Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 37 S igurður Kári Krist- jánsson skrifar grein í Morgunblaðið laug- ardaginn 7. febrúar undir fyrirsögninni „Grátkórinn“. Greinin er nokkuð keimlík ræðu sem hann flutti í um- ræðum um fjárhagsvanda Háskóla Íslands á Alþingi næsta fimmtu- dag á undan. Boðskapurinn í mál- flutningi Sigurðar er sá að menn verði að átta sig á því að kröfur um auknar fjárveitingar til Há- skóla Íslands sé það sama og krafa um skattahækkun. Fljótt á litið einfalt og gott, Heimdall- arhagfræðin á hreinu. En það er fróðlegt að setja þessa fullyrðingu Sigurðar og reyndar fleira í um- ræðum um opinberan rekstur í samhengi við loforð Sjálfstæð- isflokksins og fleiri stjórn- málaflokka um skattalækkanir fyr- ir alþingiskosningarnar sl. vor. Eða muna menn ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn sem bauð best flokkanna lofaði allt að 30 millj- arða skattalækkunum án þess að það kæmi nokkurs staðar niður og án þess að neinar útlistanir fylgdu hvar ætti að spara í opinberum rekstri. Framsókn hóf loforðaleik- inn og lagði til hugmyndafræðina um að svo mikill hagvöxtur hlytist af stóriðjuframkvæmdum og um- svifum í efnahagslífinu á komandi árum að unnt yrði að stórlækka skatta án þess að það kæmi nokk- urs staðar við. Samfylkingin slóst að sjálfsögðu í hópinn og einfald- lega tók loforð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, lagði saman og deildi í með tveimur. Skattalækkanir án fórna? En nú má spyrja: Á að taka Sig- urð Kára Kristjánsson bókstaflega og trúa því að það sé í reynd þannig að ekki sé hægt að auka útgjöld, t.d. til háskólamála í land- inu, nema til komi skattahækk- anir? Voru þá loforðin um skatta- lækkanir án fórna misskilningur? Eða hvað? Vandi Samfylking- arinnar í málinu er síst minni. Samfylkingin féll nefnilega í þá gryfju að reyna að telja kjós- endum trú um að hægt væri í raun og veru að gera hvort tveggja, auka útgjöld til velferðarmála og stórlækka skatta. Nú mætti spyrja: Á að draga alla milljarðana sem Samfylkingin réttilega telur að þyrfti að verja í formi viðbót- arfjármuna til háskólastigsins á næstu árum, frá skattalækk- unarloforðunum? Á að mínusa skattalækkunarloforð Samfylking- arinnar um sambærilegar upp- hæðir þeim sem þar á bæ er lofað til aukinna ríkisútgjalda? Hefur Sigurður Kári þá rétt fyrir sér í því að aukin útgjöld séu ávísun á skattahækkanir sem auðvitað rím- ar engan veginn við andstæðu sína, loforð um skattalækkanir án fórna? Eða gengur óskhyggjulof- orðastefna Samfylkingarinnar um hið besta úr báðum heimum upp? Er bæði hægt að auka ríkisútgjöld og lækka skatta? Ekki þarf að minnast á gömlu Framsókn sem auðvitað ætlaði, vel að merkja fyr- ir kosningar, að gera allt fyrir alla eins og venjulega og án þess að það kæmi nokkurs staðar niður. Auðvitað var skattalækkunar- umræðan fyrir síðustu alþing- iskosningar með hreinum endem- um. Loforð út á óraunsæjar bjartsýnisspár um bullandi hag- vöxt vegna stóriðjuframkvæmda án nokkurra frádráttarliða á móti, svo sem ruðningsáhrifa í atvinnu- lífinu, voru loftkastalar. Staðfest- ing þess kom nýlega í ljós þegar fjármálaráðuneytið lækkaði hag- vaxtarspá sína fyrir næsta ár um heil tvö prósentustig úr 5% í 3%. Benda núver- andi þrengingar í rekstri heilbrigðisstofnana til þess að 20–30 milljarða skattalækkanir á allra næstu árum, þ.e. lækkun tekna ríkissjóðs a.m.k. langleiðina sem því nem- ur, verði þrautalausar? Svona er staðan áður en ár er liðið frá kosning- unum sem einkenndust umfram flest annað af hinum glórulausu og ábyrgðarlausu skatta- lækkunarloforðum áð- urnefndra þriggja flokka. Góðæri eða hvað? Efnahagsmálin eru í býsna tví- ræðri stöðu um þessar mundir. Bein en þó sennilega ekki síður óbein eða sálræn áhrif yfirstand- andi stórframkvæmda og þess sem framundan er hafa þegar haft sín áhrif til hækkunar vaxta og styrk- ingar krónunnar. Engu að síður er það nú metið svo að framkvæmd- irnar eystra skili sér í mun minna mæli inn í hagkerfið en gert var ráð fyrir. Kemur þar m.a. til að erlent vinnuafl á svæðinu er langt- um meira en reiknað var með. Ekki bætir úr skák að litlar sem engar skatttekjur hafa skilað sér af þessu vinnuafli fram undir þetta þó það standi vonandi til bóta. Neikvæð áhrif á annað atvinnulíf, einkum útflutningsgreinar, sjávar- útveg, ferðaþjónustu og sam- keppnisiðnað, eru mikil og orðin flestum ljós. Ruðningsáhrifin koma til frádráttar meintum stór- framkvæmdagróða og þenslu- hagvexti og er þá ótalið það sem erfiðast er að meta, tækifæri til nýsköpunar og aukinnar fjöl- breytni sem glatast og aldrei verða að neinu vegna lakari skil- yrða almenns atvinnulífs. Þar er á ferðinni annar hluti hins efnahags- lega fórnarkostnaðar orkuheild- sölustefnunnar í þágu erlends þungaiðnaðar. Loks má spyrja hvort við séum að einhverju leyti að upplifa hér á Íslandi það sem mjög hefur orðið tilefni umræðna erlendis, einkum í Bandaríkjunum, að vöxtur í hagkerfinu þurfi við nýjar aðstæður alls ekki að þýða fjölgun starfa og minnka atvinnu- leysi. