýju fyrir að brjóta siða- reglur ráðherra. Þær reglur segja skýrt að þegar einhver ráðherra kemur fram með yfirlýsingu sé öðrum ráðherrum skylt að fylgja henni. Stefna Skota er þó ekki að yfirgefa sjávarútvegsstefnuna eins og stendur, Scott hefur sagt að hans orð hafi verið mistúlkuð og hann er enn um sinn ráðherra. Lögbrot orðin venja Nú hefur ný rannsókn á fisk- veiðum Skota leitt í ljós ógnvekj- andi tölur, talið er að um 80% af fiskveiðiflota Skota séu að brjóta lög með því að veiða svokallaðan svartan fisk, eða landa fisk fram hjá vigt. Talað er um verðmæti upp á um 10 milljarða kr. á ári. Skoska fiskeftirlitsstofnunin telur að allir séu að brjóta fiskveiðilögin fyrir utan nokkra skelfiskbáta á vesturströndinni. Þrátt fyrir þess- ar tölur tekur fiskeftirlitsstofn- unin ekki hart á málunum. Segja má að hún sé með ótrúlega sam- úðarstefnu sem sjaldan finnist meðal stofnana. Hefur hún m.a. sagt að fiskveiðimennirnir séu ekki gráðugir heldur verði þeir að hegða sér svona þar sem lög ESB geri þeim ómögulegt að sjá fyrir sér á heiðarlegan hátt. Stofnunin hefur fengið á sig harða gagnrýni frá ESB fyrir að hafa ekki staðið sig við eftirlitsstörf. En á móti hefur hún gagnrýnt ESB og sagt að refsingar nái takmörkuðum ár- angri og það þurfi breytta stefnu í sjávarútvegsmálum. Yfirgefa sjávarút- vegsstefnu ESB Staðan er því þannig að Frjáls- lyndir demókratar og Verka- mannaflokkurinn, sem eru í sam- steypustjórn í Skotlandi, eru ósammála um hvert eigi að stefna. Tavish Scott vill losna við sjáv- arútvegsstefnu ESB og reyna að koma á einhvers konar N- Atlantshafsbandalagi um sjáv- arútvegsmál þar sem Skotar, Færeyjar, Norðmenn og Íslend- ingar vinni saman. Verka- mannaflokkurinn er ekki á þeirri línu, hann vill hins vegar róttækar breytingar á stefnunni. Þjóðern- isflokkurinn hefur gefið það út að hann ætli að leggja fram frumvarp í breska þinginu þar sem lagt verði til að Skotar segi skilið við sjávarútvegsstefnu ESB. Íhalds- flokkurinn og Þjóðernisflokkurinn hafa sagt að Skotar verði að fá aftur stjórn yfir fiskveiðilögsögu sinni. Ástandið slæmt Eitthvað verður að gera, staða sjávarútvegsbyggða í Skotlandi fer sífellt versnandi og nú er svo komið að menn eru farnir að líta á ýmis félagsleg áhrif. Í bæjum eins og Fraserburgh og Peterhead spá menn hærri glæpatíðni, aukinni vímuefnaneyslu og fátækt ef ekk- ert verður gert. Þorkstofninn hef- ur farið úr 170 þúsund tonnum ár- ið 1980 niður í 52 þúsund tonn árið 2000. Ástandið er slæmt og framtíðin ekki björt þar sem Dav- id Griffith, yfirmaður vísindastofn- unarinnar sem ráðleggur ESB í sjávarútvegsmálum þegar kemur að veiðum í Norðursjó, hefur mælt með að enginn þorskur verði veiddur á næsta ári. Svartsýnir Skotar ögra ESB Eftir Pétur Berg Matthíasson Höfundur er stjórnmálafræðingur og býr í Skotlandi. AKUREYRI fær falleinkunn í jafnréttismálum í nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir jafnréttis- og fjöl- skyldunefnd bæj- arins. Þriðji hver maður á Akureyri segir að bærinn standi illa að jafnrétt- ismálum, litlu fleiri að hann standi vel að þeim. Flestar þeirra kvenna, sem spurðar voru, segja bæ- inn standa sig illa. Karlar eru ánægð- ari, einkum ungir karlmenn. Almennt finnst fólki ekki að það þekki stefnu bæjarins í jafnréttismálum vel, flestir þekkja hana ekki en þó segist einn af hverjum fimm þekkja þessa stefnu vel. Í meginatriðum er lítið undan nú- gildandi jafnréttisstefnu að kvarta. Samt er verið að semja nýja. Hún á að vera með skilgreindum viðfangs- efnum, það á að tilgreina ábyrgð- araðila verks og hafa tímamörk. Allt er þetta ágætt en Akureyrarbær mun verða dæmdur af verkum sínum hér eftir sem hingað til. Í jafnréttisstefn- unni segir að það eigi að leggja fram kyngreindar upplýsingar um launa- greiðslur Akureyrarbæjar. Það virð- ist ekki vera hægt og er ekki gert. Þar segir líka að greiða eigi konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu. Ég hef ekki tölu á þeim dómsmálum sem Akureyrarbær hefur tapað á un- anförnum árum vegna brota á jafn- réttislögum. Launamál eru mikilvæg- asti málaflokkur jafnréttismála að mati Akureyringa. Tillaga Samfylk- ingarinnar í bæjarstórn um að rann- saka launamun hjá Akureyrarbæ var felld þannig að ekki er hægt að setja viðmið hvað þetta varðar í þá jafn- réttisáætlun sem er í smíðum. Hin pólitíska ábyrgð á þeirri slæmu stöðu sem Akureyri er í vegna jafnréttismála er hjá Kristjáni Þór Júlíussyni og Jakobi Björnssyni. Þeir Falleinkunn í jafnréttismálum Eftir Þorlák Axel Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.