Morgunblaðið - 04.02.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 04.02.2004, Síða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 25 ÖLL stærstu samtök launafólks í landinu BSRB, ASÍ, BHM ásamt Læknafélagi Íslands, Öryrkjabanda- lagi Íslands, Geðhjálp, Umhyggju, Lands- samtökum hjartasjúkl- inga og Landsambandi eldri borgara, hafa tekið höndum saman til varnar Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Skýringin er sú að hafnar eru fjölda- uppsagnir á sjúkra- húsinu. Það er alvar- legur hlutur að svipta fólk atvinnu sinni og getur haft miklar og slæmar afleiðingar fyrir viðkomandi. Önnur skýringin er sú að fólk vilji spyrna við fótum þegar þrengt er verulega að stærsta sjúkrahúsi landsins með þeim afleiðingum að draga verður stór- lega úr starfsemi og þar af leiðandi þeirri þjónustu sem veitt er. Sveltistefna Við gerum okkur öll mjög vel grein fyrir hinum alvarlegu afleiðingum sem hljótast af fjár- þrengingum sjúkrahússins. Þær blasa við því fólki sem starfar innan veggja og þekkir allar aðstæður. Starfsmennirnir þekkja það álag sem af því hlýst að margar deildir eru ekki mannaðar sem skyldi og við vitum hvað það þýðir þegar enn er þrengt að. Landsmönnum almennt er nú einnig smám saman að birtast þessi mynd og ber að þakka fjöl- miðlum fyrir að draga það fram. Sveltistefnan leiddi til þess að menn voru alvarlega að hugsa um að loka bráðaþjónustu. En meginástæðan fyrir því að verkalýðshreyfingin og almanna- samtök blása nú til sóknar er sú að þær þrengingar sem Landspítala há- skólasjúkrahúsi er ætlað að ganga í gegnum eru svo miklar og svo alvar- legar að ljóst er að annað og meira hangir á spýtunni en við höfum áður kynnst. Það er eðlismunur á því sem nú er að gerast og því sem áður hefur gerst. Þegar allt kemur til alls hefur fólki nefnilega oft áður verið sagt upp störfum á sjúkrahúsum í aðhalds- aðgerðum stjórnvalda og mörg dæmi eru þess að þrengt hafi verið að starfsemi sjúkrahúsa við slíkar að- stæður. Handstýrð kreppa Það sem nú er hins vegar að gerast er að við erum að verða vitni að handstýrðri kreppu sem ríkisstjórnin er að stefna stærsta sjúkra- húsi landsins í. Á yfirvegaðan hátt er Landspítala háskóla- sjúkrahúsi þröngvað til niðurskurðar og er al- veg augljóst hver til- gangurinn er: Það er verið að knýja sjúkra- húsið til að draga úr starfsemi, jafnvel loka ýmsum þáttum með það fyrir augum að einka- væða heilbrigðisþjón- ustuna. Það er að sýna sig að svo forstokkuð eru stjórnvöld við að reka þessa stefnu sína, að þau skirrast ekki við tefla heilsu, jafnvel lífi sjúklinga í tvísýnu. Þetta eru hörð orð en þau eru sönn. Og hér er líka komin mikilvægasta skýringin á því að þessi samtök sameinast í baráttunni. Við finnum að vegið er að sjálfum grundvelli heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Þess vegna varðar þetta al- mannahag. Þess vegna finna öll þessi samtök til samstöðu og eru staðráðin í því að hrinda þessari árás. Starfsfólk LSH hefur staðið frammi fyrir því s.l. 10 ár að leggja til leiðir til sparnaðar. Því finnst kom- inn tími til að uppskera eitthvað ann- að en stöðugt vanþakklæti og kröfu um frekari aðhalds- og niðurskurð- araðgerðir. Eitt dæmi um tvískinn- ung stjórnvalda er barnasvið sjúkra- hússins. Nýr barnaspítali var opnaður á miðju síðasta ári. Nú er verið að segja upp ráðningarkjörum og störfum u.