Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.02.2004, Blaðsíða 34
FERÐALÖG 34 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Nýr Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr. ANDREAS Bergmann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar hann var spurður hver væri uppáhaldsstaður hans. Hann er einn þeirra sem hafa mikið ferðast um Ísland á hestum og margir fallegir staðir komu í hugann svo sem Arnarfell, Jökulgil á Land- mannaafrétti og Hvítárnes. „En þegar ég hugsaði mig betur um komst ég að raun um að Þjórs- árdalur er uppáhaldsstaðurinn minn,“ sagði hann. „Ég hef verið á þessum slóðum í meira en 50 ár og verið með hesta í Gnúpverjahreppi í yfir 40 ár og samt gat ég fundið nýj- ar leiðir í Þjórsárdalnum síðastliðið sumar.“ Andreas fór ásamt Guðrúnu konu sinni, börnum og barnabörnum í hestaferð í Þjórsárdalinn um versl- unarmannahelgina í fyrra. Þau hafa haft það fyrir sið á hverju sumri, eina helgi eða tvær, að gista í sum- arbústað við Ásólfsstaði og ríða út í tvo til fjóra tíma á dag. „Þess vegna væri hægt að vera í viku og sjá eitt- hvað nýtt á hverjum degi.“ Gjáin náttúruperla „Landslagið þarna er mjög fallegt og fjölbreytt, Hekla blasir við og er glæsileg. Í Þjórsárdalnum er margt að sjá og finnst mér Gjáin vera með mestu náttúruperlum á Íslandi. Það er alveg ótrúlegt hve fáir hafa skoð- að hana og Gjáfoss, eins Háafoss. Núna er kominn mikill gróður í Þjórsárdal eftir nokkurra áratuga skógrækt. Lengi vel hélt fólk að ekki væri hægt að græða þetta land upp, en með skógræktinni og með því að sá grasi og láta skepnur ganga á landinu hefur það tekist vel. Þrátt fyrir það er Þjórsárdalurinn að hluta til nánast eyðimörk og skilin eru skörp. Þegar komið er í Hallslaut, þar sem fyrsta varðan á Sprengi- sandsleiðinni stendur, endar gróð- urlendið og við taka vikrarnir. Þetta er mjög sérstakt.“ Sagan talar til manns Andreas segir að í Þjórsárdalnum tali sagan til manns. Á þjóðveldisöld var þar blómleg byggð og talið er að þar hafi verið margir bæir í grasi grónum dalnum. Heklugosið 1104 lagði byggðina í eyði en nokkrir bæir hafa verið grafnir upp. Nú er hægt að skoða uppgröftinn á Stöng sem var fyrirmynd þjóðveldisbæjarins sem byggður var í Þjórsárdal í til- efni 1100 ára afmælis Íslands- byggðar. Einnig er hægt að bregða sér í sund í afar sérstakri sundlaug sem byggð var á vikrunum.  UPPÁHALDSSTAÐUR |Þjórsárdalurinn Hestamaður: Helgi Hrafn Jónsson, 8 mánaða, fær að æfa sig í hesta- mennskunni hjá afa sínum, Andreasi Bergmann, í Hallslaut í Þjórsárdal. Gisting í sumarhúsum: Ásólfsstaðir 1, 801 Selfoss. Sími: 486 6063 – 860 2063 Netfang: hestur@centrum.is Veffang: www.centrum.is/ hestur Alltaf eitthvað nýtt að sjá HELGA Thors, sem starfar á mark- aðssviði KB banka, er mikil skíða- áhugakona, en hún segir að því miður hafi íslenskum skíðadögum farið fækkandi með hverjum hlýindavetr- inum á fætur öðrum sem dunið hafi yfir. Skíðafrí erlendis séu á hinn bóg- inn með betri fríum, sem hún og sam- býlismaðurinn, Björn Ólafsson, taki sér. „Þá er vaknað snemma, skíðað allan daginn, andað að sér fersku fjallaloftinu, mikið borðað af góðum og oft sveitalegum mat og þess notið að vera í góðum félagsskap. Svona ferðir eru algjörar súrefnissprengjur auk þess sem “kúltúrinn í þessum ferðum er alveg einstakur“. Helga hefur ekki alltaf farið troðn- ar slóðir þegar kemur að vali á skíða- svæðum. Hún segir þó að Austurríki sé enn sitt uppáhald