Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  GUÐMUNDUR Jónsson, bakvörð- ur úr úrvalsdeildarliði Njarðvíkur, verður frá næstu vikurnar en hann er fingurbrotinn. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.  FYRRUM landsliðsmaður Skota í knattspyrnu, John Collins, er ekki í vafa um að Berti Vogts, landsliðþjálf- ari Skota í knattspyrnu, eigi að taka pokann sinn og hætta eftir 4:0 tap liðsins gegn Wales í Cardiff sl. mið- vikudag. Collins segir skoska liðið áhugalaust og það sé greinilegt að Vogts hafi ekki það góð tök á móð- urmáli leikmanna liðsins að hann nái til þeirra með sinn boðskap.  COLLINS lék stórt hlutverk í skoska liðinu á HM í Frakklandi árið 1998 en hann lék með Hibernian, Celtic og franska liðinu Mónakó á sín- um ferli. „Í viðtölum fyrir og eftir leiki er Vogts ekki sannfærandi og það sést á leik liðsins að hann er ekki rétti maðurinn í þetta starf. Hann nær ekki til leikmanna og skoska liðið er ekki í framför undir hans stjórn,“ seg- ir Collins við BBC. „Á árum áður vor- um við ávallt með á stórmótum og menn lögðu sig fram sem lið. Það er ekki þannig í dag hjá skoska landslið- inu,“ segir Collins en Skotar hafa fengið á sig 10 mörk í síðustu tveimur landsleikjum. Vogts segir að hann hafi ekki hug á því að hætta með liðið að svo stöddu og markmiðið sé að ná í úrslit á HM í Þýskalandi 2006.  FRANSKI landsliðsmaðurinn Zin- edine Zidane hefur samið við spænska liðið Real Madrid á ný og verður hann í herbúðum liðsins fram til loka keppnistímabilsins 2006–2007. Zidane segir að sér líði vel á Spáni en hann verður 35 ára gamall þegar samningur hans rennur út. Zidane var útnefndur knattspyrnumaður ársins árið 2003 í þriðja sinn en hann kom frá Juventus á Ítalíu árið 2001 fyrir rúmlega 6,5 milljarða ísl. kr.  KJETIL Andrè Aamodt og Lasse Kjus, þekktustu skíðamenn Norð- manna undanfarin ár, ætla báðir að taka þátt í heimsbikarmótum á næsta keppnistímabili en þeir munu ekki keppa meira á yfirstandandi keppn- istímabili vegna meiðsla. Aamodt er að jafna sig eftir fótbrot og Kjus fór í aðgerð á hné en honum hafði gengið mjög vel á mótum vetrarins fram að því. Í viðtölum að undanförnu hafa þeir báðir gefið það í skyn að líklega myndu þeir ekki keppa framar en í viðtali á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 í gær sögðu þeir báðir að þeir yrðu með í keppni þeirra bestu næsta haust. ÍSLANDSMEISTARALIÐ ÍBV í kvennaflokki í handknattleik tek- ur á móti franska liðinu Le Havre á sunnudaginn í síðari leik lið- anna í 16-liða úrslitum í Áskor- endakeppni Evrópu. Staða ÍBV er vænleg þar sem Vestmanna- eyjaliðið vann fyrri leikinn í Frakklandi um síðustu helgi með átta marka mun, 30:22. Mögu- leikar liðsins á því að komast í átta liða úrslit keppninnar eru því ágætir. „Ég tel að við séum í betra lík- amlegu ástandi enda náðum við að skora 9 mörk gegn 3 á síðustu átta mínútunum í fyrri leiknum. Vörnin var okkar aðalsmerki og við munum halda áfram á sömu braut á sunnudaginn. Það verður ekki reynt að halda fengnum hlut með einhverjum göngubolta,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálf- ari ÍBV, í gær. Aðalsteinn átti von á franska liðinu til Vest- mannaeyja frá Þorlákshöfn með Herjólfi í gærkvöld. „Það væri ekki verra að fá hvassa suðvestanátt á meðan á siglingunni stæði,“ sagði hann í léttum tón. „Það er ekki um ann- að rætt hér í Eyjum og ég á von á því að okkar stuðningsmenn mæti á leikinn og það verður án efa fjölmennt,“ sagði Aðalsteinn en ekkert íslenskt kvennalið í handknattleik hefur náð að kom- ast í átta liða úrslit í Evr- ópukeppni og þar með myndi Eyjaliðið brjóta ákveðið blað í ís- lenskum handknattleik takist því að komst áfram. Til þess verður það þó að halda rétt á spöðunum gegn Le Havre sem er í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 14.00 á sunndaginn en í liði Le Havre eru tveir franskir landsliðsmenn sem fögnuðu sigri á heimsmeist- aramótinu