þ.b. 100 starfsmanna á barnasviði. Hvar eru fyrirheitin um bjarta framtíð barnahjúkrunar með nýrri, bættri og breyttri aðstöðu? Uppbyggingu í stað niðurskurðar Í fréttum hefur komið fram að til stóð að loka bráðamóttökunni við Hringbraut. Ég minni á að til stóð að loka deildinni vegna ákvörðunar rík- isstjórnar og Alþingis. Í stað nið- urskurðar verður að hefja uppbygg- ingu. Þjóðin vill góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla lands- menn og hafnar hvers kyns misskipt- ingu og misrétti sem er fylgifiskur stefnu ríkisstjórnarinnar. Rík- isstjórnin er búin að gera nóg af sér í fjármálalífinu. Þjóðin vill ekki að sömu lögmál verði innleidd á sjúkra- húsum landsins. Breiðfylking til varnar Landspítalanum Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar um rekstrarvanda LSH Kristín Á. Guðmundsdóttir ’…við erum aðverða vitni að handstýrðri kreppu sem rík- isstjórnin er að stefna stærsta sjúkrahúsi landsins í.‘ Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnarmaður í BSRB.ÁÆTLANIR Davíðs Oddssonar um lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum verða að teljast nokkur áfell- isdómur um setu sjálf- stæðismanna í mennta- málaráðuneytinu síðustu tólf árin. Næg- ur hefur tíminn verið til þess að setja slíkar reglur, en nú á að gera það með ofurkappi fyr- ir vorið. Lagasetning af þessu taginu er flókin og því er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari kappsemi. Sér- staklega er hér vegið að Birni Bjarnasyni og því nauðsyn- legt að hann geri grein fyrir máli sínu. Af hverju var Björn ekki búinn að láta setja almennar reglur um þessi efni? Datt honum ekki í hug að þetta væri mikilvægt mál? Sýndi hann vítaverðan skort á fyrirhyggju eða tók hann ákvarðanir sem síðan hafa ekki staðist? Lét hann athuga málið? Hver var nið- urstaðan? Hvað hefur breyst? Hefur sam- keppnin minnkað? Er fjölbreytnin minni? Sjálfstæðismenn liggja undir grun um það að vilja setja reglur um eignarhald til þess eins að hnekkja á Baugs- feðgum. Ástæður þessa áhuga séu því persónu- legar fremur en al- menns eðlis. Ég er fylgjandi því að setja reglur af þessu taginu, en á bágt með að styðja það undir þeim formerkjum að koma þurfi höggi á óþekka kaupsýslumenn. Það er því fullkomlega málefnaleg krafa að Sjálfstæðisflokkurinn og Björn Bjarnason sérstaklega geri grein fyrir því hvað þeir voru að gera í þessum málaflokki síðustu tólf árin. Ég skora því hér með á Björn að gera það og draga ekkert undan. Í annan stað er þessu umræða öll undir formerkjum boða og banna, en þessi boð og bönn eiga að tryggja fjölbreytni og lýðræðislega umfjöll- un. Hvernig væri að setja örlítið já- kvæðari tón í þessa umræðu? Í um- ræðum á Alþingi í nóvember s.l. minnti Davíð Oddsson á það að víða á Norðurlöndunum njóta dagblöð styrkja. Út úr þessum ummælum hans var snúið, m.a. í Fréttablaðinu, á þann veg að hann væri að leggja slíka styrkveitingu til. En hvað er rangt við slíka styrki? Margt auðvit- að, en margt jákvætt líka. Styrkveit- ingar eru ein jákvæð aðgerð af mörg- um sem stjórnvöld geta gripið til, en engar hef ég séð nefndirnar eða fundina til að ræða slík mál. Oft er sagt að fjölmiðlar eigi að hafa eftirlit með stjórnvöldum, en hver á að hafa eftirlit með fjölmiðlunum? Umræða