og slái flestum Evrópulöndum við í aðstöðu og tæknilegum útfærslum í fjallinu auk þess sem tíróla-stemningin sé ein- staklega viðeigandi og höfði til sín. „Vail í Colorado er samt með betri skíðasvæðum sem ég hef skíðað á, en þar eru skýin sprengd með joði í þeim tilgangi að þurrka snjóinn sem gerir hann silkimjúkan. Hraðinn sem næst í brekkunum þar er gífurlegur því brekkurnar eru rennisléttar og fyr- irséðar. Öll aðstaða þar er líka til fyr- irmyndar og þjónustulundin allsráð- andi, sem er aftur á móti ekki sterkasta hlið Austurríkismanna. Besta skíðabrekka í heimi er samt á Íslandi en það er hvergi skemmti- legra að skíða en niður Hvannadals- hnjúk.“ Stöðluð viðskiptahugmynd Björn og Helga eru nýlega komin úr skíðaferðalagi frá Kanada, en í fyrra kusu þau að fara með skíðin sín til Búlgaríu. Þau eru á því að staðirnir séu of ólíkir til að taka ann- an fram yfir hinn. Á meðan Búlg- aríuferðin hafi verið óhefðbundn- ari og fjöl- breyttari, hafi Kanadaferðin ver- ið fyrirséðari. „Kanadaferðin varð til með stuttum fyrirvara er vinafólk bauð okkur með í skipulagða ferð á vegum alþjóðlegra flugmannasamtaka. Þetta var stór og glaðbeittur hópur fólks hvaðanæva að úr heiminum sem hittist árlega á mismunandi skíðasvæðum. Við skíð- uðum í Whistler, sem talið er eitt besta skíðasvæði á heimsvísu. Það stendur á vesturströnd Kanada og eigendur svæðisins settu upp sams konar skíðaþorp við Montreal. Þetta er því stöðluð viðskiptahugmynd, sem virkar greinilega vel, en staðirnir munu vera mjög áþekkir. Við vesturströndina rignir mikið á þess- um árstíma og því er mikil snjókoma í fjöllunum. Þetta gerði það að verkum að við skíðuðum í púðri nær alla daga en minna var um sól. Fyrir utanbrautar áhuga- menn er þetta því alger paradís og þyrluskíðaferðir vinsælar en því miður dýr- ar.“ Skíðalyfturnar í bakgarðinum Frá Íslandi flugu þau hjónin í gegnum London til að komast alla leið í einum rykk og sluppu þau þannig við næturgistingu í Bandaríkjunum. Frá London var flogið með Air Canada yfir til Van- couver, en Helga segist ekki treysta sér til að mæla með því flugfélagi sérstaklega þar sem til- finningin hafi verið sú þegar gengið var um borð að verið væri að stíga tíu ár aftur í tímann auk þess sem sjónvarpsefnið um borð hafi ekki verið vinsælt meðal farþeganna á tíu tíma flugi. Á hinn bóginn gisti hópurinn á af- bragðs hóteli í efri hluta bæjarins með skíðalyfturnar í bakgarðinum. „Hótelið er mjög huggulegt. Þjónusta og öll aðstaða er til fyrirmyndar og á hótelinu er ágæt skíðaleiga, sem við nýttum vel þar sem farangurinn varð allur eftir á Íslandi og kom ekki fyrr en þremur dögum síðar. Eftir á að hyggja veit ég ekki hvort það sé þess virði að fljúga alla þessa leið fyrir eina viku, nema ef vera skyldi fyrir til- breytinguna og félagsskapinn. Mun- urinn á Whistler í Kanada og góðum skíðasvæðum í Evrópu er ekki svo mikill. Ég mæli þó sérstaklega með ferðum snemma dags í fjallið þar sem maður greiðir ögn meira fyrir að fara fyrstur þann morguninn í púðrið í  ÁFANGASTAÐIR| Helga Thors fór á skíði til Búlgaríu og Kanada Borovets: Séð yfir bæjarstæðið. Skíðaferðir í góðum félagsskap er ein besta afþreying sem Helga Thors og Björn Ólafs- son stunda. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Helgu út í tvo nýjustu áfangastaðina sem eru afar ólíkir. Gondóla-lyftur og magadans Skíðafólkið: Helga Thors og Björn Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.