Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Það hillir undir betri tíð í menningar- málum Þórshafnarbúa og bókaunnendur geta bráðlega sinnt lestrarþörfinni. Bóka- safn hreppsins hefur mánuðum saman legið innpakkað í kössum í geymsluhúsnæði eftir að húsakynni þess voru seld síðastliðið sum- ar og þykir mörgum biðtíminn orðinn of langur. Bókaormar byggðarlagsins taka nú gleði sína á ný því þetta olnbogabarn hrepps- ins fer loks í prýðisgott húsnæði sem áður hýsti skrifstofur sveitarfélagsins og síðan tónlistarskólann. Endurbætur standa nú yfir á húsnæðinu, sem er í viðbyggingu við Fé- lagsheimilið Þórsver og allt verður sniðið þar að þörfum bókasafns.    Vorblíða hefur tekið við af vetrarhörkunni og snjórinn hverfur hratt. Óveðrið sem gekk yfir fyrir stuttu var kannski þörf áminning um að þetta er nú einu sinni Ísland og betra að vera viðbúinn því að skjótt skipast veður í lofti. Þeir sem geymdu snjóskófluna sína ut- andyra , þar sem hana fennti á bólakaf á svipstundu, hafa væntanlega lært sína lexíu. Þórshafnarbúar eru þó orðnir sólarþyrstir og hafa nú unnvörpum flykkst til Kanarí þar sem þeir geta dýrkað sólguðinn í næði, fjarri vinnu og svölum vindum Íslands. Veð- urspámenn hér um slóðir telja þó vetr- arhörkur að mestu liðnar, aðeins nokkur „skot“ verði í mars og apríl en meinhægt eft- ir það.    Þórshafnarhreppur hefur unnið og sam- þykkt símenntunaráætlun fyrir starfsmenn sveitarfélagsins og gildir hún fyrir árin 2004 til 2006. Líklega er Þórshafnarhreppur eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að vinna slíka áætlun sem nær til allra starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrsta námskeiðið samkvæmt símennt- unaráætluninni var haldið í janúar síðast- liðnum en við gerð hennar voru annars vegar hafðar að leiðarljósi lagalegar og kjara- bundnar skyldur sveitarfélagsins og hins vegar löngun starfsmanna og sveitarstjórnar til að efla hæfni og starfsánægju þeirra sem vinna hjá sveitarfélaginu. Unninn var listi yf- ir námskeið sem henta öllum og einnig sér- tæk námskeið sem henta starfsmönnum einnar deildar en ekki annarra. Út úr því kom afar fjölbreytt úrval námskeiða. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN EFTIR LÍNEYJU SIGURÐARDÓTTUR FRÉTTARITARA SJÓMENN og iðnaðarmenn nota tækifærið þeg- ar skipin koma til hafnar að lagfæra eitt og annað í búnaði þeirra. Frystiskip Granda hf., Venus HF-519, fékk slíka meðhöndlun þegar það kom til hafnar á dögunum með verðmætan afla. Skipið stoppaði fimm daga og er nú aftur farið á veiðar. Morgunblaðið/Heiðar Þór Unnið að lagfæringum Í höfn Blönduós | Kaffihúsið Við Árbakkann hlaut jafnréttisverðlaun Blönduósbæjar 2003. Voru verðlaunin afhent við upphaf fundar bæjarstjórnar í vikunni, að því er fram kem- ur á vef Blönduósbæjar. Erla Björg Evensen og Guðmundur Har- aldsson, eigendur kaffihússins, tóku við við- urkenningunni úr hendi Jófríðar Jónsdótt- ur, formanns jafnréttisnefndar bæjarins. Við sama tækifæri var lesið upp bréf frá Jafnréttisstofu þar sem lýst er ánægju með það framtak jafnréttisnefndar Blönduóss að veita jafnréttisviðurkenningu og kaffihús- inu óskað til hamingju með viðurkenn- inguna. „Kaffihúsið Við árbakkann er dæmi um fyrirtæki þar sem samheldnir einstaklingar koma saman og vinna að sameiginlegu markmiði sínu án þess að þættir eins og kynferði skipti þar máli. Kaffihúsið Við ár- bakkann er vel að verðlaununum Jafnrétt- isverðlaun Blönduósbæjar 2003 komið, framsýni en ekki þröngsýni er sýn þess fyr- irtækis,“ sagði Jófríður við afhendinguna. Kaffihúsið Við árbakkann verður fimm ára á þessu ári. Erla Björg og Guðmundur hafa frá upphafi stjórnað rekstrinum. Hlutu jafnréttis- viðurkenningu Blönduósbæjar