Morgunblaðið - 02.12.2003, Page 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR Ingi Skúlason verður í 16-manna hópi
Arsenal í kvöld þegar liðið fær Jóhannes Karl
Guðjónsson og félaga hans í Wolves í heimsókn á
Highbury í 4. umferð ensku deildabikarkeppn-
innar í knattspyrnu.
„Ég verð á bekknum en þar sem ég verð lík-
lega eini varnar- og miðjumaðurinn á meðal
varamannanna gæti ég dottið inn ef eitthvað
bjátar á. Ég held allavega í vonina,“ sagði Ólafur
Ingi við Morgunblaðið í gær.
Ólafur var í fyrsta sinn í leikmannahópi að-
alliðs Arsenal þegar liðið sló út Rotherham í
þriðju umferð keppninnar í vítaspyrnukeppni en
hann kom ekkert við sögu í leiknum.
Ólafur sagði að fyrirliðinn Patrick Vieira yrði í
liði Arsenal á móti Úlfunum og eins Sylvain Wilt-
ord, en báðir eru þeir að stíga upp úr meiðslum.
Ólafur Ingi í
leikmannahópi
Arsenal
Morgunblaðið/Golli
Ólafur Ingi Skúlason
GYLFI Einarsson, sem er á mála hjá norska fé-
laginu Lilleström og á eitt ár eftir af samningi
sínum við norska liðið, er kominn til reynslu hjá
enska 1. deildarliðinu Stoke City.
John Rudge, yfirmaður knattspyrnumála hjá
Stoke, segir á fréttavef Sky Sports að Gylfi
verði hjá Stoke í tíu daga en enginn íslenskur
leikmaður hefur verið í herbúðum Stoke, sem
er í meirihlutaeigu Íslendinga, frá því Pétur
Hafliði Marteinsson yfirgaf liðið í haust.
Gylfi, sem 25 ára gamall miðjumaður, hefur
leikið með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni
síðustu þrjú árin en hann var í íslenska landslið-
inu sem gerði markalaust jafntefli við Mexíkó í
San Francisco á dögunum – lék þá sinn 9. lands-
leik.
Lilleström er eins og mörg norsk félög í mikl-
um fjárhagskröggum og komi tilboð frá Stoke í
Gylfa er ekki ósennilegt að því verði tekið.
Gylfi kominn
til Stoke
KÖRFUKNATTLEIKUR
Grindavík – Keflavík 92:90
Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersport-
deildin, mánudagur 1. desember 2003.
Gangur leiksins: 10:2, 15:10, 23:13, 35:15,
46:30, 52:34, 63:46, 70:46, 74:60, 82:72,
89:88, 92:90.
Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 36, Páll
Axel Vilbergsson 23, Dan Trammel 18,
Helgi Jónas Guðfinnsson 10, Jóhann Ólafs-
son 3, Guðmundur Bragason 2.
Fráköst: 28 í vörn - 20 í sókn.
Stig Keflavíkur: Derrick Allen 28, Falur
Harðarson 21, Gunnar Stefánsson 17,
Gunnar Einarsson 7, Nick Bradford 6,
Halldór Halldórsson 5, Jón N. Hafsteins-
son 5, Magnús Gunnarsson 1.
Fráköst: 19 í vörn – 19 í sókn.
Villur: Grindavík 16, Keflavík 20.
Dómarar: Leifur Garðarsson og Sigmund-
ur Már Herbertsson.
Áhorfendur: Um 400.
Staðan:
Grindavík 8 8 0 706:656 16
Njarðvík 8 6 2 735:675 12
Snæfell 8 6 2 664:608 12
Keflavík 8 5 3 785:697 10
KR 8 5 3 757:698 10
Hamar 8 5 3 652:670 10
Haukar 8 4 4 641:670 8
Tindastóll 8 3 5 761:735 6
KFÍ 8 2 6 742:809 4
Þór Þorl. 8 2 6 729:804 4
Breiðablik 8 1 7 658:721 2
ÍR 8 1 7 661:748 2
Bikarkeppni KKÍ
32-liða úrslit Bikarkeppni KKÍ og Lýsing-
ar:
ÍS – ÍR ................................................... 73:99
BLAK
Bikarkeppni kvenna:
Stjarnan – Afturelding............................. 0:3
(15:25, 18:25, 21:25)
KNATTSPYRNA
HM U20 ára
A-riðill:
Burkina Faso - Slóvakía .......................... 1:0
Panama - Sameinuðu furstadæmin ........ 1:2
Burkina Faso 6 stig, Slóvakía 3, Samein-
uðu furstadæmin 3, Panama 0.
