Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ fremur en hið opinbera. Einkafram- kvæmd njóti sín best þegar hún nái til sem flestra þátta verkefnisins, byggingu húsnæðisins, reksturs þess og þjónustunnar sem þar fer fram. Þá séu dæmi um að útboðslýsing sé mjög nákvæm og ítarleg og lítið svig- rúm fyrir bjóðendur að koma fram með sínar hugmyndir um hagkvæm- ustu launsnirnar og slík útboð kæfi kosti einkaframkvæmdar. Fram kemur að skortur hafi verið á verkefnum í einkaframkvæmd en búast megi við umtalsverðri aukn- ingu á næstu 5-7 árum og mikilvægt að innkaupastefnu ríkisins sé fylgt og einkaframkvæmd nýtt í auknum mæli. Segir að augljós sparnaður hafi áunnist með einkaframkvæmd og meiri kröfur um gæði þjónustu og viðhalds séu augljóslega gerðar til einkaaðila. Menn virðist almennt ánægðari með þessa þætti hjá einka- aðilum og benda á að hið opinbera sé gjarnan svifaseint þegar komi að við- haldi fasteigna til dæmis. Fram kemur að niðurstaða útboðs HEILDARFJÁRHÆÐ vegna samninga um einkaframkvæmd nem- ur um 40 milljörðum kr. á verðlagi þessa árs og er það vegna færri en fimmtán verkefna. Fyrstu samningar vegna einkaframkvæmda voru gerðir árið 1996 og námu heildargreiðslur vegna þessara verkefna innan við 500 milljónum króna árin 1998-2000, en fara yfir einn milljarð króna á næsta ári. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu Verslunarráðs Íslands um einkaframkvæmd og er þar fjallað um þann hluta hennar þar sem einkaaðilar hafa staðið að byggingu og rekstri mannvirkis og í sumum til- vikum einnig því starfi sem þar fer fram. Fleiri verkefni á næstu árum Í skýrslunni segir að reynslan af einkaframkvæmdarverkefnum hafi verið góð og neytendur þeirrar þjón- ustu sem um ræðir hafi ekki fundið að því að eiga viðskipti við einkaaðila vegna einkaframkvæmdar hafi nær alltaf verið sú að lægsta tilboði hafi verið tekið, sem sé sérkennilegt í ljósi þess að verð hafi almennt verið á að giska helmingur heildareinkunnar. Þriðjungur fjármagnskostnaður Þá kemur fram að algengasti tími einkaframkvæmdarverkefna sé 25 ár og almenna reglan sé sú að um þriðj- ungur kostnaðar við einkafram- kvæmd sé fjármagnskostnaður. Fjármögnun geti þannig ráðið úrslit- um um hagkvæmni einkafram- kvæmdar og þar sem samið sé til langs tíma skipti vaxtastig miklu máli. Í skýrslunni er fjallað um einstök einkaframkvæmdarverkefni, eins og Hvalfjarðargöngin, Iðnskólann í Hafnarfirði, Reykjaneshöllina, hjúkrunarheimilið við Sóltún, leik- skóla í Grindavík og í Hafnarfirði, Ás- landsskóla og Lækjarskóla í Hafnar- firði, íþróttamiðstöð í Grafarvogi og Bjarkarhúsið í Hafnarfirði. 40 milljarða verðmæti í einkaframkvæmdum Verslunarráð telur reynsluna af einkaframkvæmd góða Nýliðin þingvika var meðrólegra móti. Fátt merki-legt bar til tíðinda; júeinhverjar utan- dagskrárumræður fóru fram, en að öðru leyti fór lunginn af vikunni í það að ræða þingmannamál. Ekki að þau séu ómerkileg í sjálfu sér, en mörg þeirra hafa verið lögð fram á Alþingi áður, og litlar umræður urðu um þau að þessu sinni. Í mörgum tilfellum tók flutningsmaðurinn einn þátt í umræðunni, þ.e. enginn kvaddi sér hljóðs eftir að fyrsti flutningsmaður hafði mælt fyrir málinu. En í einhverjum tilvikum tók ekki einu sinni flutningsmaðurinn sjálfur til máls. Forseti Alþingis segir, í slík- um atvikum, eitthvað á þessa leið: „Nú er tekið fyrir sautjánda mál á dagskrá. Enginn hefur kvatt sér hljóðs og er umræðu lokið en at- kvæðagreiðslu verður frestað.“ Í fljótu bragði finnst manni þessi niðurstaða hálf sorgleg; þ.e. að eng- inn taki til máls í umræðunni um málið - ekki einu sinni flutningsmað- urinn sjálfur. Við nánari eft- irgrennslan skilst mér þó að þetta geti t.d. komið fyrir í málum sem margoft hafa verið lögð fram á Al- þingi en ekki hafa náð fram að ganga. Flutningsmaðurinn hefur í slíkum tilfellum áður mælt fyrir málinu, eða sambærilegu máli og þyki því ekki tiltökumál þótt hann geti ekki eða hafi ekki tíma til að mæla fyrir því enn og aftur. Honum þyki mikilvæg- ast að koma málinu í nefnd þar sem það fái frekari umfjöllun meðal þing- manna og viðkomandi hags- munaaðila.    