í Króatíu í lok síðasta árs. Að auki eru leikmenn frá Póllandi, Kongó, Króatíu og tveir leikmenn frá Rúmeníu. Mark- vörður liðsins er rúmenskur og er sagður vera einn af betri markvörðum frönsku deild- arinnar. „Ætlum ekki að reyna að halda fengnum hlut með göngubolta gegn Le Havre“ BJÖRGVIN Sigurbergsson lék á pari fyrri níu holur Saujuna- vallarins í Malasíu í fyrrinótt en fresta varð leik vegna úrhellisrign- ingar og hófst keppni að nýju á miðnætti í gær. Björgvin átti þá eft- ir að pútta á 10. braut vallarins en hann hafði fengið einn örn, –2, á 7. braut en líklega þarf Hafnfirðing- urinn að leika á 7–8 höggum undir pari það sem eftir er til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Colin Montgomerie frá Skotlandi náði sér á strik rétt áður en leik var frestað og segir hann við enska fjöl- miðla að hann hafi fengið fuglaskít yfir sig er hann var á leið af níundu flöt og á tíunda teig. „Heimamenn sögðu mér að slíkt boðaði gæfu en mér fannst það ekki á þeirri stundu enda með stórar skellur á buxunum og bolnum. En kannski hafa þeir rétt fyrir sér þar sem ég fékk fugl á 12. og örn á þeirri 13. en þá var mótinu frestað,“ sagði Montgomer- ie. Úrhelli í Malasíu Leikurinn er sérlega mikilvægurbáðum liðum, Arsenal til að halda forskoti sínu í deildinni og Chelsea til að vera með í toppbar- áttunni en það er nú sex stigum á eftir Arsenal í þriðja sæti. „Við verðum að vinna til að halda okkur í baráttunni á toppn- um,“ segir Frank Lampard, leik- maður Chelsea, og segir leikinn gríðarlega mikilvægan fyrir félag- ið. Þegar liðin mættust í bikarnum var markaskorarinn mikli, Thierry Henry, ekki með Arsenal en hann verður væntanlega með í dag og það gerir verkefni Chelsea ekki auðveldara. Lampard, sem lék sinn 17. landsleik á miðvikudaginn þegar Englendingar gerðu 1:1 jafntefli við Portúgal í Faro, óttast Henry samt ekki sérstaklega. „Hann er frábær leikmaður og það verður örugglega ekki létt verk að halda aftur af honum. Við komum hins vegar mjög einbeittir til leiks, töp- uðum fyrir Arsenal í bikarnum og vitum um mikilvægi þessa leiks fyrir okkur. Í bikarnum hættum við hreinlega að spila eftir að Ars- enal jafnaði og slíkt gengur auðvit- að ekki gegn jafn sterku liði. Við verðum að sækja í dag til að eiga möguleika, ekki liggja til baka og hanga of mikið á boltanum á mið- svæðinu. Við verðum helst að fá þrjú stig annars er munurinn orðinn níu stig og það yrði efitt að brúa það bil. Það er auðvitað hægt því Ars- enal á eftir að tapa einhverjum stigum, en við verðum að halda okkar striki og ná í þrjú stig, eitt stig er samt betra en ekkert og heldur okkur inni í myndinni,“ sagði Lampard. Þó svo Henry komi væntanlega inn í lið Arsenal á nýjan leik þá er ljóst að Ashley Cole verður vart með en hann meiddist í landsleikn- um í Portúgal. Miðjumaðurinn Gil- berto Silva verður líklega einnig fjarri góðu gamni en hann meidd- ist á ökla með Brasilíu gegn Ír- landi á miðvikudaginn. Verður Ljungberg með? „Það er ekki alveg útséð um Silva, við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og í fyrramálið,“ sagði Arsene Wenger um meiðsli Brasilíumannsins. Sol Campbell verður væntanlega í liðinu og einn- ig er möguleiki að Svíinn Freddie Ljungberg verði búinn að ná sér. Tölfræðin er ekki með Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea því liðið hefur ekki unnið Arsenal í nokkurri keppni síðustu fimm árin, eða síðan Arsenal lá 5:0 í Worthingtonbikarnum (deildabik- arnum) 11. nóvember 1998. Síðan þá hefur Arsenal unnið tíu leiki gegn Chelsea og fimm sinnum hef- ur orðið jafntefli hjá félögunum. Thierry Henry verður með Arsenal gegn Chelsea á „Brúnni“ „Ekki létt verk að halda aftur af honum“ STÓRLEIKUR helgarinnar í ensku knattspyrnunni er viðureign Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea í Lund- únum. Liðin áttust við í bikarnum á dögunum og þá hafði Arsenal betur, 2:1. Arsenal er í efsta sæti deildarinnar með 61 stig en Chelsea í því þriðja með 55 stig, stigi á eftir Manchester United sem er í öðru sæti og mætir Leeds í dag. ÍT ferðir - Laugardal sími 588 9900 - itferdir@itferdir.is - www.itferdir.is Einstök fótbolta- og fjölskylduferð til Manchester 29. maí-6. júní Takmarkað sætaframboð! 