um fjölmiðla á íslandi er frumstæð, enda vantar hér bæði gagnrýninn vettvang fyrir slíkar umræður og rannsóknir sem máli skipta fyrir slíka umræðu. Eru stjórnvöld tilbúin að setja fjármuni til slíks? Ýmis um- mæli Davíðs Oddsonar í gegn um tíð- ina benda til þess að honum þyki ís- lenskir fjölmiðlar slappir og þar er ég honum sammála. Kannski er þetta aðalmálið og til að vinna á því duga engin boð og bönn. Því miður. Einhliða umræða Birgir Hermannsson skrifar um eignarhald á fjölmiðlum ’Áfellisdómur um setusjálfstæðismanna í menntamálaráðuneyt- inu síðustu tólf árin. ‘ Birgir Hermannsson Höfundur er stjórnmálafræðingur. KIWANISHREYFINGIN á Ís- landi fagnar 40 ára afmæli 14. janúar en þann dag fyrir 40 árum var fyrsti Kiwanisklúbburinn á Íslandi, Kiw- anisklúbburinn Hekla í Reykjavík stofnaður. Aðalhvatamaður að stofn- un Kiwanishreyfingarinnar hér á landi var Einar A. Jónsson og var hann jafnframt fyrsti forseti Heklu, klúbbfélagar á fyrsta ári voru 80 talsins og biðlisti, af stofn- félögum eru 12 í hreyf- ingunni og þar 5 í Heklu, forseti klúbbs- ins í ár er Axel Bender. Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í Bandaríkjunum 21. janúar 1915, en barst til Evrópu 1963 og var Kiwanis-klúbburinn Hekla níundi klúbb- urinn sem stofnaður var í Evrópu. Í Kiwanisumdæminu Ísland Fær- eyjar eru 44 klúbbar og þar af 3 í Færeyjum og eru kiwanisfélagar í umdæminu liðlega 1000 og liðlega 600 þúsund manns tilheyra hreyf- ingunni í heiminum. Kiwanis er alþjóðleg þjón- ustuhreyfing karla og kvenna, sem hafa að markmiði að bæta sam- félagið og leggja áherslu á að „Hjálpa börnum heims“. Kiwanisklúbbarnir vinna að margháttuðum, styrktarverkefnum í sínu heimahéraði, á landsvísu og í al- þjóðlegu samstarfi. Stærsta verkefni íslensku Kiw- anishreyfingarinnar er sala á K- lyklinum sem er landssöfnun, ágóð- inn hefur runnið til styrktar geð- sjúkum, undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“ K-dagurinn var fyrst haldinn 1974 og síðan á 3ja ár fresti, ríflega 190 milljónir hafa safn- ast og þakka Kiwanismenn frábærar móttökur við verkefnið. Á þingi Kiwanisumdæmisins Ís- land – Færeyjar í ágúst 2003 var samþykkt að gera Lífs-vísi að lands- verkefni en það er útgáfa á „Leið- beiningum til að sporna gegn sjálfs- vígum“ í formi bókamerkis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landlæknisembættið og hefur verið prentað í 70 þúsund eintökum og er nú þegar búið að dreifa liðlega 10 þúsund eintökum. Íslenskir kiwanismenn hafa um árabil tekið þátt í alþjóðlegum verk- efnum sem eru mörg og unnin eftir kjörorðum Kiwanis „Börnin fyrst og fremst“ og „Hjálpum börnum heims“. Stærsta verkefnð er útrýming á Joð-skorti í heiminum og er það unn- ið í samstarfi við UNICEF og hefur hlutur Kiwanis skipt sköpum í þessu þýðingarmikla máli fyrir börn í þró- unarlöndum.. Kiwanisfélagar í heim- inum hafa safnað 80 milljónum doll- ara til þessa verkefnis. Á þingi Kiwanisumdæmisins Ís- land – Færeyjar í ágúst 2003 var samþykkt að taka þátt í nýju verk- efni sem Evrópusamband Kiwanis hefur hleypt af stokkunum. Verk- efnið sem kallast „Menntunar átak Kiwanis „ hefur að markmiði að styðja við menntun barna í austur Evrópu . Það verður gert, m.a. með því að útvega kennslugögn, aðstoða við starfsþjálfun kennara og með öðrum leiðum