Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í FRUMVARPI sem nú liggur fyrir Alþingi um erfðafjárskatt, 435. mál, heildarlög, er lögð til veigamikil breyting sem varðar hag ís- lenskra líknar- og menningarstofnana eða félaga. Í 5. og 6. gr. frumvarpsins er lagt til að þessum að- ilum verði gert að greiða 10% erfða- fjárskatt af erfðagjöf- um sem þeim kynnu að hlotnast. Hér er verið að leggja til grundvall- arbreytingu sem er ofangreindum stofn- unum eða félögum mjög í óhag og afnema erfðaskatt- sfrelsi slíkra aðila sem tíðkast hefur í áratugi. Virðum mikilvægt framlag frjálsra félagasamtaka Þeirri nefnd sem samdi frumvarpið var ef til vill ekki ljóst hve frjáls fé- lagasamtök eða stofnanir sem sinna líknar- eða menningarmálum veita landsmönnum oft mikla þjónustu sem þannig sparast ríkinu. Reynt hefur verið að meta framlag vel- ferðarstofnana og samtaka sem ekki eru á vegum hins opinbera til hagkerfisins hér á landi, hins svo- nefnda þriðja geira. Bráðabirgða- tölur samkvæmt þjóðhagsreikn- ingstölum fyrir árið 1997 sýna að framlag þriðja geirans nam 3-4% af landsframleiðslu þess árs. Það jafn- gildir meira en tvöfaldri ál- og kís- ilframleiðslu sama árs (sbr. erindi Jónasar Guð-mundssonar hagfræð- ings Mbl. 13. sept. 2002). Þá er ekki talin með sjálfboðin vinna en hún er víða mikil; í Bandaríkjunum t.d., þar sem löng hefð er fyrir slíkri þátttöku, er hún talin jafngilda um 6% af öllu vinnuafli í landinu. Jafnframt er því oft þannig hátt- að að líknar- og menningarstofn- anir eða félög reiða sig fyrst og fremst á velvilja almennings til að halda úti viðamikilli þjónustu á ýmsum sviðum. Erfðagjafir sem þeim áskotnast eru gríðarlega mik- ilvæg tekjuöflun fyrir það starf sem kosta þarf. Skerðing á slíkum gjöf- um mundi einfaldlega skerða þá þjónustu sem veitt er og veikja þessar stofnanir og félög. Fjölþætt starf í þágu þjóðar Þannig er því varið með Krabba- meinsfélag Íslands. Það er áhuga- mannafélag sem hefur mörg aðild- arfélög, bæði svæðafélög víða um land og einnig stuðningshópa sjúk- linga og aðstandenda þeirra. En jafnframt veitir félagið marghátt- aða faglega þjónustu og stuðning. Umfangsmikil krabbameinsleit er rekin með verktakasamningi við heilbrigðisráðuneytið og sömuleiðis leggur ríkið til hluta af rekstrarfé Krabbameinsskrárinnar. Allt annað starf félagsins er undir velvilja al- mennings komið og þeim fram- lögum sem frá velunnurum koma. Þetta gildir um allt forvarnar- og fræðslustarf á vegum Krabba- meinsfélagsins um heilbrigt líferni en einnig um ýmis krabbamein og sérstaklega um tóbaksvarnir. Einn- ig um Heimahlynn- ingu félagsins fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Líka um metn- aðarfullar krabba- meinsrannsóknir á heimsmælikvarða sem eru stundaðar á veg- um félagsins og veru- legan hluta af rekstri Krabbameinsskrár- innar sem er einstök heimild og nær til heillar þjóðar. Enn- fremur um marg- háttað stuðningsstarf við krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra, t.d. á Krabbameinsfélagið sjö íbúðir, sex í samvinnu við Rauða krossinn og eina í samvinnu við Öryrkjabandalagið. Þar dveljast jafnan