Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 61 Baðbretti Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Þarfasta handbók nýs árs Fæst í öllum helstu bóka- verslunum H á s k ó l a ú t g á f a n Í TILEFNI af ári fatlaðra, sem lýkur 31. mars nk., verður haldin ráðstefna 23. janúar með yfirskriftinni: Þátt- takendur eða þolendur: Aðstandend- ur fatlaðra og langveikra. Að ráðstefnunni stendur Endur- menntun HÍ í samstarfi við FAAS – Félag aðstandenda alzheimerssjúk- linga, Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga, Geðhjálp – aðstandendahóp, LAUF –Landssamtök áhugafólks um floga- veiki, MS-félagið, Parkinsonssamtök- in, Sjálfsbjörg – landssamband fatl- aðra og Landssamtökin Þroskahjálp. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að aðstandendum fatlaðra og langveikra, mikilvægu hlutverki þeirra og ábyrgð við umönnun, m.a. frá sjónarhóli stjórnvalda. Fjallað er um réttindi og gæði heilbrigðisþjón- ustunnar. Fjallað er um sorgina og sorgarviðbrögð, einnig um áhrif og reynslu aðstandenda. Kynnt vinna með aðstandendum fólks með MS og aðstandendaþjónusta alzheim- erssjúklinga. Kynnt er lausnarmiðuð nálgun og sáttmáli foreldranna. Umsjón með ráðstefnunni hefur Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrun- arfræðingur, forstöðumaður hjá Vin – athvarfi Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða. Fjöldi fyrirlesara verður á ráð- stefnunni og mun Árni Magnússon félagsmálaráðherra opna ráðstefn- una. Skráning og frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef End- urmenntunar www.endurmenntun.is. Ráðstefna haldin á ári fatlaðra Jóganámskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja Í fyrsta sinn á Ís- landi verður boðið upp á jóga- meðferðina MBYTP (Mindfulness- Based Yoga Therapy Program). 21. janúar til 10. mars er 8 vikna nám- skeið og er nú sett upp fyrir þá sem vilja hætta að reykja og fyrir al- menna streitulosun. Meðferðin byggist á aðferðum til að verða sér meðvitaðri; – í gegnum jóga, samveru og stuðning í hópi, sem leiðir til betri líðanar og skilnings á eigin lífi og streituvöldum þess. Þessi nýja meðferð inniheldur Phoenix Ris- ing-jóga, en það sameinar líkama, hug og sál, ásamt því að innihalda nú- tíma sálfræði hugar og líkama. Á námskeiðinu verður ekki ýtt á eftir, ekki dæmt heldur stuðlað að því að einstaklingurinn finni sinn innri styrk, segir í fréttatilkynningu. Stjórnandi námskeiðsins er Rut Re- bekka Sigurjónsdóttir listmálari, hjúkrunarfræðingur og jóga- og Phoenix Rising-jóga kennari. Frekari upplýsingar má fá á rutre- bekka@simnet.is Miðlun sem námsaðferð – fyr- irlestur hjá KHÍ Stefán Jökulsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, heldur opinn fyrirlestur sem ber yf- irskriftina: Miðlun sem námsaðferð, miðvikudaginn 21. janúar kl.16.15, í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Ís- lands við Stakkahlíð. Í fyrirlestrinum verður því lýst með hvaða hætti megi nota mismunandi miðla sem skiln- ingsverkfæri sem nemendur geta notað til að skilja sjálfa sig og um- hverfi sitt. Á NÆSTUNNI VÉGARÐUR, félagsheimili Fljótsdælinga og sýningarað- staða Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar, verður brátt tilbúinn eftir gagngerar breytingar og viðbyggingu. Verktakinn, Völvusteinn ehf. á Akureyri, reiknar með að verkinu ljúki 23. febrúar nk. og geta þá heimamenn blótað þorra í nýuppgerðu fé- lagsheimili. Sýning Lands- virkjunar á Kárahnjúkaverk- efninu hefur undanfarna mánuði verið í Upplýsinga- miðstöð ferðamála á Egils- stöðum, en verður flutt aftur í Végarð eftir þorrablót í Fljótsdal. Végarður verður brátt tilbúinn Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 FRÉTTIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.