Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ESSO, Olís og Skeljungur hækkuðu allt verð á bensíni og dísilolíu á flest- um stöðvum sínum um miðja vikuna. Verð á 95 oktana bensíni í sjálfs- afgreiðslu er nú í nær öllum tilvikum hið sama hjá olíufélögunum þremur á höfuðborgarsvæðinu eða 95,70 aur- ar lítrinn og lítrinn af dísilolíu á 38,10 krónur. Hjá ESSO Express og ÓB bensíni kostar lítrinn 94,50 af 95 okt- ana bensíni, hjá Orkunni er verðið ýmist 92,4 krónur lítrinn eða 93,30 en hjá Atlantsolíu í Kópavoginum kostar lítrinn 92,50. Bensínið hækkar aftur UTANRÍKISRÁÐHERRA kynnti fullgildingu fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna við Chile og tvíhliða landbúnaðarsamnings milli Íslands og Chile á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór Ásgrímsson segir að áður hafi EFTA-ríkin gert fríverslunar- samning við Mexíkó en sá samningur hafi reynst vel og opnað fyrir verslun og samstarf við fyrirtæki í Mexíkó. Viðskipti Íslands og Chile séu um- talsverð fyrir og hann geri sér því vonir um að fríverslunarsamningur- inn geti skapað enn frekari tækifæri á viðskiptasviðinu fyrir bæði Ísland og Chile. Fríverslun- arsamning- ur við Chile VEXTIR óverðtryggðra bílalána hjá VÍS lækka úr 10% í 9,8% og vextir verðtryggðra bílalána lækka úr 7,8% í 7,6%, að því er fram kemur í til- kynningu frá VÍS. Þá segir að félagið hafi ákveðið að hækka lánshlutfall þannig að hámarksbílalán hjá VÍS er nú 100% af kaupverði bíls í stað 70% áður.Með breytingunum vill VÍS koma til móts við þá sem vilja eign- ast bíl í stað þess að taka bíl á einka- eða rekstrarleigu. „Við viljum ein- faldlega stuðla að því að fólk, sem á annað borð vill eiga bílana sína, fá enn meiri og betri lánafyrirgreiðslu en áður,“ er haft eftir Sigurbirni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra fjármálaþjónustu VÍS í tilkynningu. VÍS lækkar vexti bílalána MANNAUÐUR innflytjenda hing- að til lands felst ekki síður í menn- ingu og fjölskyldulífi þessara ein- staklinga en í vinnuframlagi þeirra. Það er oftast hugsað um innflytjendur sem vinnuafl og rætt um áhrif þeirra á efnahag Íslands, „en efnahagslíf er aðeins hluti lífs- ins,“ sagði Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, á málþingi undir yfirskriftinni Mannauður innflytjenda sem fram fór í Iðnó í gær í tengslum við Vetrarhátíð Reykjavíkur og þjóðahátíð sem haldin er samhliða henni. Toshiki benti á að í börnum inn- flytjenda, sem þekktu til tveggja menningarheima; þeirra sem for- eldrar þeirra ólust upp í og þess íslenska sem þau sjálf eru alin upp í, fælust tækifæri sem bæri að nýta. Þekking þessara ungu Ís- lendinga á framandi tungumálum og menningu fjarlægra landa væri dýrmæt auðlind. Hann sagðist hvetja stjórnvöld til að fjárfesta í menntun barna innflytjenda og einnig hvatti hann til þess að menntun innflytjenda væri við- urkenndari en nú er. Auka þarf samvinnu Gylfi Kristinsson, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu, sagði þörf á samræmingu í málefnum útlendinga og aukinni samvinnu þeirra aðila sem að þeim koma, t.d. ríkis, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka. Þá þyrfti að forgangsraða og hafa skýra verkaskiptingu milli þessara aðila. Sagði hann félagsmálaráðherra hafa stofnað starfshóp í nóvember sl. til að fjalla um einmitt þetta og ætti hópurinn að