Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 61

Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 61 Baðbretti Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Þarfasta handbók nýs árs Fæst í öllum helstu bóka- verslunum H á s k ó l a ú t g á f a n Í TILEFNI af ári fatlaðra, sem lýkur 31. mars nk., verður haldin ráðstefna 23. janúar með yfirskriftinni: Þátt- takendur eða þolendur: Aðstandend- ur fatlaðra og langveikra. Að ráðstefnunni stendur Endur- menntun HÍ í samstarfi við FAAS – Félag aðstandenda alzheimerssjúk- linga, Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga, Geðhjálp – aðstandendahóp, LAUF –Landssamtök áhugafólks um floga- veiki, MS-félagið, Parkinsonssamtök- in, Sjálfsbjörg – landssamband fatl- aðra og Landssamtökin Þroskahjálp. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að aðstandendum fatlaðra og langveikra, mikilvægu hlutverki þeirra og ábyrgð við umönnun, m.a. frá sjónarhóli stjórnvalda. Fjallað er um réttindi og gæði heilbrigðisþjón- ustunnar. Fjallað er um sorgina og sorgarviðbrögð, einnig um áhrif og reynslu aðstandenda. Kynnt vinna með aðstandendum fólks með MS og aðstandendaþjónusta alzheim- erssjúklinga. Kynnt er lausnarmiðuð nálgun og sáttmáli foreldranna. Umsjón með ráðstefnunni hefur Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrun- arfræðingur, forstöðumaður hjá Vin – athvarfi Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða. Fjöldi fyrirlesara verður á ráð- stefnunni og mun Árni Magnússon félagsmálaráðherra opna ráðstefn- una. Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef End- urmenntunar www.endurmenntun.is. Ráðstefna haldin á ári fatlaðra Jóganámskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja Í fyrsta sinn á Ís- landi verður boðið upp á jóga- meðferðina MBYTP (Mindfulness- Based Yoga Therapy Program). 21. janúar til 10. mars er 8 vikna nám- skeið og er nú sett upp fyrir þá sem vilja hætta að reykja og fyrir al- menna streitulosun. Meðferðin byggist á aðferðum til að verða sér meðvitaðri; – í gegnum jóga, samveru og stuðning í hópi, sem leiðir til betri líðanar og skilnings á eigin lífi og streituvöldum þess. Þessi nýja meðferð inniheldur Phoenix Ris- ing-jóga, en það sameinar líkama, hug og sál, ásamt því að innihalda nú- tíma sálfræði hugar og líkama. Á námskeiðinu verður ekki ýtt á eftir, ekki dæmt heldur stuðlað að því að einstaklingurinn finni sinn innri styrk, segir í fréttatilkynningu. Stjórnandi námskeiðsins er Rut Re- bekka Sigurjónsdóttir listmálari, hjúkrunarfræðingur og jóga- og Phoenix Rising-jóga kennari. Frekari upplýsingar má fá á rutre- bekka@simnet.is Miðlun sem námsaðferð – fyr- irlestur hjá KHÍ Stefán Jökulsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, heldur opinn fyrirlestur sem ber yf- irskriftina: Miðlun sem námsaðferð, miðvikudaginn 21. janúar kl.16.15, í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Ís- lands við Stakkahlíð. Í fyrirlestrinum verður því lýst með hvaða hætti megi nota mismunandi miðla sem skiln- ingsverkfæri sem nemendur geta notað til að skilja sjálfa sig og um- hverfi sitt. Á NÆSTUNNI VÉGARÐUR, félagsheimili Fljótsdælinga og sýningarað- staða Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar, verður brátt tilbúinn eftir gagngerar breytingar og viðbyggingu. Verktakinn, Völvusteinn ehf. á Akureyri, reiknar með að verkinu ljúki 23. febrúar nk. og geta þá heimamenn blótað þorra í nýuppgerðu fé- lagsheimili. Sýning Lands- virkjunar á Kárahnjúkaverk- efninu hefur undanfarna mánuði verið í Upplýsinga- miðstöð ferðamála á Egils- stöðum, en verður flutt aftur í Végarð eftir þorrablót í Fljótsdal. Végarður verður brátt tilbúinn Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.