B-riðill:
Malí - Spánn.............................................. 0:2
Úsbekistan - Argentína ........................... 1:2
Argentína 6 stig, Spánn 3, Malí 3, Úsbek-
istan 0.
C-riðill:
Ástralía - Kanada ..................................... 2:1
Tékkland - Brasilía................................... 1:1
Brasilía 4 stig, Ástralía 4, Tékkland 2,
Kanada 0.
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni karla, SS-bikarinn, 8-liða úr-
slit:
Fylkishöll: Fylkir - KA .........................19.15
Víkin: Víkingur - Afturelding....................20
Á morgun leika Fram - HK og Valur -
ÍBV.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fyrirtækjakeppni KKÍ, Hópbílabikar
kvenna, undanúrslit:
DHL-höllin: KR - Grindavík ................19.15
Í KVÖLD
Úrslitin standa
ÚRSLIT leiks kvennaliðs Íslands og Ítalíu
í undankeppni EM í handknattleik skulu
standa, 29:28. Dómstóll EHF úrskurðaði í
kæru Ítala vegna þessa leiks um helgina og
niðurstaðan er að eins marks sigur Íslands
skal standa. Ítalir hafa þrjá sólarhringa til
að áfrýja þessari niðurstöðu dómstólsins.
LOGI Gunnarsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, fór
úr axlarlið á nýjan leik þegar
lið hans, Giessen, tapaði fyrir
Karlsruhe, 82:76, í fram-
lengdum leik í þýsku 1. deild-
inni í körfuknattleik um
helgina. Þetta var fyrsti leik-
ur Loga eftir nokkurt hlé
vegna sams konar meiðsla.
Útlit er fyrir að hann verið
frá keppni fram yfir áramót-
in.
Samkvæmt frásögn á
heimasíðu Giessen átti atvikið
sér stað í upphafi framleng-
ingarinnar. Logi hafði leikið í
35 mínútur sem leikstjórn-
andi og skorað 4 stig. Meiðsli
Loga eru sérlega slæm fyrir
lið Giessen því þeir sem
venjulega leika sem leik-
stjórnendur hjá liðinu eru
meiddir. Giessen náði aðeins
að skora þrjú stig í framleng-
ingunni en staðan eftir venju-
legan leiktíma var 73:73.
Giessen er í 15. og næst-
neðsta sæti 1. deildar með 4
stig eftir 8 umferðir, jafn-
mörg og Köln og Trier sem
eru í sætunum á undan og
eftir. Neðri hluti deildarinnar
er hnífjafn og Giessen þyrfti
aðeins tvo sigra til að komast
upp í miðja deild.
Logi fór úr
axlarlið á ný
Heimamenn byrjuðu með látumog eftir 4 mínútur tóku gest-
irnir leikhlé enda staðan 13:2 og ekk-
ert að ganga hjá
þeim. Lítið skánaði
leikur gestanna en
þeim virtist fyrir-
munað að hitta fyrir
utan þau stig sem Derrick Allen setti
undir körfunni en hann skoraði átta
af þessum 13 stigum Keflavíkur,
standandi undir körfunni. Að loknum
fyrsta leikhluta leiddu heimamenn
örugglega 23:13 en skotin duttu ekk-
ert frekar hjá Keflavíkurliðinu í öðr-
um leikhluta. Dan Trammel í liði
heimamanna tók góða rispu í öðrum
leikhluta og setti niður 14 stig í þeim
leikhluta og mörg hver með miklum
látum þegar hann tróð. Grindvíking-
ar fóru því keikir til búningsher-
bergja í hálfleik með örugga forustu
52:34 og lítið í spilunum að sú staða
myndi breytast.
