Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.02.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 51 . TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Konudagar... ...alla helgina Opið 10-18 í dag! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 2 36 83 0 2/ 20 04 Danskur súkkulaðiprins Hann er sérfræðingur í gerð eftirrétta | Daglegt líf Lesbók og Börn í dag Lesbók | Rabb  Ljóð Hið gallaða samfélag  Hvers vegna lifum við? Tæknileg hönnun  Krossgáta Börn | Glæsilegur dans  Öskudagur Bolla, bolla, bolla Smáfólk TVEIR farþegar, stúlkur á unglingsaldri, létust í hörðum árekstri tveggja jeppa í Norðurárdal, rétt neðan við Bifröst í Borgarfirði, um kl. 15.30 í gær. Jepparnir voru að koma hvor úr sinni áttinni og voru stúlkurnar farþegar í öðrum bílnum, sem móðir annarrar ók, en fjórir voru í hinum bílnum. Ekki er hægt að greina frá nöfnum þeirra látnu á þessari stundu. Alls slösuðust fimm aðrir í slysinu og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala – háskólasjúkrahús. Enginn þeirra er talinn í lífshættu og að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi munu þeir ekki vera jafn mikið slasaðir og óttast var í fyrstu. Læknir á LSH í Fossvogi sagði líðan fólksins stöðuga og sagði engan hinna slös- uðu í öndunarvél. Þjóðvegur 1 lokaður Tildrög eru ekki ljós, en að sögn lögreglu virðist sem annar bíllinn hafi snúist á veginum í mikilli hálku og runnið í veg fyrir hinn bílinn sem kom úr gagnstæðri átt. Þjóðvegur 1 var lokaður í tvær klukkustundir vegna slyssins og myndaðist löng bílaröð báðum megin við slysstaðinn. Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kall- aðar út og fór TF-LÍF í loftið rétt eftir kl. 16, en TF-SIF var að búast til brottfarar þegar tilkynnt var að ekki væri þörf fyrir aðra þyrlu. Samhæfingarstöð almannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra var virkjuð vegna óhappsins, en var lokað stuttu síðar þegar kom í ljós að ekki væri þörf fyrir utanaðkomandi aðstoð. Morgunblaðið/Guðrún Vala Mikill viðbúnaður var á vettvangi, auk lögreglu voru þrír sjúkrabílar sendir úr Borgarnesi og tveir frá Akranesi. Frá Akranesi kom einnig tækjabíll. Báð- ar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út, en þegar TF-LÍF var að koma á staðinn var beiðni um hina þyrluna, TF-SIF, afturkölluð. Tvær stúlkur létust í um- ferðarslysi við Bifröst LETTINN Indulis Emsis getur orð- ið fyrsti liðsmaður evrópsks græn- ingjaflokks til að taka við embætti forsætisráðherra. Vaira Vike-Frei- berga, forseti Lettlands, fól honum í gær að mynda nýja ríkis- stjórn. „Þetta er mikill heiður, grundvallaratriði í stefnu græn- ingja er sjálfbær þróun og mun verða það fyrir mig í nýrri stjórn,“ sagði Emsis. Stjórn Einars Repse féll fyrir nokkru en stjórnarskipti hafa verið tíð í Lettlandi eftir að þjóðin fékk sjálfstæði 1991. Emsis er 52 ára gamall, hann er varaformaður flokks græningja og sagði talsmaður Vike- Freiberga að forsetinn teldi hann hafa þá reynslu og þekkingu sem til þyrfti. Sjálfur sagðist Emsis hafa hug á að mynda samsteypustjórn með miðju- og hægriflokkunum sem stóðu að fyrri stjórn. Græningi forsætis- ráðherra? Riga. AFP. Indulis Emsis ÍRANSKUR maður fyllir út kjör- seðil sinn í Teheran í gær undir vökulu auga Ajatollah Ruhollah Khomeinis en veggmyndir af erki- klerkinum fyrrverandi, sem lést 1989, hanga enn víða í Íran. Þingkosningar fóru fram í Íran í gær og var kjörstöðum lokað um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Ekki var hins vegar að vænta frétta af talningu atkvæða fyrr en í dag. Talsmenn Bandaríkjastjórnar fordæmdu í gærkvöld klerkastjórn- ina í Íran fyrir að hafa meinað um- bótasinnum að bjóða fram í kosn- ingunum. Frammámenn í umbótahreyfingunni hvöttu Írana til að hunsa kosningarnar vegna að- gerða klerkastjórnarinnar og var því talið líklegt að íhaldsöflin ynnu stóran sigur. Mohammad Khatami, forseti Ír- ans, sem á Vesturlöndum er jafnan álitinn umbótasinnaður, sagði hins vegar þegar hann mætti til að kjósa, að virða bæri niðurstöður kosninganna sama hvernig færi. Reuters Kosið undir vökulu auga Khomeinis Í gær voru einnig yfirheyrð nokkur vitni sem talið er að geti gefið þýð- ingarmiklar upplýsingar í málinu. Í gær lá ekki fyrir hvort fleiri verði handteknir eða önnur vitni yfir- heyrð, að sögn Ingerar. Fyrir dóm í Litháen Vaidas Jucevicius, litháenski mað- urinn sem fannst látinn í Neskaup- stað, var tengdur skipulagðri glæpa- starfsemi í heimalandi sínu, og átti að mæta fyrir dóm vegna aðildar að tugum bílaþjófnaða 9. febrúar, tveimur dögum áður en hann fannst látinn. Móðir hans sagði líklegt að hann hafi ætlað að nota greiðslu fyr- ir fíkniefnasmyglið til að byrja nýtt líf. Hann var ókvæntur og barnlaus, en átti kærustu í Litháen. Mindaugas Peleckis, blaðamaður litháenska dagblaðsins Respublica, ræddi við móður Jucevicius í gær, og sagði hún honum að sonur sinn hafi farið skyndilega frá Litháen, hann hafi ætlað að koma til hennar í mat en aldrei látið sjá sig. Kærastan hans fékk svo símtal frá honum þar sem hann var staddur erlendis og sagði Jucevicius henni að hann kæmi fljótlega heim aftur. Málið komst í gær á forsíðu stærsta dag- blaðs Litháens, Lietuvos Rytas, og var þar sagt að Vaidas hafi látist eft- ir að poki með eiturlyfjum sem hann gleypti hafi rifnað. Þar var því hald- ið fram að félagar hans hafi reynt að ná lyfjunum út með því að skera hann upp eftir að hann lést, án ár- angurs. Þrír handteknir vegna líkfundar í Neskaupstað Vaidas Jucevicius var tengdur skipulagðri glæpastarfsemi  Átti þátt/4 ÞRÍR menn, tveir Íslendingar og einn Lithái, voru handteknir um hádegisbil í gær vegna rannsóknar á líkfundi í höfninni í Neskaupstað að morgni 11. febrúar sl. Mennirnir eru þeir sömu og gáfu sig fram við lögreglu á mánudag. Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, vildi í gær ekki staðfesta fjölda þeirra sem voru handteknir, en sagði að rannsóknarlögreglumenn frá rík- islögreglustjóra hafi í gær yfirheyrt „allmarga einstaklinga“ vegna líkfund- arins og „nokkrir þeirra“ hafi réttarstöðu grunaðra manna. Spurð hvað þeir væru grunaðir um sagði Inger ljóst að það væri fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum, auk annarra brota á hegningarlögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.