Guðjón Ólafur Jónsson, vara-þingmaður Framsókn-arflokksins, vakti athygli á því í nýlegum pistli sínum á hrifla.is að þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu oft tækifærið í upphafi þing- fundar til að vekja athygli á sér og sínum málum. „[...]og þar hamast þingmennirnir sem ólmir séu í því skyni að ná sínum 10 sekúndum í fréttatíma ljósvakamiðlanna um kvöldið,“ segir hann. Í þingsköpum segir að í upphafi fundar, áður en gengið er til dag- skrár, geti þingmenn gert at- hugasemdir er varði störf þingsins. Í gegnum árin hafa forsetar þingsins túlkað þetta ákvæði ýmist þröngt eða rúmt. Halldór Blöndal, forseti þings- ins, hefur til dæmis túlkað þetta með síðari hættinum, þ.e. hann hefur leyft þingmönnum að nota þennan dag- skrárlið til að fjalla um ýmis þau mál- efni sem hæst ber í þjóðfélaginu hverju sinni, þótt þau tengist kannski ekki beint störfum þingsins. Stjórnarandstæðingar nýta sér oft þetta tækifæri, í upphafi þingfundar, eðlilega, til að gera athugasemdir um ýmis mál og eflaust er „leikur“ þeirra af og til gerður til að ná athygli fjöl- miðlanna. Stundum er það reyndar frekar augljóst. Þá reynir hins vegar á okkur þingfréttaritarana að meta hvort málið eigi erindi í fjölmiðilinn eða ekki. Að sjálfsögðu vill maður ekki ganga í vatnið þótt ekki skuli útilokað að það hafi einhvern tíma gerst.    Íþingsköpum er einnig kveðið áum að þingmenn geti gert at-hugasemdir við störf forseta þingsins, séu þeir ósáttir við eitthvað sem tengist fundarstjórn þeirra. Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, er einn þeirra sem ekki hafa verið „feimnir“ við að nýta sér það ákvæði. Gerði hann m.a. at- hugasemdir undir þessum lið í vik- unni. Svo virtist hins vegar sem Hall- dóri Blöndal, sem stýrði þingfundi, hafi fundist sem þingmaðurinn héldi sig ekki alveg við málefnið og greip fram í fyrir honum og sagði: „Ég vil biðja háttvirtan þingmann að vera ekki með efnisumræður um einstök þingmál.“ Mörður gerði sig hins veg- ar líklegan til að halda áfram en þá greip Halldór aftur fram í fyrir hon- um, sló í þingbjölluna og sagði: „Háttvirtur þingmaður hefur lokið máli sínu.“ Við þetta hikaði Mörður stundarkorn en yfirgaf síðan ræðu- stólinn. Hann gekk þó aftur upp að honum, benti í átt að forseta og sagði stundarhátt: „Ég mótmæli.“ Skömmu áður en þetta gerðist hafði orðið nokkuð skondið atvik þeg- ar rigning af þaki hússins tók að drjúpa niður í þingsalinn, beint fyrir framan ræðustólinn, þegar Halldór Ásgrímsson var að tala. Er hann sté úr pontu sagði hann: „Það rignir í ræðustólinn.“ Þá heyrðist í ein- hverjum þingmanni utan úr sal: „Verður ekki að útvega manninum regnhlíf?“ Mörður bætti um betur og sagði: „Það rignir bæði á réttláta og rangláta, ágæti forseti.“      Verður ekki að útvega manninum regnhlíf? EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is MÖRÐUR Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni að áfengisauglýsingum hefði fjölgað mjög í samfélagi okk- ar undanfarin misseri. Hann sagði í fyrsta lagi um að ræða duldar auglýsingar í formi umfjöllunar sem borgað væri fyrir í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Í öðru lagi væri um að ræða bjórauglýsingar undir því yfirskyni að verið væri að selja léttbjór eða einhvers konar pilsn- erútgáfu af bjórtegundinni. Og í þriðja lagi væri um að ræða beinar og óduldar auglýsingar „þar sem ekki virðist hirt um neins konar dulbúning eða útúrsnúning í þeim krafti að menn megi þetta með ein- hverjum hætti,“ sagði hann. Þingmaðurinn sagði að skv. 20. gr. áfengislaga væru áfengisaug- lýsingar bannaðar og spurði dóms- málaráðherra Björn Bjarnason, hvort hann teldi að sú grein væri með einhverj- um hætti fallin úr gildi. Dóms- málaráðherra sagði svo ekki vera. „Með dómi