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála næstu misserin og ekki síst því hvernig loforðaflokk- unum gengur að fóta sig á svellinu og hvort þeir reyna í næstu kosn- ingum að endurtaka leikinn. Ekki er víst að það verði auðvelt. Vandi loforða- flokkanna Eftir Steingrím J. Sigfússon ’ Auðvitað var skattalækk-unarumræðan fyrir síðustu alþingiskosningar með hreinum endemum. Loforð út á óraunsæjar bjartsýnis- spár um bullandi hagvöxt vegna stóriðjuframkvæmda án nokkurra frádráttarliða á móti, svo sem ruðnings- áhrifa í atvinnulífinu, voru loftkastalar. ‘ Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. hækkandi sjávarmáli og óstöðugleika í veðurfari sem geti leitt til náttúruhamfara og umhverfisslysa. Mörg smáeyríki eru háð innfluttum orkugjöfum, einkum ol- íu, og því geta endurnýjanlegir orkugjafar skipt þau miklu til framtíðar. Þá taka smáeyríki í ýmsum heimshornum á móti vaxandi fjölda ferðamanna og þurfa að huga að verndun umhverfis og menningar- arfleifðar. Á öllum þessum sviðum hafa Íslendingar reynslu og nokkra þekkingu. Frumkvæði á sviði haf- réttarmála, málefna hafsins og sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda hefur þegar orðið Íslandi til álits- auka og hægt væri að byggja á þeim grunni. Í því sambandi gefst tækifæri til að leggja af mörkum til umfjöllunar alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni smáeyþróunarríkja sem haldin verður á Máritíus í ágústlok. Í ljósi þess sem áður er sagt hlýtur staða smá- eyþróunarríkja að skipa áberandi sess í málflutningi fulltrúa Íslands um sjálfbæra þróun í hnattrænum skilningi og það er rökrétt að m.a. þessum ríkjahópi verði aukinn gaumur gefinn í framtíðarstefnumótun íslenskra stjórnvalda vegna fjölþjóðlegrar og tvíhliða þróunarsamvinnu. Þess má geta að smáeyþróunarríki eru meðal þeirra sem hafa óskað eftir íslenskri þró- unarsamvinnu. Það skiptir miklu í framkvæmd íslenskrar utanrík- isstefnu að ná heildstæðu sjónarhorni á hvert við- fangsefni og að reyna að tryggja hámarksnýtingu takmarkaðs mannafla og fjármagns þannig að ís- lenskt bolmagn verði sem mest. Það er markmið að ná betri samþættingu í skyldri vinnu opinberra og einkaaðila þannig að Ísland geti orðið að gagni og haft gagn af. Það er í þessum anda sem íslensk stjórnvöld vilja nálgast önnur smærri ríki og smáey- ríki. Þess vegna var tekið frumkvæði að stofnun stjórnmálasambands við Máritíus og sömu sjónarmið hafa legið til grundvallar stofnunar sambands við fleiri ríki, einnig Nauru og þá ellefu þúsund íbúa sem þar búa. úr þeim hópi. Hvað varðar smærri ríki sérstaklega þá hefur verið ákveðið að auka virkni þátttöku á vett- vangi smærri ríkja hvort tveggja í New York og með málflutningi á viðeigandi ráðstefnum og fundum. Nauðsynlegt er að stuðla að eflingu jafnræðisregl- unnar í milliríkjasamskiptum og aukinni virðingu fyr- ir alþjóðalögum og það verður ekki síst gert meðal þeirra ríkja sem þar eiga mest í húfi. Í þessu sam- hengi er vilji til þess af hálfu íslenskra stjórnvalda að fá valda sendierindreka smærri ríkja í heimsóknir hingað til lands til skoðanaskipta og kynningar á ís- lenskum aðstæðum, m.a. í samstarfi við íslenskar rannsóknar- og menntastofnanir. Íslendingar geta ekki einungis sótt stuðning til annarra smærri ríkja heldur einnig miðlað af eigin reynslu. Ekki er um að ræða einhliða áhuga íslenskra stjórnvalda því smærri ríki hafa leitað hingað til lands og lýst áhuga á sam- starfi á ýmsu sviðum. Sameiginlegir snertifletir Hvað varðar smáeyríki þá eru sértækir snertifletir t.d. vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, verndunar og nýtingar strand- og sjávarauðlinda, orkumála og ferðamála. Búast má við að loftslagsbreytingar valdi mikils ðnar og varða trænir ur lagt r utan- tanrík- amstarfi stjórn- a hefur Liður í nmála- rsenda ál hefur m um ftir því m skiln- á t og unnar um al- rðast af þjóðlegu ma yf- a gilda tarfs við ð öll þau sam- m og ja og ands má hvað ríkja til i ís- a- u þjóð- da eru nmálasamband? ’ Í almennri umræðu um íslenskutanríkismál hefur stundum örl- að á stórkarlalegum staðhæf- ingum um að vægi Íslands á al- þjóðavettvangi sé metið eftir því hvaða ríkjum það eigi samleið með, m.a. í þeim skilningi að forðast beri samneyti við smærri ríki á grundvelli smæðar. Í slíkri afstöðu felst hvort tveggja yf- irlæti og sjálfsblekking. ‘ Höfundur er varaþingmaður í Reykjavík og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. gð á Haíti Reuters m uppreisnarmanni á leið heim af markaðnum fyrr í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.