Morgunblaðið - 04.02.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.02.2004, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 39 Hinn 4. og 5. febrúar 2004 eru liðin 100 ár frá því tvíburabræðurnir frá Torfalæk í Austur- Húnavatnssýslu, Björn Leví Jónsson veður- fræðingur og læknir og Jóhann Frímann Jóns- son fyrrum bóndi og síð- ar umsjónarmaður, litu dagsins ljós, Björn hinn 4., en Jóhann hinn 5. febrúar 1904. Foreldrar þeirra voru hjónin Ingi- björg Björnsdóttir frá Marðarnúpi í Vatnsdal og Jón Guðmundsson bóndi á Torfalæk, en þar bjuggu þau lengstan sinn aldur. Auk Björns og Jóhanns áttu þau fjóra aðra syni sem upp komust, Guðmund skólastjóra á Hvanneyri; Ingimund, sem var þroskaheftur og bjó alla tíð á Torfa- læk í skjóli foreldra og bræðra; Jónas Bergmann fræðslustjóra í Reykjavík og Torfa bónda á Torfalæk. Af bræðr- unum eru nú tveir á lífi, Jónas B. og Torfi. Einnig ólu þau Ingibjörg og Jón upp þrjár fósturdætur, Björgu Gísladóttur, Ingibjörgu Pétursdóttur og Sigrúnu Einarsdóttur. Þetta var mannmargt og glatt heimili og þar var á fyrri árum kosningastaður sveitarinnar og þau hjón mikils metin í félagsstörfum sveitarinnar. Þau lögðu einnig mikinn metnað í uppeldi sona sinna og studdu við bakið á þeim þeirra sem áhuga höfðu á framhalds- skólanámi. Það varð þeim einnig til mikillar gleði að tveir synir þeirra, Jó- hann og Torfi, skyldu kjósa að búa á Torfalæk, Jóhann fram á miðjan ald- ur en Torfi tók síðan alfarið við búinu og nú býr þar eldri sonur hans mynd- arbúi. Björn Leví varð stúdent árið 1925, stundaði síðan nám í náttúruvísindum við Parísarháskóla og lauk þaðan prófi árið 1930. Þegar heim kom hóf hann störf við Veðurstofuna þar sem hann vann í þrjá áratugi. Á námsárunum í París vandist Björn á grænmetisfæði því það var tiltölulega ódýrt fyrir peningalítinn námsmann. Það varð kveikjan að áhuga hans á náttúrufæði og náttúru- lækningum, og varð hann einn af for- göngumönnum Náttúrulækninga- félags Íslands um árabil. Jafnframt tók hann að þýða ýmis rit um nátt- úrulegt mataræði og heilsufar al- mennings. Einnig flutti hann mörg erindi í útvarp á þessum tíma um sama efni. Vegna þessa áhuga á læknavísindum innritaðist hann í læknadeildina í Háskólanum og lauk þaðan prófi í febrúar 1958, 54 ára gamall. Eftir kandidatsárið var hann aðstoðarlæknir borgarlæknis um ára- bil en gerðist yfirlæknir á Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hvera- gerði 1965 og gegndi því starfi til ævi- loka, en hann lést 15. september 1979. Björn átti mikinn þátt í að móta starf Heilsuhælisins í Hveragerði og efla það. Um árabil var hann ritstjóri Heilsuverndar og gaf sjálfur út bæk- ur um heilsufæði og heilsuvernd. Björn hélt ávallt tengslum við Frakkland og var aðdáandi franskrar menningar, unni tónlist, spilaði sjálf- ur dável á píanó og var mikill áhuga- maður um íslenskt mál. Um árabil var hann í stjórn Alliance Francaise og prófdómari í frönsku við Menntaskól- ann í Reykjavík. Kona Björns var Halldóra Guð- mundsdóttir (f. 5. október 1906, d. 14. október 1985) og eru þeirra börn Ingibjörg, búsett í Reykjavík, og Guðmundur búsettur í Njarðvík. Af- komendur Björns og Halldóru eru nú 22 talsins. Jóhann Frímann fór aðrar leiðir en eldri bróðirinn. Hann bjó í félagi við föður sinn og bræður á Torfalæk meira en hálfa ævina og sinnti sínum skyldum á þeim vettvangi, bæði á búinu og við ýmis félagsstörf. Fé- lagslyndur var hann með afbrigðum. Hann átti það sameiginlegt með Birni bróður sínum að skipta um starfsvett- vang