krabbameinssjúklingar utan af landi ásamt aðstandendum, yf- irleitt sér að kostnaðarlausu meðan þeir eru í meðferð í Reykjavík. Margt fleira mætti telja til að varpa ljósi á þá fjölbreyttu starf- semi og þjónustu sem Krabba- meinsfélagið hefur getað veitt vegna þeirrar velvildar sem félagið hefur notið meðal þjóðarinnar. Veglegar erfðagjafir berast félag- inu stöku sinnum og eru þær afar mikilvæg tekjuöflun til að standa undir þeirri fjölþættu þjónustu sem Krabbameinsfélagið veitir lands- mönnum. Það mundi rýra verulega getu félagsins ef þau nýmæli yrðu tekin upp að skattleggja slíkar gjaf- ir. Einnig má búast við því að draga mundi úr slíkum gjöfum við skattlagningu. Að hvetja en ekki letja sjálfboðastarf Þegar leitað var upplýsinga hjá krabbameinsfélögum á Norðurlönd- unum nýlega kom í ljós að hvergi þar þurfa mannúðar- og líknarfélög af sama toga og Krabbameinsfélag Íslands að greiða erfðafjárskatt en erfðagjafir eru mun stærri þáttur í tekjuöflun þessara félaga heldur en gerist hér á landi. Í Danmörku út- búa skattayfirvöld lista á hverju ári yfir þau félög eða þær stofnanir sem hafa almannahagsmuni að leið- arljósi og eru undanþegin erfða- fjárskatti. Þau félög eða stofnanir sem ekki eru á lista geta síðan sótt um undanþágu. Í Noregi eru líkn- arfélög einnig undanþegin stimp- ilgjaldi. Í Svíþjóð er krabbameins- félagið einnig undanþegið fjármagnstekjuskatti. Það virðist sem skattayfirvöldum og stjórnmálamönnum annars stað- ar á Norðurlöndunum sé full ljóst hve mikilvægu hlutverki líknarfélög gegna til að tryggja velferð sam- félagsins. Hlutverk sjálfboðaliða vegur mjög þungt víða erlendis til að sinna ýmsum þáttum velferðar sem ríkið tryggir þegnunum ekki. Mörgum, bæði hér á landi og er- lendis, hefur fundist að færri ein- staklingar en áður væru fúsir til að gefa af tíma sínum í sjálfboðastörf. Þetta á sérstaklega við um skuld- bindingu til lengri tíma. Jafnframt er ljóst að hefðbundnar fjáröfl- unarleiðir slíkra félaga eins og t.d. happdrætti gefa sífellt minna af sér. Það er því að ýmsu leyti þyngri róður fyrir slík félög en áður. Sú tillaga sem lögð er fram í nýju frumvarpi um erfðafjárskatt, að leggja 10% erfðafjárskatt á líkn- ar- og menningarstofnanir og félög, mun verulega raska rekstr- argrundvelli þeirra og veikja krafta þeirra til að leggja samfélaginu lið. Þetta er óheillaspor og er ein- dregið lagt til að þessi breyting nái ekki fram að ganga.. Erfðafjárskattur á líkn- arfélög er óheillaspor Guðrún Agnarsdóttir skrifar um lagafrumvarp um erfðafjárskatt ’Skerðing á slíkumgjöfum mundi ein- faldlega skerða þá þjónustu sem veitt er og veikja þessar stofnanir og félög.‘ Guðrún Agnarsdóttir Höfundur er forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. VEÐUR og náttúruhamfarir hafa mótað björgin, kraftur sjávar brotið og meitlað grjót í fjörum. Þetta hefur mótað ímyndunarafl þjóð- arinnar, sem hefur lesið björgin og séð tröll og forynjur í klettum, dröngum og steinum. Myndhöggvarar hafa alltaf leitað fyr- irmynda í náttúrunni, tekið grjót og meitlað myndir og skúlptúra. Það er skemmtilegt að sjá hvernig Árni Johnsen hefur unnið að sköpun