í sam- starfi við Kiwanis- klúbba á viðkomandi svæðum. Kiwanismenn á Ís- landi hafa látið að sér kveða á alþjóðavett- vangi innan Kiwanis- hreyfingarinnar og hafa 6 félagar orðið Evrópuforsetar og eig- um við Evrópuforseta í ár, Ástbjörn Egilsson úr kiwanisklúbbnum Esju. Einnig höfum við átt einn heimsforseta sem er Eyjólfur Sigurðsson úr kiwanisklúbbnum Heklu og er hann nú fram- kvæmdastjóri Kiwanis International með aðsetur í höfustöðvum Kiwanis í Indianapolis í Bandaríkjunum. Umdæmisstjóri Kiwanis- umdæmsins Ísland Færeyjar nú er Sigurgeir Aðalgeirsson úr kiwanis- klúbbnum Skjálfanda í Húsavík og er kjörorð starfsársins „Kiwanis fyr- ir alla.“ Kiwanishreyfingin hefur notið mikillar velvildar við þau marghátt- uðu verkefni sem hún vinnur að og hvetjum við kiwanismenn alla þá er vilja koma í góðan félagsskap og vera virkir þátttakendur í þeim fjöl- mörgu verkefnum sem hreyfingin vinnur að, kynntu þér málin og fáðu nánari upplýsingar um Kiwanis- hreyfinguna á heimasíðu Kiwanis- umdæmisins, kiwanis.is. Þú lesandi góður sem villt frekari upplýsingar um klúbb á þínu svæði sendu mér tölvupóst og mun ég senda þér upp- lýsingar um klúbba, netfangið er gylfiing@simnet.is. Afmælis Heklu var minnst laug- ardaginn 17. janúar frá kl. 13:30 til 16:30 með móttöku fyrir Kiwanis- félaga og velunnara í Kiwanishúsinu Smiðjuvegi 13.a í Kópavogi. Þar var stofndendum Heklu sem enn eru starfandi innan Kiwanis- hreyfingarinnar heiðraðir, styrkir úr styrktarsjóð afhendir, einnig var sýndar myndir frá starfi klúbbsins í 40 ár. Um kvöldið var afmælishátíð haldin á Hótel Loftleiðum í Vík- ingasal. Kiwanis á Íslandi 40 ára Gylfi Ingvarsson minnist afmælis Kiwanis ’Í KiwanisumdæminuÍsland – Færeyjar eru 44 klúbbar og þar af 3 í Færeyjum.‘ Gylfi Ingvarsson Höfundur er fjölmiðlafulltrúi Kiw- anisumdæmisins Ísland – Færeyjar. UNDARLEG hefur mér þótt umræða um ríkisráðsfund sem haldinn var þann 1. febrúar sl. og fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar á fundinum. Aðal- atriði málsins hefur verið í skugganum, sem er það hvers vegna maðurinn sem kjörinn var til að gegna embætti forseta Íslands var fjarverandi við há- tíðarhöld í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Ísland fékk sinn eigin ráðherra, Hannes Hafstein. Maður sem titlaður er „sér- fræðingur á skrifstofu forseta Íslands“ skýrir fjarveru forset- ans með því að frá lokum föstu- dagsins 30. janúar til miðs febr- úar dveldi forsetinn í einkaerindum í útlöndum. Sér- fræðingurinn segir síðan að „ráðstafanir varðandi frí forset- ans“ hafi verið gerðar með nokkuð löngum fyrirvara og áð- ur en borist hefðu upplýsingar um hátíðardagskrána. Í hverju er þessi sérfræðing- ur sérfræðingur ef hann getur ekki séð það Svart á hvítu að haldið verði upp á 100 ára af- mæli heimastjórnar á Íslandi? Fyrrverandi prófessor í stjórn- málafræði þekkir einnig full- komlega þýðingu þessa dags í Íslandssögunni og það er móðg- un við íslensku þjóðina að hann skuli hafa tekið frí í Bandaríkj- unum fram yfir hátíðarhöld í til- efni dagsins. Hvar verður Ólaf- ur Ragnar á 60 ára afmæli lýðveldisins í sumar? Á Stam- ford Bridge með Abromovich? Var forsetinn í Aspen? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Sveinn Andri Sveinsson Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.