á miðjum aldri. Árið 1947 flutti hann til Reykjavíkur og átti eftir það heima þar. Hann gerðist starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, var lengi vel umsjónarmaður með barnaheimilun- um á Jaðri og Silungapolli en einnig við ýmsa skóla í borginni. Þetta starf hentaði honum vel, enda greiðvikinn maður og ljúft að greiða götu ann- arra. Ekki var hann fylgismaður bróður síns hvað mataræði varðaði, en það hafði ekki áhrif á kærleikann þeirra í millum og þeir mátu hvor annan mikils alla tíð. Það er merkilegt þegar litið er til baka að þeir tvíbura- bræður eiga sinn hvorn afmælisdag- inn, og að þeir látast með sex mánaða millibili, úr sama sjúkdómi, í aldurs- röð. Jóhann andaðist 21. mars 1980. Kona hans var Anna Sigurðardóttir (f. 12. mars 1913, d. 15. desember 1999). Jóhann var barnlaus en börn Önnu af fyrra hjónabandi, Sigurður, búsettur í Noregi, Svanhildur, búsett í Reykjavík og Logi, nú látinn, urðu sem hans eigin börn og hann var sannur afi barnabarnanna. Þessara heiðursmanna, Björns Leví og Jóhanns Frímanns, er hér minnst með virðingu og þakklæti fyr- ir líf þeirra og störf. Jón Torfason. BJÖRN L. JÓNSSON JÓHANN FR. JÓNSSON ALDARMINNING Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Vagnhjól Útsölulok 7. febrúar Langur laugardagur Opið frá kl. 11-17 gjafavöruverslun, Frakkastíg 12, sími 511 2760. OLÍUFÉLAGIÐ Esso hefur innleitt rafrænar verðmerkingar í hillum í nýrri stöð félagsins við Háholt í Mosfellsbæ. Kerfið gerir það að verkum að verðmerkingar á vörum í hillu breytast um leið og verði er breytt í afgreiðslukassa stöðv- arinnar. Þetta nýja kerfi tryggir að verðmerkingarnar verða öruggari, þægilegri og skilvirkari. Einnig býður kerfið upp á möguleika á ör- ari tilboðum á alls kyns vörum á stöðinni með stuttum fyrirvara, segir m.a. í fréttatilkynningu. Fyrst um sinn verður kerfið ein- göngu á stöð félagsins í Mosfellsbæ. Það er fyrirtækið SoftTech á Ís- landi ehf. sem hefur haft umsjón með uppsetningu kerfisins fyrir Ol- íufélagið en kerfið er framleitt af fyrirtækinu Eldat Communication Ltd. Frá vinstri: Aron Hauksson, framkvæmdastjóri SoftTech á Íslandi ehf., Steingrímur Hólmsteinsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Esso, Guðrún Ósk Gísladóttir, stöðvarstjóri Háholts, og Ingi Þór Hermannsson, deildarstjóri markaðsdeildar neytendasviðs Esso. Esso tekur upp raf- rænar hillumerkingar RÚMFATALAGERINN afhenti á dögunum Íþróttasambandi fatlaðra þrjár milljónir króna í styrk sem nota á m.a. til undirbúnings og þátt- töku fatlaðra íþróttamanna áÓl- ympíumóti fatlaðra í Aþenu 2004. Þar með hefur Rúmfatalagerinn, sem er aðalstyrktar- og samstarfs- aðili Íþróttasambands fatlaðra, greitt sambandinu 9 milljónir af 12 milljón króna styrk sem varið hefur verið til uppbyggingar og þjálfunar fatlaðra íþróttamanna. Í fréttatilkynningu frá Íþrótta- sambandi fatlaðra segir að stuðn- ingur Rúmfatalagersins hafi m.a. gert því kleift að veita afreksfólki sínu þann stuðning sem það þarf á að halda til að geta byggt sig upp, andlega sem líkamlega fyrir stórá- tök á íþróttasviðinu og þá ekki síst fyrir þátttöku í Ólympíumóti fatl- aðra, sem fram fer í Aþenu í sept- ember á þessu ári. Camilla Th. Hallgrímsson, varaformaður ÍF, tekur við styrknum úr hendi fjármálastjóra Rúmfatalagersins, Guðmundar Pálssonar, að viðstaddri Sollu stirðu sem veit allt um mikilvægi íþrótta. Styrkja fatlaða vegna Ólympíumóts SJÚKRAÞJÁLFARAR sem starfa á Landspítala – háskólasjúkrahúsi mótmæla harðlega boðuðum