koma með til- lögur að því hvernig þjónustu við innflytjendur væri fyrir komið inn- an skamms. Sagði hann tillögur Evrópusambandsins sem fela m.a. í sér bætta réttarstöðu útlendinga, þar sem t.d. heimild til brottvís- unar úr landi væri þrengd, hafa fengið góðan hljómgrunn innan sambandsins og að margt benti til að þær yrðu samþykktar. Það myndi þýða að breyta þyrfti lögum um útlendinga í aðildarlöndunum og þar af leiðandi landa innan Evr- ópska efnahagssvæðisins (EES). Sigurður Guðmundsson, skipu- lagsfræðingur sem starfar á efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins, sagði að erlendir ríkisborgarar væru nú um 3,5% af íbúum Íslands, eða um 10 þúsund. Flestir kæmu frá Evrópulöndum utan EES-svæðisins, eða um 4 þúsund og væru á aldrinum 25–29 ára. Benti hann á að mjög mis- munandi væri eftir landshlutum hvar erlendir ríkisborgarar byggju. Þeir væru flestir í Tálkna- fjarðarhreppi eða um 16,8% íbú- anna og hlutfallið er svipað í Skeggjastaðahreppi. Hlutfall er- lendra ríkisborgara af íbúafjölda er hæst á Vestfjörðum eða um 16,7%. Sagði hann vekja athygli að í sumum byggðarlögum væru mjög fáir erlendir ríkisborgarar og benti í því samhengi á að aðeins 1% íbúa Akureyrar væru erlendir ríkisborgarar. Sigurður sagði að atvinnuþátt- taka erlendra ríkisborgara hér á landi væri mjög mikil og því gjör- ólík því sem gerðist í flestum ná- grannalöndunum. Þá sagði hann að þrátt fyrir að fólki væri frjáls- ara að ferðast nú á milli landa hefði samt dregið úr slíkum flutn- ingum. Alþjóðavæðing kallar á stefnumörkun Halldór Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóri ASÍ, sagði að mikilvægi framlags innflytjenda fyrir íslenskt samfélag væri óum- deilt. Hann sagði að nú bæri að staldra við, íhuga hvar við værum stödd í málefnum útlendinga og hvert við vildum stefna. Sagði hann að Ísland vildi taka þátt í al- þjóðavæðingunni og að nú reyndi mjög á EES-samninginn hvað þessi mál varðaði. Vinnumarkaður væri sameiginlegur og Ísland væri komið á kortið en alþjóðavæðing- unni fylgdu aðstæður og ógnir sem þyrfti að varast og bregðast við. Nefndi hann sérstaklega tvennt í því sambandi; félagsleg undirboð á vinnumarkaði og svarta atvinnu- starfsemi. Sagði hann þessa anga alþjóðavæðingar nýlega hafa gert vart við sig á Íslandi. Hann sagði mikið skorta á að við værum búin undir þær breytingar sem væru að eiga sér stað í þessum málum, það væri ekki hægt að fá allt fyrir ekki neitt, eins og margir virtust halda. „Við verðum að hætta að ganga út frá því sem meginsjónarmiði að við viljum fá allt fyrir ekki neitt. Það er að segja, við viljum fá innflytj- endur til að skapa verðmæti fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenskt sam- félag en við viljum ekki gefa þeim neitt á móti.“ Gústaf Adolf Skúlason, for- stöðumaður stefnumótunar-og samskiptasviðs Samtaka atvinnu- lífsins, sagði samtökin gagnrýna hversu langan tíma það taki að fá atvinnuleyfi fyrir útlendinga á Ís- landi, en það tekur að hans sögn um þrjá mánuði, lengur en í flest- um nágrannalöndum. Sagði hann að í þessum málum mætti hagræða verulega og kerfið mætti einfalda, t.d. með því að málefni útlendinga væru öll á hendi Útlendingastofn- unar. Þá sagði hann að eðlilegra væri að atvinnuleyfi væru veitt einstaklingum en ekki fyrirtækjum eins og nú er gert. Gústaf benti á að erlent