Heimamenn byrjuðu seinni hálf-
leik með sömu látum og þeir höfðu
spilað fyrri hálfleik og þegar 6 og
hálf mínúta var liðin af þriðja leik-
hluta var staðan orðin 70:46 og
Keflavíkurliðið enn út á túni. Nú kom
fín rispa hjá gestunum en heima-
menn slökuðu greinilega á klónni.
Gestirnir héldu uppteknum hætti í
síðasta leikhluta og nú hrökk Falur
Harðarson í gang hjá þeim. Hann fór
að setja niður þriggja stiga skot í
gríð og erg. Heimamenn virtust vera
hættir að sækja og taugatitringur
gerði vart við sig enda Keflavíkurlið-
ið loksins að hitta úr skotum sínum.
Þegar 25 sekúndur voru til loka leiks
jöfnuðu gestirnir 90:90 og leikur sem
ekkert var spennandi var orðin há-
spennuleikur. Grindvíkingar fóru í
sókn og brotið var á Darrel Lewis
þegar 7,6 sekúndur voru eftir og
Keflvíkingar tóku leikhlé. Darrel
Lewis setti niður bæði vítaskotin og
Keflavík fór upp völlinn en Grindvík-
ingar brutu kænlega á gestunum
sem nú höfðu bara 3 sekúndur til að
ná skoti. Falur Harðarson gerði sig
líklegan en náði ekki að skjóta og
heimamenn fögnuðu sigri 92:90.
Bestur í liði gestanna var Gunnar
Stefánsson en aðrir voru langt frá
sínu besta. Hjá Grindvíkingum spil-
aði liðið frábæran leik lengstum en í
annars jafngóðu liði stóð Darrel
Lewis upp úr.
„Það er óafsakanlegt að koma með
þessu hugarfari til leiks. Við vorum
bara með falskt öryggi gegn efsta
liðinu í deildinni eftir gott gengi í
Evrópukeppninni og það gengur
ekki. Við vorum þó nálægt því að
stela þessu hérna í lokin en þeir
brutu á okkur þannig að tíminn sem
við höfðum var einungis 3 sekúndur
til að ná skoti og það var ekki nóg í
þetta skiptið. Hvort að svo boltinn
hefði farið ofan í er svo annað mál,“
sagði Falur Harðarson, annar af
þjálfurum Keflavíkur.
„Þetta var risaslagur og ég held að
allir hafi séð það hér í kvöld að við
mættum tilbúnir til leiks og gríðar-
lega vel stemmdir. Forysta upp á 20
stig skiptir engu máli þegar svona
góð lið eiga í hlut. Það var eins og við
hættum að sækja á tímabili. Liðin
skora oft í kippum í þessum leikjum
en stemningin var komin yfir til
þeirra þegar þeir voru að sækja að
okkur í lokin. Mestu skiptir þó að
vinna leikinn. Ég er stoltur af leik-
mönnum mínum og þá sérstaklega
hvernig við byrjuðum. Lengstum var
þetta góður leikur hjá okkur og sér-
staklega 5:5 vörnin,“ sagði Friðrik
Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvík-
inga.
GRINDVÍKINGAR eru enn ósigr-
aðir og tróna á toppi úrvals-
deildarinnar í körfuknattleik
eftir að hafa lagt lið Keflavíkur
með minnsta mun 92:90.
Heimamenn náðu mest 24 stiga
forystu í síðari hálfleik en engu
munaði að gestirnir næðu að
knýja fram sigur undir lokin.
Grindvíkingar eru nú komnir
með fjögurra stiga forystu í
deildinni, eru með 16 stig eftir
átta umferðir og standa mjög
vel að vígi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grindvíkingurinn Jóhann Ólafsson geysist í áttina að körfu
Keflvíkinga en til varnar er Nick Bradford.
Garðar
Vignisson
skrifar
Grindavík með
örugga forystu