Hveragerði | Hafin er í tilraunagróður- húsi Garðyrkjuskólans á Reykjum tilraun með ræktun á kúrbít. Markmið tilraunar- innar er að efla þekkingu á ræktun kúrbíts og kanna möguleikana á ræktun hans hér á landi. Innfluttur kúrbítur hefur verið á markaði hér í nokk- ur ár. Hann er ein tegund graskerja og er náskyldur gúrkum og melónum. Uppruna- leg heimkynni hans eru líklega í Mið-Am- eríku, rétt eins og margra annarra teg- unda af þessari plöntuætt. Kúrbíts er neytt á ýmsan máta. Hann er borður hrár og matreiddur á marg- víslegan hátt. Garðar Árnason sér um til- raunina. Kúrbítur rækt- aður í fyrsta sinn ♦♦♦ Skagaströnd | Gunnar Þór Gunn- arsson, einn af fimm fulltrúum í hreppsnefnd Höfðahrepps, ákvað að víkja úr hreppsnefnd- inni í tengslum við sölu á Skagfirðingi hf. Hrepps- nefnd sam- þykkti lausn Gunnars Þórs frá störfum á fundi í fyrradag. Fiskiðjan Skagstrendingur á Sauðárkróki keypti Skagstrending hf. af Eimskipafélaginu í síðasta mánuði og í framhaldi af því seldi Höfðahreppur hlutabréf sín í Eim- skip. Í bókun á fundi í fyrradag þar sem óskað er eftir lausn frá störf- um í hreppsnefnd vísar Gunnar Þór Gunnarsson til afstöðu sinnar í tengslum við sölu Skagstrendings sem bókuð hafi verið sem trún- aðarmál. Telur hann að sér hafi mistekist að gæta hagsmuna Skagastrandar í þessu máli. Þar sem hagsmuna staðarins verði best gætt með einingu innan hrepps- nefndar hafi hann ákveðið að víkja úr hreppsnefnd. Hreppsnefndarmenn þökkuðu Gunnari Þór fyrir samstarfið og óskuðu honum velfarnaðar. Segir sig úr hreppsnefnd Höfðahrepps Mínstund frett@mbl.is Bæjarráð Akranes-kaupstaðar hefursent frá sér yf- irlýsingu þar sem mót- mælt er hækkun á raf- orkuverði á Akranesi. Bókunin er gerð í tilefni af lokatillögum meirihluta nítján manna nefndar iðn- aðar- og viðskiptaráð- herra. Ráðið styður jöfnun raforkuverðs en telur að slíkar félagslegar aðgerðir eigi að greiðast úr rík- issjóði en ekki að leggjast þyngst á atvinnulíf og barnafjölskyldur í öðrum landshlutum. „Ríkisvald- inu er í lófa lagið að jafna lífskjörin í landinu með öðrum aðgerðum en þeim að rýra búsetuskilyrði á einu svæði í þágu annars.“ Bæjarráð telur að flutn- ingskerfið eigi að vera tak- markað við 132 kV og hærri spennu en ekki við 66 kV eins og tillögur meirihluta nítján manna nefndar gera ráð fyrir. Mótmæli Þórshöfn | Hafnar- framkvæmdir eru farnar að setja mikinn svip á þorpsmyndina á Þórshöfn en segja má að heilt fjall sé komið inn á hafn- arsvæðið. Dæluskipið Scandia hefur verið í höfninni síðan í desember og lýkur trúlega dælingu á uppfyllingu við nýja stálþilskantinn innan fárra daga. Stefnt er að því að ljúka hafnarframkvæmdum á næsta ári með end- urbyggingu loðnulönd- unarkants og er þá óhætt að segja að höfnin upp- fylli vel allar þær kröfur sem til hennar eru gerðar sem þjónustu- og haf- skipahafnar auk þess að vera til fyrirmyndar hvað aðstöðu fyrir smærri báta viðkemur. Heilt fjall í höfninni Morgunblaðið/Líney Hreiðar Karlssonhefur máls á þvíað það sé allt á einn og sama veg. Í haust hafi þingmenn lekið, nú sé það þinghúsið: Allir sem búa við ágjöf slíka úrlausnar vænta senn Alþingishúsið lekur líka líkt og alþingismenn. Þorkell Guðbrandsson bætir við: Hart er orðið heims um ból Heljar magnast plottin ef ráðherra í ræðustól refsar sjálfur Drottinn. Þá Hallmundur Krist- insson: Um það blaði engu fletti; augljóst táknið stóra: Æðri máttur óvænt setti ofaní við Dóra. Loks yrkir Jakob Sig- urjónsson og segir að enn og aftur virðist sem ekki rigni jafnt á réttláta og rangláta: Hvessir um dalinn og hólinn, himinn við alþingi talar. Það rignir í ræðustólinn, ráðherra votur galar. Leki í þinginu pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.