5 daga námskeið í Knattspyrnuskóla Bobby Charlton + Ísland-Japan 30/5, England-Japan 1/6 og England-Ísland 5/6 Verð aðeins frá kr. 80.500 kr. Innifalið: Flug til London, flugv.sk. góð gisting í 8 nætur með morgunmat, 5 daga námskeið í Bobby Charlton-skólanum með akstri og hádegismat, . Foreldraverð: Frá kr. 63.500 * Fjölskylduafsláttur! Ekki innifalið: Miðar á landsleikina (verð ekki komið ) Akstur milli London og Manchester (fer eftir fjölda). ATH. Verð miðað við gengi og flugvallarskatta 17. feb. 2004 Knattspyrnuskóli Bobby Charlton og 3 landsleikir! ÞRÓUNIN hefur orðið eins og margir reiknuðu með í sambandi við áhuga á nýju fyrirkomulagi á Ís- landsmótinu í handknattleik karla. Á undanförnum árum hafa oft farið fram umræður um hvernig best væri að auka áhugann á innan- hússíþróttum – handknattleik og körfuknattleik, til að fá fleiri áhorf- endur til að koma á leiki. Flestir hafa verið á þeirri skoðun að til að auka áhugann verði að fækka leikj- um og þá sérstaklega leikjum þar sem munurinn er mikill á liðum og fáir hafa áhuga á að horfa á. Til þess að fækka leiðinlegum leikjum liggur beint við að fækka liðum í deildum. Þvert á skoðanir manna að best væri að fækka liðum í efstu deild, þá fjölgaði handknattleiksforustan lið- um í efstu deild í fjórtán. Enn eitt fyrirkomulagið var tekið upp í vet- ur, sem hefur ruglað handknatt- leiksunnendur enn meira í ríminu. Fyrst var leikið í tveimur deildum – norður- og suðurdeild í forkeppni, nú er hafin keppni í úrvalsdeild og 1. deild, sem er undankeppni fyrir úrslitakeppni átta liða. Undirritaður hefur skrifað fjöl- margar greinar á undanförnum ár- um um mótafyrirkomulag og marg- oft bent á að það kæmi niður á handknattleiknum að hafa mótafyr- irkomulag ruglingslegt. Handknattleiksforustan bar ekki gæfu til að byrgja brunninn. For- keppni með fjölmarga lítt spennandi leiki hefur tekið hátt í sjö mánuði og áhorfendum hefur enn fækkað. Fyr- ir síðasta ársþing HSÍ, skrifaði und- irritaður: „Ársþing Handknattleiks- sambands Íslands fer fram um helgina. Þar verður lögð fram til- laga um enn eina breytinguna á keppnisfyrirkomulagi, sem ég tel að geri handknattleiknum ekki gott, heldur skaði hann enn frekar. Það er ekki lengur hægt að hunsa vilja handknattleiksunnenda, margra þjálfara og leikmanna, sem vilja fá átta liða úrvalsdeild. Það yrði gæfuspor fyrir handknattleik á Íslandi ef komið yrði á úrvalsdeild átta liða. Þá fyrst geta lið farið að byggja upp heimavallarstemningu allt keppnistímabilið – laða að áhorf- endur, koma á föstum leikdögum þar sem öll liðin leika leiki sína. Með því að ná að laða að áhorfendur er hægt að byggja upp stemningu. Aðalatriðið er að það verður að gefa liðum tækifæri og grundvöll til að ná upp góðri heimavallarstemn- ingu. Það verður aðeins gert með því að bjóða upp á leiki sem hafa mikla þýðingu. Leiki sem leikmenn leggja sig alla fram í og njóta að leika fyrir fullu húsi áhorfenda.“ Það var ekki mikill áhugi fyrir keppninni í norður- og suðurriðl- inum. Heldur ekki þegar keppni hófst í ÚRVALSDEILD fyrir tveim- ur vikum. Fyrsta keppniskvöldið voru 112 áhorfendur á leik Vals og Gróttu/KR að Hlíðarenda, 128 á leik Fram – ÍR í Framhúsinu – þar af 22 ÍR-ingar, 160 áhorfendur sáu leik Stjörnunnar og KA í Garðabæ. Já, það var lítil stemning fyrir leikjum sem hafa enga þýðingu. Í síðustu viku léku Valur og Fram í undanúrslitum bikarkeppninnar að Hlíðarenda. Þá var boðið upp á leik sem hafði þýðingu. Rúmlega 500 áhorfendur mættu á leikinn og var mikið fjör á áhorfendabekkjum. Á villigötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.