listaverka þar sem hann notar m.a. fjöru- grjót og stál. Ég þekki ekki til þess að neinir seinni tíma lista- menn hafi farið þá leið sem Árni hefur valið, ég þekki ekki fordæmi um sérstæð vinnubrögð Árna í neinum nútíma listaverkabókum. Menn hafa meitlað í stein frá alda öðli, Ítalir í marmarann sem þeir eiga nóg af, Íslend- ingar í grástein. Skúlptúr er form eða skreyting sem menn hafa getað lesið úr hlutum, jafnvel grjóti úr fjöruborðinu sem hver sér með sínum augum og líklega er það sérstætt fyrir ís- lenska grjótið hvað steinarnir hafa sterk andlit og svipmikil, en allt grjót hefur jú andlit þegar að er gáð. Ég hef skoðað höggmyndir víða í heiminum á langri ævi og urmul listaverkabóka, en aldrei séð neitt líkt því sem Árni gerir. Það væri þá helst hjá gömlum vini hans, Sverri heitnum Haraldssyni list- málara, en hann sótti grjót í fjör- una, gataði og þræddi upp á stál- víra og skapaði spírur (pagodur) og skreytti með á Hulduhólum. Það blasir við frá þjóðveginum undir Lágafelli í Mosfellsbæ. Árni sækir einnig sitt hráefni í fjöruna, grjót sem er margra manna tak og jafnvel heilu bjarg- hlutana og efniviðinn og mótífin sækir hann í stórbrotna náttúru Snæfellsness, björg og fjörur Grundarfjarðar. Margir skúlptúra Árna eru með kringlóttum glugg- um eins og augu inn í náttúruna eða út úr henni og það er sem steinarnir verði mennskir. Það hefur löngum verið sagt að náttúran og umhverfið móti mann- inn, ekki síst listamenn, og það er mjög spennandi þegar þeir ríma á móti og móta náttúruna inn að skírskotun til daglegs lífs, tján- ingar sem allir með venjulegt brjóstvit geta lesið úr og haft gleði af. Árni Johnsen er hæfileikaríkur orkubolti, listamaður sem lætur verkin tala hvort sem það er í rit- uðu máli, tónlist eða grjótinu sem er nýjasta uppátæki hans. Jafn- hliða því að vinna 40 skúlptúra á síðasta ári þá ritaði hann 5 bækur um margslungið efni auk þess að breyta fangelsi í margra stjörnu hótel. Sá veldur sem á heldur. Það hefur ekki þurft að hvetja fólk til þess að sjá sýningu Árna í Reykjanesbæ, því hún hefur slegið öll sýningarmet, en þó er ástæða til þess að hvetja fólk til þess að láta ekki þessa sýningu fara fram hjá sér, svo sérstök er hún. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 13–18 fram til 14. mars, en hægt er að slá margar flugur í einu höggi með því að heimsækja Duushús í Reykjanesbæ og njóta þar menn- ingar og fróðleiks, því í Duus- húsum er einnig stórkostleg sýn- ing á skipsmódelum Gríms Karlssonar, 60 talsins, eins og spegill af velferð þjóðarinnar, og sýning Carlosar Baráo, snjalls listmálara frá Portúgal. Listaverk Árna í grjót eru engu lík Áki Gränz skrifar um list Árna Johnsens ’Árni Johnsen er hæfi-leikaríkur orkubolti, listamaður sem lætur verkin tala …‘ Áki Gränz Höfundur er málarameistari. AUKIÐ frjálsræði í viðskiptum er besti hvati til framfara – á grundvelli jafnræðis. En þegar lög og reglu- gerðir sýna galla, eins og sumt í lögum um fiskveiðistjórn, þarf að sýna áræði – og lag- færa gallana. Margt hefur tekist vel – annað þarf að lagfæra. Tökum SPRON sem dæmi. Ég ætla ekki að fjalla um það mál – nema sem