vinnuafl gæti dregið úr hættu á ofþenslu í hagkerfi vegna t.d. stórfram- kvæmda á borð við Kára- hnjúkavirkjun. Unnur Dís Skaptadóttir, mann- fræðingur sem starfar við Háskól- ann, hefur unnið að rannsókn á möguleikum útlendinga í íslensku samfélagi í fimmtán ár. Segir hún rannsóknina m.a. hafa leitt í ljós að fæstir útlendingar sem hingað flytjast til lengri eða skemmri tíma eiga þess kost að nýta hér menntun sína þó að í ákveðnum greinum sé undantekn- ing þar á. Sagði hún sjónarmið innflytjenda og reynslu þeirra af búsetu á Íslandi afar misjafna. Nefndi hún að það sjónarmið hafi verið ríkjandi að innflytjendur væru vinnuafl og þess krafist að þeir aðlöguðust íslensku samfélagi en áttu ekki að breyta því. Nú sé hins vegar meira rætt um fjöl- menningu, þar sem innflytjendur halda í sína menningu og tungu og séu virkir þátttakendur í sam- félaginu, í þessu samhengi. Með þeim hætti skapist fjölbreyttara samfélag. Mannauður innflytjenda ræddur frá ýmsum sjónarhornum í Iðnó Menntun og menning innflytjenda vannýtt auðlind Morgunblaðið/Eggert Toshika Toma segir börn innflytjenda verðmæta auðlind. ♦♦♦ ♦♦♦ KRISTINN Haukur Skarphéðinsson, sviðs- stjóri dýravistfræðisviðs Náttúrufræðistofnun- ar Íslands og félagi í Æðarræktarfélagi Íslands, hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna viðtals sem birtist í blaðinu í gær við formann Félags æðarbænda við Breiðafjörð. „Morgunblaðið og verndun arnarins hafa haldist í hendur svo að segja frá upphafi; hinn 10. nóvember 1913, nokkrum dögum eftir að Morgunblaðið hóf göngu sína, samþykkti Al- þingi að friða örninn og gerðu Íslendingar það fyrstir þjóða. Allar götur síðan hefur Morgun- blaðið sýnt verndun og viðgangi arnarins sér- stakan áhuga; þar hafa birst ótal greinar um örninn og blaðið hefur verið vakandi yfir velferð hans. Nú síðast var fjallað um frumvarp um- hverfisráðherra um ráðstafanir til verndunar arnarins á forsíðu hinn 18. febrúar og í leiðara daginn eftir. Morgunblaðið endurspeglar vilja mikils meirihluta þjóðarinnar sem vill tryggja þessum sjaldgæfa fugli viðunandi lífsskilyrði í landinu. Í Morgunblaðinu í dag (20. febrúar) er frétt á bls. 11 sem virðist skrifuð af fréttaritara blaðs- ins í Stykkishólmi og byggist á viðtali við Ásgeir Gunnar Jónsson, formann félags æðarbænda við Breiðafjörð. Í fréttinni eru því miður nokkr- ar staðleysur sem síðan er lagt út af og gert mikið mál úr. Fjallað er um frumvarp sem um- hverfisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær (19. febrúar) og snýst um breytingar á svonefndum villidýralögum (nr. 64/1994). Nokkur ákvæði þessa frumvarps fjalla um sértækar aðgerðir til verndunar arnarins. Tilefnið er dómur Hæsta- réttar vorið 2003 er sýknaði mann af því að hafa raskað gamalgrónum varpstað í þeim tilgangi að koma í veg fyrir arnarvarp. Frumvarpinu er ætlað að eyða lagaóvissu sem af hlaust við þenn- an dóm en að öðru leyti eru litlar breytingar gerðar á núverandi fyrirkomulagi hvað varðar verndun arna og varpstaða þeirra. Í fyrrnefndri frétt Morgunblaðsins minnist Ásgeir Gunnar á örninn og meint tjón af hans völdum í æðarvörpum. Hér verður ekki fjallað um það álitamál en það hefur verið bitbein æð- arbænda og stjórnvalda um langt skeið. Því miður gætir misskilnings hjá fréttaritara Morg- unblaðsins í Stykkishólmi og viðmælanda hans varðandi fyrirhugaðar lagabreytingar: 1. Fullyrt er að allur umgangur verði bann- aður nær varpstöðum arna en 500 m á tíma- bilinu 15. mars til 15. ágúst og eigi það við um öll svæði þar sem vitað er til að örn hafi orpið og skipti ekki máli þótt örninn hafi ekki orpið þar í tugi ára. Þetta er rangt – umrætt nálgunarbann á einungis við þá varpstaði þar sem örninn er með varp hverju sinni. 