Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 33
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 33 Járn er fáanlegt bæði hembundið og óhembundið. Hem-járn er bundið súrefnisbyndandi prótínunum hemóglóbín og mýóglóbín. Þetta form af járni frásogast best. Besta form hembundins járns er ferrus sukksínat. Það frásogast um þriðjungi betur en annað járn og hefur auk þess þann kost að valda ekki sömu óþægindum í meltingarfærum og önnur járnmeðul gera. Þess vegna er ferrus sukksínat í járntöflum Heilsu. C-vítamín eykur frásog járns um 30%, jafnvel talið auka upptöku járns meira en nokkurt annað efni. Því eru járntöflur Heilsu með C-vítamíni. K R A F T A V E R K Sýrubindandi lyf, kaffi og te geta hindrað frásog járns. Því er gott að láta 1-2 tíma líða milli neyslu járns og þessara efna. Það er ekki hægt að berabrigður á Mortein Hei-berg, sem hingað er kom-inn sem dómari í Food & Fun matreiðslukeppninni, fyrir að vera afkastalítill. Að hans sögn vaknaði áhuginn á eldamennsku strax á unga aldri. „Amma mín gerði mikið af því að elda og ég varð gjörsamlega heillaður af þessum stóru fjölskylduveislum sem fylgdu matseldinni.“ Í kjölfarið fór Heiberg að læra til kokksins strax fimmtán ára gamall og var fljótur að ná tök- um á faginu. „Matseldin og samsetn- ing allra þessara ólíku hráefna var heillandi þegar ég fór að ná tökum á henni og fá tilfinningu fyrir hvað hægt væri að gera. Þetta dýnamíska andrúmsloft sem ríkir í eldhúsum stórra veitingastaða fyllti mig líka brennandi áhuga og ég var sann- færður um að þar vildi ég vera.“ Eftir ársvist á Savoy-hótelinu í London átti Heiberg þó eftir að skipta um skoðun, en þar komst hann í kynni við Michel Roux, gjarn- an nefndan konung eftirréttanna. „Matargerðin var skemmtileg en þar kemst maður upp með svo margt. Eftirréttir eru mun erfiðari viðfangs og það heillaði mig. Allar mælieiningar og samsetningar verða að vera hárréttar og það var virkileg áskorun að fara að þróa rétti út frá þeim forsendum.“ Eftir heimkomuna til Danmerkur tók Heiberg síðan til við að elda fyr- ir dönsku konungsfjölskylduna og þar gafst honum tækifæri á að þróa eftirréttagerð sína enn frekar og eftir það varð ekki aftur snúið. Síð- an þá hefur Heiberg að mestu sér- hæft sig í súkkulaði- og eftirréttum og hlaut hann m.a. annan Evrópu- meistaratitilinn fyrir eftirrétti. Hann rekur nú m.a. Heibergs Dess- ertsirkus, matvælaframleiðslu sem sérhæfir sig í gerð konfekts, bragð- bættra sírópa, marmelaðis, íss og sætinda bæði fyrir veitingastaði og almenning. Auk þess hefur hann sent frá sér fjórar matreiðslubækur sem danskir sælkerar hafa tekið opnum örmum, enda leitast Heiberg við að hafa uppskriftir sínar einfald- ar svo raunhæft sé að nota þær heima við. „Fimm stjörnu veitingastaður kann að bjóða þér upp á lúx- usmáltíð, enda kannski fimmtán út- lærðir kokkar í eldhúsinu. Það er hins vegar ekki raunhæft að end- urskapa slíka máltíð í eldhúsinu heima og fæstir reyna það. Það er samt hægt að gera heilmargt skemmtilegt sem getur brotið upp hversdaginn án of mikillar fyr- irhafnar og það er það sem ég leit- ast við að gera í bókum mínum. Maður getur kannski borðað alltaf sama matinn en það ekkert voða skemmtilegt og þegar það er hægt með smávegis ímyndunarafli að ná broti af töfrum fimm stjörnu veit- ingastaðarins í hefðbundinni mat- reiðslu þá spyr ég, af hverju ekki?“ Heiberg hefur líkt og áður sagði í tvígang orðið Evrópumeistari mat- reiðslumanna og þjálfar nú danska kokkalandsliðið. Sjálfur hefur hann þó meiri áhuga á bókarskrifum og matvælaframleiðslu og segir hann stærstu áskorunina vera að fram- leiða mat sem fólki líkar og bækur sem það notar. Draumurinn um að reka eigin veitingastað blundar þó líka innra með honum, en í augna- blikinu lætur hann nægja að koma að rekstri kaffihússins Estate. „Ég á einhvern tímann eftir að eignast eigið veitingahús, en slíkur rekstur krefst fullrar viðveru og ég hef of margt annað á könnunni í dag,“ segir Heiberg. „Eftir nokkur ár, þegar ég verð ekki jafn mikið á ferðinni, á ég hins vegar örugglega eftir að láta þann draum rætast.“ Uppskriftin sem hér fylgir er úr bókinni Heibergs Dessertcirkus.  EFTIRRÉTTIR Hann er sérfræðingur í gerð eftirrétta, höf- undur fjögurra mat- reiðslubóka, hefur í tvígang orðið Evrópu- meistari í matargerð og Danir kalla hann súkkulaðiprinsinn. Súkkulaðidraumur: Biscuit Guanaja 70. Morgunblaðið/Golli Súkkulaðiprinsinn: Eftirréttir eru skemmtileg áskorun, að mati Mortens Heibergs. Estate Gammel Kongevej 1 Fredriksberg Kaupmannahöfn Danmörk Amma kom honum á bragðið annaei@mbl.is Biscuit Guanaja 70 200 g dökkt súkkulaði, Valhrona Guanaja 70% eða annað súkkulaði með 70% kakómassa 100 g ósalt smjör 3 msk. hveiti 5 eggjarauður 5 eggjahvítur 110 g sykur Súkkulaðið er fínsaxað, smjörið skorið í smábita og síðan brætt í vatnsbaði ásamt súkkulaðinu yfir lág- um hita (undir 50̊C). Eggjahvíturnar stífþeyttar og sykrinum bætt í smám saman. Eggjarauðunum og smáhluta eggjahvítanna blandað varlega saman við súkkulaðið. Þegar réttri þykkt hefur verið náð er restin af eggjahvítunum hrærð varlega saman við. Hveitið er að lokum sigtað yfir súkkulaðiblönduna og blandað varlega saman við. Helmingur blöndunar er því næst settur í skál til hliðar. Hinn hlutin er sett- ur í lítið bökunarform (8–10 sm að þvermáli) sem búið er að smyrja og dreifa smá- vegis sykri yfir. Kakan er því næst bökuð í ca sjö mín- útur við 185̊C og látin kólna. Hinn hluti súkku- laðiblöndunnar er því næst settur ofan á kökuna, ann- aðhvort með skeið eða rjómasprautu. Borið fram með þeyttum rjóma sem e.t.v. má blanda svolitlum kanil saman við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.