dæmi þar sem bakslag varð – hugsanlega vegna gall- aðrar lagasetningar. Tregðan við að laga galla í lögum um fisk- veiðistjórn í dag kann að framkalla slíkt bak- slag. Þá „ganga höftin aftur“ og frelsi verður skert. Það sem lagfæra þarf nú er aðallega þetta: 1. Aflahámark fisk- tegunda – og úthlutun árlegra veiðiheimilda á að ákvarðast af Alþingi – eftir samstarf sjáv- arútvegsnefndar Al- þingis og sjávarútvegs- ráðuneytis. Þetta á að gerast á svipðan hátt og samstarf fjárveitinganefndar og fjármálaráðu- neytis – við afgreiðslu fjárlaga. Þetta er meiri vinna – en skylda Alþingis. Alþingi er ekki heimilt að framselja ótakmarkað vald til sjávarútvegs- ráðherra um að ákvarða aflahámark með reglugerð. Svo víðtækt – ótak- markað framsal – um takmörkun at- vinnufrelsis, samrýmist ekki stjórn- arskrá – eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana. 2. Fiskvinnslan á atvinnuréttindi – með tilvitnun í álitsgerð sem prófess- or Viðar Már Matthíasson gerði fyrir sjávarútvegsráðuneytið 15. des. 1997. Lög um fiskveiðistjórn verða þá að breytast samkvæmt því. Sjáv- arútvegsnefnd Alþingis getur t.d. óskað eftir áliti frá Lagastofnun Há- skóla Íslands – hvernig lagabreyt- ingu þurfi svo stjórnarskrárvarin at- vinnuréttindi fiskvinnslu séu virt. 3. Of lágir aflakvótar í botnfiski valda yfirspenntu ástandi. Vafaatriði um aflahámark á að túlka sjáv- arbyggðum í hag – til aukinna afla- kvóta, því stjórnarskrá er sett til verndar borgurunum en ekki gallaðri tölfræði ICES í Kaup- mannahöfn. Það er rangtúlkun að áhætta sé að veiða meira, því það virðist minni áhætta að veiða meira – sam- kvæmt reynslu. Besta fiskveiðistjórn hérlendis undanfarin ár er í loðnu- veiðum þar sem ICES er ekki með puttana. 4. Erfitt er að vinna eftir reglugerðum um fiskveiðistjórn. Þröngt sniðnar reglugerðir or- saka óþarfa brottkast. Aukin sveigjanleiki er lausnin. Í komandi togararalli verður eflaust sami áhugi hjá útgerðum og fjölmiðlum um aukningu bolfiskveiða – eins og áhugi um aukna loðnu- veiði síðustu vikur. Lif- andi áhugi og umfjöllun um þessi mikilvægu mál er þjóðarnauðsyn. Nið- urstöður rannsókn- argagna úr togararall- inu verða nú vonandi fyrst kynnar fyrst hérlendis – í stað þess að farið sé með rannsóknargögn til ritskoðunar hjá ICES (Alþjóða hafrannsóknarráðinu) í Kaupmanna- höfn. Nýjar upplýsingar um stærðir botnlægra fiskistofna þarf ekki að rit- skoða í Kaupmannahöfn enda ólög- legt. Mesta áhættan fyrir stjórnkerfi fiskveiða er í reynd harðlínumenn sem vilja ekki ljá máls á lagfæringum á fiskveiðistjórninni. Ef frelsi á áfram að vera drifkraftur framfara í sjávar- útvegi verður að lagfæra lög um fisk- veiðistjórn – í samræmi við ofan- greinda punkta og auka aflakvóta. Fyrirhugað auðlindagjald er sjálfsagt að hætta við – enda er nú sannað mál að sú fiskihagfræði sem gjaldið bygg- ist á stenst ekki. Frelsi í sjávarútvegi Kristinn Pétursson skrifar um sjávarútvegsmál Kristinn Pétursson ’Mesta áhættanfyrir stjórnkerfi fiskveiða er í reynd harð- línumenn sem vilja ekki ljá máls á lagfær- ingum á fisk- veiðistjórninni.‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.