Hæsta- réttar Íslands hinn 25. febrúar 1999, í máli nr. 415/1998, var því slegið föstu að sú lagagrein sem hér er spurt um væri í fullu gildi,“ sagði hann og vísaði í umræddan dóm Hæstaréttar þar sem segir: ,,Þau rök sem þannig búa að baki 20. gr. áfengislaga eiga sér efnis- lega stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórn- arskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“ Ráðherra sagði að síðan þessi dómur hefði verið kveðinn upp hefði lagagreininni ekki verið breytt. Heldur ekki æðri réttar- heimildum, þ.e. stjórnarskránni. Kæri til lögreglu Ráðherra sagði einnig aðspurð- ur að kærum um refsiverð brot og beiðnum um rannsóknir ætti að beina til lögreglu eða ríkissaksókn- ara. Þá sagði hann, aðspurður hvort til stæði að skýra umrædd lög eitthvað betur, að sú vinna stæði ekki yfir í dómsmálaráðu- neytinu. „Og ráðuneytið hefur ekki sérstaklega í hyggju að hefja hana á næstunni.“ Undir lok umræðunn- ar sagði ráðherra að ef Mörður hefði dæmi um það að lögin hefðu verið brotin þá ætti hann að kæra það til lögreglunnar. „Þannig á hinn löghlýðni borgari að ganga fram. Ef hann sér að það er verið að fremja lögbrot eða hann telur að verið sé að fremja lögbrot á hann að láta rétt yfirvöld vita um það.“ Mörður Árnason Segir að áfengisaug- lýsingum hafi fjölgað Mörður Árnason, alþingismaður Samfylkingar BANDARÍSKI kokkurinn Jeff Tunks bauð nokkrum heppnum áskrifendum Morgunblaðsins upp á lambafille í Hagkaupum í Smára- lind í gær í tengslum við Food and Fun-hátíðina. Jeff er margverð- launaður kokkur og var á síðasta ári valinn besti kokkur Wash- ington en þar rekur hann þrjá veitingastaði. Í keppninni eldaði hann einmitt íslenskt lamb. Hann hefur í tengslum við þemadaga ís- lenskra matvæla vestra boðið upp á lambakjöt á sínum veit- ingastöðum, auk bleikju, lax og skyrs. „Íslenska lambið er mjög gott hráefni,“ sagði Jeff í samtali við Morgunblaðið. „Lambinu er slátr- að ungu þegar það er enn létt, þetta er alvöru „vorlamb“ og það hentar vel fyrir veitingahús.“ Jeff segir Washingtonbúa njóta góðs af því að flogið sé beint til Baltimore frá Íslandi og því auð- velt að nálgast ferskt og gott ís- lenskt lambakjöt. Hann segir neytendur í Banda- ríkjunum sífellt meira vera að huga að því sem þeir láta ofan í sig. „Fólk er farið að borða heilsu- samlegar og því skiptir máli að af- urðirnar séu ferskar og hreinar. Þegar maður kemur til Íslands og sér tæra sjóinn og finnur hreina loftið veit maður að hráefnið sem héðan kemur er hreint. Þetta eru neytendur í Bandaríkjunum stöð- ugt að verða meðvitaðri um.“ Jeff er að koma í þriðja sinn til Íslands á Food and Fun. Í fyrra keppti hann í matreiðslukeppni á hátíðinni en í ár er hann dómari. Hann segir alltaf gaman að koma hingað og kynnast því sem aðrir matreiðslumeistarar eru að gera. Baldvin Jónsson, sem unnið hef- ur að markaðssetningu íslenska lambakjötsins í Bandaríkjunum um árabil, segir vinsældir Food and Fun-hátíðarinnar sífellt að aukast og í ár hafi matreiðslumeistarar beðið í röðum eftir að fá að taka þátt í hátíðinni. Íslenskt lamb er gott hráefni Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandaríski kokkurinn Jeff Tunks (t.v.) hafði íslenskan starfsbróður, Hjör- leif Árnason af veitingastaðnum Vox, sér til aðstoðar í Smáralind í gær. BÍLL valt á Suðurlandsvegi, í brekkunni ofan við Litlu kaffistof- una, um sexleytið síðdegis í gær. Fjórir voru í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Að sögn lögreglunnar á Selfossi urðu óveru- leg meiðsl á fólkinu, en nokkur hálka var á veginum er óhappið átti sér stað. Þá varð annað bílslys í Norður- árdal í Borgarfirði um klukkustund eftir banaslysið við Bifröst í gær. Engin slys urðu á fólki, að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi, en hálka myndaðist einnig á Vesturlandsvegi líkt og á Suðurlandsvegi. Sluppu ómeidd úr bílveltu við Litlu kaffistofuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.