2. Fullyrt er að 500 m verndarsvæði umhverf- is arnarhreiður geti haft það í för með sér að eigandi geti ekki farið út í sínar eyjar allt sum- arið ef arnarhreiður er í eyjunum. Þetta er líka rangt, því sérstaklega er tekið fram að heimilt verði að nýta hlunnindi að því tilskildu að menn sýni sérstaka varfærni en ákvæðið er svohljóð- andi: „Óheimilt er frá 15. mars til 15. ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 m nema brýna nauðsyn beri til, svo sem vegna lögmætra nytja sem ekki er hægt að stunda á öðrum árstíma, enda sýni menn ýtrustu varfærni og forðist að trufla fuglana.“ Þess má geta að samhljóða ákvæði hafa verið í gildi varðandi umgengni manna við arnarhreiður síðan 1996 (sbr. reglu- gerð nr. 252/1996 um verndun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps o.fl.), svo hér er engin breyting gerð að öðru leyti en því að texti reglugerðarinnar er lögfestur. Það kemur á óvart að talsmaður æðarbænda þekki ekki til þessa ákvæðis, því það er að finna í reglugerð sem fjallar m.a. um sértækar aðgerð- ir til verndunar æðarvarpi. Fram kemur að bæta þurfi samskipti æðar- bænda og Náttúrufræðistofnunar Íslands og að það sé með öllu ólíðandi að starfsmenn stofnunarinnar fljúgi lágflug yfir æðarvarp á varptíma í þeim tilgangi að kanna arnarvarp. „Þarna er um lofthernað að ræða“ er haft eftir Ásgeiri Gunnari. Í framhaldinu leggur hann til að allt eftirlit með arnarstofninum verði fært til heimamanna og að í Stykkishólmi sé Nátt- úrustofa sem vel geti sinnt vöktun á arnar- stofninum. Það er rétt að öflug og vaxandi starfsemi er hjá Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi og tekið skal fram að þegar er gott samstarf milli hennar og Náttúrufræði- stofnunar um vöktun og rannsóknir á arnar- stofninum. Hvað varðar eftirlit með örnum úr lofti, þá er því til að svara að það er lang- ódýrasta og árangursríkasta leiðin til að fylgj- ast með örnum og veldur hlutfallslega miklu minni truflun en heimsóknir á bátum eða á landi. Þetta er aðferð sem tíðkast nær alls staðar í heiminum við vöktun arna og skyldra tegunda. Eftirlit með örnum úr lofti hefur ver- ið stundað hér á landi meira og minna samfellt frá 1987 og fer að mestu leyti fram utan þess tíma sem æðarfugl situr í varpi, þ.e. í apríl og júlí. Flogið er með leyfi viðkomandi aðila (um- hverfisráðuneytis og Flugmálastjórnar) og fullyrðingar um að þetta eftirlitsflug valdi ein- hverju tjóni á æðarvarpi eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Loks skal tekið fram að Náttúrufræðistofn- un Íslands og þeir starfsmenn hennar sem annast hafa eftirlit og rannsóknir með arnar- stofninum, lengst af í samstarfi við Fugla- verndarfélag Íslands, hafa átt ánægjuleg sam- skipti og notið hjálpar og leiðsagnar fjölda æðarbænda.“ Yfirlýsing frá sviðsstjóra dýravistfræðisviðs Náttúrufræðistofnunar Íslands Villandi frétta- flutningur um erni og æðarvarp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.