niður- skurði á spítalanum í ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra hinn 29. janúar. Segja sjúkraþjálfararnir niður- skurðinn koma hart niður á þeirri endurhæfingarþjónustu sem spítal- inn rekur. „Skerðing þjónustu hefur sjaldn- ast sparnað í för með sér. Í flestum tilfellum er einungis um tilfærslur á kostnaði að ræða. Sjúkraþjálfun er órjúfanlegur hluti af bráðaþjónustu spítalans. Skert þjónusta sjúkraþjálfara mun bitna illa á sjúklingum spítalans, getur valdið fylgikvillum og lengri sjúkralegu á bráðadeildum með miklum aukakostnaði sem því fylgir,“ segir í ályktuninni. Vilja að rekstur endurhæfing- ardeildar verði tryggður Segir að sjúkraþjálfarar LSH taki heils hugar undir tilmæli stjórnarnefndar spítalans til fram- kvæmdastjórnar hans sem sam- þykkt voru á fundi nýverið þess efn- is að rekstur endurhæfingardeildar fjölfatlaðra í Kópavogi verði tryggð- ur. „Með því að loka endurhæfing- ardeildinni væri áratuga uppbygg- ingarstarf eyðilagt og dýrmætri sérþekkingu við meðferð þessa hóps kastað á glæ. Sjúkraþjálfarar skora á stjórnvöld að endurskoða fjárveit- ingar til spítalans en boðaður nið- urskurður mun vega alvarlega að heilbrigðisþjónustu landsmanna,“ segir einnig í ályktuninni. Sjúkraþjálfarar á LSH Niður- skurður mun bitna á sjúklingum EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Liisu S.T. Johanson, lög- giltum Pilates-kennara: „Líkamsræktarstöð í Reykjavík auglýsir í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag, 1. febrúar 2004, námskeið og einkatíma í Pilates-líkamsræktar- kerfinu. Þegar betur er að gáð er leiðbeinandinn sagður vera ,,þjálf- aður Stottpilates-kennari“. Þar er með öðrum orðum verið að auglýsa Pilates á fölskum forsendum. Stott- pilates er afbrigði af hinu eina og sanna kerfi sem kennt er við Joseph H. Pilates og þeim sem bjóða fólki upp á námskeið í Stottpilates ber að sjálfsögðu að kynna það og auglýsa sem slíkt. Þarna er afbrigðið hins vegar kynnt á fölskum forsendum. Eins og fram kom í grein minni í Morgunblaðinu 23. janúar sl. hefur nafnið Pilates árum saman verið skráð vörumerki í eigu Pilates Inc. o.fl. á Íslandi. Notkun annarra á Pilates-nafninu er óheimil, hvort heldur það stendur eitt sér eða er tengt öðrum orðum. Líkamsræktar- stöðin umrædda brýtur gegn lögum landsins í auglýsingu sinni í Morg- unblaðinu.“ Segir námskeið auglýst á fölskum forsendum ÍSLANDSDEILD Lett- erstedtska sjóðsins, sem hef- ur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða, hefur auglýst eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum árið 2004. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. Ekki er um eiginlega náms- styrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina, sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingaleit á starfssviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátt- töku í fundum eða ráð- stefnum. Styrkir eru einungis veittir til ferða milli norrænu land- anna og Eystrasaltsríkjanna, en hvorki til ferða innan land- anna né til uppihalds. Umsóknir með greinagóð- um upplýsingum um tilgang fararinnar skal senda til rit- ara Íslandsdeildar Letter- stedtska sjóðsins, Snjólaugar Ólafsdóttur, Vesturbrún 36, 104 Reykjavík, fyrir 1. mars nk. Þór Magnússon, formaður Íslandsdeildar sjóðsins, veitir frekari upplýsingar. Upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar úr honum er og að finna á slóðinni: www.letterstedtska.org Ferða- styrkir Letter- stedtska sjóðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.