Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 69
ROKKHLJÓMSVEITIN Placebo heldur tónleika í Laugardalshöllinni 7. júlí og bætist þar með í hóp fjöl- margra tónlistarmanna sem sækja landið heim á árinu. Placebo er þekkt nafn í rokkheim- inum, tríó skipað þeim Brian Molko söngvara, gítarleikara og aðallaga- smiði sem er hálfur Skoti og hálfur Kani, Stefan Olsdal bassaleikara sem er sænskur og breska tromm- aranum Steve Hewitt. Sveitin var stofnuð í Lundúnum fyrir einum 10 árum og hefur gefið út fjórar plötur. Um þessar mundir fylgir hún eftir fjórðu plötu sinni, Sleeping With Ghosts, sem kom út í fyrra. Placebo leikur rokktónlist, gríp- andi en þó í myrkari kantinum. Ræt- ur tónlistarinnar má rekja til hins listræna og glyskennda rokks sem mótaðist í höndum listamanna á borð við David Bowie, Lou Reed og The New York Dolls en jafnframt má greina áhrif frá síðari tíma rokki eins ólíkra sveita og Joy Division, The Cure, Sonic Youth og Pixies. Meðal kunnra laga sveitarinnar má nefna fyrsta smellinn þeirra, „Nancy Boy“, sem leikinn var ótt á X-inu 1996, „Every You Every Me“, „You Don’t Care About Us“ og tit- illag annarrar plötunnar, Without you I’m Nothing, en það lag fékk vítamínsprautu frá yfirlýstum aðdá- anda sveitarinnar, David Bowie, sem endurgerði lagið með þeim árið 1999. Þá vakti útgáfa sveitarinnar á gamla T-Rex-laginu „20th Century Boy“ fyrir myndina Velvet Goldmine at- hygli og þónokkrar vinsældir. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Höllinni 7. júlí og það eru Ragn- heiður Hanson og Halldór Kvaran sem standa að tónleikunum. Nánari upplýsingar um miðasölu og upphit- un liggja ekki fyrir. Placebo leikur í Höllinni AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i Tilnefningar til óskarsverðlauna KRINGLAN kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI kl. 1.30, 4.30, 7.30 og 10.30 AKUREYRI kl. 8 og 10.50. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.15. „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin. Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4.30, 7.30 og 10.30. b.i. 14 . KRINGLAN Sýnd kl.2 og 4. Íslenskt tal. / Sýnd kl. 6. Enskt tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. FRUMSÝNING EINGÖNGU SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3. Stórbrotin ogmargverðlaunað stórmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zellweger og Jude Law.  Kvikmyndir.com B.i. 16 ára. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 69 KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.20. Frábær gamanmynd með frábærri tónlist. Með hinni efnilegu Beyoncé Knowles, fimmföldum Grammy verðlaunahafa og Óskarsverðlaunahafanum Cuba Gooding Jr. KRINGLAN Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. AKUREYRI Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.15 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. SNYRTIVÖRUFYRIRTÆKIÐ Calvin Klein tilkynnti í vikunni að leikkonan Scarlett Johansson hefði orðið fyrir valinu sem nýtt andlit ilmvatns frá Calvin Klein sem kemur á markað næsta haust um allan heim. Scarlett hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í Glataðri þýðingu (Lost in Translation) og Stúlkunni með perlueyrnalokkinn (Girl with a Pearl Earring). Hreppti hún verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í fyrrnefndu myndinni um síðustu helgi á bresku BAFTA-verðlaunahátíðinni. „Scarlett er ung og full af krafti en af henni geislar líka fágun og öryggi sem er ekki svo algengt um þessar mundir. Á móti kemur svo afslappað viðhorf og húmor,“ sögðu fulltrúar Calvin Klein þegar þetta var tilkynnt. Scarlett er ekki síður ánægð. „Þeg- ar ég hélt að hlutirnir gætu ekki orðið betri þá gerist eitthvað eins og þetta. Að tengjast Calvin Klein er mikill heiður,“ sagði Scarlett, sem er fædd í New York og er aðeins 19 ára gömul. Þetta er fyrsta stóra auglýsinga- herferðin sem Scarlett tekur þátt í. Þó ilmvatnið sé enn ekki tilbúið verður farið af stað með gerð blaða og sjón- varpsauglýsinga núna í mars. Ljós- myndarinn Peter Lindbergh tekur blaðamyndirnar og Neil Kraft úr Kraftworks verður listrænn stjórn- andi sjónvarpsauglýsinganna. Calvin Klein hefur áður notað svona ungar og upprennandi stjörnur í herferð sína og er alltaf að leita að ferskum anditum. Á meðal þeirra sem hafa tekið þátt í auglýsingaherferðum Calvin Klein eru Kate Moss, Brooke Shields, Christy Turlington, Mark Wahlberg, Andie McDowell og Pharrel Williams. Scarlett Johansson valin AP Scarlett Johansson verður and- lit ilmvatns, sem væntanlegt er frá Calvin Klein næsta haust. Andlit nýs ilmvatns frá Calvin Klein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.